Pressan - 21.06.1990, Side 8

Pressan - 21.06.1990, Side 8
8 Fimmtudagur 21. júní 1990 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDOGUM l 'ti»fíaiuli: Blað lií. I Vamkva'imlastjiH i: Ilakon Hákonarsou Kitstjiirai: .k’mina l.eósdótlir Omar l-'rióriksson Klaóanumn Anna Kristine Mi»i»ni'iscl«>tt Kjori* Kva KrlviidsdóUir Kriórik l»ór liuónuindssoi.i hi(*il>jör|4 íiólriin (iískukittir l.ji'ismynclai i: Kinar Olason Utlil: Anna Th. Kói»nvaUlsdóttir l’n'iíarkak'stui: Sii»ríóur H. (íunnarsdóttir .\iii»lysini»astjfH i: Hinrik (iiinnar Hilmarsson Ritstjorn og skrifstofur. Ármúla 3.6, simi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Asknft oq dreifing: Ármula 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf Askriftariijald 500 kr a manudi Askriftargjald: Pressan oq Alþyöublaðið: 1000 kf. a manuði. Verð i lausasolu. 150 kr. eintakið. SAMBÝLI TIL FYRIRMYNDAR í Víöihlíö í Reykjavík starfrækir Styrktarfélag vangef- inna þrjú sambýli fyrir þroskaheft fólk. Þar er einnig rek- in skammtímavist fyrir fatlaða og hafa þar m,a. dvalið einhverf börn. Blaðamaður PRESSUNNAR heimsótti íbúana í Víði- hlíð á dögunum og er fjallað um þá heimsókn í grein í blaðinu í dag. Þar kemur fram að starfsemin er þar öll til fyrirmyndar og augljóst að sambúðin við nágrannana í hverfinu er eins og best verður á kosið. Solveig Theodórsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðumað- ur sambýlisins, segir í greininni að sambýlið við ná- grannana hafi alltaf gengið mjög vel þau sex ár sem liðin eru frá því að heimilið var stofnað. „Nágrannarnir verða auðvitað mikið varir við okkur hérna. íbúarnir okkar eru öðruvísi en „heilbrigt" fólk. Hegðun þeirra er á margan hátt frábrugðin hegðun annarra. En þeir kunna listina að njóta lífsins. Ég tel að það sé heilbrigðum börn- um nauðsynlegt að læra að umgangast fatlað fólk og sjá það í umhverfi sínu,“ segir Solveig. Það er ómetanlegt fyrir þetta fatlaða fólk að lifa utan stofnana og inni á sínum eigin heimilum. „Hér eru þau eins sjálfstæð og ábyrg og þau geta orðið,“ segir Solveig. Þessi fyrirmyndarsambúð í Víðihlíð er athyglisverð í ljósi þess ágreinings sem kom upp á Seltjarnarnesi á dögunum vegna meðferðarheimilis sem þar er rekið fyr- ir einhverf börn. Kröfur íbúa um að fjarlægja börnin — „helst út í sveit" eins og einhver orðaði það svo smekk- lega — eru með ólíkindum. Frásögn PRESSUNNAR í dag af sambýlinu í Víðihlíð færir okkur aftur á móti heim sanninn um hve ágætlega starfsemi af þessu tagi getur gengið fyrir sig. Því, eins og segir í grein PRESSUNNAR; „það getur ekki verið sam- félaginu til góðs að fela einstaklinga sem eru öðruvísi“. bcmkabrot Þunkabrol skrifa: Bolli Hédinsson, efna- liagsrádgjafi forsœtisrádherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafrœdingur og Lára V. Júlíusdóttir, framkuœmdastjóri Alþýdusambands íslands. * I Fokker 50 yfir Lúxemborg „Yfir Holland, Belgíu og Lúxemborg hefur ó liðnum óratug gengið oldo fjórfestingo sænskra, norskra og finnskra fyrirtækja/' Norðurlandaráð og Bene- lúx-þingið hafa síðustu miss- eri borið saman bækur sínar með því að skiptast á sendi- nefndum. Það var skýringin á því að um miðja síðustu viku sat ég í nýjum Fokker 50, „að- laðandi flugvél með þotu- þægindum", á