Pressan - 31.01.1991, Page 21

Pressan - 31.01.1991, Page 21
LISTAPOSTURINN Elías Mar rithöfundur Ljód verdur til í hvert skipti sem þad er lesið „Þaö var nú frekar reynt að þegja um þennan atburð á sínum tíma enda skammaðist maður sin fyrir hvað Sovétrikin voru kjánaleg." ,, Það lók mig sex eda sjö ár ad skrifa Sóleyjarsögu á sín- um tíma. Öll sú uinna fór meira og minna fram í frí- stundum. Þegar því uar lokid var ég þreytturþ segir Eltas Mar en ftann ftefur nýlega sent frá sér Ijódabókina Hinu- megin við sólskinið. A þessu ári eru liðin 45 ár frá því að Elías sendi frá sér fyrstu bók sína, skáldsöguna Eftir ör- stuttan leik en hán kom út ár- ið 1946. Eltas varð einna þekktastur fyrir skáldsögurn- ar Vögguvísu (1950) ogSóleyj- arsögu (1954—59). Sóleyjar- saga kom út á tímum kalda striðsins og varð fórnarlamb þeirrar hrœsni sem giltiþegar flokkspólitískur mœlikvarði var notaður til að meta bók- menntalegt gildi skáldsagna. „Kommúnistum þótti Sóley of venjuleg stelpa þá átti al- þýðufólk að skara fram úr og hafa mjög afgerandi skoðan- ir. Ekki síður þótti þeim slæmt að Jón faðir hennar, sem var verkamaður, skyldi vera drykkjusjúkur og þó tók steininn úr að móðirin skyldi vera í sértrúarsöfnuði. Þeim þótti fjölskyldan vera hálf- gerðir aumingjar og að þetta gæfi niðrandi mynd af verka- fólki. Það birtist aldrei neinn rit- dómur um annað bindi sög- unnar í Þjóðviljanum og hef- ur ekki birst enn. Ég varð nú reyndar þeirrar frægðar að- njótandi að Vögguvísa var gefin út í Austur-Þýskalandi. Eg skrifaði forlaginu á sínum tíma og bað um að mér yrðu sendir ritdómar. Það var ekki gert. Hins vegar hitti ég þar ytra Þjóðverja sem höfðu les- ið bókina og létu vel af henni. Árni Bergmann, núverandi ritstjóri Þjóðviljans, þýddi Vögguvísu yfir á rússnesku 1960. Sú bók var komin í setningu þar þegar hún var stöðvuð fyrir að vera einum of „amerísk". Það var nú frek- ar reynt að þegja um þennan atburð á sínum tíma enda skammaðist maður sín fyrir hvað Sovétríkin voru kjána- leg. Seinna eða árið 1962 hitti ég í Berlín mann að nafni Bruno Kress. Hann fann Sól- eyjarsögu það til foráttu að hún væri sósíaldemókratísk og slík bók ætti ekkert erindi til Þýskalands. Ur herbúðum íhaldsins á íslandi heyrðust hins vegar háværar raddir um að bókin væri hreinrækt- aður kommúnismi og stór- hættuleg sem slík." Elías er laus við beiskju þegar hann ræðir um Sóleyj- arsögu og þær óréttmætu viðtökur sem hún hlaut. Hann er öllu heldur glettinn og neitar því algerlega að það hafi átt einhvern þátt í því að hann hefur ekki sent frá sér skáldsögu síðan: „Eins og það getur verið vanabindandi að skrifa er það vanabindandi að skrifa ekki. Borgun fyrir skriftirnar á þessum tíma var eftir dúk og disk. Einn liður í greiðsl- unni fyrir Sóleyjarsögu var að fá að búa „ókeypis" í húsnæði við Garðastræti sem Ragnar í Smára átti. Aðrar greiðslur voru reiddar af hendi í smá- skömmtum. Þetta fyrirkomu- lag var ekki beinlínis hvetj- andi. Ég fór að taka að mér þýðingar í auknum mæli og þýddi meðal annars Vonin blíð eftir William Heinesen. Það sigldu síðan æ fleiri þýð- ingar í kjölfarið og loks var mér boðin föst staða sem prófarkalesari á Þjóðviljan- um og þar starfa ég enn í dag. Það tekur gífurlegan tíma að Ijúka við skáldsögu og þessi 30 ár hafa einhvern veginn liðið. Kannski var ég ekki nógu mikill rithöfundur af hugsjón. Það gerðust margir merkilegir viðburðir í skáld- sagnaritun á þessum tíma og ég held að skáldsagan hafi ekki tapað miklu við að missa mig. Þegar það svo kemst upp í vana að taka ekki til við neitt stórt þjappar maður hugmyndum saman í annað form og þannig eru það ljóðin sem hafa tekið forystuna núna." Nú kom út eftir þig í sér- prenti smásaga sem fjallaði um Þórð Sigtryggsson. Sú saga tók fyrir samkynhneigð. Hún þótti bersögul og vakti hneykslun á sínum tíma. Hafði það einhver áhrif? „Já og nei, ég er ekki viss. En árið 1961 voru strikaðir 20 vinstri sinnaðir rithöfundar af listamannalaunum, þar á meðal ég. Þessir rithöfundar voru flestir teknir inn á launa- skrá aftur en ekki ég. Ég held að þessi smásaga um Þórö hafi spilað þar inn í. Það er undarlegt hvað hún fór víða. Hún var ekki prentuð nema í 150 eintökum. Þetta var mest til gamans gert. En hún Björk Guðmundsdóttir hef- ur undanfarið tekið upp