Pressan - 21.06.1990, Side 17
r r r t
PENNASTIMPLAR
Skapaðu þér ímynd með okkar
sjálfblekandi stimpilpenna, það
gæti gert gæfumuninn
að hafa stimpil með
nafni þínu, fyrirtæki
eðagóðu slagorði alltaf
við hendina.
STIMPLAGERÐ
PDæsúbiis
KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 67 1900
Fimmtudagur 21. júní 1990
^Vtjórnvöld og æðstu embættis-
menn ríkisstjórnarinnar naga sig í
handarbökin þessa dagana vegna
BHMR-málsins. Eru komnar upp
allverulegar efasemdir um að rétt
hafi verið staðið að málum þegar
launaleiðréttinguBHMR-félaga, sem
taka átti gildi 1. júlí, var frestað og
kemur að öllum líkindum til kasta
félagsdóms. Telja hinir sömu að rétt-
ara hefði verið að láta frestunina
taka gildi með bráðabirgðalögum
strax því óttast er að dómur falli há-
skólamönnum í vil og þá sé nánast
ótækt að fella hann úr gildi með lög-
gjöf. Það úrræði hefur reyndar lítil-
lega verið rætt en er tæpast talið
raunhæft. Er þetta mál hið mesta
áhyggjuefni í innsta hring stjórn-
kerfisins þessa dagana, skv. heim-
ildum af þeim slóðum .. .
L
■ Mér á landi eru stödd banda-
rísk hjón, Betty og Reinald
Werrenrath. Þau hjón eru búsett í
Chicago og hafa starfað sem fé-
lagsráðgjafar í gegnum tíðina. A
síðustu árum hafa þau beint kröft-
um sínum að því að búa til mynd-
bönd um lifnaðarhætti og mannlíf í
ýmsum löndum, líkt og Halla og
og Hal Linker gerðu á árum áður,
og eru nú stödd á íslandi í þessu
skyni. Þau hjónin leituðu til Her-
manns Ragnars Stefánssonar
danskennara, sem kynntist þeim
fyrir tæpum 30 árum i Bandaríkjun-
um, og aðstoðaði hann þau við efn-
isöflun. Betty og Reinald ferðast um
landið og taka upp á myndband
mannlíf og það sem fyrir augu ber í
nágrenni við Selfoss, Akureyri og
Vestmannaeyjar auk mannlífsins í
Reykjavík og nágrenni. Þá fylgjast
þau með tveimur íslenskum börn-
um, 14 ára stúlku sem á hest og 10
ára fótboltastrák og dansara. Fylgst
verður með degi í lífi þessara barna,
myndir teknar á heimilum þeirra til
að sýna hvernig við íslendingar bú-
um og farið með þeim að sinna
áhugamálunum. Myndbönd sín um
lifnaðarhætti í ýmsum löndum selja
þau hjónin grunnskólum í Banda-
ríkjunum þar sem nemendur eru á
aldrinum 6—15 ára, auk þess sem fé-
lagasamtök sækjast mikið eftir þess-
um kynningarmyndum. Það er því
ekki amaleg kynning sem landið á
von á í Bandaríkjunum . . .
■ að sem ekki síst vekur at-
hygli þegar samkomulag minni-
hlutaflokkanna um nefndakjör í
borgarstjórn er skoðað er að Al-
þýðubandalagið hefur fórnað
uppáhaldsnefndum Sigurjóns Pét-
urssonar. Hann vildi sitja áfram í
breiðu sætunum í stjórn Lands-
virkjunar og stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, en fé-
lagar hans höfðu aðra forgangsröð á
hlutunum og Framsóknarflokk-
urinn fær mann í Landsvirkjun og
lendir í hlutkesti í þriggja manna
stjórn SPRON. Þá má það heita
merkilegt að Kvennalistinn bað al-
deilis ekki um öruggan mann í jafn-
ALLAR GERÐIR
STIMPLA
réttisnefnd, þærhafa átt þar full-
trúa frá byrjun, en hafa komist að
þeirri niðurstöðu að um allsendis
gagnslausa nefnd sé að ræða. Þá er
merkilegt að Bjarni P. Magnús-
son í Nýjum vettvangi er ekki ör-
uggur í neina nefnd, en lendir í hlut-
kesti um sæti í stjórn veitustofnana.
