Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991 M'jjnr íélciiéímr Ást manna á bílum getur veriö meö ólíkindum. Þaö eru til margar stórbrotnar sögur þar sem menn hafa lýst ágæti eigin bíla. Svo viröist sem mörgum mann- inum þyki vænna um bílinn sinn en allt annað á jörö- inni. Maður einn sem átti Volvo var mikiö hrifinn af bílnum sínum og hældi honum viö hvert tækifæri, og skipti þá engu hvort viö- staddir höföu áhuga á af- rekum bílsins eöa ekki. Eitt sinn kom hann aö árekstri þar sem Volvo ToLVO haföi verið ekiö á japansk- an bíl. Báöir bílarnir voru mikið skemmdir og voru dregnir burt af árekstrar- staö. Maöurinn lýsti strax hversu undrandi hann væri á skemmdunum á Volvoin- um. „Nú, hann er ekki meö stuðara eins og minn Volvo. Þaö hlaut aö vera, annars væri hann ekki svona mikið skemmdur." „Hvers vegna segir þú það?" sagöi einn viö- staddra. „Á Volvoinum mínum er stuðari meö dempara og þaö gerir gæfumuninn. Ég prófaöi þetta eitt sinn. Ég valdi mér góöan og traust- an steinvegg og ók á bíln- um á sextíu kílómetra hraöa, beint á vegginn. Þaö sem geröist var stórfurðu- legt. Bíllinn kastaðist tólf metra til baka. Hann skemmdist ekkert og ekki heldur veggurinn. Næst prófaði ég aö aka honum á áttatíu á sama vegg. Ég var hræddur um aö veggurinn myndi ekki þola höggið. Jæja, ég spennti á mig belt- ið og ók af staö. Þaö pass- aöi aö ég var nákvæmlega á áttatíu þegar bíllinn skall á veggnum. Eftir höggiö skaust hann átján metra til baka. Hvorki sá á bílnum né veggnum. Þaö næsta sem ég geröi var aö aka á vegg- inn á eitt hundraö kílómetra hraöa. Þaö tókst stórkost- lega. Bíllinn skall á veggn- um tókst á loft og kastaðist tuttugu og fjóra metra til baka. Volvoinn var óskemmdur og veggurinn líka. Ég var að hugsa um aö keyra á vegginn á eitt hundraö og tuttugu en hætti viö. Ég var orðinn ef- ins um að veggurinn þyldi öllu fleiri högg." (Úr öfgalygarasögum) Guöbergur, Tryggvi og Valli: „Útigangsmenn" eða „utangarðsmenn" hljómar betur en „rónar". Hálfu verra að vera hælisÞrælar „Ég er Guðbergur Álfur, stórskáld á Mosfelli," segir sá elsti. „Kallið mig bara Valla. Sumir segja aö ég sé foringi utangarðsmanna," segir sá yngsti, klæddur leðri frá toppi til táar. Sá þriðji er þögull sem gröfin, en skýtur inn stuttum athugasemdum við það sem hinir segja. Hann kvartar yfir eymslum í fætinum og segist ekki hafa jafnað sig eftir að hann sparkaði í dauðan hlut á lögreglustöðinni fyrir skömmu. „Líklega verð ég að fara í röntgen," segir hann. Þeir eru lítið gefnir fyrir að láta kalla sig róna, en virðast engu aö síður lifandi fyrirmynd- ir rónanna sem alþjóð þekkir úr Spaugstofunni í sjónvarpinu. „Útigangsmenn" eða „utan- garðsmenn" hljómar betur. „Ætliði að taka myndir af okkur. Hvað haldiði að pabbi segi? Hann hlýtur að éta hækjurnar sínar af skömm." Þeir eru mættir á Arnarhól í morgunsárið meö dagskammt- inn sinn af brennivíni og bleik- litaðan apóteksspíra, sem sagður er ódrekkandi — eöa hvað?. „Þetta er alls ekkert ódrykkjarhæft. Þetta er 96 pró- sent spíri, en þaö er blý í hon- um sem festist í maganum á manni og skapar alveg hroða- legan niðurgang. Ef maður rek- ur við er ráðlegast að vera í þre- földum nærbuxum." Er þetta kannski skýringin á því hvers