Pressan


Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 6

Pressan - 21.06.1990, Qupperneq 6
Firrmtpelagu.r\2Tr: iúm 199Q-,:i tí TEMPLARAHREYFINGIN Á ÍSLANDI: vísu hefur hún neyðst til að selja hótel sitt á Akureyri fyr- ir 20 milljónir króna og er að selja hús sitt á Isafirði, en margt kemur á móti. Umtalsverðar framkvæmdir og fasteignakaup Þannig hefur hreyfingin fest kaup á Tónabíói fyrir tæplega 26 milljónir króna, stofnað um kaupin sjálfseign- arfélagið Veltubæ og ráðger- ir að eyða 20 milljónum króna til viðbótar í viðgerðir og breytingar. Þá hefur Stór- stúkan lagt 11 milljónir króna í Borgarbíó á Akureyri, en það var gert vegna fjárhags- erfiðleika í kjölfar [)ess að bíóið var endurnýjað frá grunni. Nokkrum fjármunum hefur síðan verið varið í upp- byggingu Skálatúnsheimil- isins og hreyfingin hefur eignast nokkra sumarbú- staði. Þá hefur PRESSAN ör- uggar heimildir fyrir því að til tals hafi komið að kaupa sum- arhús á Spáni. Fyrir á hreyfingin stórhýsið við Eiríksgötu og húseignina Laugaveg 56. Loks má nefna að fyrir fáeinum árum var keypt húsnæði í verslunar- miðstöðinni við Þarabakka í Mjóddinni, sem nefnt er Hjallasel. Hér er um umtalsverðar eignir að ræða. Brunabóta- mat Templarahallarinnar við Eiríksgötu er 121 milljón króna en fasteigna- og lóða- mat tæpar 60 milljónir. Brunabótamat fasteignarinn- ar í Þarabakka er tæpar 18 milljónir en fasteigna- og lóðamat tæpar 8 milljónir. Brunabótamat Laugavegar 56i er 17,7 milljónir, en fasteigna- og lóðamat um 16 milljónir. Eignarhlutur Stórstúkunnar í BorgarbíóiáAkureyrier 11 af um 50 milljónum og sem fyrr segir hefur Tónabíó verið keypt á 26 milljónir og ráð- gert að endurbyggja þar fyrir a.m.k. 20 milljónir til viðbót- ar. í því sambandi má nefna að ætlunin mun vera að fjölga bingókvöldum úr tveimur í þrjú á viku. Það sem er sammerkt með fast- eignum og rékstri hreyfingar- innar er að megnið er skatt- frjálst. ViII bæta ímyndina en halda seremóníun um Þegar reikningar eru skoð- aðir fyrir stórstúkuna, Æsk- una, bókabúðina, bingóið, Borgarbíóið, húsið á ísafirði, Templarahöllina við Eiríks- götu, 15 sjóði, Gullbók og saumaklúbb koma í Ijós eign- ir upp á um 200 milljónir króna að nafnverði, en skuld- ir á móti upp á „aðeins" tæp- ar 50 milljónir. Séra Björn Jónsson var spurður að því hvort rekstur og fasteignakaup væru ekki farin að bitna á stúkustarfi og útbreiðslunni og hvort ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af slíku. „Það er rétt að fram- kvæmdir og fasteignakaup hafa verið geysilega mikil að undanförnu, en hvort út- breiðsla hafi verið í daufara lagi er afstætt. Ég myndi t.d. segja að útbreiðsla væri alltaf í daufara lagi. En vita/skuld er ástæða til að hafa ahyggjur. Ég lít enda sem stóHemplar á það sem hlutverk mitt númer eitt að vera í beínni lifandi snertingu við stúkurnar í Reykjavík og út um allt land. munir verði að greiðast tíma- bundið, en þetta er staður sem á í framtíðinni að verða sú fjáröflunarleið sem við getum kannski helst treyst á. Bingóstarfsemin hefur hjálp- að okkur til að hafa einmitt meiri útbreiðslu nú en áður var og gera ýmsa aðra hluti. Það sem okkur vantar fyrst og fremst er að fólkið í stúk- unum úti á landi vakni og að Stórstúkan hefur keypt Tónabíó undir rekstur bingós og annarrar starfsemi. Kaupverð var 26 milljónir og nú fara fram viðgerðir og breytingar fyrir að minnsta kosti 20 milljónir til viðbótar. Þær eru undirstaðan í öllu starfinu. Ef það mætti takast að fá fleiri til liðs við okkur og verða virkir myndi þetta breytast." Og séra Björn var spurður hvort templarahreyfingin væri einfaldlega ekki of forn- eskjuleg til að laða fólk í sínar raðir. „Það má kannski segja og sumir halda því fram að til þess að þetta takist þurfum við að breyta um starfshætti og ég er alveg inni á því að breyta ímynd stúkunnar út á