Pressan - 18.10.1990, Page 25

Pressan - 18.10.1990, Page 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. OKTÓBER 25 viljað trúa þessu er sú, að þeir lentu meðal efstu þjóða á lista yfir hæstu þjóðarfram- leiðslu á mann fyrr á þessum áratug. Skýr- ingin á þessu mun meðal annars hafa legið í of háu gengi íslensku krónunnar og því hafi þjóðarframleiðsla ísiendinga verið allt of hátt metin. Kannski er þessi trú þjóðarinnar einmitt ástæða þess að íslendingar stefna að því verða meðal fátækari þjóða. Þeir hafa haft ofurtrú á ríkidæmi sínu og því ekki trúað að mögulegt væri að leggja þetta efnilega hagkerfi í rúst með vitlausri efnahags- stjórnun, en það var einmitt sjúkdóms- greining dr. Þráir.s. \ 1 ' 0 • HALLDOR LAXNESS HEIMSFRÆGUR RITHÖFUNDUR Fyrir nokkrum árum vakti það almenna hneykslan á íslandi þegar hingað barst grein um Nóbelsverðlaunin sem birst hafði í virtu erlendu tímariti. Greinin fjallaði um hversu illa þessum verðlaunum hefði tekist að auka almennan áhuga á góðbókmennt- um. Til að draga það fram á skýran hátt tiltók höfundurinn nokkra Nóbelshöfunda sem enginn vissi nein deili á. Meðal þeirra var Halldór Laxness. Þrátt fyrir að íslendingar hafi hneykslast mun þetta hins vegar vera reyndin. Þeir eru afskaplega fáir, fyrir utan harðsvíraða bókmenntaunnendur og Islandsvini, sem hafa hugmynd um hver Halldór Laxness er. 7 N'/ # ISLENSK FJALLASÝN TILKOMUMESTA FJALLASÝN I HEIMI Sjálfsagt stæra fáar þjóðir sig jafnmikið af jafnlitlum fjöllum og íslendingar. Hæstu fjöll Alpanna eru til dæmis meira en tvöfalt hærri en Hvannadalshnjúkur, hæstu fjöll Ameríku nær þrisvar sinnum hærri og hæstu fjöll í heimi fjórum sinnum hærri. Þó íslensk fjöll séu mörg hver fögur á að líta eru þau einfaldlega ekki nógu stór til að hafa sömu áhrif á áhorfandann og al- vöru fjöll. Það hefur því sömu áhrif að horfa á íslensk fjöll, eftir útlistanir íslend- inga, og að sjá oflofaða bíómynd sem reynist vera hálfómerkileg þegar á reynir. V 4 r c o • ÍSLENSKA LAMBAKJÖTIÐ BESTA KJÖT í HEIMI Upp úr miðri þessari öld hrakti Halldór Laxness þessa fullyrðingu í ritgerðum sín- um um íslenskan landbúnað. Þar benti hann á að þegar reynt var að selja ís- lenska kjötið á Bretlandi var það dæmt óhæft sem almenn verslunarvara. Það var of holdrýrt og vesældarlegt til að nokkur maður nennti að borða það. Á stríðsárunum kom það sama í ljós þegar Bretar og Ameríkanar hentu ís- lensku kindaskrokkunum nánast ósnertum á haugana þegar þeir voru neyddir til að kaupa af okkur kjöt. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar síðan til að selja lambakjötið. Eina leiðin til þess hefur verið að greiða verðið svo mikið niður, að það jaðrar við að kaupand- anum séu greiddar skaðabætur fyrirfram. HREINASTA LAND í HEIMI Fyrir skömmu birtist skýrsla sem leiddi í ljós að fjörur á íslandi eru jafnvel meng- aðri en fjörur meginlands Evrópu. Það hef- ur einnig verið dregið fram að mengun í Reykjavík er hreint ótrúleg miðað við að hér eru hús kynt með heitu vatni en ekki olíu. Sorphirða á íslandi er í algjörum ólestri og víðast er sorp brennt við opinn eld, sem þykir ótækt meðal siðaðra þjóða. Umgengni íslendinga við skolp er litlu skárri. Bæði skolp- og sorphirða víða um land er í raun tímasprengja, þar sem máv- ar komast þar í snertingu við saurgerla sem þeir síðan bera í óvarin vatnsbólin. Þó íslendingar séu fáir í stóru landi hef- ur hirðuleysi þeirra leitt til þess að meng- un í þéttbýli hér á landi er engu minni en í þéttbýli í öðrum iðnríkjum. Sóðaskapur í sveitum hefur sömuleiðis verið landlægur og sjást