Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 26
Orsök kuldans komin fram:
DAVÍÐ SELDI
OLIUFELOGUWUM
HITAVEITUNA
— Olíufélögin bjóda nú upp
á olíukyndingar á lilbods-
verdi.
GARÐAR CORTES EÆR ÁTTA MILL.IÓIVIR
EF HANN SYNGUR EKKI FRAMAR
— Fjárveitinga-
nefnd lét undan eft-
ir fjórar sýningar á
Rígólettó.
Garöar Cortes var
ánægöur á svip þegar
hann tók viö átta
milljónum í gær.
Eiturvopnakapphlaup vid
Persaflóa:
SADDAM HUSSEIN
KAUPIR NIÐUR-
SOÐNA GAFFALBITA
HJAKJ A
AKUREYRI
— Mikil lyftistöng fyrir fyrir-
tœkið, segir Kristján Jóns-
son.
I——B————— Mm—MB—I
3. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 17. JANÚAR 1991 3. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Steingrímur
Hermannsson
Ætlar
fram í
fimm
kjör-
dæmum
Akureyri, 16. janúar______
„Sjálfstæöismenn
hérna fyrir norðan voru
í vanda og ég gat ekki
neitað þeim þegar þeir
leituðu til mín,“ sagði
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra í
samtali við GULU PRESS-
UNA en hann mun taka
efsta sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Norð-
urlandi eystra. Þetta er
fimmti listinn sem Stein-
grímur hefur ákveðið að
taka sæti á fyrir næstu
þingkosningar.
Steingrímur verður á
tveimur listum í Reykjavík,
einum á Reykjanesi og ein-
um á Vestfjörðum, auk lista
sjálfstæðismanna fyrir
Steingrimur Hermannsson
segist ekki taka nema örugg
sæti hér eftir.
norðan. i Reykjavík verður
hann í fyrsta sæti á lista
Framsóknar og í þriðja sæti
á lista Alþýðuflokksins.
Hann verður síðan í fyrsta
sæti á lista Framsóknar á
Reykjanesi og í heiðurssæti
á lista Þjóðarflokksins á
Vestfjörðum.
,,Það var kannski fljót-
færni hjá mér að taka heið-
urssætið fyrir vestan,"
sagði Steingrímur. „Eftir
það hefur varla linnt látun-
um. Það vilja næstum allir
fá mig til að skreyta listana
sína. En ég hef tekið þá
stefnu að þiggja bara sæti
sem gefa raunhæfa mögu-
leika á þingsæti."
Kókaínbarón vill
*
apótek á Islandi
Keflavík, 17. janúar
" 1 " r" ...
„I dag virðist Island vera
eina landið sem býður lyf-
sölumönnum upp á al-
mennileg kjör,“ sagði kól-
umbíski kókaínbaróninn
Escobar við komuna til
Keflavíkurflugvallar í gær.
Hann sagðist hafa gefist
upp á afskiptum stjórn-
valda í Kolumbíu af sínum
viðskiptum og ætlaði sér
að setjast að hér á landi.
,,Eg veit að íslenskir apó-
tekarar og lyfsalar trúa ekki
hve miklu harðræði við erum
beittir í Kolumbíu. Þar eru
stjórnvöld með nefið niðri í
öllum koppum og eira engu,"
sagði Escobar.
Escobar hefur þegar lagt
inn umsókn um lyfsöluleyfi
hér á landi.
,,Mér skilst að maður sé
nokkuð öruggur um sig þeg-
ar það er fengið. Maður getur
þá stundað sín viðskipti í
friði," sagði Escobar.
,,Viö munum skoða um-
sókn þessa manns og fjalla
um hana eins og umsóknir
annarra. Mér er tjáð að þessi
maður sé nokkuð harður í
viðskiptum en alls ekki svo
að hann skeri sig mikið úr í
hópi íslenskra apótekara,"
sagði Finnur Ingólfsson, að-
stoðarmaður heilbrigðisráð-
herra, í samtali við GULU
PRESSUNA.
