Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Eg ætla aldrei að
hætta aö rífa kjaft
Kjartan Gudjónsson listmálari í tœpitungulausu viötali um listina,
listamenn og listfrϚinga
Risaedlan hóf prufuupp-
tökur sl. mánudag, en sídar
rádgerir hljómsveitin ad fara
í hljódver í Bandaríkjunum
meö þaö í huga aö gera stóra
plötu.
AÐ ÞÍNUM PÓMI GARÐAR CORTES
Áf hverju fékk Óperusmidjan
ekki afnot af húsnœöi
*
Islensku óperunnar?
Samkvœmt heimildum
Listapóstsins fékk Óperu-
smiöjan sem er hópur ungra
söngvara ekki inni í húsnœöi
Islensku óperunnar meö dag-
skrá sína í tilefni 200 ára ár-
tíöar Mozarts. Aö sögn heim-
ildarmanna haföir þú frum-
kvœöi ad því aö rifta munn-
legu samkomulagi sem stjórn
óperunnar haföi áöur gert
viö Operusmiöjuna. Hvaöa
ástœöur lágu þar aö baki?
„Það var aldrei gerður
neinn munnlegur samningur
við Óperusmiðjuna. Það kom
frá þeim beiðni um húsnæði í
mars og var henni vel tekið af
hálfu stjórnar íslensku óper-
unnar. Það komu síðan skila-
boð um að þau gætu ekki nýtt
sér þann tíma vegna þess
hversu tíminn væri naumur.
Þá var skráður tími hjá þeim
í apríl með fyrirvara enda var
á þeim tíma óvíst um áfram-
haldandi sýningar á Rigo-
lettó. Þegar ljóst var að um
áframhaldandi sýningar yrði
að ræða i apríl og jafnvel
fram í maí var Óperusmiðjan
látin vita. Ég rifti aldrei gerð-
um samningum. Ég hafði sér-
staklega tekið frá tíma í maí
en niðurstaðan varð sú að sá
tími sem íslenska óperan gat
látið í té hentaði ekki Óperu-
smiðjunni enda þótti þeim
ekki taka því að fara af stað
með verkið þegar komið var
fram á vor.“
sá í hillingum betri heim en
blekkinguna tók nú fljótt af.
Strax með Keflavíkursamn-
ingunum kom þessi andskot-
ans nábítur sem klauf þjóðina
í herðar niður.“
ANDSTYGGILEGUR TÍMI
Þessar pólitísku væringar
hljóta að hafa haft áhrif á þig
sem listamann?
„Gamlir menn hafa til-
hneigingu til að gylla fyrir sér
fortíðina en í raun var þetta
andstyggilegur tími. Fólk
sem hefði getað orðið ágætis
vinir stóð í stöðugum illdeil-
um sín á milli út af pólitík. Við
listamennirnir vorum á
vinstri vængnum í flestum til-
fellum og reyndum síðan að
koma því heim og saman að
vera stalínistar og abstrakt-
málarar.
{ rauninni snérust þessar
deilur um herstöðvamálið
fyrst og fremst. Við lista-
mennirnir höfðum aldrei þol-
inmæði í að setja okkur inn í
þennan fræðilega kommún-
isma heldur rákum okkar
pólitík eftir mun rómantísk-
ari boðskap, það er að segja
úr skáldsögum eftir Halldór
Laxness. Síðan komu auðvit-
að upp heiftarlegar deilur
varðandi listina og eftir slíkar
deilur hópuðum við okkur
saman nokkrir abstrakt
kommúnistar eins og Jónas
frá Hriflu kallaði það í Sept-
ember hópinn svokallaða.
Það er sniðugt að Jónas og
Stalín höfðu þrátt fyrir allt
mjög áþekkan smekk á
myndlist og Jónas hélt vart
vatni yfir því sem Stalín lét
mála í stjórnartíð sinni. Þar
vorum við myndlistarmenn-
irnir hreint ekki með á nótun-
„Ég hef gaman af aö sjá
þessar myndir aftur. Margar
þeirra hafa legiö uppi í hillu
árum saman og ég hef varla
litiö á þoer,“ segir Kjartan
Guöjónsson listmálari, en
hann er meö yfirlitssýningu á
verkum sínum máluöum á
árunum 1943—1990 í Hafnar-
borg í Hafnarfiröi. Kjartan er
einnig meö sölusýningu á nýj-
um verkum í Listhúsi Vestur-
götu 17.
„Það er misjafnt hvenær
menn þroskast og ég var hálf-
gerður vandræðaunglingur
fram að fimmtugu, vissi aldr-
ei í hvorn fótinn ég átti að
stíga."
