Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 13
/ FIMMTUDACiUR PRESSAN 17 JANÚAR 1991 i:í Sanitas NÝJAR KROHIR FMIBJI Idja, félusi uerksmidjufólks á Akureyri, hefur farid fram ú löf’tak í verksmidju Vik- int’-bruí’i’s ú Akureyri. Þad er í’ert uei’na uani’reicldra fé- lagsgjalda, lífeyrissjóds- gjalda os> gjalda í orlofssjód, twples>a 1,5 milljónir króna. í das’, edu allra næstu dai’u, er uö uœntu annars máls frá Idju, þá ekki s>egn Vik- ing-brus>s>i eins og í fyrra mál- inu heldur s’et’rt Sanitas hf. os> sá krafa uerdur um tuöfalt hœrri en krafan sem er í s’ani’i nú os> er til komin uegna sörnu gjuldu. Búið er aö skipa tvo mats- menn, Ragnur Steinbergsson hæstaréttarlögmann og Ad- alstein Júlíusson tæknifræð- ing. Þeim hefur verið falið að meta hvort verksmiðjuhúsið að Norðurgötu 57 á Akureyri standi undir lögtakinu. Hætt er við að svo verði ekki þar sem áhvílandi skuldir eru meira en tvöfalt hærri en brunabótamat hússins. Ef Páli G. Jónssyni tekst ekki að benda á aðra eign fyrir lög- takið þýðir það gjaldþrota- Björn Önundarson trvqqinqavfirlækn ir Svarap ekki Trvggingaráði Trygt>int>arád óskadi eftir þuí á fundi í desember að Björn Önundarson, trygg- ingayfirlœknir hjá Trygg- ingastofnun, gerði ráðinu grein fyrir umfangi auka- uinnu sem hann vinnur fyrir tryggingafélögin. I nokkur ár hefur Björn séð um að fram- kuœma örorkumat. Hann fær 20 þúsund krónur fyrir huert mat. Björn hefur skrif- að Tryggingaráði uegna óska ráðsins. „Það er spurning huort suarið er fullnœgjandi," sagði Bolli Héðinsson, formaður Tryggingaráðs, þegar hann var spurður hvort Björn Ön- undarson tryggingayfirlækn- ir væri búinn að svara Trygg- ingaráði. Er það rétt að Björn hafi suarað þuí til að þessi uinna sé unnin utan uinnutíma og hann telji sig þess vegna ekki þurfa að suara Trygginga- ráði? „Ég get hvorki staðfest það né neitað. Þetta er bréf sem hefur farið til Tryggingaráðs og ég sé ekki ástæðu til að ræða um við fjölmiðla." Er þau suör sem Björn hef- ur gefið fullnœgjandi? „Nei. Alls ekki. Það er unn- ið í málinu áfram." Munt þú, eða Trygginga- ráð, leita beint til tryggingafé- laganna til að fá fram það sem Björn vill ekki svara? „Það er verið að skoða alla möguleika." Er það rétt að trygginga- ráðuneytið hafi fengið vitn- eskju um gang málsins? Eins langar mig til að spyrja huort vitneskja um aukauinnu Björns hafi legið fyrir mjög lengi en ekkert verið aðhafst fyrr enn í lok síðasta árs? „Afrit þessara bréfa hefur borist til ráðuneytisins. Um þetta hefur verið vitað lengi en það var ekki fyrr en í nóv- ember að eitthvað var gert í þessu af alvöru." Er grunur um að Björn hafi brotið af sér í starfi sínu sem tryggingayfirlœknir? „Þetta er ekki gert þess vegna, heldur viljum við fá staðfestingu á umfangi þess- ara starfa. Auðvitað getur stofnunin haft þetta fyrir sér- tekjur." Nú þykist ég uita að Björn hafi fullyrt aö þessi aukastörf séu unnin utan uenjulegs uinnutíma. Einniger mérsagt að það sé ekki rétt. Ef suo er nýtir hann uœntanlega starfs- aðstöðu sína og vinnutíma uið þessi störf og er hann þá ekki um leið að brjóta af sér í starfi? „Ég held að opinberum starfsmönnum sé það ekki heimilt. Ég get þó ekki fullyrt neitt um það.