Pressan - 25.10.1990, Page 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
Til eru óteljandi sögur af
líftryggingarsölumönn-
um í útlandinu og hafa
jafnvel verið búin til
heilu leikritin um þessa.
stétt. Hér heima hefur
afskaplega fámennur
hópur selt líftryggingu
og því hafa fáar sögur
komist á kreik. Nú fer
þessi hópur hins vegar
vaxandi. Nýjasta viðbót-
in í stéttina er BJÖRN
JÓNASSON, sem áður
rak Svart á hvítu. Það
fyrirtæki fór á hausinn
með miklum skell eftir
að hafa gefið út fjölmörg
og merk rit.
Beri maðurinn á Laugar-
dalsvellinum verður að
teljast maður vikunnar.
Sá eini sem gæti náð
þeim titli af honum væri
BÖÐVAR BRAGASON, lög-
' reglustjóri í Reykjavík.
Beri maðurinn sneri á
lögguna í þriðja sinn í
fyrradag. Ástæðan mun
vera sú að öfugt við er-
lenda kollega sína, sem
snúa að áhorfendum
þegar þeir eru við örygg-
isgæslu á knattspyrnu-
leikjum, snúa íslenskir
lögreglumenn frá áhorf-
endum og horfa á leik-
inn.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMS-
SON má ekkert aumt sjá,
— án þess að sparka í
það.
Hur ár det egentlig,
Markús Örn, pratar du
inte svenska?
„Jú, í skálarœðum og við
önnur hátíðlegri tœki-
fœri. Og líka undir fjögur
augu.“
Markús Örn Antonsson er út-
varpsstjóri. í vikunni var tekin
ákvörðun um að leyfa ekki framar
birtingu í ríkissjónvarpinu á aug-
lýsingu frá íslenskri getspá, en í
henni kemur fram Svíinn og lands-
liðsþjálfarinn Bo Johansson og
mælir nokkur orð á sænsku.
RUKKAP
FYRIR RAFMAGNHf
MBRSTM
Það er ekkert vafamál að
skemmtilegasta sjónvarps-
efnið um þessar mundir er
hvatnig rafmagnsveitnanna
til skuldunauta sinna um að
greiða reikninga hið fyrsta.
Þó efni auglýsinganna sé í'
sjálfu sér hálffúlt vega teikni-
myndirnar það upp.
Að baki þessum teikni-
myndum stendur fyrirtækið
Norri. Framkvæmdastjóri
þess, Eiríkur Thorsteinsson,
gerði jólaauglýsingar fyrir
rafmagnsveiturnar fyrir
nokkrum árum þar sem sjá
mátti ljósin í borginni kvikna
eitt af öðru. í kjölfar þess
gerði hann tillögur að inn-
heimtuauglýsingum sem nú
hafa litið dagsins ljós, fimm
árum síðar.
Teiknimyndirnar vann Ei-
ríkur í félagi við Pete Bishop,
Eiríkur
breskan hreyfimyndakappa.
Pete tengist reyndar íslandi
þar sem hann er giftur ís-
lenskri konu, Gyðu Jónsdótt-
ur, en fyrirtæki Petes, Film
Garage, hefur meðal annars
unnið auglýsingar fyrir
breska tímaritið Time Out.
Eiríkur samdi handritið að
myndunum í samvinnu við
Hilmar Örn Hilmarsson,
galdramann með meiru. Ulli
Mayer var síðan látinn teikna
Jóa, sem er aðalpersóna aug-
lýsinganna, en Ulli þessi er
velþekktur teiknari og hefur
meðal annars unnið fyrir
ekki ómerkari menn en Ste-
ven Spielberg.
Eiríkur teiknar því ekki
sjálfur þó hann búi til teikni-
myndir. Það er reyndar ekki
einsdæmi því Tex Every, sem
gerði teiknimyndir girnilegar
fyrir fullorðna, teiknaði ekki
heldur.
Eiríkur lærði kvikmynda-
gerð í Ithec í París á sínum
tíma og sérhæfði sig í hreyfi-
myndagerð, en í því felst gerð
teiknimynda og mynda með
leirfígúrum, módelum og
hvaðeina.
Og í lokin skal ættfræði-
deiidin upplýst um að Eiríkur
er sonur Péturs Thorsteins-
sonar, sendiherra og fyrrum
forsetaframbjóðanda'
„Það eru alltaf einhverjir
sem ekki þora að versla hjá
mér, en ég tek vel á móti
öllum, hvort sem þeir eru
versluninni Skaparanum,
Ingólfsstræti 8 í Reykjavík.
