Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 9
________FIMMTUDAGlll l'HI 1 1 1111 1 1111_
RINNFEKK
Síöastliöiö haust fór stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna þess á leit viö ríkisendurskoöun aö hún endurmæti eignar-
liði sjóösins til þess aö fá meðal annars úr því skoriö hve stór hluti lánanna væri í raun styrkir.
BORGAR SIG FYRIR EINSTÆÐA
FORELDRA AÐ FARA í NÁM
í lánsjóðunum á hinum Norður-
löndunum er ekki tekið tillit til fé-
lagslegra aðstæðna fólks þegar láns-
upphæðin er ákveðin. Þar er það
talið nægja að félagslegur mismun-
ur sé leiðréttur í skattakerfinu. Það
sé óþarfi að gera það oftar en einu
sinni.
Þetta íslenska kerfi verður enn
sérstæðara þegar kemur að ein-
stæðum foreldrum. Aðstöðumunur
þeirra og annarra foreldra er nefni-
lega bættur hjá Tryggingastofnun,
Dagvistun, í skattakerfinu og hjá
lánasjóðnum.
Einstætt foreldri með tvö börn og
í námi fær því hærri námslán, hærri
endurgreiðslur úr skattkerfinu og
þarf að borga lægri dagvistunar-
gjöld, auk þess sem það fær meðlag
og mæðra- eða feðralaun með barni
sínu.
Þegar þetta allt er lagt saman
kemur í ljós að ráðstöfunartekjur
þessa foreldris eru um þriðjungi
hærri en hjóna með miðlungstekjur
og með sama barnafjölda. Ef gengið
er út frá meðallaunum þá jafngildir
þessi munur um 600 þúsund krón-
um á ári fyrir fjölskylduna úti á
vinnumarkaðinum.
Ef einstæðir foreldrar í vinnu og
námi eru bornir saman kemur einn-
ig fram umtalsverður munur, skóla-
fólkinu í hag. í raun má segja að það
borgi sig fyrir þá einstæðu foreldra
sem eru með minna en 150 þúsund
krónur á mánuði að fara í skóla og
taka námslán.
SVINDLAÐ Á LÁNASJÓÐNUM
Þetta allt saman; reglur um endur-
greiðslu, vaxtaleysi og tiltölulega há
framfærslulán, gera það að verkum
að námsmenn finna ekki fyrir
neinni hvatningu að taka sem
minnst að láni heldur þvert á móti.
Margt í reglum sjóðsins býður einn-
ig upp á hálfgert svindl.
Þannig er mjög algengt að fólk í
foreldrahúsum skili umsókn til
sjóðsins þar sem kemur fram að það
leigi úti í bæ. Með því hækkar það
lánin um 27 þúsund á mánuði eða
um tæplega 250 þúsund á ári. Einn-
ig hefur komið í ljós að þegar reglur
um atvinnutekjur námsmanna hafa
verið hertar til skerðingar á lánum
þá lækka tekjur þeirra á móti. Ann-
að hvort vinna þeir einfaldlega
minna eða vinna þá frekar svarta
vinnu.
STJÓRN SJÓÐSINS VILL VITA
HVORT HANN ER GJALDÞROTA
Síðastliðið haust fór stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna þess á
leit við ríkisendurskoðun að hún
endurmæti eignarliði sjóðsins til
þess að fá meðal annars úr því skor-
ið hve stór hluti lánanna væri i raun
styrkir. Enn hefur engin skýrsla
komið frá ríkisendurskoðun en Sig-
urður Þórðarson vararíkisendur-
skoðandi sagði í samtali við PRESS-
UNA að vinna við hana væri langt
komin. Hennar væri því að vænta.
