Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
KYNLÍF
Kynlífsfíklar
Stígamót, samtök gegn
kynferðislegu ofbeldi, eiga
eins árs afmæli um þessar
mundir. Óhætt er að full-
yrða að Stígamót hafa sýnt
og sannað þörfina fyrir
starfsemi sína. Til samtak-
anna hafa nær eingöngu
leitað þolendur kynferðis-i
legs ofbeldis og aðstand-
endur þeirra. En hvað með
gerendur? Hvert geta þeir
leitað? Eru íslenskir með-
ferðaraðilar í stakk búnir til
að bjóða raunhæf meðferð-
arúrræði? í síðustu viku
birtist athyglisverð frétt í
Mogganum þar sem kom
fram vanmáttur kerfisins til
að veita viðeigandi með-
ferð í máli eins kynferðisaf-
brotamannsins. Þar kom
meðal annars fram að við-
komandi þjáðist einnig af
áfengissýki en það er al-
gengur fylgifiskur þegar
um kynferðislegt ofbeldi er
að ræða.
Patrick Carnes, einn
þekktasti fræðimaðurinn á
sviði kynlífsfíknar, segir í
einni af bókum sínum,
„Contrary to Love — Help-
ing the Sexual Addict"
(Compare publishers 1989)
að þeir sem fremji sifjaspell
og margir aðrir kynferðis-
afbrotamenn séu kynlífs-
fíklar og þurfi meðferð
samkvæmt því. Hann
bendir ennfremur á að
þrjár megin ástæður liggi
að baki því að erfitt sé að
veita kynlífsfíklum með-
ferð. Skömm kynlífsfíkils-
ins á framferði sínu og
leynd hamla gegn því að
meðferðaraðilinn fái að-
gang að nauðsynlegum
upplýsingum. Meðferðar-
aðila vanti ennfremur
gagnlega hugmynda-
fræði til að styðjast við og
vinna eftir svo hægt sé að
hjálpa kynlífsfíklinum og
fjölskyldu hans. Loks geta
persónuleg viðhorf og
gildismat meðferðarað-
ilans hindrað hann í að fá
heildarmynd af vandamál-
inu. Meðferðaraðilinn hef-
ur nefnilega alist upp við
samskonar hugmyndir og
aðrir í samfélaginu um kyn-
ferðislegt ofbeldi og kyn-
ferðisafbrotamenn. Fjórðu
ástæðunni má svo bæta við
— skort á kynlífsrann-
sóknum. Nóg hefur verið
rannsakað um fjölbreyti-
leika kynlífs og kynsvörun
til að efla kynferðislega vel-
líðan en lítið er um það
þegar kynlíf verður stjórn-
laust og fer út böndunum.
Feluleikur og afneitun
kynlífsfíkilsins hefur bara
ein áhrif — að auka á ein-
manaleikann og örvænt-
inguna. Það leiðir til frekari
flótta í fíkninni í þeim til-
gangi að létta á vanlíðan-
inni sem fyrir er. Leyndin
og skömmin er eldsneyti
fyrir vítahringinn sem við-
komandi lendir í.
Hugmyndafræðina, sem
Patrick telur virka illa sem
grunn fyrir meðferð,
þekkja flestir. Að kynlífs-
fíkn sé einfaldlega dæmi
um slappa siðferðiskennd
er ein hugmyndin. Sama
hugmyndin var uppi á ten-
ingnum í skoðunum manna
á alkóhólisma fyrir tuttugu
árum síðan. Alkinn var
bara aumingi sem átti að
hafa stjórn á sinni drykkju.
í dag vita allir AA-menn og
-konur að leiðin til að ná
JÓNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIfí
bata er að viðurkenna fyrst
vanmátt sinn gagnvart
fíkninni. Og það dettur
engum í hug að alkinn sé
þannig stikkfrí frá ábyrgð á
hegðun sinni. Sömuleiðis
þurfa kynlífsfíklar að gefast
upp fyrir hegðun sinni en
jafnframt læra að taka
ábyrgð á gjörðum sínum.
Önnur hugmynd er sú að
guð hafi skapað nokkra
einstaklinga sem hafa bara
óvenju sterka kynhvöt og
kynlifsfíkiar afsaka sig
sumir hverjir með þessari
skýringu. Lítið hefur komið
fram sem styður þessa
kenningu þó nokkrar rann-
sóknir hafi gefið vísbend-
ingu um að hægt sé að
... aö gud hafi
skapað nokkra
einstaklinga sem
hafi óvenju sterka
kynhvöt
draga úr mikilli kynhvöt
með því að gefa antiandro-
gen lyf. Miklu nær væri að
rannsaka áhrif óhóflegrar
áfengisdrykkju á hegðun
kynlífsfíkla en alkunna er
að alkar eru útsettari fyrir
kynferðisglæpum vegna
þess að áfengið losar um
hömlur og getur brenglað
skapgerð. Eða að skoða
þann möguleika að við-
komandi sé fjölfíkill og að
þörf sé á að vinna með báð-
ar fíknir til að bati náist.
Hugmyndir innan sálar-
fræðinnar hafa líka reynt
að útskýra hömlulausa
kynlífshegðun og reynt að
finna út hvaða fyrri reynsla
mótar einstaklinga sem
haga sér þannig Atferlis-
fræðin skoðar núverandi
hegðun og reynir að finna
leiðir til að breyta henni.
Félagsfræðin veltir fyrir sér
íhaldssemi og frjálsræði í
kynferðismálum samanber
umræðu um „kynlífsbylt-
ingar“. Ein og sér kemur
hver áðurnefnd hugmynd
að litlu gagni og sumar
þeirra alls ekki neitt. Að
mati Patricks er sem fíkni-
hugmyndafræðin komi að
mestu gagni við meðferð
kynlífsfíknar. Það væri ekki
úr vegi að íslenskir með-
ferðaraðilar kynntu sér þau
fræði nánar en innan lækn-
isfræði er einmitt að stíga
fram á sjónarsviðið ný
fræðigrein — fíknifræði.
Viðhorf meðferðaraðil-
anna sjálfra eru ekki síður
hindrun í að kynlífsfíklar
(kynferðisafbrotamenn) fái
aðstoð. Fáfræði og fordóm-
ar eru sjaldan gott vegar-
nesti til að takast á við veik-
indi. Sumir reyna samt en
með misjöfnum árangri.
Það væri ómaksins vert ef
þeir aðilar — sem hafa haft
með þessi mál að gera —
tækju sig saman og leggðu
bjargráð sín saman til að
styðja við bakið á hvor öðr-
um. Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið.
Suðurlandsskjálfti vitrast fólki í óhuggulegum draumum
REYKJAVIK
SOKKIN
ÍSJÓOG
lUHIAR
FJÖRBUR
HRAUNI
Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf
c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík