Pressan


Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 5

Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 21. júní 1990 5 TEMPLARAHREYFINGIN Á ÍSLANDI: Templarahreyfingin þykir forneskjuleg, hefur misst megniö af félögum sínum og þykir hafa rœkt útbreiöslustarf sitt illa. Á hinn bóginn á hreyfingin verulegar eignir og stendur í umtalsveröum rekstri. Góðtemplarareglan á íslandi erímiklum öldudal um þessar mundir. Fjármál hreyfingarinnar eru í ágætum skorðum og talsvert um fasteignakaup og framkvæmdir, en stúkustarfog útbreiðsla bindind- isstefnunnar er í molum — þó ætla mætti að til- koma bjórsins hefði haft hvetjandi áhrifá virknina. Ráðamenn þjóðarinnar hunsa templara og þeir sjálfir hafa ástundað innbyrðis deilur af miklum móð hin síðari ár. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL. Það þarf ekki að koma nokkrum á óvart að templar- ar skuli vera í vondu skapi um þessar mundir. Þeir hafa orð- ið fyrir áföllum og ósigrum. Þar ber hæst tilkomu bjórsins og fjölgun vínveitingahúsa úr 66 í 148 og áfengisútsala úr 9 í 16 milli áranna 1983 og 1989. Ráðamenn fá það óþvegið Greinilegt er á orðum templara að þeim finnst sem ráðamenn þjóðarinnar taki ekkert mark á hreyfingunni. Fyrir ári lögðu forystumenn hreyfingarinnar ákveðið fræðsluverkefni fyrir Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og Guðmund Bjarna- son heilbrigðisráðherra. „Ráðherrarnir tóku vel á móti okkur, en engin svör hafa borist frá þeim ennþá," segir í skýrslu fráfarandi stór- templars, Hilmars Jónsson- ar, fyrir stórstúkuþing fyrr í þessum mánuði. Og hann heldur áfram: „Loforð forráðamanna um auknar fjárveitingar til for- varna og fræðslu hafa öll ver- ið svikin samanber ferð stór- stúkufólks til tveggja ráð- herra, Svavars Gestssonar og Guðmundar Bjarnasonar, þar sem kynnt var fræðsluher- ferð í yngri hluta grunnskól- ans. Viðhorf heilbrigðisráðu- neytisins speglast best í eftir- töldum staðreyndum: Heil- brigðisráðherra var einn þeirra sem samþykktu sterk- an bjór — á sama tíma kvaðst hann vilja auka vatnsdrykkju með skátum." Og Davíð Oddsson borg- arstjóri fær einnig kaldar kveðjur: „Hingað til hafa bindindis- menn átt vinsamleg sam- skipti við ráðamenn þjóðar- innar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Ásíðustu ár- um hafa orðið umskipti til hins verra. Auður stóll borg- arstjórans í Reykjavík í veislu á aldarafmæli Stórstúkunnar er talandi dæmi um það álit og virðingu, sem sá embætt- ismaður telur að sýna beri þessum félagsskap." Niðurstaða stórtemplarsins er sláandi: „Valdamenn þjóð- arinnar sjá ekki önnur ráð fyrir þjóðina en að dæla í hana áfengi og eitri." Innbyrðis ágreiningur og valdabarátta Þingtíðindi Stórstúku ís- iands fyrir síðustu fjögur árin bera með sér að templara- hreyfingin er í mikilli lægð samfara þessum ósigrum. Þar kemur meðal annars fram að erlend samskipti hafi verið af skornum skammti, að út- breiðslustarf sé í lágmarki, stúkustarf í daufara lagi, fundasókn fari minnkandi, barnastúkum fjölgi ekki, fundir þar fámennir og .. blint hatur hefur náð eyrum sumra félagsmanna okkar. Jafnvel eru gefin út blöð innan okkar raða þar sem einstakir Reglumenn og forystumenn hreyfingarinnar eru lagðir í einelti með róg- burði og ósannindum". Þarna er vitnað til ágrein- ings sem ríkt hefur innan reglunnar um nokkurt skeið, ekki síst um markmið og leið- ir. PRESSUNNI er kunnugt um að áhyggjufullir aðilar hafi þrýst mjög á Helga Selj- an, fv. þingmann, til að gefa kost á sér sem stórtemplar og var hann fús til þess fengi hann ákveðna einstaklinga með sér í framkvæmda- nefndina. Ekki var orðið við því. Þingtemplar hreyfingar- innar kemst svo að orði: „Það hallar undan fæti fyrir félags- skap templara. Svo er það þegar á heildina er litið og horft á landið allt. Vaxtar- broddar eru vandfundnir. . . ég held að félagsstarf undir- stúknanna hafi verið minna þennan vetur en undanfarin ár... en hér er margt í fornu formi og föstum skorðum." Ur átján þúsundum í fjögur þúsund á þrjátíu árum Sami embættismaður segir ennfremur: „Það hafa verið átta undirstúkur í Reykjavík. Þrjár þeirra hafa haldið uppi reglulegum fundum í vetur hver fyrir sig. Hin fjórða og fimmta hafa sameiginlega haft reglulega fundi. Þeim þremur sem þá eru eftir hefur ekki lánast það og engin þeirra á nú fulltrúa hér á fundinum. Þegar kemur að barnastúkunum er ekki betur ástatt. Þar sem þó hefur tekist að hafa fundi reglulega hafa þeir verið svo fámennir að á engan hátt er sambærilegt við það sem var fyrir fáum ár- um.“ Þetta er lýsing á stúkustarfi í hreyfingu sem telur sig hafa um 4.000 manns innan sinna raða, en hafði á skrám sínum 18.400 árið 1960. Samkvæmt þessu voru templarar 10,4% þjóðarinnar fyrir 30 árum, en 1,5% nú. Og er nú samkvæmt heimildum PRESSUNNAR „algengast að á fundi þessara gömlu stúkna mæti 5—10 manns og að meðalaldurinn sé nálægt sjötugu. Út- breiðslustarf er lítið sem ekki neitt, engar áætlanir eru lagðar fram í forvarnarmál- um og eini Ijósi punkturinn eru bindindismótin í Galta- læk. Að öðru leyti er hreyf- ingin einkamál nokkurra of- stækismanna". Þvert gegn þessum stað- reyndum um dvínandi stúku- og útbreiðslustarf kemur fram að talsverð gróska er í rekstri og framkvæmdum á vegum hreyfingarinnar. Að Framkvæmdanefnd Stórstúku íslands hefur aö mestu veriö óbreytt um árabil, en þessi mynd er af stjóminni 1982—1984. Það þykir ekki boða miklar breytingar þótt séra Björn Jónsson hafi tekið viö af Hilmari Jónssyni sem stórtemplar. Tilraun ákveðinna afla til aö fá Helga Seljan, fv. þingmann, í embættið og stokka upp í stjórninni tókst ekki. Templarahreyf ingin þykir ekki höfða til unglinga og barna, en af þessari mynd að dæma var ástandið vart miklu betra fyrir 20 árum. Myndin var tekin á Unglingaregluþingi 1970 og má ætla að 5—6 af 23 á myndinni séu á táningsaldri!

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.