Pressan - 18.10.1990, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER
Þeir framtakssömu
menn með BJARNA ÓSK-
ARSSON í Óperu í broddi
fylkingar, sem ætla að
senda JÓN PÁL SIGMARS-
SON til Japans að kynna
jólasveininn, hljóta að
vera farnir að fá bak-
þanka. Þeir sendu út
fimm milljónir af dreifi-
bréfum og óskuðu eftir
að fólk skrifaði til jóla-
sveinsins á íslandi. Sjálf-
sagt myndi mörgum
hrjósa hugur við að opna
fimm milljónir bréfa eða
jafnvel sleikja frímerki á
jafnmörg svarbréf. En
ímyndið ykkur að skrifa
nöfn og heimilisföng
fimm milljóna manna á
umslögin og það allt á
kórréttri japönsku.
Þegar þýsku ríkin sam-
einuðust bauð þýska
sendiráðið öllu heldra
fólki landsins til veislu.
Þar voru mættir STEIN-
GRÍMUR HERMANNSSON
og JÓN BALDVIN HANNI-
BALSSON ásamt fleirum.
Það var vel veitt í sendi-
ráðinu enda tilefnið
stórt. Það vakti athygli
siðmenntaðra manna að
enginn íslendinganna
hélt skálaræðu fyrir nýju
og sameinuðu Þýska-
landi. Það eina sem
heyrðist var: „Eru til fieiri
kjötbollur?" „Hvar er
stelpan með kokkteil-
ana" og fleira ámóta.
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON er frjáls-
hyggjumaður af hug-
sjón, — en ÓLAFUR
RAGNAR GRÍMSSON af
skepnuskap.
Ertu líka fyndinn á
prenti Ómar?
„Þó að þessi saga sé
örlagasaga manns sem
stendur fyrir œsilegustu
uiðburðum á Islandi áð-
ur en yfír iýkur, þá er
hún krydduð litium gam-
ansögum frá upphafí til
enda. Hitt er suo annað
mál huort þær þykja
fyndnar. Einn af þráðun-
um í bókinni er huenœr
grínið endar og huar
aluaran byrjar. “
Ómar Ragnarsson á að baki 32 ár
sem skemmtikraftur og nú er von
á bók frá honum fyrir jólin, skáld-
sögu sem er blönduð raunveruleg-
um atburðum og atburðum sem
geta gerst.
FUGLINN
FÖNIX
Sumir menn gefast aldrei upp. Þannig er það að
minnsta kosti með Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöðinni.
Hann hefur farið nokkrar dýfur í verslunarrekstri og gert
það með nokkrum stæl. Nú er hann risinn upp enn á ný,
eins og fuglinn Fönix, og selur hamborgara í Armúlanum.
Fins og áður gerir hann það ekki aiveg eins og aðrir,
því hamborgararnir hans Hrafns eru
1 auðvitað miklu
' ódýrari.
„Þetta er mikil viðurkenn-
ing,“ segir Gudni Gunnarsson
kroppatemjari. „Ég kom út til
að athuga grundvöllinn hér
og eftir þessar viðtökur er
greinilegt að ég mun athuga
málið betíir.“
Guðni er farinn úr Mætti í
Skeifunni og kominn til há-
borgar kvikmyndaiðnaðar-
ins, Los Angeles. Þar tóku
honum opnum örmum hjón-
in Heba Þórisdóttir og Greg
Fineburg, áður „pródúsent"
hjá fyrirtæki Sigurjóns Sig-
hvatssonar, Propaganda
Films, og framleiðandi sjón-
varpsþáttanna Twin Peaks.
Þau Heba og Greg lögðu
Guðna snarlega til þjálfunar-
og kennsluaðstöðu á heimili
sínu og er Guðni nú kominn
með yfir fjörutíu viðskipta-
vini. Meðal þeirra er sjón-
varpsleikarinn Dana Ash-
brook, sem meðal annars hef-
ur sést í Twin Peaks-þáttun-
um.
Kerfið sem Guðni kennir
hefur algera sérstöðu ytra, en
kerfið hefur hann þróað sjálf-
■ ur úr líföndun, líkamslestri,
jóga og „Feldenkrais".
„Ég nota heildrænar að-
m
ferðir til að kynna fólki eigin
líkama," sagði Guðni þegar
.
PRESSAN náði símasam-
bandi við hann í LA. „Líkam-
inn á ekki að vera egóistísk
stytta og líkamsrækt á ekki
að vera flótti. Ég kalla þetta
að öðlast vinskap við eigin
skugga."
Starfsemi Guðna hefur ekk-
ert verið auglýst heldur að-o
eins spurst út manna á meðal, S
og eftir aðeins tveggja mán-
aða starf er svo komið að
uppselt er í tímana.
