Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
Það er líklega ákveðin
manndómsraun fólgin í
því að fá að spreyta sig á
innheimtuauglýsingum
Ríkisútvarpsins. Allt frá
dögum RÓSU INGÓLFS-
DÓTTUR hafa þessar aug-
lýsingar vakið óskipta
athygli. Nú er farin að
birtast ein ný og það er
einn okkar efnilegasti
kvikmyndagerðarmaður
ÓSKAR JÓNASSON sem
gerir hana.
DAVÍÐ ODDSSON er mikill
brandarakarl þegar hann
vill það við hafa og vin-
sæll á mannamótum fyr-
ir vikið. Um daginn var
hann á kútmagakvöldi
hjá Lionsmönnum og
sagði sögu af sér. Hann
sagðist hafa verið að
koma úr sturtu og staðið
nakinn fyrir framan
spegilinn við að þurrka
sér þegar Ástríður kona
hans kom inn. Henni
varð litið á holdafar Dav-
íðs og sagði: — Og svo
eru þeir að tala um út-
fellingu hjá Hitaveitunni.
Og Davíð hélt áfram.
Hann sagðist hafa verið
spurður að því um dag-
inn af litlum peyja hver
væri munurinn á slysi og
stórslysi og orðið svara-
fátt þar til honum hefði
dottið þessi líking í hug:
Það er slys ef ÓLAFUR
RAGNAR GRfMSSON
dettur í sjóinn en stór-
slys ef einhver kemur og
bjargar honum.
Er ekki meira framboð
af þér en eftirspurn,
Júlíus?
„Á medan þeir sem ekki
hafa ákvedið hvað þeir
œtla að kjósa fylla stœrsta
flokkinn hljótum við að
eiga erindi. Svo eru líka
gömlu flokkarnir orðnir
svo leiðinlegir.“
Júlíus Sólnes, formaður Borgara-
flokksins, stefnir ótrauður að fram-
boði þrátt fyrir að skoðanakannanir
mæli vart fylgi flokksins.
fafun 6ömm<z oy te&Mcn
Nú kætast hommar og lessur í Reykjavík, klæð-
skiptingar og hvers kyns drottningar og bolar. Dansinn
er stiginn suðrænn og seiðandi og hver veit nema eld-
varnareftirlitið og lögreglustjóraembættið skelli sér í
dansinn líka.
Það er kabarettstemmning á nýja skemmtistaðnum
Moulin Rouge sem opnaði á laugardaginn í kjallara
Keisarans. Þessi frægi kjallari hefur borið svo mörg
nöfn að fáir eru svo vel að sér að geta rifjað upp alla þá
býsn og nú er sem sagt þetta búið að slást í hópinn.
Sérstaða staðarins mun eiga að felast i hinum svoköll-
uðu „Drag showum" þar sem karlmenn í kvenmanns-
klæðum framkalla alls kyns hundakúnstir. Auk þessa
mun staðurinn ætla að bjóða upp á önnur skemmtiat-
riði. Fremstir í flokki fara Páll Hjálmtýsson úr Rocky
Horror og Maríus Sverrisson sem gestir á Laugavegi
22 þekkja af mörgum óborganlegum skemmtiatriðum
en Maríus er jafnframt skemmtanastjóri ásamt Gísla
Hafsteinssyni. Það var Sigríður Sigurðardóttir mynd-
listarkona sem hannaði innréttingarnar en þær eru í
trópíkal stil.
★ ★ ★ ★ ★
Fegurðardísin
Fjóla kokkur
Þad er öruggt að gestirnir á
veitingastaðnum Mömmu
Rósu í Kópavoginum horfa
ekki ofan í diskana sína ef
kokkurinn kemur fram úr
eldhúsinu. Á bak við potta og
pönnur má nefnilega finna
nýkjörna ungfrú Norðurland,
Fjólu Pálmadóttur.
„Ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga á matreiðslu og þykir
gaman að elda,“ sagði Fjóla
en hún er nýbyrjuð að læra til
kokks og er með samning hjá
Gunna á Mömmu Rósu. En
hver er Mamma Rósa? „Það
er bara veitingastaður," sagði
Fjóla og tók fram að hún væri
tilbúin að búa til pitsur eins
og á pitsustaðnum Mömmu
Rósu sem sumir muna eftir
við Hlemm fyrir nokkrum ár-
um.
Það er púl að vera fegurð-
ardrottning en Fjóla fær
nokkra daga til að blása því
æfingatörnin er ekki byrjuð
ennþá. Þegar þar að kemur
verður Fjóla að
leggja kokka-
húfuna til hliðar
um stundar-
sakirog
kannski fær
hún bara
fína kórónu í
staðinn?
Öðru hverju rekur á fjörur
okkar Islendinga sérlega fjöl-
hœfa menn. Kólumbíumað-
urinn Arlex flokkast örugg-
lega undir það en ekki er
langt síðan hann birtist hér á
klakanum. Hann kom hing-
að til að sjá barn sitt fœðast
en hann er í sambúð með ís-
lenskri stúlku sem hann
kynntist t Kaliforníu.