leið frá Kaup- mannahöfn til Lúxemborgar. Flest í þeirri vél er eins og segir í auglýsingum Flugleiða um þessa væntanlegu sam- göngubót í innanríkisfluginu. Hins er náttúrlega ekki getið þar að vélarnar eru eins kvik- ar, að ekki sé sagt hvumpnar, og þeir færleikar sem hafa þjónað okkur nú um langt skeið, og bera töiuna 27, ef ég man rétt. Við sem fljúgum á Islandi kunnum þessu flug- lagi orðið vel, en förunautar mínir voru eitthvað að æmta út af snerpunni í sveigjum Fokkersins. Á farþegarýmið luku allir lofsorði og ósköp er gott að eiga það í vændum að geta teygt úr skönkunum á milli Akureyrar og Reykjavík- ur í Fokker 50 „eftir eitt ár og níu mánuði" eins og ég las um í Mogganum, sem til sölu er á flugvellinum í Lúxem- borg eins og önnur heims- blöð. -o-o-o- Fokker og Moggi og Flug- leiðir. Tengslin milli Benelúx- landanna og íslands eru aug- ljós. Fokkerinn er framleidd- ur í Hollandi, Lúxemborg hef- ur verið miðstöð Loftleiða og síðar Flugleiða á meginlandi Evrópu og Mogginn er alls- staðar þar sem margir íslend- ingar fara um. Eg var að hug- leiða hvað þessi samskipti væru nú eiginlega mikil og gróin, þegar Grethe Lund- blad, þingmaður sænskra jafnaðarmanna, segir við okkur hin i norræna hópn- um: „Þið verðið að fyrirgefa þó að ég komi ekki með ykkur í bæjarrölt eftir fíádegi. Ég var búin að lofa að líta inn hjá Sænska verslunarbankanum hérna í Lúxemborg. Ég sit nefnilega í stjórn bankans heima í Svíþjóð, og þeir hérna í útibúinu vilja endi- lega hitta stjórnarmenn, þeg- ar þeir eru á ferðinni." Ekki varð ég var við að Ol- afur G. Einarsson þyrfti nauð- synlega að líta inn hjá ís- lenskum fjármálastofnunum í Lúxemborg. Það er kannski talandi dæmi um, að Islend- ingar hafa ekki reist hátimbr- aðar hallir á þeim grunni tengsla og samskipta, sem þegar hefur verið lagður í Benelúx-ríkjunum. Yfir Holland, Belgíu og Lúxemborg hefur á liðnum áratug gengið alda fjárfest- inga sænskra, norskra og finnskra fyrirtækja. í Hol- landi og Belgíu eru t.a.m. 400 sænsk dótturfyrirtæki ,með 50 þúsund starfsmenn. Á síð- ustu þremur árum hafa bein- ar fjárfestingar Svía í Bene- lúx-löndunum numið 230 milljörðum íslenskra króna. Holland er það land innan Evrópubandalagsins sem Sví- ar fjárfesta mest í. Svona mætti halda lengi áfram. -o-o-o- Ástæðurnar fyrir norræn- um viðskiptaáhuga á Bene- lúx eru margar. Þetta er það svæði innan Evrópubanda- lagsins sem Norðurlandabú- ar eiga auðveldast með að átta sig á. Þrátt fyrir ólíka menningu á margan hátt er stærðarmunurinn ekki yfir- þyrmandi og í Hollandi, hin- um flæmska hluta Belgíu og í Lúxemborg samsamast menning og hátterni heima- manna vel norrænum venj- um, auk þess sem almenn enskukunnátta auðveldar fyrstu kynni. Hagstæðar skattareglur, tiltölulega ódýr aðföng, hagkvæmni í fram- leiðslu, nálægð við markaði og góðar samgöngur í lofti, láði og legi hafa lokkað nor- ræn framleiðslufyrirtæki til Hollands og Belgíu. Aðilar sem byggja viðskipti sín á þjónustu við norræn fyrir- tæki fylgja í kjölfarið. Til Brussel flykkjast nú norrænir lögfræðingar, arkitektar, ráð- gjafar svo og fólk frá flutn- ingafyrirtækjum og ferða- stofum. Og vegna sérstakra skatta- ívilnana hafa 166 bankar, meðal annars margir nor- rænir, komið sér