Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 24
24- Fimmtudagur 21. júní 1990 i framhjqhlaupi Grétar Örvarsson tónlistarmaður — Hefurðu farið á miðils- fund? „Nei það hef ég ekki gert. Aft- ur á móti tel ég mig hafa fengið skilaboð í gegnum miðilsfund, sem ég var ekki staddur á sjálf- ur." — Hvaða hugmyndir gerirðu þér um líf eftir dauðann? „Ég geri mér ekki nokkrar hug- myndir um það. Ég hugsa aldrei um þá hluti." Lofthræddur og finnst leiðinlegt að strauja — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? „Það er sambýliskona mín, Guðrún Markúsdóttir. Hvers vegna segi ég ekki." — Án hvers gætirðu síst ver- ið? „Tónlistar. Ég gæti alls ekki verið án hennar." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Að þvo upp og strauja. Ég er að vísu búinn að fyrirbyggja það fyrrnefnda með því að kaupa mér uppþvottavél en sé ekki fram á að framleidd verði sjálf- stýrð straujárn í nánustu fram- tíð!" — En skemmtilegast? „Mér finnst skemmtilegast að eiga frí og slappa af heima hjá mér." — Hvaða eiginleiki finnst þér eftirsóknarverðastur í fari fólks? „Heiðarleiki." — Við hvaða aðstæður líður þér best? „í góðu andrúmslofti með fjöl- skyldunni." — Geturðu nefnt einn kost þinn og einn galla? „Það getur orðið erfitt því ég hef svo marga galla. Einn þeirra er sá að ég er sjálfselskur. Ætli ég telji ekki til kosta minna að ég er duglegur, hugmyndaríkur og skipulagður." — Hvaö fer mest í taugarnar á þér í fari þeirra sem þú átt samskipti við? „Hægagangur; þegar vantar driftina í fólk." — Við hvað ertu hræddur? „Ég er lofthræddur, það er að segja þegar ég er kominn hátt upp í stiga eða upp á þak ein- hvers staðar. Þetta gildir ekki þegar ég er um borð í flugvél." — Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú yrðir að skipta um starf? „Þá gæti ég vel hugsað mér að starfa við eitthvað sem tengist ferðamálum." — Hvernig vildirðu helst verja sumarleyfinu í ár? „Helst hefði ég viljað fara til Bandaríkjanna. Eg vildi byrja í San Francisco og fara síðan nið- ur til Flórída. Ég get vel hugsað mér að skoða Bandaríkin. Þang- að hef ég ekki komið áður en á örugglega eftir að heimsækja landið." — Hver er eftirlætisbílteg- undin þín? „Honda Accord. Ég er að kaupa einn slíkan núna." kynlífsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Að koma úr felum spqm 21. — 27. júní (21. niurs—20 uprílj Einhver sem þú hittir f yrir tilviljun veitir birtu inn í líf þitt. Tækifæri sem þú taldir glataö kemur aftur upp i hendurnar á þér. Loforð sem þér var gefiö virðist hafa gleymst og þú veröur aö ganga á eftir þvi. Þér snýst flest í haginn þessa dagana. (21. upril—20 mui) Nákominn ættingi biður þig um aöstoö og hann þarf virkilega á stuðningi þínum aö halda. Vertu örlátur en gættu þess þó aö missa ekki dómgreindina. Góöar líkur eru á aö þú hittir gamlan kunningja um þessa helgi, sem þú hefur ekki séö lengi, og þiö geriö ykkur glaðan dag saman. (21. mai—21. júni) Farðu aö öllu meö gát í fjármálunum. Það hefur lengi loöað við þig smákæruleysi í þessum efnum og nú er komið að því aö þú þurfir aö snúa viö blaöinu. Þér er líka fyrir bestu aö ráöast nú á óleyst verkefni heima viö. Talan þrír kann aö vera happatala þín þessa dagana. Vertu vakandi fyrir þvi. n (22. júní—22. júli) Þú hefur veriö meö nefið niöri í annarra manna koppum og skipt þér af því sem kemur þér ekki viö. Líttu þér nær og færöu hlutina til betri vegar. Gættu þess sérstak- lega aö vera ekki aö skipta þér af deilum meöal vinnufélaga þinna og aö segja ekkert sem gæti