Pressan - 18.10.1990, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER
11
■^lokkur uppgjöf er sögð með-
al kvikmyndagerðarmanna vegna
fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs ís-
lands í fjárlagafrum-
varpinu. Á sameig-
inlegum fundi út-
hlutunarnefndar,
stjórnar sjóðsins og
fleiri á dögunum
mun m.a. hafa verið
rætt hvort ekki væri
rétt að breyta starfsemi sjóðsins í þá
veru að hann verði fyrst og fremst
umsagnaraðili um ágæti íslenskra
kvikmyndagerðarmanna gagnvart
erlendum framleiðendum, veiti út-
völdum gæðastimpil. Þrátt fyrir
þennan dapra tón er nú vitað um
fjórar íslenskar kvikmyndir í fullri
lengd sem verið er að vinna að. Tök-
um er lokið á mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Barni náttúrunnar,
mynd Lárusar Ýmis Óskarsson-
ar, Bílaverkstæði Badda, verður lík-
lega sýnd um jólin og tökur hafa
staðið yfir á kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Hvíta víkingnum. 1
vor er reiknað með að tökur hefjist
á mynd sem Ásdís Thoroddsen
leikstýrir, en margir muna eftir Ás-
dísi í hlutverki Söndru í myndinni
Skilaboðum til Söndru ...
A
^^■khugamenn um fjölgun bila-
stæða muna vafalaust eftir því þeg-
ar Frímúrarareglan var skikkuð til
að fjarlægja rafknúin bílastæðahlið
við hús sitt á Skúlagötui Frímúrarar
gefast hins vegar ekki upp og ný-
lega var til meðferðar hjá bygging-
arnefnd borgarinnar umsókn frá
Birni Kristmundssyni f.h. regl-
unnar um að setja upp slíkan búnað.
Nefndin samþykkti umsóknina.. .
stofu- og verslunarhúsnæði í borg-
inni, sem kunnugt er, og gengur eig-
endum illa að selja eða leigja. Eig-
andi verslunarhússins í Leirubakka
34, bakarameistarinn Angantýr
Vilhjálmsson, hefur í ljósi þessa
gripið til þess ráðs að bjóða Reykja-
víkurborg hið 240 metra hús til
kaups. Angantýr leigði öðrum aðila
húsnæðið, en sá var svo óheppinn
að fara á hausinn, og keypti Angan-
týr þá þrotabúið. Nú vill hann losna
við húsnæðið og bendir á að borgin
eigi lóðina við hliðina. Brunabóta-
mat hússins er tæpar 12 milljónir. . .
Jú, við bjóðum
BETUR!
Cordata CS-7103 (386SX) er glæný afburða vel hönnuð tölva með
1Mb minni (má stækka í 8Mb á móðurborði), 40Mb hraðvirkum
hörðum disk, VGA litaskjá og vönduðu 102 lykla hnappaborði. Hún
kostar aðeins 179.000 krónur staðgreitt og er til afgreiðslu af lager
tollvörugeymslu strax.
Cordata 386SX
„Fyrir þá sem borga
sjálfir!“
MICROTÖLVAN
Sudurlandsbraut 12 -108 Reykjovík - s. 688944
Stórleikur
á Hlíðarenda
ÍSLANDSMÓTIÐ
í HANDKNATTLEIK
Valur
Stjarnan
Laugardaginn 20. okt.
kl. 16.30
Mætum
öll
Valur er
liðið