Pressan - 18.10.1990, Síða 15

Pressan - 18.10.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 15 Malta! Eyjan Malta er nýja ferðamannaparadísin í Miðjarðarhafi. Sólin skín allan ársins hring og veðráttan er eins og best verður á kosið. Sjórinn er hlýr og einstaklega hieinn. Ferðaþjónustan er til fyrirmyndar og skemmtanalífið fjölbreytt. Mikið er um sjósport; siglingar, sjóskíði og fleira. Þá bjóðast golf- og tennisvellii'. Fjölmargt má skoða á Möltu, enda sögulegar minjar frá síðustu árþúsundum. Þá bjóðast skoðunarferðir m.a. til Sikileyjar, Túnis og Egyptalands • EINSTÖK FER0* NÝJAR SLÓÐIR Sálen-skíðaferðir Sálen er stærsta skíðasvæði Svíþjóðar, þar eru um 60 skíðalyftur og öll aðstaða eins og best verður á kosið, m.a. fjölmargar upplýstar skíðagöngubrautir. Um er að ræða veðursælan og sólríkan stað, með góðum snjó frá miðjum nóvember fram undir apríllok. Gisting í pai'húsum í Sálfjállsbyn eða íbúðum í Högfjallshotellet • SANNKALLAÐUR SÆLUREITUR SKÍÐAFÓLKS Jólaferð til Möltu Jólaferðin hjá Land og Sögu til Möltu. Gerið drauminn að veruleika og sleppið jólaumstanginu. Meðalhitastig í desember er um 15 stig, fjögurra stjömu hótel við sjóinn með garð til sólbaða-og upphitaða innisundlaug. Menningarlíf á Möltu er blómlegt og t.d. mikið um hljómleika og aðra listviðburði yfir jólin. Verðlag á Möltu er einstaklega hagstætt. íslenskur fararstjóri Borgarpakkar íbúðir í London Ekki þarf að fjölyrða um Lundúnaborg en nú bjóðast glæsilegar íbúðir í hjarta borgarinnar, rétt við Oxfordstræti. Eldunaraðstaða.baðherbergi, litasjónvarp, sími og svo mætti lengi telja enda um sannkallaðar lúxusíbúðir að ræða * Skólar á Englandi fyrir fallorðna Ekki þarf að fjölyrða um Lundúnaborg en nú bjóðast glæsilegar íbúðir í hjarta borgarinnar, rétt við Oxfordstræti. Eldunaraðstaða, baðherbergi, litasjónvarp og sími. Odýrar íbúðir, mismunandi stórar. Einfaldar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.