hokkur lög á plötu með bresku hljómsveitinni 808 State. Hljómsveitin er vinsæl danshljómsveit sem dregur nafn sitt af Roland 808 trommuheilanum. Meðlimir sveitarinnar eru fjórir, þeir Martin Price, Graham Massey forritari og upptökustjóri og skífuþeytararnir Darren og Andy. Hljómsveitin annast sjálf allu hljóðritun, upptöku- stjórn og hljóðblöndun. Björk sagði í samtali við Listap- dreifðist samt furðu mikið og vakti fádæma hneykslun. Þórður var á lífi á þessum tíma og það sem ég hafði eftir honum var orðrétt. Þórður var um margt skemmtilegur og margbrotinn karakter. Hann hélt mikið upp á gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og hafði það meðal annars fyrir sið að vökva vanhirt leiði. Þórður var að mörgu leyti fyrirmyndin að organist- anum í Atómstöð Halldórs Laxness. Sagan um Þórð birt- ist í smásagnasafninu Það var nú þá, sem kom út árið 1986, og olli ekki sama írafári og fyrr, og er það dæmi um hvernig tímarnir breytast." Þú varst að senda frá þér ljóðabókina Hinumegin við sólskinið. Síðasta Ijóðabókin þín, Speglun, kom út árið 1977. Þarna líður langur tími á milli. Hvernig verða Ijóðin þín til? „Bókin er nú samin á mörg- um árum enda eru þau mörg ljóðskáldin sem yrkja meira óstinn að hún væri ekki að segja skilið við Sykurmolana. „Við fórum öll í frí í haust og sumir skrifuðu bækur, aðrir kenndu á hljóðfæri en ég söng með þessari hljómsveit inn á plötu. Hljómsveitin er instrumental en hefur fengið til sín gestasöngvara. Við er- um til dæmis tveir gesta- söngvarar á væntanlegri plötu. Ég og söngvarinn í New Order. Annars erum við í Sykurmolunum á fullu við æfingar fyrir næstu plötu." en ég og senda frá sér fleiri bækur. Það er eins meö Ijóðin mín og skáldsögurnar að á seinni árum hef ég fengið meiri athygli sém Ijóðskáld. Þessi bók hefur fengið mjög góðar viðtökur og ég er mjög ánægður með það. Það er svo skrítið með Ijóðagerð mína að það er eins og ég missi áhugann í langan tíma en svo komi hann aftur í köstum. Tónlist hefur haft mest áhrif á mig sem Ijóðskáld, meiri áhrif en jafnvel skáldskapur. Ég hlusta á margs konar tón- list. Það er svo sérstakt við Ijóð að það verður til í hvert skipti sem það er lesið. Les- andinn er í raun ekki síður höfundur Ijóðsins. Góður les- andi getur haft meiri nautn af Ijóðum en jafnvel höfundur- inn og það er stórkostlegt að hitta þannig fólk. Fólk sem hefur þessa hrífandi tilfinn- ingu fyrir Ijóðum. Ég held að slíkt fólk hljóti að vera skáld og ég ber ótakmarkaða virð- ingu fyrir því." Þóra Kristín Ásgeirsdóttir 808 State kemur til íslands og verður með tónleika í Lídó 8. og 9. febrúar og verður Björk sérstakur gestur á þeim. Hljómsveitin mun einnig ætla sér að nota ís- landsdvölina til að gera myndband við eitt lag Bjark- ar og 808 State. Það verður Oskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður sem stjórnar upptökum á myndbandinu. Óskar vann sér gott orð fyrir stuttmyndina Sérsveitina á sínum tíma. Meistarinn af fjölunum Sýningum á Ég er meistar- inn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er nú senn að Ijúka og eru síðustu forvöð fyrir áhugasama að sjá þessa sýningu sem hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Síð- asta sýning mun vera þann 19. febrúar og uppselt er á þá sýningu. Enn eru þó til miðar á sýningar fram að þeim degi. Ég er meistarinn var frumraun Hrafnhildar Haga- lín Guðmundsdóttur sem stundar nám í leikhúsfræðum í París. Hrafnhildur Hagalin Guð- mundsdóttir. Ættarmótiö Hafnaó í Reykjavík en sló í gegn á Akureyri Ættarmótið í uppfœrslu Leikfélags Akureyrar gengur betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Verkið er eftir Böðvar Guðmundsson. Hann hafði áður boðið baeði Leikfé- lagi Reykjavíkur og Þjóðleik- húsinu verkið en fékk afsvar á báðum stöðum. Vegna áhugaleysis reyk- vísku leikhúsanna bauð Böðvar Akureyringunum verkið endurgjaldslaust. Að- sóknin hefur verið með ein- dæmum og nú stefnir í vand- ræði meö sýningar þar sem æfingar á næsta verki eru langt komnar, en það er söng- leikurinn Kiss me Kate eða Kysstu mig Kata. Vegna þess hefur leikhúsfólk á Akureyri verið með aukasýningar á Ættarmótinu. Flestar hafa sýningarnar orðið fimm einu og sömu helgina. Böövar Guömundsson. Örlítiö hliöarhopp

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.