Arlex hefur svo sannarlega
ekki setið iðjulaus síðan hann
kom til íslands. Hann hefur
leikið í Púlsinum á taiandi
trommur eða „talking
drums" við góðar undirtektir.
Auk þess hefur hann aðstoð-
að á dansnámskeiðum í
Kramhúsinu.
Þar með er ekki allt upp tal-
ið því eins og aðrir S-Amer-
íkubúar þá verður hann að
leika fótbolta. Hann barst inn
á æfingu hjá Val og hefur æft
með þeim undanfarinn einn
og hálfan mánuð. „Við hlaup-
um heilmikið," sagði Arlex
þegar hann var spurður um
æfingarnar. En þar eð hann
er frá suðlægum slóðum þá
fer vetrarkuldinn á íslandi
ekki alltof vel í hann. — Að
öðru leyti segist hann kunna
mjög vel við Island.
LÍTILRÆDI
af fórnarlömbum
Svo bar við á dögunum að
Hæstiréttur dæmdi mann til
að greiða konu sem hann
hafði nauðgað 800.000
krónur í miskabætur.
Eflaust finnst kerfinu, rétt-
arfarinu og samfélaginu að
með þessum dómi og öðrum
í sama dúr, hafi viðunanleg
lausn fengist bæði á vanda
konunnar og þeim samfé-
lagsvanda sem aukin ofbeld-
ishneigð er að verða á ís-
landi.
Á þessu er þó einn hæng-
ur, en hann er sá að þegar
fórnarlambi hafa verið
dæmdar miskabætur þarf
það sjálft að standa í inn-
heimtunni, ef það hefur ekki
verið drepið.
Það fellur semsagt í hlut
örkumla og limlestra að
rukka böðul sinn eftir lim-
lestingarnar eða fá í það lög-
fræðing sem öryrkjar hafa
stundum ekki ráð á.
Ofaná þetta bætist að
nauðgarar, ofbeldismenn og
illvirkjar eru víst oftar en
hitt eignaláusir menn og
ófærir um að standa nokkr-
um reikningsskil gerða
sinna.
Hafa samsagt ekki ráð á
því að ganga í skrokk á sam-
borgurum sínum og mis-
þyrma þeim.
Og limlestar konur hafa
sjaldnast \bolmagn né fjár-
hagslega getu til að ná þeim
miskabótum sem þeim hafa
verið dæmdar.
Þessvegna fæst tjónið
sjaldan bætt.
Lögfróðir menn hafa að
undanförnu haft þessi mál til
umfjöllunar og endanleg
niðurstaða þeirra virðist
vera sú að vandi limlestrar,
svívirtrar og drepinnar konu
sé óleysanlegur nema ill-
virkinn hafi áður verið bú-
inn að koma fótunum undir
sig fjárhagslega og fórnar-
lambið hafi umtalsverð fjár-
ráð.
Þó var á Sigurði Líndal
lögfræðingi að skilja í viðtali
við dagblaðið Tímann í
hinni vikunni að mál af
þessu tagi gætu fengið far-
sæla lausn ef févana nauðg-
ara eða manndrápara: (svo
orðrétt sé nú eftir haft)
„. . . áskotnaðist fé, t.d. arf-
ur, happdrættisvinningur
eða laun fyrir eigin vinnu“.
Eftir Sigurði er líka haft
orðrétt í sama blaði „.. . að
ekkert væri óeðlilegt við
það að fórnarlambið sæi
sjálft um að innheimta
miskabætur. Um væri að
ræða sambærilegan hlut og
ef einhver skemmdi eigur
einstaklings. Einstaklingur-
inn yrði sjálfur að sjá um að
fá skemmdarvarginn til að
borga það tjón sem hann
ynni“ (tilv. lýkur).
Þetta er einsog frískandi
andblær af öld Sturlunga.
Ef til vill er ekkert við því
að segja, í nútíma þjóðfélagi,
þó það sé að verða daglegt
brauð að hálfsturlaðir ill-
virkjar vaði um, nauðgi kon-
um, beinbrjóti þær, limlesti
eða drepi í leiðinni.
Þetta er víst tíðarandinn.
Hitt er svo annað mál að
við lifum á tuttugustu öld-
inni í þjóðfélagi sem hefur
háþróað tryggingakerfi og
þar sem það er að verða
plagsiður stórs hóps vaskra
manna að ráðast á varnar-
lausa vegfarendur, helst
konur og gamalmenni, þá
verður ekki betur séð en
kominn sé tími til að setja
það í lög að allir eigi að vera
skyldutryggðir fyrir líkams-
árásum svo lömuð og fötluð
fórnarlömb fái þó að
minnsta kosti þær skaða-
bætur sem dómstólar dæma
þeim.
Það mundi losa þann sem
á er ráðist við óþarfa stress
sem fylgir því að eiga ekki
fyrir innheimtukostnaði
þegar eignalaus og blankur
nauðgari er að murka úr
manni lífið.
Maður gæti slappað af í
þeirri góðu trú að tjónið yrði
bætt að fullu með miskabót-
um í beinhörðum pening-
um.
Flosi Ólafsson