Pressan - 18.10.1990, Síða 16

Pressan - 18.10.1990, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER Jón Ársæll Þórðarson útvarpsmaður MaKinn madur á reiðhjóli „Eg bý í svörtu timburhúsi í litlu Hollywood," segir Jón Arsœll í símann með röddinni sem stöðugt fleiri hlusta eftir. Og mikið rétt: Vestur á Bráðrœðisholti er samkomu- staður timburhúsa héðan og þaðan sem bjargað var frá niðurrifi. En hús Jóns hefur staðið þar alla tíð og hann keypti það ungur að árum. Hann tekur á móti mér skelli- hlœjandi. Ljósmyndari PRESSUNNAR varkominn á und- an mér og þeir voru að rifja upp gamlar drykkjusögur frá Kaupmannahöfn og Lundi. Og Jón Ársœll bœtir um bet- ur, segir söguna afþví þegar hann hjólaði nakinn niður Framnesveg að nóttu til og olli nœstum hjartabilun hjá leigubílstjóra sem fangaði hann í Ijósgeisla bifreiðarinn- ar. VEÐU RFRÉTTIR OG KARTÖFLUR Jón Ársæll Þórðarson hefur kom- ið víða við síðan hann fæddist í þennan heim fyrir réttum fjörutíu árum. Alinn upp á Austfjörðum og stundaði sjó á unga aldri, lauk stúd- entsprófi frá Kennaraskólanum og BA-prófi í sálfræði frá Háskóla ís- lands. Hann var við framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð og skrifaði lokarit- gerð um gambíska töfralækna, vann um tveggja ára skeið á Spáni fyrir Guðna í Sunnu, en hóf störf hjá sálfræðideild skóla þegar hann sneri heim. Síðustu árin hefur hann helgað sig fjölmiðlum af ýmsu tagi, unnið hjá NT, Anders Hansen og Fjölni, Stjörnunni, Ríkisútvarpinu og nú siðast Bylgjunni. Jón Ársæll færði sig um set frá Ríkisútvarpinu yfir á Bylgjuna eftir að hafa verið ríkisstarfsmaður í tvö ár. Hann sá um morgunþátt rásar 2, ásamt Leifi Haukssyni, við sívax- andi vinsældir, þótti frumlegur og smellinn. Nú er hann með eigin síð- degisþátt á Bylgjunni, „ísland í dag". „Það var mjög gaman að söðla svona um,“ segir hann, „og það er mikill munur á því að vinna hjá einkastöð miðað við RÚV. Það var góður skóli að vinna hjá ríkisútvarp- inu og þar lærði ég mikið af fag- mönnum eins og Jónasi Jónassyni og Stefáni Jóni Hafstein. Og svo má ekki gleyma Eiríki Jónssyni Kaup- mannahöfn. En nú er ég í fyrsta skipti í þeirri aðstöðu að vera eigin herra." En hvenær fékk Jón Ársæll áhuga á útvarpi? „Mér hefur alltaf fundist útvarpið vera dáleiðandi tæki og ég á margar minningar frá bernsku minni þar sem ég sit límdur við útvarpstækið. Það eru að vísu ekki bara gleði- stundir," segir hann og lygnir aftur augunum eins og skjólstæðingur hjá sálfræðingi. „Það gat verið ótrúlega leiðinlegt líka. Ég man eftir mér sem barni að hlusta á ógnarlangar veð- urfréttir; það er móða á eldhúsrúð- unni og mamma er að sjóða kartöfl- ur. Veðurfréttirnar ætla engan endi að taka! Og svo voru líka allar þess- ar endalausu sinfóníur. Ég reyndi að skilja þetta tónaflóð, en var sann- færður um að ég myndi aldrei botna neitt í tónlist. En núna hlusta ég raunar mikið á klassiska tónlist." Hann stendur upp og setur hljóm- disk með Eric Clapton í geislaspilar- ann. SJÁLFSMORÐSSÖGUR