við, þannig að starfið og regl- an sem slík geti orðið að- gengilegri í vitund fólksins en hún er í dag. Það má því bú- ast við breytingum, en hvað varðar þær seremóníur sem fylgja reglunni, þá verð ég tregur til að sveigja þar af vegi og láta þær hverfa — ég held að þær hafi á þessum rúmu 100 árum verið styrkur en ekki veikleiki reglunnar." Bingóið gaf sextíu milljónir á fjórum árum Helsta tekjulind stórstúk- unnar er áðurnefndur bingó- rekstur, sem hingað til hefur verið í Tónabæ, en mun flytj- ast í Veltubæ (Tónabíó). Hreinn hagnaður af bingóinu var á síðasta ári 9 milljónir króna en samtals 58,5 millj- ónir að núvirði árin 1986-1989. Nýkjörinn stórtemplar reglunnar lítur enda á fast- eignakaupin sem tekjuöflun framtíðarinnar, en ekki pen- ingaeyðslu. „Um þau fast- eignakaup sem eru fyrirferð- armest núna, kaupin á Tóna- bíói, má segja að miklir fjár- við fáum nýtt og ungt fólk til að starfa með okkur." Auk þess sem þegar hefur verið upp talið hefur ríkis- sjóður styrkt Stórstúku ís- lands um að meðaltali 1 millj- ón króna á ári að núvirði síð- asta áratuginn — en það finnst templurum alltof lítið. Hilmar Jónsson, fráfarandi stórtemplar, sagði þannig í skýrslu sinni vegna 1988: „Fjármálaráðherra afhenti SÁÁ 15 milljónir úr vasa okk- ar allra í tilefni 10 ára afmælis þeirra samtaka í fyrra. Við báðum um 16 milljónir og fengum 800 þúsund. Það fannst heilbrigðisráðherra gott. Menntamálaráðherra mætti í 90 ára afmæli Æsk- Helsta afrek templara í útbreiðslustarfinu er útgáfa á lita- bók, væntanlega fyrir yngstu aldursflokkana. Fjárveit- inganefnd var beðin um 8 milljóna króna styrk vegna út- gáfunnar, en hafnaði beiðninni. Textinn þykir ólíkiegur til að hafa áhrif á börnin, en þýðandi bókarinnar er eigin- kona fráfarandi stórtemplars og starfsmaður stórstúk- unnar. unnar með góðar óskir. Gjafir fékk besta barnablað á Norð- urlöndum engar frá því opin- bera." Ráðning eiginkonu stórtemplarsins gagnrýnd Templarar fóru enda bón- leiðir til búðar þegar þeir heimsóttu fjárveitinganefnd þingsins vegna fjárlaga yfir- standandi árs. Vildu þeir fá styrk til að gefa út litabókina „Fávís og Fjölvís" og báðu um 8 milljónir króna. Þeirri beiðni var hafnað, þótti út- gáfa litabókarinnar í besta falli brosleg og alls ekki líkleg til að ná til viðkomandi ald- ursflokka. Textinn við litabók þessa er þýddur af Elísabetu Jens- dóttur. Hún var ráðin fræðslufulltrúi hjá stórstúk- unni 1988 með full laun og bifreið til afnota. Henni tókst að koma á fót tveimur barna- stúkum. Á stúkuþinginu 6.-9. júní sl. var upplýst að hún hefði verið ráðin erind- reki fyrir hreyfinguna. Það sem þykir bera órækan vott um miðstýringuna í hreyfing- unni er að Elísabet er eigin- kona Hilmars Jónssonar, frá- farandi stórtemplars. Ráðn- ing hennar var meðal annars gagnrýnd fyrir þá sök að sjálf framkvæmdanefnd stórstúk- unnar var ekki spurð. Séra Björn vildi í samtali við PRESSUNA ekki tjá sig um einstök ágreiningsefni innan reglunnar, en lagði áherslu á hugsjónirbindindis- starfsins, sem enn væru í fullu gildi þótt margt hefði breyst. „Við erum fyrst og fremst að berjast á móti áfengisnotk- un og um leið gegn allri eitur- lyfjanotkun. „Prímus mótor" í þessu öllu er áfengið og með forvarnarstarfi viljum við koma í veg fyrir að einstakl- ingar byrji að drekka. Sumt fólk telur í lagi þó börn þess sulli dálítið í brennivíni, bara að þau leiðist ekki út í eitur- lyfin. Þessi hugsun stenst bara ekki.“ Laugavegur 56. Brunabótamat jafnt sem fasteigna- og lóðamat er um 17 milljónir króna. Templarahöllin við Eiríksgötu. Brunabóta- mat fasteignarinnar er 120 milljónir, en fasteigna- og lóðamat 60 milljónir. í þessu húsi við Þarabakka eiga templarar húsnæði sem nefnt er Hjallasel. Bruna- bótamat 18 milljónir, fasteigna- og lóða- mat um 8 milljónir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.