Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991 Loksins erum við íslend- ingar að veröa aivöru- þjóð. Nú erum við nefni- lega farnir að selja vél- menni úr landi. Það er JÓN HJALTALÍN MAGN- ÚSSON, formaður HSÍ, sem stendur fyrir þess- ari merku nýjung en hér er þó ekki um hand- boltavélmenni að ræða heldur álkarl. Sá fyrsti fer til Noregs en síðan má gera ráð fyrir að þeir dreifist um heiminn. Útvarpsráð er enn að furða sig á því að INGI- BJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR skuli vera með þátt í útvarpinu um leið og hún er yfirlýstur fram- bjóöandi i næstu kosn- ingum. Hefur HJÖRLEIF- UR GUTTORMSSON sent inn sérstaka fyrir- spurn um þetta. Ingi- björg sjálf hefur reyndar boðist til að hætta með þátt sinn á laugardögum en var beðin um að vera áfram þrátt fyrir að það stangist á viö reglur út- varpsins. Nú er búiö aö samþykkja að veita HERMANNI SVEINBJÖRNSSYNI fastráöningu á frétta- stofu Ríkisútvarpsins en hann hefur unnið þar um skeið. Hefurðu áöur unnið í banka, Birgir? „Já, þegar ég var í há- skóla vann ég á sumrin í Verslunarsparisjóðnum, forvera Verslunarbank- ans.“ Birgir ísleifur Gunnarsson alþingis- maður hefur verið skipaður seðla- bankastjóri til næstu sex ára. Þrátt fyrir svört klæðin og vinnuumhverfið á barn- um í Ölveri í Glæsibæ, geislar hún eins og blóma- rós á sólríkum sumardegi. „Engan asa, væni," segir hún ákveðin við óþolin- móðan og drukkinn við- skiptavin sem lætur það gott heita og heldur sig á mottunni. Hann veit að það kemur að honum inn- an skamms. „Þeir taka mér bara vel enda ágætiskarlar. Það er mjög sjaldgæft að upp komi einhver vandamál," segir Jóna Petersen, 25 ára gömul, en hún hefur unnið sem barþjónn í nokkur ár og er því orðin öllu vön í orðaskiptum við drukkna menn. Jóna klæðir sig á svolít- ið sérstakan hátt. Hún kann ekki vel við sig í föt- um eins og hinar, segir hún. „Ég er mikið fyrir húf- ur og hatta." En hvers vegna velur hún svarta lit- inn? „Það er einfalt: Mér líður vel i dökkum litum þótt það fari auðvitað dá- lítið eftir því hvernig liggur á mér." Kannski segir klæða- burðurinn svolítið til um það sem hana langar að gera, það er að læra förð- un og komast í vinnu í leikhúsi. „Ég er á leiðinni í skóla í haust," segir hún og brosir. GEISLANDI BARSTÚLKA I OLVERI segir Derrik og brosir sírtu breiðasta. Þetta er önnur ferð hans til íslands, hann kom fyrst fyrir tveimur ár- um. Nú bauð Kristján hon- um til landsins eftir að Der- missti náinn vin sinn. „Það er gott að rífa sig upp hérna," segir hann. Þessa dagana ferðast Derrik og félagar um Norður- og Austurland: „Það verður gaman að komast norður. Eg hef ekki séð mikið af landinu enn þá en mér ersagt að þarna fyrir norðan sé jörðin undir fótum manns á stöðugri hreyfingu." Derrik Walker hefur spil- að með mörgum stórstjörn- um á ferli sínum. Dreymir hann ekki um að verða stjarna? Derrik: „Eg ólst upp með strákum sem slógu í gegn, ýmist sem tónlistar- menn, leikarar eða körfu- boltakappar. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að næst kæmi röðin að mér!“ Og hver veit? Derrik Walk- er er til alls líklegur þegar hann töfrar fram framandi tóna í blúsuðu hálfrökkri. Það eru margir tónleikar framundan og Derrik kann vel við sig hérna. „Hvenær ég fer? 3. febrúar, klukkan sjö að morgni. En ég kem áreiðanlega aftur." „Þetta er byggt á heima- smíðuðu forriti sem ég hef verið að dútla við síðustu ár- in," sagði Tómas Ponzi tölvu- karl en hann átti heiðurinn af tónlistarmyndbandi ársins 1990. í myndbandaannál Rík- issjónvarpsins fyrir síðasta ár var myndin sem sýndi Eldlag- ið eftir Todmobil valin besta myndbandið. Sellóleikari hljómsveitarinnar, Eyþór Arnalds, var samverkamaður Tómasar. Myndbandið er unnið á for- rit fyrir heimilistölvur, sem býður upp á mikla mögu- leika. Að sögn Tómasar er ætlunin að vinna forritið áfram og jafnvel þróa þarna söluvöru. Tómas segist reyndar ekki vilja láta kalla sig tölvugeggj- ara þótt hann játi að hann hafi mjög gaman af tölvum. Hann reyndi fyrir sér í tölvun- arfræði í Háskólanum en hætti þegar kom að við- skiptafræðikúrsunum. Síðan hefur hann verið eitt ár í Myndlista- og handíðaskólan- um en vinnur núna sem sjálf- stæður forritari. Hann segist leggja mikið upp úr sköpun- arþörfinni og þeir sem