Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991 FJÖLMIÐLAR Hjartastopp í beinni útsendingu Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn, skrifstofur og aug- lýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91, dreif- ing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 170 kr. eintakið. Furdulegt siöferdi í veitingarekstri Ég ætla að nota þennan dálk til þess að þakka ríkis- sjónvarpinu fyrir að láta Stef- án Jón Hafstein stjórna Spurningakeppni framhalds- skólanna. Fyrir okkur áhorf- endur er mikil hvíld í því að horfa á sjónvarpsmann sem er tiltöluíega öruggur með sjálfan sig. í gegnum árin hefur það verið lagt á okkur að horfa á skjánum upp á konur og menn nánast á barmi tauga- áfalls við að stjórna þáttum eða lesa fréttir. Sumir jugga sér látlaust í stólnum, aðrir núa sífellt hendur sínur eða þerra svitann í lófunum og enn aðrir tapa allri skynsemi og blaðra bara einhverja end- emis þvælu til að hylja tauga- veiklunina. Aðrir, eins og Art- húr Björgvin Bollason, hafa fundið sér griðland í mónót- ónískum leikþætti og eru í sjálfu sér nógu öruggir þar. Álagið fyrir okkur áhorfend- urna er hins vegar engu minna en við að horfa upp á þá taugaveikluðu. Ekki veit ég hvað forsvars- mönnum ríkissjónvarpsins gengur til með að vera sífellt að ota óstöðugu fólki í sjón- varpið. Það er hvorki greiði við það né áhorfendur. Tilgáta mín er hins vegar sú að fyrir einhvern misskil- inn mannkærleik telji þeir að það eigi ekki að halda fólki frá skjánum þó það brotni saman í útsendingunni. Ann- ars væru þeir að Iáta undan þeim sjó-bisness, sem sjón- varp vissulega er öðrum þræði. Þetta er nokkurs kon- ar bernskur amatörismi. En stór hluti þjóðarinnar er sammála forsvarsmönnum Ríkisútvarpsins. Þess vegan fer Stefán Jón í taugarnar á svo mörgum. Fólki finnst heimílistégra að horfa upp á einhvern vesalinginn fá hjartastopp í beinni útsend- ingu. Gunnar Smári Egilsson I PRESSUNNI í dag eru greinar um tvo kónga úr veitingahúsa- rekstrinum. Annars vegar er fjallað um Pálma Lorensson, fyrrum veitinga- mann í Eyjum, sem hreinsaði út allt verðmætt úr þrotabúi fyrirtæk- is síns og setti ónýtt drasl í staðinn. Með þessu ætlaði hann að blekkja lánardrottna sina og koma eignum undan skiptum á búinu. Hins vegar eru rakin lok eignar- halds Ólafs Laufdals á Hótel ís- landi. Ólafur fékk í raun sjö ára leigusamning á skemmtistaðnum á Hótel Islandi í staðinn fyrir að tefja ekki yfirtöku Búnaðarbank- ans á hótelinu sjálfu um tvö ár með því að fara með málið í gegnum gjaldþrotameðferð. Með þessu heldur bankinn sinu og Ólafur heldur eftir því sem eftir var af hans rekstri. Almennir lánar- drottnar Ólafs og fyrirtækja hans munu hins vegar tapa umtalsverð- um fjármunum á þessum skiptum. Báðar þessar greinar segja ein- kennilega sögu af því hvernig kaupin gerast á eyrinni í veitinga- rekstri í dag. Og því miður eru þær síður en svo einsdæmi. Það er frek- ar orðin regla en undantekning að eigendur fyrirtækja í þessum rekstri setji fyrirtæki sín í gjaldþrot með vissu millibili og stofni ný til að grynnka á skuldum. Viðskiptahættir sem þessir móta síðan verðið og samkeppnisstöð- una. Þeir eru orðnir að hornsteini greinarinnar. ffúam öddru.