Á meðan áhorfendur á
Hótel Sögu biðu í eftirvænt-
ingu eftir því að Hljómsveit
Konráðs Bé stigi á sviðið
síðastliðið fimmtudagskvök
virtu þeir fyrir sér nýjustu
tískuna frá Jóku; föt sem
flutt eru inn frá Hollandi
Jóka segist aldrei flytja
inn fleiri en þrjár flíkur
af hverri tegund,
þannig að allir geti
verið öruggir um að
vera svolítið „spes"
flíkunum frá henni.
Hvorugkyns flík-
ur. Fyrirsætan
Guðmundur Karl
í flauelsbol með
mynstruðum
ermum og í bux
um úr prjóna
teygjuefni.
LÍTILRÆÐI
af landbúnaðarlausn
FLOSI
ÓLAFSSON
Þessa dagana er bjart yfir
bændum.
Lausnin á vanda sauð-
kindarinnar virðist í sjón-
rnáli.
Að undanförnu hafa ver-
ið hér góðir gestir, Diane
Fowler og Lance Smith frá
Nýja-Sjálandi, þeirra er-
inda að leiða sérfræðinga
landbúnaðarins í allan
sannleika um notagildi
sauðkindarinnar, eftir að
búið er að stytta henni ald-
ur og taka innanúr henni.
Og í sem stystu máli hef-
ur það komið í ljós að til
skamms tíma hefur verið
vaðið í villu og svíma um
það hvað sé nýtilegt af
jarðneskum leifum dýrsins.
Verður ekki betur séð en
að í dag hirði íslendingar
það af sauðkindinni sem
ætti að fleygja, en fleygi því
sem ætti að hirða.
Markaðsnefnd landbún-
aðarins, háskólinn og
Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins hafa semsagt
komist að því að hinn um-
deildi ferfætlingur, sauð-
kindin, hafi hingaðtil verið
nýttur kolvitlaust.
Þetta eru mikil gleðitíð-
indi, því nú er komið í ljós
að þegar öllu er á botninn
hvolft er ekki nein goðgá
að aka dilkaskrokkum á
haugana eftir að þeir eru
búnir að þjóna sínum til-
gangi, að liggja í einhver ár
sem leigjendur hjá Sam-
bandinu.
Hitt er, að dómi hinna
góðu gesta frá Nýja-Sjá-
landi, alvarlegra að íslend-
ingar virðast í sláturtíðinni,
hugsunarlaust, fleygja gori,
innvolsi og úrgangi sem í
dag er talið það nýtilegasta
úr sauðkindinni.
íslendingar verða að fara
að gera sér það ljóst að
lambaket er einskis virði
nema svangir menn vilji
borða það.
Eftir að setið hafði verið í
tvær vikur á rökstólum
með vísindamönnunum
Lance Smith og Diane
Fowler verður ekki annað
skilið, af fréttatilkynning-
um, en Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins og Mark-
aðsnefnd landbúnaðarins
séu með þá lausn á offram-
leiðsluvandanum að fleygja
öllu dilkaketi strax eftir
slátrun en hirða innvolsið,
gorið og úrganginn sem
áður var fleygt.
I fréttatilkynningu frá
Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins segir Hörður
Filippusson að með þessu
„væri hægt að skapa vinnu
fyrir okkar vel menntaða
fólk“.
í skýrslu vísindamann-
anna kemur fram að verð-
mætustu afurðirnar af
sauðkindinni eru heilinn úr
dýrinu, hrútspungarnir og
botnlanginn.
Úr heilanum og innihaldi
eistnanna er framleitt fegr-
unarkrem handa misfríð-
um konum, en úr botnlang-
anum hágæða, fjölnota
smokkar fyrir bandaríkja-
menn.
í skýrslunni er bent á að
ný-sjálendingar hafi gert
þau mistök að flytja hrúts-
pungana og botnlangana
óunna til Bandaríkjanna
þar sem þessum afurðum
hafi síðan verið breytt í
munaðarvöru sem aftur
hafi verið flutt inn til Nýja-
Sjálands og seld þar dýru
verði.
Rannsóknarstofnunin og
vísindamennirnir vara við
slíkri þróun á íslandi.
Líklegt þykir að hér sé
komin endanleg lausn á
offramleiðsluvanda land-
búnaðarins, en rétt er að
leggja áherslu á mikilvægi
þess að vanda til fegrunar-
kremsins svo eftirspurnin
eftir botnlöngunum verði
jafnan í hámarki.
♦5
ii