misskilist eöa veriö rangtúlkað. (23. júlí—22 úijúsl) Taktu ákveöna afstöðu i þjóðþrifamáli. Láttu ekki aðra hafa áhrif á þig þótt margir kunni aö vera á móti þér. Stattu fastur fyrir. Faröu vel meö þig — haföu þaö náöugt um helg- ina. Þaö ætti að vera í lagi aö leyfa sér ákveð- inn munaö i mat. (23. úglisl — 23. sepl.) Skilin á milli vináttu og ástar gætu orðið óglögg á næstunni. Gættu þess aö kasta ekki frá þér kærum vini af þeirri ástæöu aö þið eigið ekki samleið sem elskendur. Um- fram allt máttu þó ekki vera feiminn við aö kynnast nýju fólki og ná vináttu þess. (23. sept.—24. okt.) Þú færö þýðingarmikið símtal á næstu dög- um. Allt veltur á þínum viöbrögöum því ef þú metur aöstæöurnar ekki rétt kann þaö aö hafa afdrifaríkar afleiöingar fyrir þig. Þú hef- ur verið of upptekinn síðustu daga til aö átta þig á aö heilsu þinni kann aö stafa hætta af líferni þínu undanfarið. „Hæ, hæ kæri kynlífsdálkur. Þannig er mál með vexti að ég er nokkuð viss um að ég er sam- kynhneigður. Bestu vinir mínir eru stelpur og ég veit vel að strákar sem ég þekki gera grín að mér. Eina manneskjan sem ég hef trúað fyrir þessu er besta vinkona mín. í gegnum tíðina hef ég aldrei getað litið ágirnd- araugum á stelpur. Eg hef meira að segja reynt að vera með stelpu en það gekk ekki upp. Mitt vandamál er því að viður- kenna fyrir mér og öðrum að ég sé hommi. Með von um góð ráð. Baldur. P.S. Vil gjarnan fá fréttabréf eða upplýsingar um málefni sam- kynhneigðra ungmenna." Takk fyrir bréfið Baldur. Fyrr í vet- ur skrifaði ég pistil um ungliðahreyf- ingu Samtakanna’78. Þar kom fram að ungir hommar og ungar lesbíur telja það mjög mikilvægt að koma strax úr felum, fástuðning og byrja að byggja sig upp. Vegna þess að samfélagið sýnir enn á margan hátt lítinn skilning á samkynhneigð er afar mikilvægt að leita uppi þá sem hægt er að tala við Eina fyrirmynd- in sem almenningur hefur um homma og lesbíur eru úreltar stereótýpur í bröndurum og bíó- myndum. Það er nefnilega ekki hægt að sjá á krökkum hvort þau eru hýr eða ekki. Sá sem er að koma úr felum á þess vegna erfitt með að benda á sam- kynhneigða manneskju sem er virt- ur þjóðfélagsþegn og lifir ágætislífi. Alltof fáar jákvæðar fyrirmyndir geta verið þrándur í götu fyrir þann sem vill viðurkenna kynhneigð sína. Eitt er víst — það yrðu margir hissa ef þeir vissu hverjir eru hýrir og hverjir ekki. Það má heldur ekki gleyma því að það að vera hommi eða lesbía er „bará' einn þátturinn af lífi samkyn- hneigðra. Ég segi „bará' því margir misskilja eðli kynhneigðar og halda að fyrst manneskja sé samkyn- hneigð hugsi hún ekki um annað. Þetta er firra þó sumir hommar og lesbíur hugsi ekki um annað en samkynhneigð fyrst um sinn þegar þau eru rétt nýkomin úr felum. Óhjákvæmilega verður ekkert ann- að mikilvægara í b'finu fyrst — mað- ur er búinn að sitja á tilfinningum þar að lútandi í mörg herrans ár. Margir hommar og Iesbíur ná að vinna sig í gegnum þetta fyrsta skref í sjálfsviðurkenningunni. Samkyn- hneigt fólk er ekkert öðruvísi en annað fólk. Það laðast bara kynferð- islega að einstaklingi að sama kyni. Það eitt hefur samt nægt til að sam- kynhneigðir flokkist undir „minni- hlutahóp" í þjóðfélaginu — fellur ekki alveg inn í mynstur fjöldans. Enda eru til ótal, ótal margir minni- hlutahópar í kynferðismálum ef grannt er skoðað. Konur í heimi sem sniðinn er að þörfum karla eru einn hópur, karlmenn með stinningar- erfiðleika, klæðskiptingar o.s.frv. Aö upplifa unglingsárin seinna en aörir „Að koma úr felum" er hugtak