Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
2500 ára gömul
alþýðulist
Alþýðuleikhúsið frumsýnir Med-
eu eftir Evripídes í Iðnó 2. nóvem-
ber, en um að ræða 2500 ára gamalt
leikverk í þýðingu helga hálfdan-
arsonar. Leikstjóri er inga
BJARNASON. Auk sýningarinnar á
verki Evripídesar gefur Mál og
menning út 32 tvö verk á bók úr
harmleikjum eftir Aristótels, Ekilos,
Evripídes og fleiri í þýðingu Helga.
Hreinn
Friðfinnsson
með sýningu
í París
Myndlistarmaðurinn Hreinn Frið-
finnsson hefur öðlast töluverða við-
urkenningu í Evrópu. Sýning á
verkum hans var opnuð þann 20.
október í Gallerí Claudine Papillon í
París. Árið 1977 tók Hreinn þátt í
opnunarsýningu Pompidou-safnsins
í París og 1987 efndi Magazine í
Grenobles til sýningar á verkum
hans, sem vakti mikla hrifningu í
frönsku listapressunni.
Helgi Þorgils í vinnustofu sinni hjá Coca Cola: „Ég er svo mikill „nationalisti"
í eöli mínu, aö ég held ég fari ekkert að marki út fyrir landsteinana."
Konráð
béá
toppnum
„Við teljum okkur vera búin að
meika það. Draumurinn var alltaf
að fá aö spila á Sögu," sagði Bogo-
mil Font, söngvari djasshljóm-
sveitar Konráðs Bé, í samtali við
PRESSUNA, en Bogomil er betur
þekktur sem Sigtryggur Bald-
ursson, trommuleikari Sykur-
mola. Þessi langþráði draumur
Konráðs Bé varð að veruleika síð-
astliðið fimmtudagskvöld er
hljómsveitarmeðlimir stigu á svið-
iö á Sögu fyrir framan fjölda
áhorfenda.
„Hugmyndin varð til á ferðalagi
Sykurmolanna í Júgóslavíu, en þá
fór Bragi (bassaleikari Sykurmol-
anna) að tala um að sig hefði alltaf
langað til að verða trommuleikari
í djasshljómsveit. Um svipað leyti
uppgötvaði ég að mig hafði alltaf
langað til að verða söngvari. Því
ákvað ég að koma út úr sturtunni,“
sagði Sigtryggur í samtali við
PRESSUNA að loknum hljómleik-
unum.
Hljómsveitin ber nafn Braga Ól-
afssonar, en Bragi hefur notað
nafnið Konráð Bé við márgvísleg
tækifæri. Auk hans og Sigtyggs
eru í bandinu tíu_til tólf aðrir, þar
á meðal Einar Örn súpersykur-
moli, sykurmolarnir Björk Guð-
mundsdóttir, Margrét Örnólfs-
dóttir, risaeðlurnar Dóra Won-
o der, Magga Stína og ívar, en í
ui Konráði Bé leika menn við hvern
„Ákvaö aö koma út úr sturtunni," segir Bogomil Font, betur þekktur sem s'nn ^'n8ur. gjarnan á önnur hljóð-
Sigtryggur Baldursson sykurmoli. fær' en hingað til.
Helgi Þorgils
gerir það
gott á Italíu
— Fjórar sýningar ráðgerðar, þar af tvær í desember. ítölsk-
um galleríum þykir ein milljón króna ekkert tiltökumál fyrir
mynd eftir Helga.
Tvœr sýningar á verkum Helga
Þorgiis Friðjónssonar verða sett-
ar upp á Ítalíu í desember og sú
þriðja í mars. Þegar er búið aö ráð-
gera fjórðu sýninguna á nœsta sýn-
ingarári. Helgi Þorgils var fulltrúi ís-
lands á tvíœringnum í Feneyjum og
vöktu myndir hans mikla athygli og
seldust allar. Gallerí Toselli íMílanó,
sem er eitt stœrsta og viðurkennd-
asta gallerí í Evrópu, keypti helming
verka Helga á sýningunni og nú sýn-
ir hann þar í desember auk þess sem
sett veröur upp sýning í borginni
Perugia.
Helgi Þorgils hefur ekki átt upp á
pallborðið hjá íslenskum listaverka-
kaupendum, seldi t.d. ekki eitt ein-
asta verk í tvö ár og hefur nær ein-
göngu selt verk sín til íslenskra lista-
safna. Nú bregður svo við að myndir
hans seljast á um eina milljón króna
til erlendra aðila. „Þetta fer auðvit-
að eftir stærð myndanna," svaraði
Helgi af hógværð þegar PRESSAN
bar þetta undir hann. „Þegar maður
selur úti fær maður einungis 50% af
verði myndanna," bætir hann við.
Þú ert sem sagt að mála á fullu
núna upp í sýningar?
„Ég vinn ekkert meira en venju-
lega. Yfirleitt vinn ég svipað og
verkamaður, kannski heldur meira."
Vinnustofa Helga Þorgils er í skrif-
stofuhúsnæði Vífilfells (Coca Cola á
íslandi) við Hofsvallagötu, en Lýður
bróðir hans er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. Nú stendur til að selja
húsnæðið og þarf Helgi að finna sér
nýja aðstöðu. PRESSAN spurði hann
hvort hann gæti hugsað sér að flytja
út og vinna þar. „Þeir hafa boðið
mér að koma og vinna þar í framtíð-
inni, en ég er svo mikill „national-
isti“ í eðli mínu, að ég held ég fari
ekki að neinu marki út fyrir land-
steinana."
Þarftu ekki fljótlega að fá þér að-
stoðarmenn?
„Nei, en þeir spurðu mig hins veg-
ar hversu marga ég hefði,“ svarar
Helgi og brosir. „Þeir hringdu hing-
að þegar þeir voru búnir að komast
að því hvar ég væri og töluðu við
konuna sem vinnur á símanum.
Þeim fannst ekkert óeðlilegt að ég
hefði sérstaka manneskju sem tæki
við skilaboðum. Það sýnir kannski
best þann aðstöðumun sem lista-
menn búa við.“
Brynhildur
Glerskúlptúrar með
rætur í pönkinu
Stór sýning á verkum brynhild-
ar þorgeirsdOttur hefst á Kjar-
valsstöðum á laugardag, en Bryn-
hildur hefur síðustu ár verið búsett
í Bandaríkjunum. Brynhildur er
framsækin í listsköpun sinni, enda á
hún um margt öðruvísi bakgrunn
en venjulegir myndhöggvarar, hef-
ur t.d. ekki hefðbundna mynd-
höggvaramenntun. Eftir nám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
lagði hún stund á gleriist og hefur
síðan unnið út frá möguleikum
glersins í höggmyndalistinni. Á sín-
um tíma var Brynhildur undir sterk-
um áhrifum frá pönk- og nýbylgju-
straumum og á það sinn þátt í því að
gera formheim hennar sérstakan í
íslensku samhengi.
S.ÞÓR