OG KAFFISPJALL Við hættum að tala um veðurfrétt- ir og ég spyr hver sé pólitík hans við hljóðnemann. „Takmark mitt er það, að á tíma- bilinu frá fimm til hálfsjö siðdegis fái íslenska þjóðin allt sem hún vill og þarf að vita. Ég tala ekki bara við fólk sem er alltaf í sviðsljósinu, held- ur það sem kallast fólkið í landinu. Og ég skora á fólk að hringja í mig, í síma 688100, og segja mér sögu sína. Það er ótrúlega mikil breidd í því sem fólki liggur á hjarta; allt frá konum sem vilja bara spjalla til manna í sjálfsmorðshugleiðingum." Nú skulum við tala um afríska töfralækna. „Já, viltu það?“ Jón setur upp frumskógarhatt. „Þegar ég var við nám í Lundi kynntist ég mörgum innflytjendum, meðal annars frá Suður-Ámeríku og Afríku. Þar heyrði ég fyrst sögur af „marabut- um“, sem svo eru kallaðir, töfra- læknum frá Gambíu í Afríku. Loka- ritgerð mín fjallaði um þá, og þess vegna fór ég tvær ferðir þarna suð- ur eftir á árunum 1979 og 1980. Áð- ur en yfir lauk komst ég að vísu að þeirri niðurstöðu að ég hefði allt eins getað farið austur í Flóa eða suður með sjó. Aðferðir Afríku- mannanna voru nefnilega þaer sömu í grundvallaratriðum og hjá ís- lendingum. Þeir nota alls kyns grasaseyði eins og Ásta grasalæknir, handayfirlagningu eins og íslenskir heilunarmiðlar og hengja á sig trú- artákn eins og við notum krossinn. Skemmtilegast við þessar rann- sóknir var að kynnast innfæddum, enda var ég tekinn í klíku hressra stráka. Þeir lifðu frekar áhyggju- lausu lífi, betluðu mat þegar með þurfti og reyktu gras. Það var bara eitt vandamál í sambandi við grasið: Það var svo lítið um hentugan papp- ír til að vefja sígaretturnar. Þeir fundu hins vegar lausn á því eins og öðru. Þarna voru nefnilega margar biblíur, sjáðu til.“ Biblíur? „Já, þú veist hvað pappírinn í þeim er þunnur og meðfærilegur. Þeim fannst hann henta sérlega vel utan um grasið. Fyrst voru þeir svo- lítið feimnir við mig og voru hrædd- ir um að misbjóða trúarbrögðum mínum. En svo datt einn þeirra nið- ur á afbragðs útskýringu: Það er hægt að anda að sér guðsorði á margan hátt, sagði hann. Og það var náttúrlega alveg rétt hjá hon- um.“ KONUNGLEGAR SKEMMTANIR ... Það fer orð af þér sem talsverðum gleðimanni á háskólaárunum í Lundi. Ertu lífsnautnamaður? „Já,“ segir Jón og dregur seiminn. „Það má alveg orða það þannig. Þetta var svona eins og háskólaár S.ÞÓR #/Þaö er hægt ad anda að sér guðsorði á margan hátt" eru yfirleitt og Lundur er skemmti- legur, gamall háskólabær. Ég bjó í örlitlu herbergi með lokrekkju uppi í risi hjá frú Berg, undir gafli dóm- kirkjunnar. Það var varla hægt að snúa sér við í herberginu. Vinir mín- ir sögðu að brjóstveiki væri það eina sem vantaði til fullkomna ímynd hins fátæka námsmanns. Lífs- nautnamaður?" Hann veltir orðinu fyrir sér. „Ætli svarið við því felist ekki í þessu eina orði: Já. Én menn verða að gæta hófs í því eins og öðru,“ segir hann af sannfæringar- krafti. „En nautn felst í öllu, frá kon- unglegum skemmtunum og til þess að kaupa sér skötubarð og bregða hangifloti út á.