Pressan - 18.10.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRKSSAN 18. OKTÓBER
5
Félagsmenn í Sölusamtökum
fiskframleiðenda hafa nú hafið und-
irskriftasöfnun til að hvetja Magnús
Gunnarsson til að
draga uppsögn sína
til baka. Magnús
sagði upp starfi
framkvæmdastjóra
eftir að félagafundur
felldi tillögu stjórnar
um að reka þá fram-
leiðendur úr samtökunum sem
flytja út ferskan flattan fisk. Það sem
gerði Magnús reiðastan var að þeir
sem stóðu að tillögunni með honum
studdu hann ekki á fundinum. Sá
eini sem það gerði að einhverju ráði
var Sigurður Einarsson í Vest-
mannaeyjum. En þó fiskframleið-
endur skori nú á Magnús að halda
áfram eru þeir ekki tilbúnir að
breyta kúrsinum...
Ef svo færi að Magnús Gunn-
arsson væri ófáanlegur til að draga
uppsögn sína hjá Sölusamtökum
fiskframleiðenda til baka er talið lík-
legast að Sigurður Haraldsson að-
stoðarframkvæmdastjóri taki við.
Bæði kemur uppsögnin óvænt og
eins eru ekki hæfari menn í sjón-
máli...
ólitískar væringar innan
stjórnar Landsvirkjunar eru sagðar
hafa komið mörgum á óvart, ekki
síst stjórnarfor-
manninum, Jó-
hannesi Nordal, og
Halldóri Jónatans-
syni forstjóra. Það
hefur vakið athygli
margra að í gagn-
rýni á Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra vegna orku-
verðssamninga við Atlantsál hefur
Davíð Oddsson borgarstjóri, sem
sæti á í stjórninni, myndað banda-
lag við fulltrúa Alþýðubandalags-
ins, þá Sigurjón Pétursson og
Finnboga Jónsson, og svífst einsk-
is í gagnrýni á Jóhannes í leiðinni.
Þykir því sem eitthvað búi undir og
mun vera rætt innan Sjálfstæðis-
flokksins að með þessu vilji Davíð
gefa gamla flokkseigendafélaginu í
Alþýðubandalaginu undir fótinn um
stjórnarsamstarf eftir kosningar ...
anna á Laugardalsvelli í næstu viku.
Alls munu fimmtán útvarpsstöðvar
hafa sótt um rétt til útsendinga frá
leiknum og fimm sjónvarpsstöðvar,
þannig að vandi var úr að velja. Erf-
iðið á hins vegar eftir að skila sér og
burtséð frá öllum hugsanlegum úr-
slitum í viðureignum liðanna þykir
sýnt að Fram verði milljónunum rík-
ara þegar upp verður staðið...
Fésýslan hefur undanfarin ár
gefið vel í aðra hönd og engin þreyt-
ing varð þar á á síðasta ári. Á lista
Frjálsrar verslunar
yfir stærstu fyrir-
tæki landsins sést að
25 stærstu fjármála-
fyrirtækin, þ.e.
bankar, sparisjóðir,
fjárfestingarlána-
sjóðir og kaupleigu-
og verðbréfafyrirtæki, skiluðu alls
2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra.
Eina áberandi undantekningu er þó
að finna á þessu sviði. Fjárfestingar-
félag íslands kom út með nær 100
milljóna króna tapi. Þetta gerðist á
sama ári og Gunnar Helgi Hálf-
dánarson fór til Landsbréfa og
Gunnar Óskarsson yfirgaf fyrir-
tækið og gerðist sjálfstæður ráðgjafi
l^^áðning nýrra yfirmanna á
Stöð 2 hefur líklega ekki farið fram-
hjá neinum, en nokkuð hefur verið
------=----- á reiki um verkskipt-
jgjKA inguna. Páli Magn-
KMjul ússyni sjónvarps-
stjóra mun aðallega
ætlað að vera tals-
V maður fyrirtækisins
útávið, andlitstöðv-
arinnar. Hins vegar
mun framkvæmdastjórn hvíla
meira á Baldvini Jónssyni, fyrrum
auglýsingastjóra Morgunblaðsins,
sem ráðinn var sem framkvæmda-
stjóri markaðssviðs stöðvarinnar.