þess merki í kringum fjölmarga sveitabæi. INGAR LANGLÍFASTIR ALLRA ÞJÓÐA Opinberar tölur staðfestu þessa fullyrð- ingu reyndar um nokkurra ára skeið en því miður eru íslendingar ekki lengur langlífastir allra þjóða. Dregið hefur úr lífs- .líkum Isiendinga á sama tíma og lífslíkur annarra þjóða hafa aukist. Japanir hafa því erft þennan sess af íslendingum. FISKURINN BESTI FISKUR í HEIMI í raun er ómögulegt að vita hvaðan ís- lendingar hafa þessa fullyrðingu. Að minnsta kosti hefur furðulítið reynt á hvort hún er sönn eða ósönn. Það þekkist til dæmis ekki að bestu veitingahús í heimi sækist sérstaklega eftir íslenskum fiski. Hins vegar er vitað að stór hluti af fisk- afla landsmanna er frystur og seldur í mötuneyti í Bandaríkjunum þar sem fang- ar og skólabörn borða hann innpakkaðan í rasp. Þessi meðferð stafar meðal annars af því að Bandaríkjamenn eru ein minnsta fiskneysluþjóð í heimi. Það verður því að dulbúa fiskinn og gera hann sem líkastan hamborgurum og öðrum verksmiðjumat til þess að jafnvel ófrjálsustu menn fáist til að borða hann. Lengi vel stóðu íslendingar sömuleiðis í þeirri trú að íslenski laxinn bæri af öðrum laxi. Það hefur hins vegar komið í Ijós að íslenski laxastofninn er nánast óhæfur til eldis og hefur gert íslensk fiskeldisfyrir- tæki ósamkeppnishæf við samskonar fyrir- tæki erlend. • ISLENSKAR KONUR FALLEGUSTU KONUR í HEIMI Á skömmum tíma hafa tvær íslenskar stúlkur hlotið titilinn ungfrú heimur og sú þriðja lent í þriðja sæti í sömu keppni. Trú íslendinga á fegurð íslenskra kvenna er hins vegar mun eldri. Líklegast er að hún sé sprottin af misskilningi á kurteisi þejrra sem hafa sótt landið heim. íslendingum er nefnilega tamt að túlka saklausa kurteisi út í æsar. Þannig koma íslenskir sölumenn vanalega heim frá sýn- ingum erlendis þess fullvissir að erlendum kaupendum hafi þótt vara þeirra mjög áhugaverð og stórir viðskiptasamningar séu í farvatninu. Miðað við hvað grátlega lítið verður úr þessum viðskiptum er einna líkast því sem Islendingarnir misskilji kurt- eisi kaupenda sem ramba inn í sýningar- básana þeirra. Þó íslendingar virðist ekki gera sér grein fyrir því þykir það ekki kurteisi að segja upp í opið geðið á söiu- mönnum að varan sem þeir falbjóða sé bæði ólystug og ókræsileg. 13 KRISTJÁN JÓHANNSSON HEIMSFRÆGUR Það er hverju orði sannara að Kristján Jóhannsson er góður tenórsöngvari. Hann er hins vegar ekki heimsfrægur maður. Það er til dæmis ekki stafur um Kristján í gagnabanka Reuter, þar sem safnað er saman öllum fréttum Reuter-fréttastofunn- ar og helstu dagblaða og tímarita heims. Þar er reyndar minnst á einn K. Johanns- son, en sá er sænskur djassleikari. 14 m ■ • ÞAÐ ÞARF AÐ TAKMARKA AÐGANG ÚTLENDINGA AÐ LANDINU SVO ÞEIR FLÆÐI EKKI YFIR HINA FÁMENNU ÞJÓÐ Þó þetta sé nokkuð almenn trú hafa nokkrir íslendingar dregið í efa að hún eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Islenskan er þröskuldur sem heldur mörgum útlendingum frá landinu. Bæði er máiið erfitt og eins er nánast einskisvert að kunna það ef menn búa ekki hér eða ætla að leggja stund á íslensk fræði. Veðrið er annar þröskuldur og ætti það ekki að koma íslendingum neitt á óvart, þar sem þeir sjálfir þreytast seint á að kvarta undan því. Þá er fábreytt atvinnulíf á íslandi og fátt sem ætti að laða fólk hingað í stríðum straumum. Nokkur reynsla er komin á sameiginlegan vinnumarkað á Norðurlönd- unum og þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í Skandinavíu hafa fáir atvinnuleysingjanna ratað hingað. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.