Hann getur hins vegar huggað sig
við að Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra skipaði hann skömmu eftir
kosningar í stjórn íslenska álfé-
lagsins . . .
^^mhverfið kringum Tann-
garð, hús tannlæknanema við há-
skólann, kvað vera heldur andfúlt í
sumar. Skammt þar frá er nefnilega
safnað í haug grasi og garðúrgangi
og geymt einhvern tíma, þar til
henta þykir að fjcu-lægja úrganginn.
Þessu er safnað saman á flötinni rétt
við Vatnsmýrarveginn. Gangandi
og hjólandi vegfarendur kvarta yfir
sterkum rotnunarfnyk af þessum
völdum og telja aðúrbóta sé þörf. . .
c
^Vtarfsliði Vinnuskóla Reykja-
víkur vex stöðugt fiskur um hrygg.
Frá því í fyrra hefur sérstakur hópur
unnið við landgræðslu á Nesjavöll-
um. í sumar eru 180 unglingar á
Nesjavöllum og starfa þeir meðal
annars við lúpínugræðslu og við að
stinga upp rofabörð. Reynslan af
starfi vinnuskólanna á Nesjavöllum
í fyrra þótti góð þegar árangur
starfsins var metinn í vor . . .
0LIEITT AR
Opið alla daga
12.00—15.00 og 18.00—01.00
föstudaga og laugardaga til 03.00
MATUR, OL
OG LIFANDI TÓNLIST
Ífélagar í BHMR hafa nóg að
gera, en þeir mæta ekki til vinnu í
dag vegna ósættis við ríkisstjórn-
ina um launamál.
3.500 manns eru í félaginu og
búist er við því að stærstur hluti
þeirra leggi niður vinnu á morgun.
Aðgerðanefnd hefur skipulagt allan
daginn frá morgni til kvölds. Dagur-
inn hefst með fundi og trúlega kaffi-
drykkju í kjallara Templarahallar-
innar klukkan 9. Um hádegisbilið
ganga háskólamenntaðir ríkisstarfs-
menn í kröfugöngu niður að Alþingi
og afhenda bæði forsætisráðherra
og fjármálaráðherra mótmæli. Eftir
afhendinguna halda þeir áfram að
funda í Templarahöllinni, bæði um
aðgerðir dagsins og væntanlega
einnig um framhaldið .. .
l^veir hópar fatlaðra vinna í
sumar hjá Vinmskólum Reykja-
víkur. Þetta eru 26 einstaklingar,
sem eru staðsettir á Miklatúni og
vinna fjóra tíma á dag. Þessi hópur
hefur starfað við vinnuskólana síð-
astliðin nokkur ár með góðum
árangri. Hjá bajarvinnunni er
einnig starfandi fúpur fatlaðra viö
garðyrkjustörf. . .
ÍFramkvæmdastjóri Sunda hf.,
Alfreð Jóhannsson, lét þar af
störfum um síðustu helgi og hefur
ráðið sig til Reykjagarðs hf. . . .
SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsilegur
og rúmgóður fjölskyldubíll, þar sem vel fer um
farþegana og nægt rými er fyrir farangur.
SUZUKISWIFT SEDAN býðst með aflmiklum
1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra handskiptingu eða
sjálfskiptingu. Einnig er hann fáanlegur með
sítengdu aldrifi.
VERÐ:
1,31GL eindrif...... 783.000,- kr. stgr.
1,61GLX eindrif..... 878.000,- kr. stgr.
1,61GLX sítengt aldrif. 1.031.000,-kr. stgr.
KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ
$ SUZUKI
.......—
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100