“ Ætlar Tryggingaráð að halda þessu máli áfram eða láta hér við sitja? „Það verður reynt að kafa til botns í þessu máli," sagði Bolli Héðinsson, formaður Tryggingaráðs. Áður hefur komið fram i PRESSUNNI að Björn metur örorku 150 til 500 einstakl- inga á ári. Samkvæmt því er hugsanlegt að Björn háfi allt að 10 milljónum í tekjur á ári fyrir þessa aukavinnu sína. Þar sem hann hefur neitað að svara Tryggingaráði er ekki hægt að reikna með endan- legum svörum um umfang vinnunnar, hvar hún er unnin og á hvaða tímum fyrr en Tryggingaráð verður sér úti um svör með öðrum hætti. meðferð Viking-bruggs. Siðustu vikur liðins árs var í gangi sérstakur samningur. Hann var á þá leið að rétt um helmingur af allri bjórsölu fyrirtækisins rann til bæjar- fógetaembættisins á Akur- eyri. ÁTVR greiddi pening- ana inn á reikning í Islands- banka og þaðan fóru aurarnir til fógetans. Þetta fékk PRESSAN staðfest hjá bæjar- fógetanum á Akureyri. Nú þegar verksmiðjan hef- ur verið innsigluð koma pen- ingar ekki lengur frá ÁTVR og því rennur ekkert til fóg- eta. Þær skuldir sem leiddu til lokunarinnar eru ekki um- semjanlegar, þær verður að greiða með peningum og engu öðru. Engin teikn eru á lofti sem benda til þess að Páli takist að fá innsiglið rofið næstu daga. „Það er greinilegt að Vik- ing-brugg missir viðskipti á hverjum degi. Ég get ekki séð að þeir kráaeigendur sem eru með bjór frá verksmiðjunni geti liðiö þetta ástand. Þeir hljóta að skipta yfir í aðrar tegundir. Það versta sem kemur fyrir okkur er að missa hillupláss. Nú íæst bjór- inn ekki og það á eftir að verða fyrirtækinu dýrt,“ sagði iðnrekandi við PRESS- UNA. Sdlheimablaðið hemur ekki úi Nú er Ijóst að ekkert ueröur af útgáfu afmœlisblaðs Sól- heima í Grímsnesi. Búið uar að semja uið Svein M. Sveins- son í Erjálsum markaöi um útgáfu blaðsins. Það fyrirtæki er gjaldþrota og Sveinn hefur tilkynnt að hann geti ekki staðið við samning um útgáfu blaðsins þrátt fyrir að hann sé búinn að fá talsvert af auglýsingum, sem hann hafði selt í blaðið, greitt. „Við vitum ekki hversu mikið Sveinn var búinn að fá greitt. Okkur vantar yfirlit yf- ir það og þess vegna veit ég ekkert um greiðslur til Sveins," sagði Olafur Mogen- sen, forstöðumaður Sól- heima. Bílaleiqa Akurevrar Mínus 40 þúsimd / 11. maí 1990 uar búið að aka bíl í eigu Bílaleigu Akur- eyrar 83.189 kílómetra. 12. júní 1990, eða einum mánuði síðar, uar búið að aka sama bíl 45.779 kílómetra, eða um 40 þúsund kílómetrum minna. Þetta kemur fram í bensín- og smurbók sem fylg- ir umrœddum bíl. Við lestur bókarinnar kem- ur í ljós að 12. júní 1990 hafði bílnum verið ekið 85.779 kílómetra en sama dag er einnig fært í bókina að búið sé að aka bílnum 45.779 kíló- metra eða réttum 40 þúsund kílómetrum minna. Þann dag var bíllinn greini- lega til viðgerðar. Það var skipt um legu hægra megin ii i • .nn oui *vjuivir\M að framan, smurt í iegu vinstra megin að framan, unnið við bremsuklossa, ventlastillt, skipt um kerti og loftsíu. Þá var sett gúmmí í dempara, unnið við innilæs- ingu, mótorinn var hreinsað- ur, ný ventlalokspakkning var sett í bilinn og smurt í hjól aftan við öxla báðum megin. Auk alls þessa breyttist akst- ursmælirinn um 40 þúsund kílómetra. Eftir þennan dag eru allar færslur í akstursbókinni mið- aðar við hina nýju tölu á akst- ursmælinum. Umræddur bíll er af gerðinni MMC PAJERO SEMI ROOF. Bíllinn ber núm- erið LG-058 og er brúnsans- eraður. Páll i Polaris. Viking-brugg i gjaldþrotameðferð. Takist Páli ekki að benda á aðra eign fyrir lögtak þýðir það gjaldþrota- meðferð Viking- bruggs. i, mamma, systkini og fjölskylduvinir eru meðeigendur Eigendur hins nýja uerð- bréfafyrirtœkis, Handsals, eru sautján. Enn er