Pressan - 18.10.1990, Side 19

Pressan - 18.10.1990, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 19 m .'♦V.VAv Wé%W( meira duló og inn á við og því fylgir líka minni gleði." VANTAR MEIRI „GLAMÚR“ Rósa segir reyndar að það sé ekki jafnsérstakt að vera ljóska á Islandi og víðast hvar annars staðar, bæði fyrir að hér eru þær hlutfallslega fleiri og eins vegna þess að við íslendingar „eigum ekki þennan glamúr sem Banda- ríkjamenn eiga. Núna fyrst er íslenska konan að komast inn í glamúrinn. En hún á samt langt í land með að ná þessu. Hún er frísk og hún er fersk en hún er ekki eins þróuð og ameríska konan, sem dúllar við útlínurnar. Ég er ekki að segja að við séum nánast fyrirburður í kvenlegheitum en við erum rétt að slíta barnsskónum, ef við persónugerum glamúr- inn. Við erum eiginlega að út- skrifast úr tólf ára bekk og er- um að fara í gaggó. Kona er ekki orðin fullþroska fyrr en um tvítugt og við eigum því langt í land enn“, segir Rósa. LJÓSKUR TIL FORNA En goðsögnin um ljóskuna hefur lifað með manninum frá örófi alda. Liturinn á hárkollunum í grísku harmleikjunum dreg- ur þetta fram. Þar voru hetj- urnar ljóshærðar, skúrkarnir dökkhærðir og trúðarnir með rautt hár. Afródíta, Hera og Aþena voru að sjálfsögðu ljóskur og rifust alla daga um hver væri fallegust þar til Afródíta mút- aði París og launaði honum með ljóskunni Helenu fögru. Ljóskur voru líka eftirsóttar í Róm. Þar varð ímynd þeirra hins vegar tvíræðnari. Vænd- iskonur í Róm þurftu nefni- lega að auðkenna sig með ljósum hárkollum. Siðprúðar heldri frúr gátu því ekki verið ljóshærðar — þar til heldri frúr hættu að vera siðprúðar. MESSALÍNA OG HÁRKOLLURNAR Framvörður í þeirri sókn var Messalína, eiginkona Kládíusar keisara. Hún var haldin óslökkvandi frygð, læddist út á nóttunni með ljósa hárkollu og seldi sig í skuggahverfum Rómar. Þetta væri sjálfsagt vel falið leynd- armál enn í dag ef hún hefði ekki verið dálítið kærulaus og stundum gleymt hárkoll- unum sínum undir rúmum viðskiptavinanna. Þegar þeir síðan sendu kollurnar í keis- arahöllina með kærri kveðju komst allt upþ. En Messalínu var ekki út- skúfað heldur varð lauslæti almennt viðurkennt. Allar konur í Róm vildu verða ljós- hærðar eins og vændiskon- urnar. Eiginmenn þeirra færðu þeim ljósa lokka af germönskum stöllum þeirra þegar þeir komu heim úr hernaði og furðulegustu efnablöndur voru notaðar til að lita dökkt hár Rómar- kvenna. Sumar voru það ban- eitraðar að það gat kostað konurnar lífið ef þær geisp- uðu á meðan gumsið var látið leka yfir höfuðið. Þær efnameiri náðu ljósa litnum fram á einfaldan hátt, með því að strá gulldufti yfir hárið. Þaðan mun vera komin goðsögnin um að ljóskur geti ekki sagt „nei“, því það gat gert hverja konu gjaldþrota að hrista höfuðið og horfa á eftir gullinu falla eins og flösu niður á herðarnar. LJÓSKUR TUTTUGUSTU ALDAR Þó Róm félli þá féllu ljósk- urnar ekki. Kvenhetjur mið- aldabókmenntanna voru ljós- hærðar og sömuleiðis Venus- ar- og Madonnufyrirmyndir endurreisnarinnar. Þær kon- ur sem vöfðu mönnum um fingur sér við hirðir konungs- ríkjanna í Evrópu voru einnig ljóskur og sumar jafnvel allt frá fæðingu; Madame de Fontages, Madame de Pompadour og Marie Antoi- nette. í upphafi kvikmyndaaldar voru kvenhetjurnar yfirleitt dökkhærðar eins Mary Pick- ford. En um 1930 komu ljósk- urnar og síðan hafa þær dökkhærðu ekki átt sér við- reisnar von í bíómyndunum að Elizabeth Taylor undan- skilinni. Þó Mae West hafi komið fram í mörgum bíómyndum var hún kannski fyrst og fremst þekkt fyrir klúrar leik- sýningar sem hún setti upp. „Þegar ég er góð þá er ég góð, en þegar ég er slæm þá er ég enn betri," lýsir vel út- geislun Mae West, að ekki sé talað um hennar þekktasta tilsvar: „Ertu með skamm- byssu í vasanum eða ertu bara svona ánægður að sjá mig.