Þriðja hjólið undir vagninum er
Kristján Ólafsson fjármála-
stjóri...
Enn er rætt um arftaka Karvels
Pálmasonar í annað sæti á lista Al-
þýðuflokksins á Vestfjörðum, en lík-
legast er talið að
Sighvatur Björg-
vinsson skipi fyrsta
sætið. Auk Krist-
jáns Jónassonar á
Isafirði, sem nefnd-
ur Var í síðustu
PRESSU, er nú talið
að lagt sé hart að Pétri Sigurðs-
syni, forseta Alþýðusambands Vest-
fjarða, að gefa kost á sér, en Pétur
hefur oft verið orðaður við fram-
boð...
s
NPá sem þykir hvað duglegastur
að skrá nýja félaga í Sjálfstæðis-
flokkinn er Ingi Björn Alberts-
son, þingmaður og
þátttakandi í próf-
kjöri flokksins. Ingi
Björn er sagður
hafa skilað æði
mörgum borgara-
flokksmönnum
heim til föðurhús-
anna síðustu daga og þykja vinnu-
brögðin um margt lík og hjá Albert
Guðmundssyni, föður hans, sem
vann glæsta sigra í prófkjörum ...
Ir
H^Knattspyrnudeild Fram komst
aldeilis í feitt þegar liðið dróst á móti
spænska stórliðinu Barcelona í Evr-
ópukeppni bikarhafa. Halldór B.
Jónsson, formaður knattspyrnu-
deildarinnar, og aðrir stjórnarmenn
hafa haft í nógu að snúast varðandi
samningagerð fyrir fyrri leik lið-
A
stefnir í að Arnarflug verði
lýst gjaldþrota á næstu dögum, að-
eins þremur árum eftir að stjórn
félagsins hefði átt að
fara með það til fóg-
eta. Þegar gjaldþrot-
ið nálgast spyrja
menn sjálfa sig hvers
vegna skipt hafi ver-
ið um stjórn í félag-
inu í sumar þegar
ljóst var hvert stefndi. Þá fór Hörð-
ur Einarsson stjórnarformaður
meðal annarra úr stjórn. Sam-
kvæmt gjaldþrotalögum er heimilt
að rifta öllum greiðslum á lánum og
skuldbindingum ef forráðamenn
fyrirtækja hafa látið lán sín ganga
fyrir almennum lánardrottnum. Ný-
lega var rannsakað hvort slíkt hefði
átt sér stað hjá Vogalaxi. Líklega
mun samskonar rannsókn verða
framkvæmd ef Arnarflug fer í gjald-
þrot innan tíðar...
HLAUST- OG VETRARFERÐIR
Skemmtilegar lielgarferdir
LXJXEMBORG 15. nóv. til 18. nóv.
Verð frá: kr. 29.970,-
eða TRIER Verð: kr. 29.990,-
Innifalið: flug, gisting og morgunmatur. Ef Trier er valin er flutningur til og
frá flugvelli innifalinn.
LIJXEMBORG 1. nóv. til 4. nóv. og 29.
nóv. til 2. des. Verð: kr. 33.800,-
Innifalið: flug, gisting á ROI DAGOBERT, 2 í herb., flutningur til og frá flug-
velli. Dagsferð til Maástrict í Hollandi og dagsferð til Trier í Þýskalandi.
TRIER - jólamarkaður 30. nóv. til 4. des.
Verð frá: kr. 33.910,-
Innifalið: flug, gisting og morgunmatur á HÓTEL DEUTSCHER HOF - 2 í
herb., flutningur til og frá flugvelli.
