Pressan - 18.10.1990, Page 13

Pressan - 18.10.1990, Page 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 13 APÓTEKARAR TAKA VIÐ FLÓTTAMÖNNUM I' LÆKNASTÉTT KAUPA HÚS UNDIR LÆKNA TIL AÐ AUKA LYFSÖLUNA Vaxandi gagnrýni gœtir nú innan lœknastéttarinnar og hjá hinu opinbera um þaö fyrirkomulag sumra apó- teka að leigja húsnœði frá sér undir læknastofur. Gagn- rýnendur telja þessi beinu hagsmunatengsl íhæsta máta óeðlileg, þótt ekki séu þau bönnuð. Óttast ýmsir að fyrir- komulag afþessu tagi bjóði heim hœttunni á spillingu og aukinni lyfjanotkun. Werner Rasmusson, lyfsali í Ingólfsapóteki í Kringl- unni, sem leigiryfir tuttugu lœknum aðstöðu íverslunar- húsnœðinu, viðurkennir hreinskilnislega að ástœðan fyrir útleigu af þessu tagi sé aukin viðskipti hjá apótek- inu, en einnig komi þarna til aukin þjónusta. Hann segir að með tilkomu lœknastofanna í Kringluna hafi lyfsala aukist hjá sér. Margir viðmælendur blaðsins töldu einsýnt, að þótt engin skilyrði væru af hendi apótekaranna með leigunni væri augljóslega verið að beina viðskiptum í ákveðinn farveg með óeðlilegum hætti. „Læknarnir eru einfaldlega beita apótekaranna. Frá þeim streymir fólk með lyfseðla og sjúklingarnir fara vitaskuld inn um næstu dyr til að fá lyfin leyst út,“ sagði einn viðmælenda blaðsins úr læknastétt. NÆR SEXTÍU LÆKNAR í ÞJÓNUSTU APÓTEKARA? Þá óttast sumir að umfangsmikill rekstur af þessu tagi auki óhjá- kvæmilega lyfjanotkun, sem tals- verð er fyrir. „Þetta býður upp á meiri lyfja- notkun og bara út frá því eru tengsl- in óeðlileg," segir Hallgrímur Þ. Magnússon læknir. „Ég hef oft sagt að lyfjanotkun leysi ekki vandann, áherslan á lyf er allt of mikil. Eitt af því sem ýtir undir þetta er leiga lyf- sala á húsnæði til lækna. Ég fullyrði ekkert í þeim efnum, en þetta getur haft þau áhrif að læknir hafi aukna tilhneigingu til að skrifa út lyfseðil." Innan heilbrigðisráðuneytisins hefur ekki farið fram formleg um- ræða um fyrirkomulag af þessu tagi, enda ekkert sem bannar lyfsölum að leigja læknum húsnæði. „Menn hafa rætt þetta og það heyrast sög- ur. Það hefur engin rannsókn farið fram á þessu, en á hinn bóginn finnst mér að það hljóti að vera sið- ferðisleg spurning, sem hver verður að svara fyrir sig, hvað honum finnst eðlilegt eða óeðlilegt í slíkum tilfellum," sagði Finnur Ingólfs- son, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Að minnsta kosti sex apótek í Reykjavík og Kópavogi leigja lækn- um aðstöðu í sama húsnæði og lyf- salan er eða í næsta húsi við. Átta læknar eru í húsnæði Austurbæjar- apóteks við Háteigsveg; átta læknar eru í húsnæði Vesturbæjarapóteks við Melhaga; átta læknar eru í hús- næði Borgarapóteks við Álftamýri; sjö læknar eru í húsnæði Iðunnar- apóteks á Laugavegi 42; fjórir tæknar eru í húsnæði Kópavogsapó- teks i Hamraborg 11 og yfir tuttugu læknar eru skráðir á lækningastof- unum tveimur sem Ingólfsapótek ráðstafar í Kringlunni 8—12. Sam- tals er því á sjötta tug lækna þannig í beinum tengslum við þessi apótek. 5 MILLJÓNA KRÓNA FÓRNARKOSTNAÐUR Kringlan 8—12 er skráð á húsfélag Kringlunnar, en umráðarétt yfir því svæði þar sem læknastofurnar eru hefur Ýlir hf. Þetta er fyrirtæki Werners I. Rasmusson og fjöl- skyidu, en Werner er einmitt lyfsal- inn í Ingólfsapóteki í Kringlunni. Svæðið sem Werner leigir undir læknastofur er 680 fermetrar og þar er að finna alls 14 einingar auk sam- eiginlegs pláss. Læknarnir með að- stöðu þar eru þó fleiri, eða yfir 20. Eftir svörum lækna þar að dæma greiða þeir nokkuð mismunandi leigu. Einn heimilislæknanna, sem leigir einn, sagðist aðspurður greiða 23 þúsund krónur á mánuði, en einn sérfræðinganna sagðist greiða 43 þúsund á mánuði. Heimilislæknar eru um það bil jafnmargir og sér- fræðingar og lætur því nærri að meðalleigan sé um 33 þúsund krón- ur á mánuði. Samkvæmt þessu eru leigutekjur Werners af fjórtán ein- ingum um 460 þúsund krónur á mánuði eða 5,5 milljónir á ári. Samkvæmt útreikningum PRESS- UNNAR duga þessar tekjur um það bil fyrir sköttum af viðkomandi hús- næði. Fasteignamat hlutans er 76 milljónir króna og af því þarf að