vegna Valli er í leður- galla? „Já, það segir sig sjálft," segja þeir og gera létt grín. Það liggur sérstaklega vel á Guðbergi, eða Bergi eins og hann er kallaður: „Mér finnst líf- iö vera svo mikils virði. Það er eins og myndavél á ferð og flugi," segir hann með tilþrifum þegar Ijósmyndarinn smellir af. Hreykinn sýnir hann medalíu sem hann geymir innan á brjóstvasanum og segist hafa fengið frá páfanum fyrir kveð- skap sinn. Guðbergur er á leið- inni í sund og veifar handklæð- inu til merkis um það. „En þeir dæla svo miklu víni í mig, að með þessu áframhaldi verð ég dauður áður en ég kemst fyrir styttuna," segir hann og rekur upp skellihlátur. Tryggvi er ekki jafnbrattur og ælir myndarleg- um sopa af bleika sprittinu. Þeir félagar bregða á leik með skáldlegum tilburðum. Guðbergur ríður á vaðið: PRESSAN hún er góð og sterk vekur stóran anda ef hún gæti Berginn hresst mætti hún fara í fjanda. Valli bætir um betur: Löngum hef ég verið ófarsæll yfir að vera sjálfs mín herra en að gerast hælisþræll þykir mér þó hélfu verra. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Bílasali med verk fyrir brjósti Móttakan var liðlega hálfnuð þegar síminn hringdi. Simastúlkan sagði að maðurinn á iinunni heimtaði að tala við mig. ,,Ég sagði að þú værir upp- tekinn en þetta gat ekki beð- ið. Það er spurning um líf eða dauða, sagði hann." „Gefðu samband," sagði ég og stundi mæðulega. „Góð- an daginn," sagði ég. ,,Já, sæll sjálfur," var svarað. ^Þetta er Benóný K. bilasali. Ég er svo slæmur af verk fyr- ir brjóstinu." Hann lýsti á leikrænan hátt slæmum verkjum við bringubeinið sem leiddu út í hálsinn. „Þetta er alveg voðalegt," sagði hann og ég heyrði hvernig hann saug að sér með áfergju síðasta reykinn úr sígarettustubb. „Þetta hefur komið öðru hvoru undanfarnar vikur en aldrei verið svona slæmt eða stað- ið svona lengi." „Ég verð kominn til þín eftir smá- stund," sagði ég. Benóný bjó í snyrtilegu raðhúsi í dapurlegu úthverfi. Annar endi hússins var enn- þá ópússaður og járnabind- ingavírar stóðu út úr veggn- um. I ómáláðri forstofunni hékk mynd af bleikum Porsche Targa ásamt nokkrum spænskum nauta- atsplakötum. Mér var vísað til stofu. Sjúklingurinn sat uppi í eiturgrænum sóffa og OTTAR GUDMUNDSSON las í Frjálsri verslun. Við heilsuðumst. Hann virtist ekki eins þjáður og hann hafði lýst í símanum. „Ég skal segja þér, Ottar," sagði hann, „að verkurinn liggur hérna undir bringubeininu út í handlegginn. Þetta er svona þungur verkur en, Óttar minn, ég er mikið betri núna en áðan. Já, Óttar, og ég hef fengið þetta áður, sér- staklega við áreynslu og mikið stress í bílasölunni. Og, Óttar, þetta var svo slæmt áðan að ég var í „hell of a pain." Þess vegna hringdi ég.“ Svona hélt hann áfram um stund. Það sem einkenndi þessa orðræðu var hversu enskuskotin hún var og hann endurtók nafn mitt í annarri hverri setn- ingu. Fróðir menn hafa sagt mér að sölumenn læri þetta á námskeiðum í sölutækni. Hverjum einstaklingi finnst nafnið sitt svo fallegt að mik- ið liggi við að endurtaka það sem oftast. Hann nálgaðist mig og verkinn af öryggi og rósemi atvinnumannsins sem er að selja óöruggum og hikanda kaupanda illseljan- lega vöru. „Leggstu niður," sagði ég. „Mig langar til að skoða