ALÞINGISHÚSIÐ
UMKRINGT AF
LÖGREGLUÞJÓNUM
— Eina leiöin til aö halda mönnum í húsinu, segir Fridrik Olafsson
Reykjavik, 17. janúar________
„Það má segja að fréttir
frá Litháen hafi kveikt
þessa hugmynd,“ sagði
Friðrik Ólafsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, í sam-
tali við GULU PRESSUNA
en Friðrik hefur fengið
Böðvar Bragason, lög-
reglustjóra í Reykjavík, til
liðs við sig til að tryggja
eðlileg þingstörf.
,,Við göngum út frá að ís-
lenskir þingmenn séu tilfinn-
ingaverur eins og stjórnmála-
menn yfirleitt. Þeim Iætur
best að vinna við svona að-
stæður," sagði Friðrik.
Það var um áttaleytið í
morgun sem lögreglumenn
umkringdu þinghúsið. Þá var
enginn þingmaður í húsinu
þrátt fyrir að stutt væri þang-
að til þingfundir ættu að hefj-
ast. Úm níuleytið voru hins
vegar allir þingmennirnir
mættir og neituðu að yfirgefa
húsið.
,,0kkur hefur bara verið
sagt að standa hérna," sagði
Sigtryggur Daníelsson varð-
stjóri í samtali við GULU
PRESSUNA. „Það stendur
ekki til að ráðast til inngöngu
eða neitt slíkt."
„Árangurinn er þegar byrj-
aður að skila sér,“ sagði Frið-
rik Ólafsson. „Nú þegar hafa
verið afgreidd átta frumvörp
sem voru búin að velkjast um
í þinginu í marga mánuði.
Þau höfðu ekki fengist af-
greidd vegna fjarveru þing-
manna og ráðherra. Nú eru
allir i húsinu og það er rífandi
gangur."
Eftir að lögreglan umkringdi þinghúsið hafa þingmenn streymt
til vinnu sinnar. Tömir salir heyra sögunni til.
Jóhannes Nordal
kynnir útgáfu
alfræðiorðabokar
i gær.
SEÐLABANKINN GEFUR
ÚT ALFRÆÐIORÐABÓK
Reykjavík, 17. janúar
„Bankinn hefur áður
tekið þátt í ýmiss konar
menningarstarfsemi. Má
þar nefna kaup á Skarðs-
bók. Auk þess hefur bank-
inn vanalega reynt að
kaupa góða íslenska
myndlist tii gjafa handa
helstu starfsmönnum á
stórafmælum,“ sagði Jó-
hannes Nordal seðla-
bankastjóri á blaða-
mannafundi í gær þegar
kynnt var fyrirhuguð út-
gáfa bankans á alfræði-
orðabók.
Aðspurður um hvort sú
staðreynd að Jóhannesar er
ekki getið í nýrri alfræðiorða-
bók Arnar og Örlygs hefði
eitthvað með ákvörðun
bankans að gera kvað Jó-
hannes það af og frá.
„Eg hef ekki einu sinni séð
þessa bók," sagði Jóhannes.
„Mér dytti ekki einu sinni í
hug að opna hana, hvað þá
meira."
Lamadýr
send á Hérad
Eg er alveg
viss um að það
má rækta
þetta
— segir Kári
Traustason
ráðunautur
Egilsstöðum, 16. janúar
„Við erum ekki alveg
vissir um hvernig á að
meðhöndla svona dýr en
hitt er næsta víst að það
má rækta þetta," sagði
Kári Traustason, ráðu-
nautur á Héraði, í samtali
við GULU PRESSUNA en
Páll Jörundsson, bóndi á
Grund, fékk send lamadýr
fyrir misskilning þegar
hann hugðist panta silf-
urrefi frá Danmörku.
Eins og fram hefur komið í
GULU PRESSUNNI er þetta
ekki í fyrsta skipti sem mis-
skilningur hefur komið upp á
Páll Jörundsson meö lama-
dýrin sem hann fékk frá Dan-
mörku.
milli Búnaðarfélags íslands
og dönsku umboðsskrifstof-
unnar. íslenskir bændur hafa
þannig fengið senda fíla, nas-
hyrninga, sporðdreka og pá-
fugla í stað refa, minka og
kanína.
„Aðalatriðið er að reyna að
gera sem best úr þessu öllu,"
sagði Kári. „Þetta verður
kannski til þess að við finnum
einhver dýr sem henta vel til
ræktunar. Til þess þurfum við
að reyna ýmislegt nýtt. Þeir
fiska sem róa."