öm aw-/£v-ö(?o[ „Ég get ekki slegið Frank Sinatra til baka. Hann er eitt- hvaö um 78 ára gamall og ég mundi sjálfsagt drepa hann." Sinéad O'Connor 0t¥ccm(vi oy fiólctíá, „Þorsteinn Pálsson er í pól- itík fyrir fjöldann en fyndinn fyrir sjálfan sig og örfáa aðra. Davíð er hins vegar fyndinn fyrir fjöldann en í pólitík fyrir sjálfan sig og örfáa aðra." Stuðningsmaður Þorsteins ALPBEIi ALPBEI AP CEFAST PPJP „Ég tel aö bygging Hótels íslands hafi ekki verið mis- tök." Ólafur Laufdal, nokkrum dögum eft- ir aö Búnaðarbankinn tók hóteliö af honum. „Má segja að byrjað hafi verið með silkihanskann, en sumir láta sér ekki segj- ast tyrr en stálhnefinn er reiddur á lofft.## IMörður Árnason, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra. „Mér leið ekki vel þegar ég var inni í búningsklefa að klæða mig. Þegar ég kom inn í salinn aftur ætlaöi ég ekki að trúa minum eigin augum." Sigurbjörn Óskarsson, sá sem vann bikarleikinn í handbolta með þvi að láta reka sig útaf á upphafsmínútun- Þjóðleikhúsið er listastofnun sem er ætlað að vera lifandi." Stefán Baldursson nýráðinn þjóð- leikhússtjóri. Metnaöarskortur Áhrifavald fjölmiðla er inikið. Sumir tala reyndar um þá sem eina af valdastofnun- um þjóðfélagsins. Því miður fara ekki alltaf saman völd og ábyrgð og þannig hefur því miður oft reynst vera raunin með fjölmiðla hér á landi. Það er skylda fjölmiðla að upplýsa almenning. Til þess að takast megi að upplýsa al- menning þarf fjölmiðill að hafa fyrir hendi metnaðinn; — metnaðinn til þess að miðla réttum upplýsingum. Sé metnaðurinn ekki fyrir hendi er hætt við að almenn- ingur verði lýðskrumi og blekkingum að bráð. Því miður eru þess dæmi að mínu mati að íslenskir fjöl- miðlar hafi ekki gegnt skyldu sinni gagnvart almenningi. Tvennt má taka sem dæmi um þetta. Annars vegar eru það slúðurdálkar um menn og málefni, sem birtast í sum- um fjölmiðlum. Hins vegar er það tregða til þess að fylgja málum eftir. Það kann að vera að slúð- urdálkar blaðanna séu vin- sælt lestrarefni, en hvaða til- gangi þjóna þeir? Stundum getur verið að þeir komi að sannleikskornum, sem með öðru móti hefðu ekki náð eyrum eða augum manna, en því miður hefur oft sú verið raunin, að viðkomandi frá- sögn er jafn langt frá stað- reyndum málsins og fölsk lyg- in er frá hreinum sannleikan- um. Undirritaður vann í nokkur ár á einu dagblaðanna auk þess að vera virkur í stjórn- málastarfi. Vegna þessa hef ég oft rekist á frásagnir af mönnum og atburðum, sem ég hef þekkt af eigin raun, en hafa brenglast gersamlega í slúðurdálki eða frásögn og verið hreinn og klár upp- spuni. Svo kann að vera að mann- ekla eða aðrar orsakir séu fyrir því að blaðamenn geta ekki reynt sannleiksgildi slíkra frásagna. Ég verð hins vegar að segja eins og er, að mér er fyrirmunað að bera faglega virðingu fyrir þeim blaðamönnum sem láta nota sig í slíkum annarlegum til- gangi. Fátt er hörmulegra en blaðamaður án faglegs metn- aðar. Hitt dæmið er hlutur sem talsvert hefur velkst fyrir manni undanfarin misseri. í mörgum tilfellum virðist fjöl- miðla skorta getu eða metn- að til þess að fylgja máli eftir, þannig að fréttir og frásagnir skilja oft eftir fleiri spurning- ar en svör og ýmsir angar málsins eru látnir óáreittir. Pólitík í þágu heimilisins Við íslendingar erum