Pressan


Pressan - 31.01.1991, Qupperneq 22

Pressan - 31.01.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Sami fékk bók- menntaverðlaunin Bókmenntaverölaun Norö- urlandaráðs féllu í hlut sam- íska rithöfundarins Nils-As- lak Valker fyrir Ijóðasafniö Faöir minn sólin. Verölaunin nema 150.000 dönskum krónum og verða afhent á 58. þingi Norðurlandaráðs í lok næsta mánaöar. Af íslands hálfu voru tilnefnd verkin Hringsól eftir Álfrúnu Gunn- ursdóttur og Bréfbátarigning- in eftir Gyrdi Elíasson. INRl A föstudagskuöldiö uerda haldnir rokktónleikar í kjall- ara Keisarans sem nú heitir reyndar Skíðalandid. Þar komu fram hinar fjölbreytt- ustu rokkhljómsueitir og mú nefnu Dýrid gengur laust, kynuillinginn Ottarr Proppé og hljómsueitinu INRl. INRI er nú að leggja siðustu hönd á upptökur í Hljóðrita og hljóðverinu Sýrlandi. Sig- urbjörn Ingvarsson gítarleik- ari hljómsveitarinnar sagöi í samtali við Listapóstinn að um væri að ræða stóra plötu og hljómsveitin sjálf bæri all- an kostnað sem yrði ef vægt væri áætlað um hálf milljón króna. Hann sagði ennfrem- ur ,,Við spilum svokallað ný- bylgjurokk og semjum alla textana og lögin sjálfir. Við semjum yfirleitt lögin fyrst og síðan textana þannig að það myndist samræmi á milli. Textarnir okkar eru á ís- lensku, ensku og stundum slettum við spænsku og lat- ínu inn í allt eftir því hvað okkur finnst eiga við hverju sinni." Er mikil gróska í neðan- jarðarrokki núna? Einhver svona Rokk í Reykjavík fíling- ur? „Nei, ég get ekki sagt það. Það kom út spóla fyrir ekki svo löngu síðan sem heitir Strump og á henni er að finna allt sem er að gerast i bil- skúrsrokkinu. Ég er ekki viss um að það séu neitt færri grúppur en voru þá en fjöl- miðlar eiga sinn þátt og þeir sýna þessum hljómsveitum ekki áhuga. Ég hugsa að tím- arnir núna séu ekki ósvipaðir því þegar Brimkló var upp á sitt besta. Það er einhver lá- deyða yfir tónlistarlífinu. Annars er þetta væl í hljóm- sveitum oft mjög þreytandi því yfirleitt eru uppákomur fyrir hljómsveitir jafn margar og þær sjálfar eiga frum- kvæði að. Það er mjög þéttur kunningjahópur sem skipar þessar grúppur og þeir halda sig saman. Ég er starfsmaður í félagsmiðstöðinni Fellahelli og þar er ég að koma á lagg- irnar hljómsveit með strák- um sem sýndu þessu áhuga. Það er mikill áhugi hjá krökk- um fyrir lifandi flutningi en hann er eins og er meira í „standard" geiranum. Það er líka allt í lagi. Aðalatriðið ei að hafa gaman af þessu sjálf Kindabyssuhvellur Erkitýpan í íslenskum bíó- myndum og sjónuarpsleikrit- um er tuímælalaust sueita- lubbinn med haglabyssuna. Hann stendur ú hladinu med byssuna hladna, midar ú ad- komumenn og hleypir jafnuel af. En eitt hefur />ó ekki brugöist, hann hittir aldrei. ekki nema adra sueilalubba eins og sannadist í sjónuurps- leikritinu Steinbarni, reyk- uískum úhorfendum til mikils léttis. En huer er hann þessi uppáþrengjandi athyglissjúki sueitamaður sern getur tekið ú sig mtirg gerui en er samt alltaf eins? Er hann persónugervingur ótta borgarbarna viö dreif- býlið eða afleiðing af annars konar sálarflækjum? Er hann Bjartur í Sumarhúsum endur- borinn? Útsendari Tímans sem boöar frelsi og framfarir? ORAKAÐUR MEÐ SKIT UNDIR NÖGLUNUM Sú byggöastefna sem is- lenskar kvikmyndir boða get- ur varla vakið mikla kátínu í samkomuhúsum úti á landi eða hvað? Bjartur, eins og þessi þreytandi vágestur verður kallaöur hér, er und- antekningarlaust órakaöur með skít undir nöglunum. Hann er ýmist of feitur eða átakanlega mjór og á ein- livern hátt gróteskur. Annað er það sem aldrei bregst. Hann hefur ólæknandi horn í síðu þess fólks sem kemur úr borgum og bæjum og byrjar undantekningarlaust að hlaða byssuna ef mannaþefur blandast saman við hressandi fjósalyktina af bænum. Hann getur birst sem geðveikur og þroskaheftur (Skammdegi), sjálfstæður og stoltur en pínulítið klikkaður (Magnús), mannfjandsamlegur