Pressan


Pressan - 09.08.1990, Qupperneq 5

Pressan - 09.08.1990, Qupperneq 5
5 Fimtntudagur 9.-ágúst 199Qn Hnykklœkningcir viö magakveisu angbarns NÝSTÁRLEG AÐFERÐ „Fyrstu þrjár vikurnar var drengurinn vær, en svo fékk hann magakrampa og grét frá 5 upp í 12 tíma á sólarhring. Eftir tvö skipti hjá kírópraktor (hnykki) kom ég heim með nýtt barn. Hann hefur verið vær og ánægður síðan,“ segir móðir 9 vikna barns. Hnykklækningar á ungbörnum með magakveisu eru töluvert stundaðar í Danmörku, hér á landi er meðferðin lítið þekkt og þetta er í fyrsta sinn sem Katrín hefur reynt meðferð við maga- krampa. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYNDIR: MAGNÚS REYNIR Tandri Már (9 vikna) fór þrisvar í með- ferð hjá Katrínu Sveinsdóttur, kíróprak- tor. Hann var sex vikna þegar hann mætti fyrst á stofu Katrínar ásamt móður sinni Eddu Björgu Sigurðardóttur, sem játar að hún hafi verið kvíðin í fyrsta skiptið. ,,Það var allt í lagi að hringja en ég var ekki eins köld þegar stundin nálgaðist, ég hugsaði meira að segja um að hætta við," segir Edda Björg. ,,Þetta eru engin átök þegar maður er að fást við svona lítið barn," segir Katrín Sveins- dóttir. Hún þreifar á hrygglengju barnsins til þess að leita að hreyfitruflunum í hryggjar- liðunum. Hjá Tandra Má er stirðleiki ofarlega í hrygglengjunni hægra megin. Meðferðin felst í því að hnykkja til þessum stirðu liðum. Þetta gerir Katrín við litla barnið með tveim nætur og erfiða daga af þessum sökum, jafn- vel svo mánuðum skiptir. Það er almennt álitið að grátur barna með magakveisu, sem annars eru heilbrigð að öllu leyti, stafi af sársauka og verkjum í maga, en það er ekki einu sinni sannað. „Fyrst hélt ég að magaverkir barnsins stæðu í sambandi við eitthvað sem ég borð- aði, svo ég þorði ekki annað en að hætta að borða ýmsar matartegundir. Á endanum var ég komin á brauð og vatn en drengurinn grét jafn mikið og áður," segir Edda Björg. ,,Hann grét alltaf frá sjö á kvöldin og til miðnættis og oft grét hann mestallan daginn líka. Við gengum með hann um gólf allan tímann og skiptumst á um það á kvöldin. Um miðnættið róaðist hann og gat yfirleitt sofið á nóttinni. Meðferðin virðist ekki vera óþægileg. Tandri Már lætur sér hvergi bregða með- an Katrín hnykkir til stirðu liðunum efst í hrygglengjunni. fingrum og meðferðin lítur út fyrir að vera alveg meinlaus. Hér brakar ekki hátt í liðun- um, eins og þegar liðir fullorðinna eru hnykktir. Þetta lítur helst út eins og einhvers- konar nudd. Tandri litli lætur ekki hnykking- una trufla sig. Hann liggur hinn ánægðasti á bekknum, slefar og spriklar með höndum og fótum eins og ungbarna er háttur. Það er alls ekki að sjá að hann taki eftir því að neitt sér- stakt .sé um að vera. „Hann grét aldrei á meðan verið var að hnykkja, en strax á eftir hefur hann alltaf sofnað mjög vært. Eftir fyrsta skiptið sem við fórum lagaðist Tandri mjög mikið og eftir annað skiptið var hann alveg orðinn góður. Samt fórum við einu sinni enn eftir ráðlegg- ingum Katrínar, og síðan er Tandri Már eins og ég held að börn séu þegar þeim líður vel. Hann er vær og ánægður og grætur ekki nema hann sé svangur, þreyttur eða blautur." Borðaði brauð og vatn — en alltaf grét barnið Ástæðurnar fyrir magakrampa ungbarna eru enn óþekktar. Ýmsum kenningum hefur verið haldið á lofti, en engar óyggjandi sann- anir eru til um orsakir kvillans. Mikill fjöldi barna og foreldra hefur orðið að þola vöku- Edda Björg að klæða Tandra Má eftir meðferðina. Augnabliki síðar er hann sofnaður. I sex vikna skoðuninni hjá barnalækni var ekki hægt að fá neitt við þessu. Vinkona mín sagði mér frá því að í Dan- mörku hefðu börn læknast af magakveisu við meðferð hjá kírópraktor. Systir mín hafði líka lesið um þetta í dönskum blöðum og það vildi svo til að önnur vinkona mín er starf- andi kírópraktor. Ég vildi ekki gefast upp og ákvað að prófa þetta líka, auk þess sem ég pantaði tíma í ungbarnanuddi," segir móðir barnsins, Edda Björg Sigurðardóttir. Frumraun á íslandi „Þetla var í fyrsta skipti sem ég reyndi meðferð á svona ungu barni," segir Katrín Sveinsdóttir kírópraktor. „En ég hef alltaf verið opin fyrir því að prófa þetta og í skólan- um í Bretlandi var þetta tekið fyrir, sérstak- lega af dönsku kennurunum, en Danir eru komnir lengst á þessu sviði. Það er alveg ósannað hvað gerist í sam- bandi við magakrampann við svona með- ferð. Það verður að koma skýrt fram að ég get ekki lofað neinum árangri. í fyrsta lagi hef ég ekki reynslu nema af þessu eina barni og í öðru lagi er ekki vitað hvaða áhrif með- ferðin hefur," segir Katrín, en hún getur þó vísað til danskrar rannsóknar á hnykklækn- ingum við ungbarnakrampa í Danmörku þar sem niðurstöður voru mjög jákvæðar. „Það eru 4—5 kenningar í gangi um hvers- vegna magakrampi getur læknast við með- ferð kírópraktors. Ein þeirra gengur út á að magakrampi hafi í rauninni ekkert meö magann að gera, heldur sé þetta erting á taugakerfinu við hrygginn sem valdi ólgu og spennu í maga. Önnur kenning lýsir maga- krampa sem ertingu í maga sem sendir tauga- boð inn í miðtaugakerfið og veldur krampa eða stífni í vöðvum sem liggja meðfram hryggnum og hreyfitruflunum í liðamótum hryggjarins," segir Katrín. „Hnykkingar eru ekki bara það að láta braka í liðum, en sumir halda kannski að þetta séu einhver fantatök," segir Katrín. Hún og starfsfélagar hennar sætta sig ekki við íslenska nafnið hnykkir og nota því er- lenda starfsheitið meðan ekki finnst neitt betra. Aðeins þrír kírópraktorar eru starf- andi á íslandi í dag. Þeir vildu heita liðfræð- ingar, en heilbrigðisráðuneytið hafnaði þeirri hugmynd. „Orðið hnykkir hefur nei- kvæða merkingu í okkar augum, það er eitt- hvað ruddalegt við það. Auk þess vantar í orðið eitthvað sem segir til um menntunina sem liggur að baki þessu starfi. En hún er meiri en margir halda," segir Katrín. Starfsgrein kírópraktora hefur hlotið við- urkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem gefa starfsleyfi fyrir einstaklinga í grein- inni, en aðeins þrír kírópraktorar eru starf- andi á íslandi enn sem komið er. Otrúlegur árangur í Danmörku Danska rannsóknin sem Katrín Sveinsdótt- ir bendir á, hófst 1985 en endanlegar niður- stöður lágu fyrir í fyrra. Samkvæmt þeim hlutu 94% barnanna góðan eða fullan bata við hnykkingarnar, þar af losnuðu 60% barn- anna algjörlega við magaverkina. 6% barn- anna sýndu engin batamerki og innan þess hóps eru 2% sem virtist versna. „Þessar niðurstöður ættu að gefa til kynna að hnykklækningar geta borið góðan árang- ur við magakrampa og það eru fleiri rann- sóknir í gangi," segir Katrín. „Hér á landi hafa ekki farið fram neinar rannsóknir og ég get sjálf hvorki lofað árangri né lagt fram sannanir fyrir því að meðferðin virki. En danskir kírópraktorar eru komnir langt og ég held að við getum lært mikið af þeim." 573 danskir kírópraktorar, starfandi á 50 stöðum í Danmörku tóku þátt í áðurnefndri rannsókn og 569 börn voru skráð sem þátt- takendur. Óll börnin þjáðust af ungbarna- krampa, en þau urðu að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að fá að vera þátttakendur í rannsókninni. 316 börn uppfylltu sett skil- yrði. Kírópraktorar sem stóðu að rannsókninni störfuðu saman meðan könnunin stóð yfir og unnu eftir samræmdum staðli. Mæður barnanna héldu dagbók þar sem þær skráðu allar upplýsingar um börnin yfir 28 daga tímabil. Á sama tímabili voru tekin viðtöl við mæðurnar og að lokum var endanlegur ár- angur mældur í grátklukkutímum. Hvert barn fór þrisvar í meðferð á tveggja vikna tímabili. Auk annars sem Katrín hafði lært um ung- barnahnykkingar, hafði hún kynnt sér fram- kvæmd dönsku rannsóknarinnar áður en hún tók við Tandra. Hún fylgdi sömu aðferð- um og Danirnir með þrískiptri meðferð. Þó að Tandri virðist hafa losnað við verkina, lof- ar Katrín engu um að það haldist. Hún hefur því ráðlagt Eddu Björgu að koma aftur með drenginn ef magakveisan gerir vart við sig á ný. En nú eru liðnar tvær vikur án þess að nokkur einkenni magakrampa hafi heyrst eða sést.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.