Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 16
lli Guðmundur <5. Þórarinsson alþingismaður riMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991 Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar Þad þurfti ógnarötd í tveimur heimsálfum til aö koma Gudrmmdi G. Þórarinssyni og ,.bófaflokkum“ framsókn- armanna af forsíöum blaöanna. Enn þá sér ekki fyrir endann á erjum flokksmanna í Reykjavík og jafnvel Steingrímur Hermannsson hœtti viö aö koma og skakka leikinn. En um hvad snúast deilurnar? Eru þœr til marks um upplausn flokkakerfisins, eins og Guðmundur G. heldur fram — eða eru þœr fyrst og fremst opinber sýning á persónulegri valdabaráttu og metnaöargirni? Leigubíl- stjórinn sem ók bladamanni PRESSUNNAR niöur á Al- þingi var ekki í nokkrum vafa: ,,Þeir eru alveg eins, Guö- mundur og Finnur og allir þessir pólitíkusar. Sama tób- akiö í mismunandi baukum. Viö þurfum frjálslyndan einrœdisherra." Það var vs oi> þvs á Alþini>i enda málefni Litháens til umræðu. Eigin- lega allur þingheimur ætlaði að taka til máls. í kaffistofunni sátu þeir sem þegar höfðu látið móðan mása. Við settumst í hornið. Egill Jónsson frá Seljavöllum. oddviti sjálfstæðis- manna á Austurlandi. kom aðvíf- andi og sagði brosandi: ..Þeir segja að þú eigir alls enga möguleika. Guðmundur." ..Segja þeir það. já?" ansaði Guð- mundur og var ekki hlátur í liuga. SAMSTARF OKKAR STEINGRÍMS HEFUR MINNKAÐ En hver er staða Guðmundar G. Þórarinssonar innan þingflokks framsóknarmanna nú. eftir harðar deilur við helstu foringja flokksins og hótun um sérframboð? ..Staða mín er óbreytí — í bili að minnsta kosti. Ég starfa sem fram- sóknarmaður og hef farið fram á að vera í framboði fyrir flokkinn með BB-lista. Það hefur engin breyting orðið á störfum mínum en ég get ekki lagt mat á það sem gerist á næstu dögum." Er ekki líklegt að leiðir skilji með þér og Framsóknarflokknum? ,.Ég vil ekki trúa því," svarar Guð- mundur en virðist alls ekki viss i sinni sök. ,.Ég hef reyndar viljað breyta Framsóknarflokknum og stefnumálum hans til nútímalegs horfs og það hefur sjálfsagt bakað mér einhverjar óvinsældir innan flokksins. En ég hef starfað í Fram- sóknarflokknum í 20 ár og þar eru margir af bestu vinum mínum. Ég á erfitt með að sætta mig við það ef sú leið að vera í framboði fyrir flokkinn er ekki fær? En varðstu ekki einfaldlega undir í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem þú notaðir að vísu stór orð um? ,,Ég veit ekki hversu rétt er að rifja fortíðina upp. En þetta var auðvitað ekkert prófkjör sem fram fór. Próf- kjör er atburður þar sem leitað er álits um menn eða málefni og allir vita að það hefur meginþýðingu hvort úrtakið er lokaður hópur eða opinn. Það er auðvelt að hafa áhrif á niðurstöðuna þegar aðeins fáir út- valdir taka þátt." Það hefur lengst af verið litið á þig sem náinn samstarfsmann Stein- gríms Hernrannssonar en nú beitir hann öllum tiltækum ráðum til að stöðva þig. „Við Steingrímur unnum mikið saman en það hefur minnkað á und- aníörnum árum. Mér virðist líka að ýmsar af mínum skoðunum eigi erf- itt uppdráttar innan flokksins í seinni tíð. Ég nefni til dæmis frægt nefndarálit um atvinnu- og efna- hagsmál sem ég og þrír aðrir þing- menn flokksins lögðum fram. Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki fengist til að taka afstöðu i mjög mikilvæg- um málum og það á raunar við um aðra stjórnmálaflokka líka sem standa fyrst og fremst vörð um mál- efni fortíðarinnar. Flokkarnir voru áratugum saman mótaðir utan um tvö meginmál: utanríkispólitík og stéitabaráttu. En nú hefur tíminn sópað þessum máium burtu og ný viðfangsefni blasa við." Guðmundur er kominn nokkuð langt frá upphaf- legu spurningunni og nú spyr hann sjálfur: ,,Og hver eru mál dagsins í dag? Ég nefni fyrst afstöðuna til EB. Innan sama flokksins finnurðu bæði talsmann aðildar að bandalaginu og annan sem ekki vill einu sinni ræða um evrópskt efnahagssvæði. Svona er þetta í flestum flokkum. Sami glundroðinn ríkir gagnvart sjávarút- vegi og landbúnaði. í sama flokki eru menn sem vilja til dæmis við- halda styrkjakerfi landbúnaðarins, jafnvel útflutningsbótunum, og aðr- ir sem vilja óheftan innflutning á landbúnaðarvörum.