ýmsu vanir varðandi stjórnmála- menn og umgengni þeirra við almannafé. í gegnum tíð- ina hafa þeir tekið æði frek- lega úr opinberum sjóðum og veitt til sinna kjördæma eða vina í von um endurkjör. Vanalega er þetta kallað ýms- um fögrum nöfnum, svo sem stuðningur við atvinnuupp- byggingu. Margrét Frímannsdóttir er þarna engin undantekning. Sem oddviti Stokkseyrar og stjórnarformaður hraðfrysti- hússins á staðnum reyndi hún allt hvað gat til þess að fá sem mest úr almannasjóðum þrátt fyrir að lítil sem engin von væri til þess að fyrirtæk- ið gætið lifað af. En Margrét er einn fárra þingmanna sem hefur barist hatrammlega gegn fjárveit- ingum af eigingjörnum ástæðum og gefur sú saga sem nú verður rakin hug- mynd um hvernig kaupin Einnig láta fjölmiðlar lýð- skrumara alltof oft komast upp með það að gefa misvís- andi yfirlýsingar eða svara spurningum út í hött, Dæmi um hið síðarnefnda eru yfirlýsingar Ólafs Gríms- sonar í málefnum Þormóðs ramma og ríkisendurskoðun- ar. í því máli bar hann þungar sakir á viðkomandi stofnun og sakaði hana um að veita álit eftir pöntunum. Sami ráð- herra beitti hins vegar fyrir sig áliti sömu stofnunar í svo- kölluðu áfengiskaupamáli sem stóra dómi og dásamaði hana sem vakandi auga al- mennings gegn öllu sukki og sóun. Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi. gerast á eyrinni niðrá þingi. Þannig er að Margrét er gift Jóni Gunnari Óttóssyni, sem frægur varð þegar Steingrím- ur J. Sigfússon rak hann frá tilraunastöðinni q Mógilsá. Þegar gengið var frá brott- rekstrinum kom fram ósk frá nýjum forstöðumönnum Mó- gilsár um aukafjárveitingu. Þessi ósk fór í gegnum kerfið eins og aðrar, fékk umsögn bæði landbúnaðarráðuneyt- isins og fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar og endaði loks inn á borði hjá fjárveitinganefnd þar sem Margrét á sæti. Þeg- ar formaður fjárveitinga- nefndar ætlaði að afgreiða þessa aukafjárveitingu eins og hvert annað smámál reis Margrét upp og heimtaði skýringar. Því var fulltrúi rík- isendurskoðunar kallaður fyrir nefndina og Margrét spurði hann spjörunum úr vegna þessa máls eða allt þar til hann gafst upp og sagðist ekki taka þátt i þessu. Það væri ekkert að þessari auka- fjárveitingu. Þar sem landbúnaðarráðu- neytið, fjárlaga- og hagsýslu- stofnun og ríkisendurskoðun voru búin að leggja blessun sína yfir málið var fátt ann- arra úrræða fyrir Margréti en að hóta að segja sig úr fjár- veitinganefnd og síðan flokknum, ef fjárveitingin næði fram að ganga. Hún gerði hvort tveggja og fékk fjárveitinguna lækkaða. Hún gat því komið fram hefndum fyrir mann sinn þó í litlu væri. En svona getur pólitíkin í dag verið fögur eins og forð- um. Þrátt fyrir að hefndir, framapot, bræðravíg og hrossakaup séu kölluð nýjum nöfnum þá skín hin hreina valdabarátta enn í gegn. Um hana snýst pólitíkin en ekki atvinnuuppbyggingu, jafn- rétti eða bræðralag, sem eru einungis tæki fyrir stjórn- málamenn til að halda völd- um. ÁS ££ öllÁ ft&'M KOIWlÁNÍSJA' WiÐl fy&fc SA SÍAPFIáQ. i&5i Fal? VAR.Ð /Vá SKKfTlL fJA%l 0G VES&J H.F. OoFKns PAfiNNj m JÁ top BZ ALV£& &TT VíÞ 'ahv^ti\k fyti*2- y&uR. r mLpsoux HVfiP LÍ66U& fyMófT 'fi tíNÁ HTARTA Framhald i næsta blaði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.