Eftir nám í Myndlista- og
handíðaskólanum hélt Kjart-
an á stríðasárunum út til
Chicago í framhaldsnám:
„Skólinn var rekinn í
tengslum við listasafnið Art
Institute of Chicago. Kanarnir
eiga mýgrút af evrópskri list
og á þessum árum höfðu þeir
engan sjálfstæðan vilja. Þeir
voru skiíyrðislaust undirgefn-
ir Evrópu í menningarmál-
um. Ég hafði aldrei áður til út-
landa komið og það voru því
geysilega mikil umskipti að
koma til New York og Chic-
ago þar sem ég dvaldi síðan
hátt á þriðja ár. Þegar ég kom
heim til Reykjavíkur aftur 26
ára gamall var andrúmsloftið
mjög einkennilegt. Þá voru
íslenskir listamenn að koma
úr námi bæði frá Austur-Evr-
ópu og Bandaríkjunum og
þar urðu mjög skemmtileg
kynni. Menn eins og Svavar
Guðnason og Sigurjón Ólafs-
son voru að koma heim á
þeim tíma. Þetta voru tímar
sem einkenndust af óskap-
lega mikilli bjartsýni og fólk
um enda hetjumyndir af
framkvæmdastjórum og
traktorum ekki að okkar
skapf. Jónas gat nú líka verið
fyndinn og sagði til dæmis
einu sinni sem svo að Örlygur
Sigurðsson væri eini íslenski
málarinn sem ekki hefði
drukknað í Rauða hafinu."
AÐ EYÐA
LÍFINU EINSAMALL
Við göngum um sýninguna
og það eru orð að sönnu að
Kjartan hefur hrifist af mörg-
um straumum í myndlist. í
byrjun sýningarinnar markar
Parísartími Kjartans áberandi
spor.
„f kringum 1950 fóru ís-
lenskir listamenn að leita í
auknum mæli til Parísar. Þar
voru fyrir menn eins og Thor
Vilhjálmsson og fleiri. I París
opnaðist algeriega nýr heim-
ur og við töldum okkur vera
komna í Paradís með Picasso,
Matisse og Braque fyrir ná-
granna. íslenska kólonían í
París hélt til á ákveðnum
kaffihúsum sérstaklega Café
Select. Café Select sóttu alls-
kyns listamenn og furðufugl-
ar og stemmningin var þann-
ig að þú gast alveg eins átt
von á því að rekast á Sartre á
næsta borði. “
Kjartan kenndi við Mynd-
lista- og handíðaskólann í 25
vetur og fyrir utan það segir
hann að honum hafi gefist lít-
ill tími til að sinna öðru en
myndlistinni:
„Ég fer öðru hverju í stúd-
íureisur, annars er ég mest
heima fyrir að mála. Lífið
verður viðburðasnautt hjá
manni sem er gagntekinn af
myndlistinni. í raun og veru
eyðir hann stærstum hluta af
Risaeólan aftur á stjá
— Stefnir í hljódver í Bandaríkjunum
Blaðamaður hitti tvo með-
limi hljómsveitarinnar á
ónefndum veitingastað hér í
höfuðborginni, þau Margréti
Kristínu Blöndal, Möggu
Stínu, og Sigurð Guðmunds-
son. Margrét spilar á fiðlu og
syngur en Sigurður slær á
létta gítarstrengi. í stuttu
spjalli lýstu þau sögu hljóm-
sveitarinnar. Hún var stofnuð
árið 1988 til að spila eitt lag í
sjónvarpi, en hélt svo áfram
vegna þvingana frá aðdáend-
um, sögðu þau. í gegnum
kunningsskap við Sykurmol-
ana gátu þau svo fengið sinn
fyrsta hljómplötusamning.
Síðan hafa þau farið í utan-
landsferðir sem hafa verið
ósköp dýrar og notað ágóð-
ann af tónleikahaldi hérlend-
is til að borga niður ferðirnir.
Nú eru þau aftur komin i
hljóðver og segjast ætla að
taka upp „prufur" hér á Is-
landi en fara svo til Banda-
ríkjanna að fullgera lög á
hljómplötu.
Magga Stína og Sigurður
höfðu það að segja um aðra
meðlimi sveitarinnar, að
greindarvísitala þeirra væri
langt fyrir neðan fátækra-
mörk Sameinuðu þjóðanna
og að þau væru því í félags-
skap sem hentaði þeim vel.
Einnig vildu þau koma því á
framfæri, að þau berðust fyr-
ir því að Nelson Mandela yrði
stungið inn aftur, svo þau
gætu haldið áfram að berjast
fyrir því að honum yrði
sleppt.
Barði Jóhannsson, grunnskóla-
nemi í starfskynningu.
lífinu einsamall. En núna
þegar ég stend á sjötugu vinn
ég meira en nokkru sinni fyrr
og það er nú einu sinni kost-
urinn við gamals aldur að
það er færra sem glepur.“
BERA ALIN UPP í
PILSFALDI SELMU
I pistli sem þú skrifaðir um
yfirlitssýningu þína ertu ansi
harðorður í garð listfræð-
inga:
„Ræfilstuskurnar, ég segi
ekki að þeir séu háskalegir.