skip- brotsmaður úr fortíðinni (Steinbarn), strangur og kúg- andi faðir (Virkið), dóni og of- beldismaður (Oðal feðranna). Það er bara eitt sem yfirleitt ekki bregst. Þaö er að eigi sagan á einhvern hátt erindi upp í sveit þá er hann þar og oftar en ekki með kindabyss- una hlaðna. FREMUR FABREYTILEGT HVAÐ VARÐAR GLÆPASTARFSEMI „Boogie man" er fyrirbæri sem aðdáendur bandarískra hryllingsmynda þekkja mætavel. Þaö er ekki fjarri lagi að hugsa sér brjálaöa sveitamanninn Bjart sem ein- hvers konar íslenska útgáfu af honum. Honum er þá ætl- að að spila af fingrum fram á þau óljósu mörk sem eru á milli veruleika og ímyndana auk þess að spegla íslenskan veruleika og túlka með harm- rænum undirtóni þann mann sem stendur einn gegn öllum breytingum á tímum stöðugt örari tækniþróunar. En áhorf- endur vita að slíkt hefur ekki tekist. Bíóbjartur er ekki harmrænn, hann er ekki einu sinni spaugilegur hvað þá blanda af þessu tvennu. Hann er öllu heldur lang- þreytt lumma sem vitnar á harmrænan og spaugilegan hátt um ógöngur islenskra kvikmyndagerðarmanna sem þurfa jöfnum höndum að fullnægja amerískri spennu- þörf landsmanna í þjóðfélagi, sem er fremur fábreytilegt hvað varðar glæpastarfsemi, og framleiða listrænar mynd- ir. Síðast en ekki síst fjár- magna allt heila klabbið úr því sem næst tómum sjóðum. Útkoman: Hún er í mörgum tilfellum sannkallaður kinda- byssuhvellur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Vilji svo óheppilega til aó sveitamaðurinn sé ekki til staðar þegar söguþráðurinn þokast út fyrir borgarmörkin æsist leikurinn gjarnan og borgarbörnin tryllast, tala tungum og skjóta úr byssum á mann og annan eins og má vænta í jafn skuggalegu um- hverfi og islenskum afdölum IBlóðrautt sólarlag, Eins og skepnan deyr). Hrafn Gunn- laugsson leikstjóri Óðals feðr- anna sagði um þá mynd: „Við reynum að skyggnast á bak við þá rómantík sem er oftast breidd yfir sveitatífið." Það vill þvi verða niðurstað- an hvað sem Bióbjarti liður að þegar litið er til islenskrar kvikmyndagerðar sé sveitin mjög óhollur staður og æsi upp i fólki hinar verstu hvatir. LP LISTAPÓSTURINN Þeir eru brattir í Þjód- leikhúsinu Viðgerðum ú Þjóðleikhús- inu er nú serm lokið. Húsið uur rifið riiður í fokhell ústand og gerður ú þuí slór- felldar breytingar með lillili lil lagna sem uoru orðnur mjög lélegar og elduurna sem uoru ekki fullnœgjundi. Hljómsveitargryfjan var stækkuð og fækkað var um einar svalir þannig aö salur- inn hækkaði og er nú það brattur aö leikhúsgestir eiga ekki á hættu að horfa í hnakkann á næsta manni líkt og fyrir breytingarnar. Fyrsta sýning á stóra sviðinu eftir breytingarnar er fyrirhuguö 15. mars og verður frumsýn- ing á Pétri Gaut eftir Ibsen. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir og meðal leikara í sýningunni eru Arnar Jóns- son, Ingvar E. Sigurðsson, Bríet Héðinsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Guðrún S. Gísladótt- ir. Fast á eftir fylgja svo Söngva- seiður (Sound of Music) og barnaleikritiö Búkolla. Sýruhausar en ekki hip hopparar ,.Það er mikill úhugi fyrir grafítí (ueggjakroti) og einn hinna bestu heitir Einar Snorri," segja grafítí leiknar- arnir Hólmar Filipsson og Magnús Sueinn Helgason. ,, I grafítíuerkum er miðpunkl- urinn einhuer setning eðu orð. Utlendu gaurarnir byrj- uðu flestir að skrifa nöfn sín ú úberandi hútt í sínum uerk- um. Við byrjuðum hins uegar ú ufkúralegum skrumskœl- ingum ú orðum eins og til dœmis H.undu.r. Það sem maður raðar síðan í kringum orðið, sem getur verið hvað sem er, er fyrst og fremst til að draga orðið bet- ur fram. Grafítiverkin virka þá hálfpartinn eins og vöru- merki," segir Magnús og Hólmar bætir við. „I byrjum létum við okkur nægja að krota á veggina í skólanum og ýmis laus blöð. Við lékum okkur með stafi og skyggðum þá gjarnan þannig að það var líkt og þeir kæmu út úr veggj- unum." Strákarnir fóru báðir erlendis