eftir að selja 15 milljónir til óstofnaðs félags. Stœrsti einstaki hlut- hafinn eru hjónin Sigurður Helgason og Unnur H. Ein- arsdóttir en þau eru foreldrar Eddu Helgason sem mun ueita fyrirtœkinu forstöðu. Þá eru systkini Eddu einnig með- al hluthafa. Meðal annarra hluthafa má nefna Rolf Johansen, Arna Gestsson í Globus, Ármann Örn Ármannsson í Ármanns- felli, bræðurna Ágúst og Suein Valfells en þeir eru nán- ir vinir Sigurðar Helgasonar. Þá á Jóhannes Markússon, fyrrum flugstjóri, stóran hlut í fyrirtækinu. Lífeyrissjóður Austurlands á fimm milljónir í Handsali. Allt hlutafé, 54 milljónir króna, verður greitt inn með peningum að undanskilinni einni milljón sem Edda hefur greitt með vinnuframlagi. At- hygli hefur vakið að Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, er meðal stjórnarmanna í Handsali. Öll önnur verðabréfafyrirtæki hér á landi eru aðilar að Verslunarráðinu. Páll í Polaris Húsi bjargað undan hamrinum Þriðju og síðustu sölu á Hjallahrauni 2 I Hafnarfirði, sem er eign Polaris hí, uar af- stýrt á siðustu stundu. Upp- boðið átti að fara fram 9. janúar. Nokkrum dögum áður en til uppboðsins átti að koma tókst Þorsteini Steingrímssyni fasteignasala að gera upp við kröfuhafa og koma í veg fyrir að húsið færi á uppboð. Ekki var þó gert upp við alla með peningum. Við nokkra var samið. íslands- banki, sem var meðal þeirra sem höfðu krafist nauðungar- uppboðs, féll frá sinni kröfu. Þegar búið var að afstýra uppboðinu endurvakti bank- inn kröfu sína. Húsið er því aftur komið í uppboðsmeð- ferð. Fyrsta sala hefur verið ákveðin 26. apríl. Edda Helgason í Handsali UNDIR XINNI Ólafur EgHsson, sendiherra í Moskvu — Af hverju mættir þú ekki é fundinn með Boris Jeltsin eins og aðrir sendi- herrar Norðurlanda- þjóðanna i Moskvu? „Það er von að menn hafi tekið eftir því. Það sem gerðist var að undir kvöld i gærkvöldi (þriðju- dagskvöld) hringdi sænski sendiherrann til mín og sagði mér að þessi fundur hefði átt sér stað. Sjálfur hefði hann haft hug á að ná fundi Jeltsíns og þetta hefði síðan þróast upp 8 7 að verða fundur með fleiri norrærium sendi- mönnum en þvi miður hefði láðst að láta mig vita. Þetta afsakaði hann við mig.‘‘ — Það voru þá Sví- ar sem boðuðu til fundarins og gleymdu að láta okk- ur vita? „Til fundarins var boðað með stuttum fyrirvara og mönnum láðist að láta mig vita. Þetta er málið." — Geröu Sviar til- raun til að hafa sam- band við íslenska sendiráðið eða gleymdu þeir þvi bara alveg? „Eg veit ekki ná- kvæmlega hvernig það var." — Ætlar þú að fara fram á nákvæmar skýringar á því? „Ég heldað úrþvi að sænski sendiherrann hefur gefið þessar skýringar þá sé þetta ekki mál til meiriháttar rannsóknar." — Það tókst hins vegar að láta alla hina sendiherrana vita. „Já, þeir voru þarna allir fjórir." — Sættir utanríkis- ráðuneytið sig við þessar skýringar? „ Þeir sætta sig alveg við þessar skýringar enda upplýsa þær málið að fullu." — Þegar útskýring- ar Svía komu fylgdi þá eitthvað sem mætti kalla afsökun- arbeiðni? „Ég veit ekki hvað þú vilt búa það i hátið- legan búning en hann bar fram sína afsökun vegna þessara mis- taka.“ Athygli hefur vakid að islenski sendiherrann i Moskvu, Ólafur Egilsson, mætti ekki á fund med Boris Jeltsin, forseta Rússlands, á þridjudaginn. Sendiherrar hinna Nordurlandanna mættu á fund- inn en þar var rætt um málefni Eystrasaltsþjódanna. Íraíöf i ftiíbhie (frifiú

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.