greiða eignarskatt, sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og fasteignagjöld upp á tæplega 3 millj- ónir króna og þegar við leggst 50% tekjuskattur af leigutekjunum er skattbyrðin að minnsta kosti 5,2 milljónir. Leigutekjurnar standa því rétt liðlega undir skattgreiðslunum, en þá eru eftir ýmiss kostnaður og fjármagnsgjöld. Fjárfestingin er því langt frá því að vera arðbær nú, hvað sem síðar verður. Til saman- burðar má nefna að ef Werner væri með milljónirnar 76 í spariskírtein- um ríkissjóðs, sem gefa 7% ávöxtun, væri ávöxtunin 5,3 milljónir á ári. Þetta er um leið „fórnarkostnaður- inn“ við fjárfestinguna. Til að vega upp á móti þessum 5 milljónum þarf Werner að selja lyf fyrir 13—14 millj- ónir króna. UNDIR SAMA ÞAKI Læknastofurnar í Kringlunni. Þar leigir apótekarinn Werner Rasmus- son í Ingólfsapóteki yfir tuttugu læknum aðstöðu í fjórtán leiguein- ingum. Apótek Vesturbæjar við Melhaga. í sama húsi leigir apótekarinn Kristján P. Guðmundsson aðstöðu fyrir átta lækna. Sjö læknar leigja aðstöðu á Lauga- vegi 42, en í næsta húsi starfar leigusalinn, apótekarinn í Iðunnar- apóteki, Kjartan Gunnarsson. Borgarapótek ívars Daníelssonar við Alftamýri. Undir sama þaki er að finna læknastofur átta lækna. Austurbæjarapótek Sigurðar G. Jónssonar við Háteigsveg. Sigurður leigir alls átta læknum aðstöðu í húseign sinni. LYFSALAN JÓKST MEÐ TILKOMU LÆKNASTOFANNA Sjálfur segir Werner að leigutekj- urnar séu hærri og neitar þeim framburði eins læknanna að leigan sé 23 þúsund. „Ástæðan fyrir því að apótekari leigir húsnæði frá sér undir lækna- stofu er í raun tvíþætt. Annars vegar er hann að reyna að auka viðskiptin hjá sér, þannig að hann reiknar með að fólk fari í það apótek sem næst er, og hins vegar er það í þágu sjúkl- ingsins að geta notað sömu ferðina þegar hann þarf lyf. Síðarnefnda at- riðið er mikilvægt, t.d. gömlu fólki. Hitt er ekkert leyndarmál að þetta getur haft áhrif á afkomu lyfsalans. Fyrstu árin hjá mér í Kringlunni, i987—1988, voru mjög erfið, en með tilkomu læknastofanna jókst lyfsalan — það er ekkert leyndar- mál," segir Werner. Werner segir að ieigan hjá sér sé einfaldlega miðuð við taxta sem tíðkast í Domus Medica við Egils- götu og hún sé á engan hátt óeðli- leg. „Leigutekjurnar duga til að standa undir fjármagnskostnaðin- um. Leigunni fylgja engin skilyrði og nálægðin er í raun af hinu góða. Að tala um óeðlilegt samkrull milli læknanna og lyfsala er í raun móðg- un við báða aðila, því sjúklingurinn er algeriega einráður um hvert hann fer með lyfseðil sinn og ég get ekki ímyndað mér að læknarnir velji lyf með hagsmuni lyfsalans í huga. Mér finnst það reyndar öllu siðlausara að læknar gefi út lyfseðla og afgreiði lyfin sjálfir, en þess eru dæmi. Um leið má spyrja hvort ég sé verri en hið opinbera, sem staðsetur heilsugæslustöð við hliðina á apó- teki, en þess eru einnig dæmi.“ REKSTRARLEGUR FLÓTTI Á NÁÐIR LYFSALANNA? Leigan hjá Werner er nálægt markaðsverði í dag miðað við hús- næði á besta stað, en miðað við ítrekaðan framburð eins heimilis- læknanna um 23 þúsund króna leigu virðast að minnsta kosti sumir læknanna búa við lága leigu. Um leið fuliyrða heimildir blaðsins að oftar sé leigan undir þessum kring- umstæðum talsvert lægri en læknar með sjálfstæðan rekstur búa við. Margir læknar búa enda við óbæri- legan kostnað og líta þá lækna öfundaraugum sem leigja ódýrt hjá apótekurum. Einn læknanna sem leigja í Kringiunni sagði hreinskilnislega að hann hefði gefist upp á sjálfstæðum rekstri og var hann þó í samfloti með öðrum. „Það síðasta sem ég ætlaði mér var að lenda hjá apótek- ara úti í bæ. Staðan er hins vegar sú að með taxtana svona lága ber rekstur í eigin húsnæði sig ekki, nema húsnæðið hafi verið byggt á þeim verðbólguárum þegar krónan var ekki króna." Friðrik Þór Guðmundsson Werner Rasmusson, apötekari í Kringlunni: „Þetta getur haft óhrif á afkomu lyfsalans. Fyrstu árin hjá mér í Kringlunni, 1987—1988, voru mjög erfið, en meö tilkomu lækna- stofanna jókst lyfsalan — það er ekkert leyndarmál."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.