Pressan


Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 6

Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER rátt fyrir gífurlegt tap á und- anförnum árum og styrki og lánveit- ingar frá opinberum sjóðum til fyrir- tækja afkomenda Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík hefur fjölskyldan ekki þurft að láta miklar eignir sínar í Reykjavík af hendi. Má þar meðal annars nefna hlutabréf í Skeljungi, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Eimskip og Flugleiðum auk ýmissa fasteigna. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og mun meðal annars hafa komið upp sú hugmynd innan Landsbankans að reyna að fá þessar eignir til að vega upp tapið á fyrirtækinu. Það hefur hins vegar ekki gengið ... D ■V orgaraflokksmenn sem standa að stofnun heimastjórnar- samtakanna gerðu eina kröfu þegar þeir gengu til sam- starfs við Þjóðar- flokkinn og Stefán Valgeirsson. Hún var sú að enginn af þingmönnum Borg- arflokksins kæmi nálægt samtökun- um. Júlíus Sólnes, ÓIi Þ. Guð- bjartsson og óbreyttir þingmenn flokksins eru því „personae non grata" í heimastjórnarsamtökun- um ... A ^^^ðalfundur kjördæmisráðs Borgaraflokksins á Reykjanesi verð- ur í kvöld. Samkvæmt auglýstri dag- skrá mun Júlíus Sólnes umhverfis- ráðherra halda tölu en síðan tekur við umræða um lagabreytingar og loks kosning stjórnar. Astæða þess að lagabreytingar eru teknar fyrir áður en stjórn er kjörin er sú að öll aðalstjórnin sagði af sér fyrr á árinu eða 21 maður. Auk þess sagði fimm manna framkvæmdastjórn af sér. Lagabreytingarnar fela í sér að í stað 21 manns stjórnar verða stjórn- armenn ekki nema þrír. Ástæðan er hverfandi fylgi flokksins og erfið- leikar við að fá menn til trúnaðar- starfa... A hluthafafundi t Flugleiðum stóð Bent Scheving Thorsteins- son upp og spurði Hörð Sigur- gestsson,, forstjóra Eimskips, hvort Eim- skip ætlaði að nýta sér forkaupsrétt sinn á 34 prósentum af auknu hlutafé í Flug- leiðum. Hörður sagði að það yrði lagt til innan tíðar í stjórn Eimskips að kaupa mestallan ef ekki allan hlutinn af hlutafjárútboðinu. Guð- mundur H. Garðarsson prófkjörs- kandídat lýsti því þá yfir að Lífeyris- sjóður verzlunarmanna ætlaði að auka hlut sinn í Flugleiðum, en hann á nú um 5 prósent... lEkki er allt fallið í ljúfa löð hjá krötum á Vestfjörðum þótt Karvel Pálmason hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér, en löngum háðu hann og Sighvatur Björgvinsson stríð um efsta sætið. 1 PRESSUNNI hefur verið sagt að líklega verði Sig- hvatur í efsta sæti og til greina í ann- að sæti komi þeir Kristján Jónas- son, fyrrum forseti bæjarstjórnar á Isafirði, og Pétur Sigurðsson, for- seti Alþýðusambands Vestfjarða. Nú heyrist hins vegar að lagt sé að Birni Inga Björnssyni frá Flateyri að skella sér í slaginn, en Björn hef- ur gert það gott sem kosningastjóri Karvels í síðustu prófkjörum ... Tvær grímur eru nú farnar að renna á sjálfstæðismenn vegna próf- kjörsins í Reykjavík. Blokkir hafa myndast um alla sterku mennina í prófkjörinu og stuðningsmenn þeirra munu ekki greiða öðrum sterkum mönnum atkvæði. Það gæti því farið svo að ýmsir minni spámenn fengju góða kosningu; r r DYRIÐ GENGUR LAII^T “..v » » m. m v » ■_ RIO TRIO I 25 AR r Asamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar, stórkostleg iö manna sýning, glæsilegur matseðill, Oestir á laugardaginn var sögðu: ,,Þvílík skemmtun, við höfum ekki skemmt okkur eins vel í fleiri ár. Stemmningin var rosaleg.“ Borðapantanir f sfmum 77500 og 78900 Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni. fólk sem enginn vill í raun sjá ofar- lega á listanum. Þeir sem nefndir eru í þessu sambandi eru til dæmis Kristján Guðmundsson, Rann- veig Tryggvadóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir .. . átturinn vinsæli Maður lif- andi, sem verið hefur á dagskrá Stöðvar 2 undanfarna föstudaga, hefur að líkindum runnið sitt skeið á enda. Árni Þórar- insson, stjórnandi þáttarins, hefur sest aftur í sinn gamla stól sem ritstjóri tímaritsins Mannlífs, en áætlað var að hann hæfi ekki störf þar fyrr en um áramót. Búið var að sýna sex þætti af Maður lif- andi og ekki vitað betur en þeir yrðu áfram á dagskrá. Forsvars- menn Stöðvar 2 munu hins vegar hafa átt í miklum erfiðleikum með að ákveða sig þannig að ljóst er að ekki verður um fleiri þætti að ræða, a.m.k ekki í bili. .. lieikfélag Kópavogs sýnir nú nýtt leikrit um unglinga eftir Val- geir Skagfjörð. Á meðan á æfing- um hefur staðið hefur móðir ungl- ings í Kópavogi reynt að koma í veg fyrir að nafn á einni söguhetjunni verði notað. Telur hún að átt sé við son sinn, sem lenti í klandri þegar leikfélagið var með lokaæfingu í fyrra. Þá var seðlaveskjum stolið úr yfirhöfnum í fatahengi og sonurinn var einn af þremur sem þar voru að verki. Höfundur verksins mun hins vegar ekki kannast við nein tengsl þarna á milli og er ófáanlegur til að breyta nafni persónunnar ... yrir prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins eru ótrúlegustu vendingar. Nú þykir mörgum flokkstoppum nauð- synlegt að tryggja að fulltrúi hinnar ómenntuðu alþýðu fái viðunandi kosn- ingu. Sá heitir Guð- mundur Hall- varðsson og er for- maður Sjómannafé- lags Reykavíkur. Guðmundur mun sjálfur nýta sér það óspart í barátt- unni, að ef hann nái ekki kjöri verði einlitur lögfræðinga- og aðstoðar- mannalisti í boði fyrir kosningar. Guðmundur er m.a. sagður njóta stuðnings Þorsteins Pálssonar flokksformanns. .. A ^^Pðstandendur heimastjórnar- samtakanna hafa borið víurnar í nokkra nafntogaða menn um hugs- anlegt framboð í vor. Meðal þeirra má nefna Guðmund J. Guðmundsson verkalýðsforkólf, Karvel Pálmason, þingmann krata, Jón Ármann Héð- insson, fyrrverandi þingmann krata, og Jón ísberg, sýslumann á Blönduósi... | ræðu sinni á kjördæmisþingi allaballa fyrir austan lýsti Hjörleif- ur Guttormsson yfir framboði sínu. Það vakti hins vegar engan fögnuð og stóð hver maðurinn upp á fætur öðrum og sagði slíkt ekki tímabært, meðal annarrra Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað. Allaballar í Aust- fjarðakjördæmi vilja halda mögu- leika á forvali opnum. Þeir sem tald- ir eru líklegir til að gefa sig í slaginn gegn Hjörleifi eru, auk Smára, þeir Einar Már Sigurðsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austiir- landi, og Björn Grétar Sveinsson, verkalýðsforkólfur á Höfn ...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.