“ En varstu góður námsmaður? „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég var iðinn og þurfti að hafa tals- vert fyrir náminu. Ef ég á að vera al- veg heiðarlegur ...“ Hann þagnar. Gerir svo játningu með talsverðum erfiðismunum. „Já, ef ég á að vera alveg heiðarlegur, þá er rétt að taka fram _að ég svindlaði alltaf á prófun- um. Ég var einu sinni með tíu þétt- skrifaðar arkir sem ég geymdi í leð- urstígvélunum. Það er eins gott að þeir lesi ekki PRESSUNA í Lundi. Heldurðu að háskólinn þar sé nokk- uð áskrifandi?" Við komumst að þeirri niðurstöðu að það sé ólíklegt. Og tölum um sjávarútveg. Jón Ársæll er af sjó- sóknurum kominn og útgerðarmað- ur sjálfur. Hann á trillu sem heitir Anika hin grænlenska. Er Anika einhver gömul vinkona? „Nei, ekki beinlínis. Trillan er skírð eftir grænlenskri konu sem var ættmóðir margra íslendinga. En við skömmumst okkar fyrir Græn- lendinga og þess vegna hefur nafn Aniku ekki farið hátt. Ég fer hérna út fyrir eyjarnar þeg- ar reykurinn stendur beint upp úr skorsteinunum. Sigurður G. Tómas- son rær oft með mér og ég get sagt þér að hann er einn áhugasamasti háseti sem ég hef kynnst. Og hann er fiskinn. Jú, sjómennskan er mér í blóð borin eins og sagt er. Afi minn varð formaður tólf ára gamall og faðir minn, Þórður Sigurðsson, var skip- stjóri á nýsköpunartogurum sem gerðir voru út frá Eskifirði og Seyð- isfirði. Ég var talsvert á sjó sem ungling- ur. Mér fannst það að sumu leyti heillandi heimur, en vinnan var ógeðsleg. Og óaðlaðandi. Það mætti skrifa lærðar bækur um lífið um borð í skipum." Nú er sálfræð- ingurinn kominn upp í Jóni. „Skipið verður eins konar mamma sjó- mannsins, þar er allt sem maður þarf til að lifa öruggu lífi.“ KOKKUR MEÐ PUNGAPRÓF En hvernig er að vera orðinn fer- tugur? „Fertugur já,“ segir Jón og er greinilega ekki alveg búinn að venj- ast tilhugsuninni. „Mér finnst ég ekki búa yfir reynslu fertugs manns, ég hef ekki lent í neinum meirihátt- ar skakkaföllum. Yfirleitt hefur ver- ið logn á þeim miðum sem ég hef sótt. Eg vona bara að hann fari ekki að hvessa úr þessu." Ertu góður eiginmaður? „Ég reyni...“ svarar Jón hugsi. Segir svo uppveðraður: „Og ég er liðtækur kokkur, enda með réttindi. Pungapróf að minnsta kosti. Ég hef raunar beðið í mörg ár eftir að eitt- hvert dagblað bæði mig um upp- skrift. Þá myndi ég nota uppskrift mömmu að lúðu í mæjónesi" Hvernig er hún? „Sjáðu ti(. Þú setur feita lúðu í sjóðandi vatn með miklu af lárvið- arlaufi. Síðan kælirðu lúðuna úti á tröppum, en mundu bara að setja disk yfir svo kettirnir komist ekki í hana. Síðan er hrært saman mæj- ónes og þeyttur rjómi og kryddað eftir smekk. Þá er grænmeti hússins saxað niður og fléttað saman við fiskinn út í mæjónesið ... Það gladdi hjarta mitt þegar ég rakst einu sinni á þennan rétt suður á Spáni. Spánverjar höfðu sem sagt komist að sömu niðurstöðu og við í . Suðurhlíðinni." Hrafn Jökutsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.