þig aðeins." „Ekkert mál, Óttar," sagði hann. „No problem." Hann lagðist nið- ur og hneppti frá sér hvítum frottéslopp sem hann var í. Á brjóstvasanum stóð Hótel SAS, Göteborg, svo greini- legt var að Benóný hafði hirt sloppinn á hóteli erlendis. Mér fannst líklegast að verk- irnir væru upprunnir frá hjartanu og ákvað að leggja Benóný strax inn til rann- sóknar. „No sweat," sagði Benóný og með það kvödd- umst við. MIKLAR RANNSÓKNIR Á sjúkrahúsinu var Ben- óný þegar í stað settur í hjartalínurit og blóð dregið til ýmiss konar rannsókna. Þegar grunur leikur á að menn hafi fengið hjartaslag er leitað í blóðinu að ákveðnum hvötum eða en- zymum sem hækka þegar hjartavöðvinn hefur orðið fyrir áfalli. Blóðrannsókn- irnar sýndu ekkert sem benti til þess að drep væri komið í hjartað. Hjartalínu- ritið sýndi merki um alvar- legan súrefnisskort í hjarta- vöðvanum sem þýddi að ein- hver kransæðanna væri tek- in að þrengjast verulega. Verkurinn lét undan nitro- glycerintöflum undir tungu sem renndi frekari stoðum undir þá skoðun að þetta væri frá hjartanu komið. Benóný hélt áfram að hafa verk þrátt fyrir lyf sem hann fékk. Þá var ákveðið að setja hann í æða- myndatöku af kransæðun- um. Þá er farið með litla slöngu inn í slagæð í náran- um og hún þrædd upp í hjartaæðarnar. Litskugga- efni er síðan sprautað í æð- arnar þar sem þær hríslast um hjartað. Með þessari rannsókn er reynt að sjá hvort einhver æðin er tekin að þrengjast vegna fitu og kalks sem getur sest inn á þær í kransæðasjúkdómum. Á myndunum af Benóný kom í ljós að blóðrennslið í gegnum aðra aðalæðina var orðið mjög lélegt. Sá hluti hjartavöðvans sem hún átti að sjá fyrir næringu leið greinilega af stöðugum súr- efnisskorti. Einkenni Benón- ýs komu greinilega frá þess- ari æð. FUNDAHÖLD OG AÐGERÐIR Læknarnir héldu fund um málið og var ákveðið að setja Benóný í svokallaðan æðablástur (Transluminal angioplasty). Þá er farið með slöngu inn í kransæð- ina eftir sömu leið og áður. Þetta er gert í röntgengegn- umlýsingu. Leggnum eða slöngunni er komið fyrir í þrengslunum og þar blásinn út belgur. Þessum belg er ætlað að ýta þrengslunum út til hliðanna í æðinni og þannig koma aftur á eðli- legu blóðflæði. Ef þetta heppnast ekki verður venju- lega að gera aðra og meiri aðgerð. Hún felstj því að blá- æð er tekin út/tæli og með henni tengt framhjá þröngu æðinni. Aðgerðin gekk ágætlega hjá Benóný. Hann var útskrifaður af spítalan- um nokkrum dögum síðar í ágætu ástandi. „Ég skal segja þér Óttar, að þetta er allt annað líf,“ sagði hann, þegar við hittumst fyrir til- viljun nokkru síðar. „Verst var að þeir bönnuðu mér að reykja og fyrirskipuðu fitu- snautt fæði og vildu að ég færi að hlaupa og hreyfa mig meira. „No wayý Óttar," bætti hann við. „Ég hef að vísu, Óttar, minnkað reyk- ingarnar en ég held bara að það sé ekki hollt fyrir mig." Hann fór að selja mér þessa hugmynd með ákafa hins fædda sölumanns. Þegar hann var búinn að nefna nafnið mitt 14 sinnum á jafn- mörgum mínútum kvaddi ég og fór. Ég var nefnilega far- inn að uppgötva að mér fannst ekkert gaman að heyra einhvern endurtaka nafnið mitt svona oft. Senni- lega hefur mér aldrei fundist það fallegt. t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.