Þrátt fyrir margar skýrslur um
sjóðinn á undanförnum árum hefur
ekkert mat verið lagt á stöðu hans;
hversu mikið skattborgarar þurfa að
greiða með honum á næstu árum
eða hvort hann sé í raun gjaldþrota
eins og húsnæðissjóðirnir, lífeyris-
sjóðirnir og fleiri undirstöður ís-
lenska velferðarkerfisins. Mat
manna sem PRESSAN ræddi við var
misjafnt. Sumir sögðu að sjóðurinn
yrði gjaldþrota eftir 10 til 20 ár. Aðr-
ir sögðu að sjóðurinn væri þegar
orðinn það. Það ætti bara eftir að
reikna það út svo það lægi fyrir
svart á hvítu.
En eins og um hina gjaldþrota
sjóðina þá ganga lántakendur,
starfsmenn og stjórnvöld enn um
sjóðinn eins og hann sé traustur
bakhjarl velferðarkerfisins og eigi
meira en nóg aflögu.
Gunnar Smári Egilsson og Friðrik Þór
Guðmundsson
9
IFyrir skömmu hætti Þráinn
Bertelsson kvikmyndaleikstjóri út-
gáfu á grínblaðinu Gleðitíðindum
og nú heyrist að Þrá-
inn hafi gefið annað
útgáfufóstur frá sér.
Sámkvæmt samn-
ingi við Landssam-
band hestamanna
gaf hann út blaðið
Hesturinn okkar og
átti hann eftir sex mánuði þegar nýr
útgefandi tók við, Gunnar Gunn-
arsson rithöfundur . . .
u
m miðjan febrúar hefjast úr-
slit í hinni árlegu spurningakeppni
framhaldsskólanna í sjónvarpi.
Dómari að þessu
Kl^| Rpgnheiður Erla
- nokkrum árum í sig-
ursælu liði Reykjavíkur í spurninga-
keppni Ómars Ragnarssonar. Spyrill
í þáttunum verður útvarpsmaður-
inn Stefán Jón Hafstein, einn
hraðmæltasti maður íslands, ef
marka má frammistöðu hans í þjóð-
arsálinni á Rás 2 . . .
l^lýiega afréð Davíð Aðal-
steinsson að víkja úr sæti sínu á
lista Framsóknarflokksins í Vestur-
landskjördæmi, til
að draga úr hreppa-
rígnum. Nú heyrum
við að varamaður
Eiðs Guðnasonar
hjá krötum kjör-
dæmisins, Sveinn
G. Hálfdánarson,
sem í prófkjöri lækkaði niður í
þriðja sæti, vilji gefa það sæti eftir
og telji heppilegt fyrir flokkinn að
víkja fyrir kvenmanni af landsvæði
sem telur sig afskipt. Mun hann hafa
boðist til að víkja fyrir Guðrúnu
Konný Pálmadóttur oddvita í Búð-
ardal. Það fylgir sögunni að Sveinn
sé alls ekki að draga sig í hlé frá pól-
itíkinni, heldur ætli að nýta tímann
vel fram að næstu kosningum . . .
A
sama fundi utvarpsraðs
fannst Ástu Ragnheiði Jóhannes-
dóttur, sem einnig situr fyrir fram-
sóknarmenn í ráðinu, að ástæða
væri til að gagnrýna Ólaf Sigurðs-
son fréttamann fyrir stjórn hans á
umræðuþætti um Persaflóastríðið. í
framhaldi af því var áréttað að ein-
ungis reyndir fréttamenn væru
fengnir til að segja frá Persaflóa-
stríðinu . . .
II
■ Hugmyndir um aukna notkun
á Eurosport hafa komið fram í út-
varpsráði. íslenska ríkisútvarpið er
einmitt einn af eignaraðilum Euro-
sports, sem er í eigu samtaka evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, og þykir
ýmsum tímabært að fara að nýta
þessa stöð betur. Það mun hafa ver-
ið Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri sem orðaði slíkar hug-
myndir en innan útvarpsráðs komu
strax fram efasemdir um að slíkt
myndi minnka hlut íslensks íþrótta-
efnis...