“ En Mae West þurfti að þola margt fyrir að vera helst til of klúr fyrir sinn tíma. Hún var tii dæmis gerð burtræk úr útvarpi eftir að hún lék Evu í leikriti. Það þótti of klúrt hvernig hún sagði: „Viltu ... elskan ... fá þér bita af epli?“ Síðan komu þær í runum; Marlene Dietrich, Lana Turn- er, Betty Grable, Jayne Mansfield, Diana Dors og svo auðvitað Marilyn Monroe. HEIMSKA LJÓSKAN Marilyn var ekki ljóshærð heldur litaði hún á sér hárið. Hún vildi vera „blonde all ov- er“ og litaði því einnig á sér skapahárin. Það gerði hún sjálf inn á baði og notaði háralit og tannbursta. Það tókst hins vegar ekki betur en svo að hún þjáðist alltaf af ígerð og sat löngum með ís- poka í klofinu. Marilyn hefur mótað hug- myndir tuttugustu aldarinnar um ljóskuna. Hún þótti heimsk, dyntótt og kynæs- andi. í anda hennar hefur verið sagt að hugsun sé fötlun fyrir ljóskuna. „Það er til gott spakmæli sem vegur upp allt það sem hefur verið sagt ljóskunum í óhag eða að herramenn kjósi frekar ljóskur (Gentlemen prefer blondes). Ég vil því meina að þetta sé ekkert nema helvítis öfund,“ segir Rósa Ingólfsdóttir um sagnir af heimsku ljóskunni. KVEN RÉTTIN DA- KERLINGAR HAMPA LJÓSKUNNI Það er reyndar ekki furða þó þetta orð hafi farið af ljósk- unni þegar bíómyndir frá ár- unum eftir stríð eru skoðað- ar. Þó Jayne Mansfield héldi því fram allan sinn feril að hún hefði greindarvísitölu 160 virtist hún af natni velja sér hlutverk til að afsanna þessa sömu fullyrðingu. Mið- að við myndirnar hefur greindarvísitala hennar varla náð upp í 30 stig á góðum degi. Af Ijóskum sem eru áber- andi í dag reyna ekki margar að uppfylla þá ímynd sem Jayne Mansfield og Marilyn Monroe skildu eftir sig. Það væru þá helst Birgitte Nielsen og Goldie Hawn. Sægur af ljóskum hefur komið fram í sviðsljósið á síð- ustu árum: Kim Basinger, Michelle Pfeiffer, Daryl Hannah, Ellen Barkin og síð- ast en ekki síst Madonna. Með því að lappa upp á ímynd Marilyn Monroe hefur Madonnu tekist að láta jafn- vel hörðustu kvenréttinda- kerlingar hampa ljóskunni. Hún er ekki lengur heimsk og lauslát heldur klár og sjálf- stæð. ÞARF EKKI AÐ HAFA FYRIR HLUTUNUM En á meðan konur halda áfram að leika sér að goð- sögninni um ljóskuna sitja karlarnir eftir og reyna að átta sig á henni. Bandaríski rithöfundurinn Harold Brodkey velti þessu fyrir sér og komst að merkri niðurstöðu. Það var sama hvað hann leitaði; hann fann engin ljóshærð stórmenni í mannkynssögunni allar göt- ur frá endurreisninni. Engan mikinn rithöfund, ekkert stórskáld, engan heimspek- ing, engan hershöfðingja. Niðurstaða hans varð sú að Ijóshært fólk þyrfti ekki að hafa eins mikið fyrir hlutun- um og aðrir — og gerði það ekki. Því hefur nefnilega verið haldið fram að það væri meira gaman hjá ljóskunum. Rósa Ingólfsdóttir segir það vera vegna þess að geislandi útlit ljóskunnar hafi þessi áhrif. Harold Brodkey segir að vegna þessara áhrifa þurfi ljóskan að leggja minna á sig. Hún sé eins og glæsilegur og heilbrigður lampi, sem sé líka manneskja, og því ekki ann- að hægt en dragast að henni. En þar sem henni veitist allt svo auðvelt reyni hún lítið á sig og teljist því dálítið létt- væg.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.