PARÍS - 17. okt. til 21. okt.
PARÍS — helgarferðir sunnudaga og
miðvikudaga
Verð: kr. 33.330,-
Innifalið: flug, gisting og morgunverður.
LONDON - ST. GLLES eða ST. ERMIN’S
4 dagar/3 nætur Október Verð frá: kr. 36.810,-
Nóvember Verð frá: kr. 33.220,-
GLASGOW - HOSPITALITY INN
4 dagar/3 nætur — Verð frá kr. 25.770,-
5 dagar/4 nætur — Verð frá kr. 27.960,-
FRANKFU RT - HÓTEL ARCADE
4 dagar/3 nætur Október Verð frá kr. 32.200,-
Nóvember Verð frá kr. 30.780,-
5 dagar/4 nætur Október Verð frá kr. 34.300,-
Nóvember Verð frá kr. 32.840,-
KAUPMANNAHÖFN - HÓTEL ADMXRAL
4 dagar/3 nætur Október Verð kr. 35.440,-
Nóvember Verð kr. 33.910,-
FLÓRÍDA - ORLANDO
11 dagar/10 nætur Október Verð kr. 57.600,-
Nóvember Verð kr. 61.600,-
NEW YORK - MILFORD PLAZA
4 dagar/3 nætur Október og nóvember Verð kr. 41.510,-
Verð hér að ofan miðast við 2 í heHaergi
AMSTERDAM
Brottfarardagar: 8. nóv., 22. nóv., 29. nóv. og 30. nóv.
Verð frá: kr. 28.890,-
Innifaliö: flug og gisting m/mor,gunveröi.
KANARÍEYJAR — jólaferð 19. des. 3 vikur-
Verð frá: kr. 83.400,-
Jauúarferðir 2 vikur Verð frá: kr. 69.700,-
Innrfalið: flug og gisting í íbúð, miðast við 2 í íbúð, flutningur tll og frá flugvelli.
THAJLAND
janúar — 2 vikur. Verð frá: kr. 98.400,-
febrúar — 2 vikur. Verð frá: kr. 100.640,-
Innifalið: flug, gisting, 2 í herb., flutningur til og frá flugvelli í Bankok.
ENSKUSKÓLAR í ENGLANDI OG
SKOTLANDI
Allar upplýsingar á skrifstofunni.
HELGARFERÐIR INNANLANDS
2ja nátta gisting í tvíbýli m/morgunverði, kvöldverði og „Rokkað á
himnum“ á HÓTEL. ÍSLANDI - Verð frá: kr.7.560,-
Afsláttur fyrir hópa.
BENEDORM
Beint flug* í sólina í allan vetur
Ódýrar vetrarferðir - nú er hægt að
njóta
sólar jafnt sumar senri VETUR
Við eigum takmarkaðan sætafjölda i eftirfarandi ferðir:
11. október 22 dagar 2 í íbúð
2. nóvember 47 dagar 2 í íbúð
19. desember/jólaferð 23 dagar 2 í íbúð
11. janúar 28 dagat 2 í íbúð
8. febrúar 21 dagur 2 í íbúð
1. mars 26 dagar 2 í íbúð
kr. 47.950,-
kr. 73.590,-
kr. 60.400,-
kr. 53.190,-
kr. 53.850,-
kr. 63.100,-
TAKTU EfTCR!
Verð er pr. rhann ef 2 eru saman í íbúð. Ef fleiri eru saman í íbúð laekkar
veröið. Bamaafsláttur er veittur af ofangreindu verði.
Innifalið er: flug, gisti.ng, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
Verð miðast við staðgreiðslu. Gengi og eldsneytisverð 25. sept. '90.
Allt þetta og meira til. Hafðu samband.
SJÁUMST!
FERDASKRI FSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALST RÆTI 16 101 REYKiAVÍK
sími 621490.