hafa séð verðlaunamyndbandið geta tekið undir það. „Svíar spyrja útlendinga alltaf: Hvað ertu að vilja hingað? En íslendingar spyrja hins vegar hvernig maður kunni við landið. Kurteis þjóð, íslendingar," segir Derrik Walker, blústón- listarmaður með meiru, sem hefur viðdvöl á íslandi um þessar mundir. Hann spilar á munnhörpu með blúshljóm- sveit KK, sem kennd er við Kristján Kristjánsson en sveitin er einnig skipuð þeim Þorleifi Guðjónssyni og Ásgeiri Óskarssyni. Yfir kaffibolla á Hressó spáir Derrik í horfur heimsmála og yfirvofandi stríð við Persaflóa. Hann er á móti stríði og færir fram mörg rök. Og raunar er hann ekki par hrifinn af stefnu Bush. „Ég kaus hann ekki," tekur hann fram. Derrik Walker er fæddur í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir 37 árum en hefur búið víða síðan, bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu. Blúsinn er honum í blóð borinn, barn- ungur byrjaði hann að spila með frænda sínum og að- eins 15 ára var hann farinn að spila með stjörnum bernskunnar. Nú býr hann í Svíþjóð og þar kynntist hann Kristjáni. „KK er frá- bær náungi. Hann er frábær tónlistarmaður og þegar hann spilar í útlöndum eiga menn stundum bágt með að skilja að hann komi frá ís- landi af öllum stöðum." En íslendingar skilja blús og þeir eru frjálslegir. „Þeir klappa og brosa og skemmta sér á tónleikum. Þeir láta það eftir sér. Og það finnst mér auðvitað best af öllu," LÍTILRÆÐI af póstgasi Þegar vond lykt gýs upp á vinnustað — tildæmis á póst- húsum — liggur allt starfs- fólkið umsvifalaust undir óhrekjanlegum grun um að hafa valdið fnyknum. Þó þetta geti stundum skapað skemmtilega stemmningu á vinnustað, svona einsog snöggvast, kemur gjarnan að því að jafnvel póstmenn — og kon- ur — fara að kveinka sér, kvarta undan vondum vinnuskilyrðum og krefjast þess að gengið sé úr skugga um hvernig á lyktinni standi. Og þá vandast málið því varla er neitt jafnflókið í mannlegum samskiptum einsog að rekja slóð vondrar lyktar. Það er ekkert grín að eiga að finna sökudólginn á póst- húsi sem mettað er orðið af vondum fnyk þegar stórir hópar póstmanna og póst- kvenna eru þar fyrir og horfa ásökunaraugum hvert á annað. Jafnvel Agatha Christie gæti ekki leyst slíka þraut. Oft beinist athyglin að ákveðnum starfsmanni sem grunaöur er um að borða kjarnmeiri mat en almennt gerist en auðvitað er ekki nokkur leið að færa sönnur á nokkurn skapaðan hlut vegna þess að sönnunar- gagnið er þeirrar náttúru að það dreifir sér óðar útí hvern krók og kima. Helsta úrræðið við þess- um ófögnuði er síðan að kveikja á eldspýtum og opna alla glugga. Svo líður pestin hjá og gleymist jafnvel þartil næsta holskefla dynur yfir. Það mun hafa verið árið 1974 að póst- og símamála- stjóra var bent á að ólíft væri orðið í pósthúsinu í Reykja- vík vegna þess að iðragas starfsmanna hefði tekið sér bólfestu og virtist ekki eiga afturkvæmt úr kjallaranum þar sem pósturinn var sort- éraður. Póstmálayfirvöld þráuðust við að gera nokkuð í málinu en uppúr sauð þegar tveir hasshundar, sem áttu að leita í póstinum, voru bornir út í öngviti eftir að hafa rétt stungið trýninu inná. póst- húsið. Þá var póst- og símamála- stjóra tilkynnt að ekkert kvikt þrifist í pósthúskjallar- anum nema viss, mjög harð- ger tegund af homo sapiens, sem hefur stundum verið kallaður „hinn hugsandi póstmaður". Þar sem þessi tegund var fremur fágæt var brugðið á það ráð að lappa uppá póst- húskjallarann í Pósthús- stræti og setja í hann loft- ræstingu. Nú er þar jafnan gott and- rúmsloft og heilnæmt og all- ir með rænu. Því er ég að hafa orð á þessu hér að á pósthúsinu í Hafnarfirði gaus upp megn óþefur á dögunum. Og auð- vitað skeði það sem alltaf skeður við slíkar kringum- stæður. Andrúmsloftið varð óbærilegt vegna þess að allir grunuðu alla um að eiga lyktina. Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti að rekja fnyk- inn? Og þá var það að hafnfirð- ingar fengu hugljómun. „Norræna eldfjallastöðin." Málið fékk farsæla lausn og allir urðu svo undur glað- ir vegna þess að nú hefur „Norræna eldfjallastöðin", sem áður einbeitti sér að því að fylgjast með umbrotum í iðrum jarðar, fengið það nýja hlutverk að fylgjast með umbrotunum í iðrum hafnfirðinga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.