fyrir með starfsemi í Lúxemborg á þeim tveimur áratugum, sem reglurnar hafa verið við lýði. Um 50 fjárfestingar- og fjár- málafyrirtæki bíða leyfis yfir- valda í Lúxemborg til þess að hefja þar starfsemi. Staða landsins sem fjármálamið- stöðvar er orðin svo grunn- múruð, að áróður er nú rek- inn fyrir að fá framleiðslufyr- irtæki til þess að veðja á Lúx- emborg, svo að atvinnulífið verði ekki of einhæft. Bankamenn í Lúxemborg segja að starfsmönnum nor- rænna fyrirtækja þyki örugg- ara að fá ráðgjöf ámóðurmál- inu, auk þess sem norrænu bankastofnanirnar fjármagni að verulegu leyti fjárfestingar norrænna fyrirtækja innan Benelúx með lánum sem tek- in eru í Hollandi, Belgíu eða Lúxemborg. -o-o-o- Þegar André Biver, borgar- stjóri í Woltz og forseti Bene- lux-þingsins, heyrir að ég er íslendingur fer hann strax að tala af þekkingu um sameig- inlega flugmálasögu íslands og Lúxemborgar. Lúxem- borgarar virðast mér yfirleitt alúðlegir og blátt áfram, en það held ég að flestum verði ljóst sem þá sækja heim, að Islendingar eiga að þeim sér- staklega greiðan aðgang. „Ætli maður að ná fótfestu á einum stað innan Evrópu- bandalagsins er Benelúx- svæðið kjörið," hefur sænsk- ur iðnjöfur látið hafa eftir sér. Við það má bæta, að ætli maður að fá fljótt vissu fyrir því hvernig EB muni þróast eftir 1992, þá er Benelúx líka kjörsvæðið. Með undirritun Schengen-samkomulagsins milli Belgíu, Hollands, Þýska- lands og Frakklands nú í vik- unni er ljóst að landamærin milli þessara landa heyra að mestu sögunni til þegar á næstu árum. Hér er framtíð Evrópu í sköpun. Um þetta var ég að hugsa þegar Fokker 50 sveigði út yf- ir Mosel á mótum Þýskalands og Lúxemborgar og stefnan var sett á Frankfurt. Þar sem ég sat og naut allra „þæg- indaaukanna" sem íslending- ar mega eiga von á í innan- landsfluginu eftir „eitt ár og níu mánuði" vaknaði eftirfar- andi spurning: Hvenær skyldi Landsbankinn setja upp Evrópu-útibú í EINAR KARL HARALDSSON hin pressan ## „Skipt hefur veriö á 2,5 millj- ónum króna og pappírssnifs- um." Frétt í Tímanum um peningahvarf á Seyðisfirði „Maöur skyldi samt varast aö bíöa og borða rjómatertur þar til lyfið kemur hingaö til lands." Laufey Steingrimsdóttir næringar- fræðingur i Alþýðublaðinu Hvers vegno fer SÍS allt í einu að tapa, þegar bissn- issmenn taka völdin?## Guðmundur Einarsson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í Alþýðublaðinu „Ásmundur (Stefánsson) veröur að hreinsa sig." Páll Halldórsson formaður BHMR í DV „Maðurinn er stífur." Talsmaður starfsmanna á Mógilsá um landbúnaðarráðherra „„Hann er meö skegg," hrökk út úr mörgum, er sáu formann Sjálfstæðisflokksins." Frétt í Timanum „Fer Beta á bak?## Frétt i Timanum um komu Bretadrottningar „En við vitum að það eru ís- lenskar lopapeysur í búðum erlendis sem eru prjónaðar úti." Talsmaður handprjónasambands- ins í Timanum 4mPi(<0 ,,Staöreyndin er eigi að síður sú að uið komum út úr þessu hörm- ungatímabili há- vaxnari og spengilegri en hinar Norður- Iandaþjóðirnar.“ Gunnar Biering læknir i Timanum „Það er alltaf reykur þar sem eldur er." Albert Guðmundsson í DV „Islendingar eru lítt gefnir fyr- ir að nota smokkinn." Frétt i Alþýðublaðinu .

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.