sem á að lýsa því að viðurkenna fyr- ir sjálfum sér og öðrum samkyn- hneigð sína. Þetta gerist smám sam- an og er svipaðurferill hjá mörgum. Fyrsta skrefið er að kynnast öðrum á sama báti og ræða málin í botn. Síðan koma „unglingsárin" (hefjast oft seinna en hjá gagnkynhneigð- um) en þá eru oft mynduð ástarsam- bönd sem vara stutt og eru einskon- ar „æfingasambönd". Að lokum er það samhæfingarstigið en þá er við- komandi búinn að vinna sig í gegn- um tilfinningar sínar, búinn að byggja upp sjálfstraustið og treystir sér í langvarandi samband. Þú hefur að öllum líkindum ekki sagt foreldrum þínum frá tilfinning- um þínum. Þegar þú ferð að viður- kenna þig meir og meir munu þau óhjákvæmilega frétta það — ef þú verður ekki fyrri tii. Þú mátt alveg búast við að þeim fallist hendur og þau verði hissa, reið og fari jafnvel að ásaka sig sjálf. Þegar þau hugsa til þess að strákurinn þeirra sé hommi hugsa þau um að hann sé að verða eins og stereótýpurnar. Eðli- lega verða þau fyrir áfalli. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort foreldra- ástin er nægilegasterk og hvort þau geta jafnað sig með tímanum. Til eru þeir foreldrar sem afneita börn- um sínum en sem betur fer eru líka til foreldrar sem ná að vinna úr mál- unum og eiga eðlilega samskipti við krakkana sína. Þú verður einnig að taka af skarið og ræða málin við vini þína. Að öll- um líkindum segja þeir ekkert að fyrra bragði af hræðslu við að koma þér í opna skjöldu. Einungis með því að tala við aðra getur þú fundið út hverjir eru sannir vinir þínir. Ráðin sem ég get veitt þér eru þá þessi: Hafðu samband við Samtökin 78 — sími 28539, haltu áfram að ræða við þá vini sem þú treystir fyrir sjálfum þér, aflaðu þér upplýsinga og stuðnings ef þú hyggst ræða við foreldra þína. Til dæmis mæli ég með bókinni „Veistu hver ég er?“, en hún er skrifuð fyrir aðstandendur samkynhneigðra. Gangi þér vel. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR (24. OÚI.—22. nóv.) Nú er afbragöstími fyrir feröalög. Fjárfestu lika i hlut sem þig hefur lengi langað til aö eignast. Þú gætir aö líkindum fengiö hann á niöursettu verði. Rómantik mun eiga vel viö þig um helgina. (23. nóv.—2l. des.) Þú ert þinn besti félagi og enginn annar Ef einhverjir tara i taugamai a jjeí ci ic„uo,,,. ir þig aö halda þig i hæfilegri fjarlægð. Ein- beittu þér aö listrænum hæfileikum þínum og vertu umfram alft sjálfum þér nógur næstu dagana. Seinna kemur aö þvi aö þú fáir aö njóta þin meðal fólks og hugsanlega veröuröu þá kallaður til mikilvægra forystu- starfa. m (22. des.—2(J. jun.) Það eru óveðursský á lofti og þú hittir ákveöna persónu sem þú ert ekki alveg meö á hreinu. Þetta veldur óöryggi í framkomu en viljastyrkurinn hjálpar þér. Metnaður þinn mun leiða til þess aö þú færö eitthvað upp i hendurnar sem færir þér ómælda gleði þegar frá liður. (21. junúur—19. febrúur) Nú er aö ganga í hönd timi mikillar gæfu fyrir þig. Nýttu þér það til hins ýtrasta. Margir munu vilja freista þin en þú ert ákveðinn og ferö þinar eigin leiðir. Vinir kunna að hrella þig eitthvaö en þú lætur þaö eins og vind um eyru þjóta. Ástin blómstrar um helgina. (20. febrúar—20. mars) Þú hyggst skipta um umhverfi og allt bendir til aö þaö sé hárrétt ákvörðun. Gættu þess þó aö undirbúa þig vel. Þaö ætti þó aö vera óþarft aö spara sérstaklega vegna þessa þvi þú ert engin eyðslukló og kemst bærilega frá þessu fjárhagslega Svo er bara aö vinda upp seglin og halda á vit ævintýranna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.