- FER EKKI í FRAMBOÐ FYRIR AÐRA FLOKKA Var þér nokkurn tíma alvara með því að sækja um listabókstafina BB? Var það ekki bara nauðsynlegt formsatriði áður en þú gætir farið út í sérframboð? „Mér var að vísu Ijóst að litlar lík- ur væru á að ég fengi að bjóða fram með þeim hætti. En mér var full al- vara. En stjórn fulltrúaráðs flokks- ins virðist vísvitandi hafa dregið svarið á langinn." Heyrst hefur að þú hafir rætt við fulltrúa ýmissa smáflokka. Heima- stjórnarsamtökin svonefndu, Þjóð- arflokkur, Borgaraflokkur og jafn- vel Flokkur mannsins hafa verið nefndir í því sambandi. „Það er alveg rétt að ýmsir hafa rætt við mig. Ég get hins vegar sagt það alveg skýrt að ég fer ekki í fram- boð á vegum neins slíks flokks? Finnur var þannig í sömu aðstööu og starfsmaður í fyrirtæki, sem á að reka. hann fékk tækifæri til að skrifa uppsagnarbréfið sjálfur. En ef þú ferð ekki í framboð á veg- um þessara smáflokka hlýtur þú að þurfa að stofna einn slíkan sjálfur. „Ég vona að til þess komi ekki." VELDUR MÉR VANLÍÐAN Það fjölgar í kaffistofu þingsins eftir því sem fleiri Ijúka máli sínu um Litháen. Samherjar Guðmundar gefa honum hornauga. Samherjar? Hvernig er það ,að standa í pólitískri baráttu upp á líf og dauða við félaga sína? „Það er mjög erfið tilfinning," seg- ir Guðmundur, „og ég játa að það veldur mér talsverðri vanlíðan. Ég vildi ekki lenda upp á kant við fé- laga mína en ef ákveðnir menn inn- an flokksins geta ekki sætt sig við neitt nema jámenn — þá verð ég að berjast. Og mér er það mikið um- hugsunarefni að Steingrímur skuli tilbúinn að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og gegn hinum". Var það ekki sérlega klaufalegt hvernig staðið var að málum vegna hugsanlegs framboðs Steingríms í Reykjavík? „Þetta var hringekja sem var sett upp. Árangurinn og afleiðingarnar eru með slíkum eindæmum að þeir sem hana skipulögðu geta ekki fengið háa einkunn. Framsóknar- flokkurinn bíður skaða af í tveimur kjördæmum. Nú er búið að lýsa al- geru vantrausti á efsta mann listans í Reykjavík og eftir stendur listinn, eiginlega ónýtur. Og hins vegar lýsir formaðurinn því yfir að hann kom- ist ekki í framboð í Reykjavík þótt hann feginn vildi. Hvað finnst Reyk- nesingum um það?" En átti ekki Finnur Ingólfsson sjálfur frumkvæði að því að reyna að fá Steingrím í framboð í Reykja- vík? „Málið er sett þannig upp," segir Guðmundur með áherslu, „að Finn- ur hafi ritað bréf og beðið Stein- grím að taka efsta sætið. En Stein- grímur hefur upplýst að hugmyndin sé gömul, að forystumenn flokksins í Reykjavík hafi áður rætt þetta við hann. Finnur var þannig í sömu að- stöðu og starfsmaður í fyrirtæki, sem á að reka. Hann fékk tækifæri til að skrifa uppsagnarbréfið sjálf- ur". METORÐAGIRNDIN BAR FINN OFURLIÐI Eru væringarnar í Reykjavík ekki bara gott dæmi um persónulega valdabaráttu? Heldurðu að fólki finnist í raun 03 veru að þetta snúist um alvöru pólitík? „Það sýnir vanmat á Reykvíking- um að ætla að þeir geri sér ekki grein fyrir því að það voru brögð í tafli. Og ég held að fólk skilji að við erum að deila um grundvallarat- riði." Leigubílstjórinn sem keyrði mig hingað var nú alveg á því að þetta væri bara persónuleg togstreita. „Er það?“ Guðmundur veltir mál- inu fyrir sér. „Já, kannski finnst sumu fólki það." En hverja ætlarðu að fá með þér á framboðslistann? „Það er ekki tímabært að ræða strax. Ég er enn að vona að ég fái BB — þótt nú falli öll vötn til Dýrafjarð- ar.“ Eftir þessa tilvitnun í Gísla sögu Súrssonar er við hæfi að spyrja Guð- mund álits á erkióvininum, Finni Ingólfssyni. Er enginn ljós blettur á manninum sem notar „bófaaðferð- ir“? „Jú, jú, Finnur er ungur og röskur. Ég átti lengst af gott samstarf við hann. Finnur hlaut skjótan frama og það er margt gott um hann að segja. Hins vegar held ég að metorða- girndin hafi borið hann ofurliði á erfiðu augnabliki. Hann verður að skilja að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið." En er það ekki bara sáluhjálparat- riði fyrir Guðmund G. Þórarinsson að vera áfram á Alþingi? „Nei, langt í frá. Ég hætti á þingi 1983 en byrjaði aftur 1987 meö það fyrir augum að vinna ákveðnum skoðunum fylgi. Ég hef einkum reynt það innan Framsóknarflokks- ins en árangurinn er ekki nægileg- ur. Og ég efast reyndar um að það sé hægt að breyta innan frá. En ég ætla að gera eina tilraun enn." Eitt lag enn? „Já. Eitt lag enn." Hrafn Jökulsson S.ÞÓR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.