IEGC
HENPUR
ÁFÓLK
Már Högnason félagsmeinafræðingur hefur enn aukið við
starfsvettvang sinn. Nú býður hann ráðgjöf og heilun og tekur
fram að hann leggi hendur á fólk.
Auglýsing þessa efnis birtist í Hafnfirska fréttablaðinu fyrir
skömmu og var mikil eftirspurn eftir þjónustu Más, að sögn
talsmanns hans.
Már þessi er köttur í eigu eins af blaðamönnum Hafnfirska
fréttablaðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann auglýsir
þjónustu sína því fyrir rúmu ári auglýsti hann hugsanaráðgjöf
” og skoðanamyndun og sóttist fólk mjög eftir hvoru tveggja.,
^áðg/öf
&heffUa
^gghenduráfólk
StoiöS 8“r
LITILRÆÐI
af tittlinum
FLOSI
ÓLAFSSON
Um þessar mundir stend-
ur íslenska þjóðin á öndinni
útaf fáheyrðum mistökum í
fjölmiðlapistli Páls Ásgeirs-
sonar í Dagblaðinu Vísi 8.
október síðastliðinn.
Þó líklegt sé að sökin sé
Páls þessa er fullvíst talið
að ritstjórn DV sé endan-
lega ábyrg fyrir mistökun-
um sem eru, svo ekki sé
meira sagt, skoplítil.
í nefndum fjölmiðlapistli
varð höfundi það á að titla
Elísabetu Jónsdóttur kyn-
fræðing.
Talið er að þetta frum-
hlaup hefði getað valdið
umtalsverðum skaða á
framgangi eðlilegs kynlífs á
íslandi ef kynlífsfræðingur-
inn Jóna Ingibjörg hefði
ekki birt harðorð mótmæli
í DV þann 12. október und-
ir jfirskriftinni: ELÍSABET
LATI STARFSHEITIÐ KYN-
FRÆÐINGUR EIGA SIG.
Jóna bendir á að þar sem
Elísabet hafi ekki verið í
Pennsylvaníuháskóla eða
annarri sambærilegri
menntastofnun í tvö ár að
stúdera kynlíf, og lokið
meistaraprófi í greininni,
þá sé það óhæfa að nefnd
Elísabet kalli sig kynfræð-
ing.
Ef hún verði að flagga
einhverjum tittli, þá verði
hún að láta sér nægja
áhugamanneskja um
kynfræðslu.
Hér er um að ræða afar
viðkvæmt mál.
Þar sem starfsheitið kyn-
fræðingur er ekki lög-
verndað á íslandi er sú
hætta jafnan fyrir hendi að
fólk, sem ekki hefur stúder-
að do-do uppá bókina, telji
sig, í krafti mikillar og fjöl-
skrúðugrar reynslu af ból-
förum, hafa rétt á virðing-
artittlinum kynfræðing-
ur.
Þetta er oft fólk sem hef-
ur á langri ævi lifað afar
fjölskrúðugu kynlífi og lagt
dag við nótt að kynna sér
bólfarir, stöðu þeirra og
stellingar, fólk sem einskis
hefur látið ófreistað að
kanna nýjar leiðir, sem og
ótroðnar slóðir, til að afla
sér leikni og menntunar,
reynslu og þekkingar í sam-
förum.
Nú gerir þetta fólk, sem
hefur af ástríðuþrunginni
alúð og kostgæfni helgað líf
sitt neðanþindarmálum,
kröfu til að fá að kalla sig
kynfræðinga.
Sú var raunar tíðin hér á
landi að fólk gat í krafti
mikillar og óumdeilanlegr-
ar verklegrar reynslu feng-
ið lögverndað starfsheiti í
þeirri grein sem unnið
hafði verið að.
Konur sem lengi höfðu
stundað hattasaum, hár-
greiðslu eða barnakennslu,
án þess að ganga í skóla,
fengu virðingarheitin;
hattadömur, hárgreiðslu-
konur og kennarar (síðar
leiðbeinendur). Og karlar
gátu, án þess að læra að
draga til stafs, orðið arkí-
tektar.
En þetta er liðin tíð.
Hið upplýsta samfélag
dagsins í dag krefst þess að
bak við starfsheitin sé bók-
leg menntun og gráða.
Þó mikil og fjölskrúðug
verkleg reynsla í kynferðis-
málum sé svo sannarlega
góðra gjalda verð er það
ljóst að kynferðisleg vel-
ferð íslensku þjóðarinnar
veltur á því að háskólanám
í do-do sé haft að leiðar-
ljósi.
Þess vegna stend ég stað-
fastlega með kollega mín-
um Jónu Ingibjörgu og
skora á hana að halda
tittlinum og „láta hann
ekki deigan sígá'.