Pressan - 31.01.1991, Síða 18

Pressan - 31.01.1991, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 bestft verst klsddu konur andsins „Gullkjóllinn einu mistökin," segir Heiðar Jónsson, en klæðnaður Vigdísar er næst þvi að vera fullkominn. Hefur stórbætt klæðaburð sinn. Ber af á Alþingi og heldur sín- um sessi sem ein af best klæddu konum landsins. Ljómandi þrátt fyrir dökkan stíl. Fyrrum sýningarstúlka, en nú í hópi þeirra best klæddu vegna eigin smekks. Nostrið skiiar henni inn á list- ann. ,,Það er svo skrítið með íslenskar konur að það þyrfti að hafa svo margar á báðum listum, samanber Bryndísi Schram, sem hefur stór- kostlegan stíl, en getur verið út í hött sem ut- anríkisráðherrafrú,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir, einn fimm dómnefndarmanna sem PRESSAN fékk til að velja 10 best og verst klæddu konur landsins. Þeir sem tóku að sér þetta vandasama verk ásamt Heiðari voru Marta Bjarnadóttir kaup- maður í Evu/Gallerí, Vilborg Einarsdóttir blaðamaður á Daglegu lífi, sérblaði Morgun- blaðsins, Páll Stefánsson ljósmyndari og Sævar Karl Ólason kaupmaður. Hver dómnefndarmaður vann sjálfstætt og skilaði inn lista til ritstjórnar. Par voru stigin tekin saman og fengin út röð þeirra 10 best og verst klæddu. „Ég verð að vera alveg voða- lega gamaldags: Mér finnst ægilegt að sjá þessa ungu fal- legu stúlku með gullröddina. Ég fæ alltaf sár á augnhimn- urnar þegar ég sé útganginn á henni," segir Heiðar Jónsson snyrtir. Páll Marta Heiðar Vilborg Sævar Karl 1. Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands. „Næstum fullkomin, en mætti laga hárgreiðsluna betur. Klæðir sig ávallt við hæfi. I einu orði sagt: Smekkleg." Vigdís skar sig algjöriega úr, var í einu af þremur efstu sætunum hjá öllum dómnefndarmönn- um. 2. Salóme Þorkels- dóttir, alþingismaður. „Best klædda konan á þingi. Ber þar af. Klæðir sig í samræmi við starf og stöðu. Mjög hugguleg, en svolítið stöðnuð. Má stundum passa sig á að vera ekki of unglega klædd.“ Eins og sniðin inn i Clöru, sagði einn dómnefndar- manna. 3. Brynja Nordquist, flugfreyja. „Sú eina á íslandi sem er smart á heimsmæli- kvarða,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir og Marta Bjarnadóttir tekur undir það: „Alltaf klædd sam- kvæmt nýjustu tísku." 4. Kristín Jóhannes- dóttir, kvikmynda- geröarmaöur. „Hún er klassísk. Sér- staklega smekkleg." Tveir dómnefndarmanna settu Kristínu í 1.—3. sæti. 5. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent og fyrrum þingkona „Kemur sérstaklega á óvart hvað hún er fljót að finna sig. Fyrir stuttu var hún hinum megin," segir Heiðar Jónsson. „Fínleg og kvenleg," segir Sævar Karl. Fjórir dómnefndar- menn töldu hana í hópi 10 best klæddu. 6. Bera Nordal, list- fræðingur. „Alltaf með heildar- myndina á hreinu, en mætti stundum vera líf- legri. Kann mjög vel að klæða sína „týpu“.“ Þrátt fyrir dökkan stíl nær Bera 6. sætinu með glans. 7. Svala Lárusdóttir, í Gallerí Nýhöfn. „Hún hefur eigin stíl og eyðir greinilega tíma í að hugsa um útlitið. Færi ekki út á götu með rúllur í hár- inu.“ 8. Elín Hirst, frétta- maður. „Alltaf til fyrirmyndar í vinnunni. Pottþétt í lita- samsetningu." Vilborg Einarsdóttir segir Elínu þann fréttamann sem virðist spá mest í hvað fari vel á skjánum. Tvær stöll- ur Elínar eru á listanum yf- ir 10 verst klæddu konurn- ar. 9. Björk Guðmunds- dóttir, söngkona. „Djörf." Sú umdeildasta þegar klæðnaðurinn er Best klædda listakonan. Eina sjónvarpskonan i hópi þeirra best klæddu. annars vegar. Bæði í hópi best og verst klæddu kvenna landsins. 10. Guðrún Ingólfs- dóttir, kaupmaður í Clöru. „Bregst aldrei. Kominn tími til að fólk taki eftir henni." Í nólœgð þeirra best klaeddu Alls fengu 33 konur at- kvæði í valinu á 10 best klæddu konunum. Nokkrar voru nálægt því að komast inn á listann: Bryndís Schram, sem lenti í þriðja sæti á listanum yfir verst klæddu konurnar, Edda Guðmundsdóttir for- sætisráðherrafrú, (gerir aldrei mistök, en mætti vera djarfari), Ebba Sig- urðardóttir biskupsfrú (kona sem passar í rull- una), Ólöf Pétursdóttir settur borgardómari (einfaldur en vandaður fatnaður), Ingrid Hall- dórsson stórkaupmað- ur (glerfín og sést langar leiðir), Stefanía Dáv- ídsdóttir eiginkona Davíðs Sigfússonar í Heklu (klæðnaður er nánast óaðfinnanlegur við öll tækifæri), As- hildur Haraldsdóttir fiautuleikari_ (spenn- andi), og Árný Guð- johnsen eiginkona Stef- áns Guöjohnsen í Rafís (smekkleg og velur vönduð föt).

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.