Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 21
21 LISTAPÓSTURINN Helena Jóhannsdóttir ballettdansari á dansi undanfarió Mikill ,,Þad hefur verid mikill áhugi á dansi ad undanförnu og ég vona ad sá áhugi skili sér inn í ballettinn og á sýningar," sagöi Helena Jóhanns- dóttir ballettdansari er hún var spurö hvort mikill áhugi vœri á ball- ett á íslandi. Helena dansar hlut- perk nöfnu sinnar í Draumi á Jóns- messunótt sem Islenski dansflokk- urinn frumsýnir á sunnudaginn. Ballettinn er byggður á sam- nefndu leikriti eftir William Shake- speare, saminn við tónlist eftir Felix Mendelsohn. Nýsjálenski danshöf- undurinn Gray Veredon kom hingað til lands í byrjun desember og setti upp sýninguna ásamt aðstoðar- manni. Gray samdi ballettinn upp- haflega fyrir Ballet de Lyon í Frakk- landi og var hann frumsýndur þar áhugi árið 1984. Síðan þá hefur Gray svið- sett ballettinn víða um heim. Sýn- ingin er mjög viðamikil og í henni taka þátt um 40 manns, dansarar úr íslenska dansflokknum, lausráðnir íslenskir dansarar, fjórir breskir sólódansarar, nemendur úr List- dansskóla Þjóðleikhússins, auk sex leikara úr Þjóðleikhúsinu. ÞAÐ ÞARF AÐ KYNNA BALLETTINN ,,Það þarf að kynna ballettinn bet- ur fyrir fólki á íslandi," segir Helena. „Áhuginn leynist víða en það er mikið til sami hópurinn sem sækir sýningar. Sem dæmi má taka að við fórum með kynningar í skóla í fyrra og fengum mjög jákvæð viðbrögð. Mér fannst mjög gefandi að vinna að þessari sýningu, Gray Veredon, höfundur verksins, kom hingað og setti upp sýninguna ásamt aðstoðar- manni og við vorum einnig með gesti, fjóra breska dansara og börn úr Listdansskóla Þjóðleikhússins, auk íslenskra leikara. Það er einn kosturinn við að starfa sem dansari á íslandi að maður fær tækifæri til að vinna með ólíku fólki sem kemur alls staðar að úr heiminum. Það er einnig ótvíræður kostur að meira reynir á hvern einstakling hér vegna þess hve við erum fá. Því mið- ur eru ókostirnir lika margir. Það eru fáar sýningar og það gerir fólki erfiðara fyrir að halda sér í því topp- formi sem það vildi gjarnan vera í. Ekki er heldur fjármagn til að gera hlutina jafnríflega og maður vildi gjarnan sjá. Það væri til dæmis gam- an að hafa hljómsveit í sýningum en tónlistina ekki á bandi eins og er til dæmis núna.“ NAUÐSYNLEGT AÐ FARA ÚT FYRIR LANDSTEINANA Hvaö hcfuröu veriö lengi meö dansflokknum og hvencer vaknaöi áhuginn á ballett? „Eg hef verið með íslenska dans- flokknum frá því að ég var átján ára og tekið þátt í flestum sýningum hans. Ég hef hins vegar æft ballett frá því að ég man eftir mér. Ég byrj- aði fyrst fimm ára gömul, missti svo áhugann en byrjaði aftur sjö ára hjá Eddu Scheving. Þaðan lá leiðin í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Ég hef einnig farið á nokkur sumar- námskeið erlendis, bæði í Köln og New York. Það er nauðsynlegt öll- um dönsurum að fara út fyrir land- steinana og sjá það besta sem gerist erlendis. Eg fann fyrir því úti að nemendur á mínum aldri voru komnir lengra en ég. Aðstæður eru ekki góðar hér til að ala upp dans- ara en það stendur sem betur fer til bóta. Nú er unnið að því að endur- skipuleggja Listdanskóla Þjóðleik- hússins frá grunni. Það er bæði ver- ið að herða kröfurnar og svo hafa bæst við nýir kennarar." UPP Á VON OG ÓVON Hugsaöir þú einhvern tíma um þaö aö starfa erlendis? ,,Já, ég gerði það. Ég fór nú samt ekki. Það er meira en að segja það þegar maður á fjölskyldu. Ég hefði kannski gert alvöru úr því ef ég hefði fengið einhver tilboð að utan. En ég hætti mér ekki út í óvissuna eins og málum er háttað." Eitthvaö aö lokum Helena? „Já, ég vil hvetja fólk til að koma og sjá sýninguna. Það er mikill metnaður og mikil vinna sem liggur að baki henni. Það hefur sýnt sig að meiri áhugi er á klassískum verkum og við höfum reynt að mæta því, ég vona að það skili sér í aðsókn." Leiksoppar í Nemendaleik- húsinu Fjórði bekkur Leiklistarskóla íslands frumsýnir í Nemenda- leikhúsinu hinn 18. janúar leik- ritið Leiksoppa eftir ungt banda- rískt leikskáld að nafni CRAIC LUCAS. Verkið, sem tekur tvo tíma í flutningi, gerist í Banda- ríkjum nútímans.og lýsir á grát- broslegan hátt písiargöngu Rak- elar Fitsimons gegnum lífið, allt frá aðfangadegi og jólasveinum til sálfræðinga og sjónvarps- manna. HALLDÓR E. LAXNESS leikstýrir verkinu en hallgrím- UR HELGASON þýddi það fyrir Nemendaleikhúsið. Ljódatón- leikar GUÐBJÖRN GUÐBJÖRNSSON tenórsöngvari og jónas INGI- MUNDARSON píanóleikari halda Ijóðatónleika í safnaðarheimil- inu á Akranesi næstkomandi þriðjudagskvöld, 22. janúar. Þeir munu flytja sönglög eftir Beet- hoven, Respighi, Schubert og Strauss. Guðbjörn starfar við óperuna í Kiel en hann stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni og lauk burtfararprófi hérlendis. Síðan dvaldi hann í Berlín í tvö ár og sótti tíma hjá HANNE-LORE KUHSE Og Var loks á námssamningi við óperu í Sviss.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.