Þeir eru meira í ætt við mý-
bit. í staðinn fyrir að sinna
fræðslu um listasögu eru þeir
sífellt að reyna að belgja sig
upp í að vera einhverslags
andlegir leiðtogar. Þeir eru
yfir sig ástfangnir af listagyðj-
unni en hún er ekki ástfangin
af þeim, því miður," segir
Kjartan og glottir.
Kjartan verður skyndilega
skelmislegur á svipinn og
spyr hvort ég sé kannski list-
fræðingur. Þegar ég trúi hon-
um fyrir því að ég sé mest
ófróð um alla skapaða hluti
heldur hann áfram:
„Ég álít að Bera Nordal
misskilji hrapallega hlutverk
sitt sem forstöðumaður Lista-
safns íslands þegar hún er
farin að haga sér eins og ein-
hver framúrstefnu-gallerí-
haldari á meginlandinu.
Ég tel það fráleitt að geð-
þóttaákvarðanir einstakra
manna og kvenna og jafnvel
persónuleg tengsl eigi að
ráða listaverkakaupum safns-
ins. Listasafnið hætti að
kaupa af mér myndir þegar
ég móðgaði Selmu gömlu og
Bera er alin upp í pilsfaldin-
um á henni og á sér sína
draumaprinsa líkt og hún.
Það eru fjölmargir góðir lista-
Magga Stína: Viljum
Nelson Mandela
bak við lás og slá,
svo áfram verði
hægt að berjast
fyrir frelsi hans.
menn sem Listasafnið kaupir
ekki af af svipuðum ástæð-
um.“
GRAFHÝSI YFIR
VERK ERRÓS
Þú minnist einnig á Korp-
úlfsstaði:
„Er þetta ekki makalaust?
Þarna var kominn vísirinn að
ævintýralegri menningar-
miðstöð sem mundi ekki eiga
sinn líka á Norðurlöndum. Þá
er gripið í taumana. Það er
næsta víst núna að Korpúlfs-
staðir munu ekki fá að verða
lifandi stofnun. Þeir munu
grotna niður í algerri van-
hirðu eða þá þeir verða gerð-
it að grafhýsi yfir verk Errós
sem ég tel fremur vafasaman
heiður fyrir hann. Það er
dæmigert fyrir kotríki og ný-
ríka menn að það fer öll ork-
an í pjatt eins og ráðhús og
önnur tiltölulega marklaus
steinsteypuflykki. íslending-
ar eru alltaf að barma sér yfir
því að vera útundan í nor-
rænni samvinnu, það er
næstum eins og við álítum
okkur vera hlunnfarin í sam-
vinnu þessara þjóða. Sjálf
leggjum við síðan ekkert af
mörkum. Það eru ótal bú-
staðir sem íslenskum lista-
mönnum standa til boða á
Norðurlöndum en hér er eng-
inn slíkur bústaður utan einn
og hann er á vegum Hafnar-
fjarðarbæjar. Það er fullt af
erlendum listamönnum sem
myndu vilja sækja okkur
heim. Það yrði stórgróði.
Þetta fólk myndi gefa lista-
safninu verk eftir sig þegar
það færi.“
Eitthvað að lokum Kjartan?
„Já, ég ætla aldrei að hætta
að rífa kjaft meðan ég lifi.“
Stjörnuhrap
tímans
Fótatak tímans ettir
Kristínu Loftsdóttur sem
kom út nú fyrir jólin og
var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverölaun-
anna hefur fengiö mjög
misjafna umfjöllun í rit-
dómum. Annars vegar
var bókin hlaöin lofi og
hins vegar birtist mjög
harkalegur ritdómur
Silju Aöalsteinsdóttur í
Þjóöviljanum og slœm-
ur ritdómur Astu Svav-
arsdóttur í febrúarhefti
tímaritsins Veru. Bókin
hlaut þann vafasama
heiöur aö vera tilnefnd
til íslensku bókmennta-
verölaunanna og tel ég
þaö skýra margt í um-
fjöllun fólks um bókina.
Kristín Loftsdóttir er
ungur höfundur og var
aö gefa út aöra bók
sína. Sú fyrri Fugl í búri
kom út þegar Kristín
var aöeins 19 ára göm-
ul.
Eitthvaö segir mér aö
Silja Aöalsteinsdóttir
heföi fjallaö vinsamleg-
ar um bókina efþessari
bók heföi skolaö hljóö-
legar upp á land í okkar
ágœta jólabókaflóöi en
raun bar vitni. Þaö
heföi bókin sjálfsagt
líka gert ef ekki heföi
komiö til afar hœpin
samtrygging íslenskra
bókaútgefenda i sam-
bandi viö tilnefningar til
bókmenntaverölaun-
anna. Höfundum sem
eru aö stíga sín fyrstu
spor á ritvellinum er
nefnilega ákaflega lítill
greiöi geröur meö
óveröskulduöum oröu-
veitingum og stjörnu-
pólitík listalífsins.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
S.ÞOR