í sumar og telja það hafa orðið til þess að þeir fengu frekari áhuga. „Það var ekki fyrr en í sumar þegar við fórum til útlanda að við vissum eitthvað um grafítí og sáum alvöru verk. Grafítím- enningin og hip hop eru ná- tengd fyrirbæri, þetta tvennt varð til á sama tíma en við er- um nú ekki hip hopparar heldur sýruhausar," segja strákarnir hressir. „Lengi vel unnum við í undirgöngunum í Kópavogi ásamt fleirum og þeirra á meðal Guðmundi Rúnari sem er staðnaður og heldur að hann sé mjög frum- legur en er í raun og veru allt- af að gera sama hlutinn bara í mismunandi útgáfum. Við erum fimm saman í hóp. Það erum við tveir, Steinar og Benedikt auk meðlims sem vill ekki láta nafns síns getið en skrifar undir myndirnar sínar með nafninu Epli 3. Undirskriftanafn mitt er Spinx," segir Hólmar „en Magnúsar er Slikk." En eru allir jafn hrifnir af grafítílist? Ég heyrði húsmóð- ur í vesturbænum segja um daginn að þetta væri óþrifn- aður og hálfgerð skemmdar- verk: „Þetta eru ekki skemmdar- verk. Það er aldrei hægt að flokka list undir skemmdir. Við erum heldur ekkert að skapa list fyrir gamlar konur í vesturbænum. Það er alveg út í hött að þær séu að skipta sér nokkuð af þessu. Við er- um að lífga upp á auða veggi með fallegum litum og það er fyrst og fremst okkur sjálfum til gamans. Það er öruggt að það eru til einhverjar gamlar konur sem hafa gaman af öllu saman en það eru alltaf leið- indapúkarnir sem gera mest veður út af öllu. Okkur finnst að Reykjavík ætti að skreyta undirheimana hjá sér eins og Kópavogsbær. Við fórum reyndar til Davíðs fyrir kosn- ingar og hann tók vel í það og ætlaði að hafa samband við okkur aftur. Hann hefur ekki gert það og það sýnir hvað hann er lítið menningarlega sinnaður, ófrumlegur og hreint ekki maður orða sinna." En hvernig gengur hið dag- lega ltf grafítílistamannanna fyrir sig, eruð þið kannski að hugsa um að fást við myndlist í framtíðinni? „Við erum báðir í Mennta- skólanum við Sund og höfum mikinn áhuga á tónlist." Hólmar tekur það síðan fram að hann hafi sérstakan áhuga á danstónlist og þeir geri báð- ir mikið af því að „chilla". „Að „chilla" er að gera það sem maður er að gera þá stund- ina,“ segja báðir í einu og neita að útskýra það nánar. „Ég sé grafítílist sem leið til að víkka sjóndeildarhringinn og sjá sköpun í öðru Ijósi," segir Magnús og bætir við. „Það bannar mér síðan ekk- ert að verða bifvélavirki með þessa reynsiu." Hólmar segir að hann útiloki ekki að hann muni fara á myndlistarskóla. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt ennþá. Það má geta þess fyrir Guðmund Rúnar sem hefur áhuga á ættfræði og er frændi Errós að ég er kominn af Gunnari á Hlíðar- enda í beinan karllegg auk þess að vera skyldur George Bush. Magnús er síðan frændi Egils Skallagrímssonar." Magnús vill hér með koma að nýjum upplýsingum um ættir sínar. „Sveitirnar til forna voru hálfgerð genasúpa en ég hef samt heimildir fyrir því að ég sé af austurrískum keisaraættum." Eitthvað að lokum strákar? „Já, við viljum taka það fram að við eigum ekki sök- ótt við neinn. Einu sinni þeg- ar við læddumst út að nætur- lagi með spreybrúsana vor- um við hundeltir af lögregl- unni. Það var Ijótt af löggunni með tilliti þess að við vorum í raun sofandi í rúmum okkar en ekki úti að spreyja. Svo er- um við mjög hrifnir af James Brown og Oliver North og við erum þeirrar skoðunar að þeir sem eru ríkir og frægir eigi að sleppa auðveldlega við lögin en ekki að sitja við sama borð og hinn sauðsvarti almúgi i þeim efnum. Fyrir þá sem eru síðan áhugasamir um verkin okkar eru þau bestu í undirgöngunum á Miklubrautinni og víðar. Við viljum líka koma því að hvað við erum hundleiðir á að láta svíkja og pretta okkur um laun fyrir grafítívinnu sem við erum beðnir um að gera. Nafn Rokkskóga á vel við í því sambandi." Rokk og neöanjarðar ról

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.