Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 7. MARS 1991
7
Eftir yfirtöku Búnaðarbankans á Hótel íslandi er Ólafur Laufdal eignalaus maður en skuldar samt um 100
milljónir. Ólafur samdi hins vegar um sjö ára leigusamning á skemmtistaðnum gegn því að teíja ekki yfirtök-
una um allt að tvö ár með þyí að fara í gjaldþrotameðferð.
í samkomulagi Búnaðarbankans við Ólaf Laufdal um
yfirtöku bankans á Hótel. íslandi er kveðið á um að fyrir-
tæki barna Ólafs fái leigusamning til sjö ára á skemmti-
staðnum í hótelinu. Að sögn Sólóns Sigurðssonar, banka-
stjóra Búnaðarbankans, var þessi samningur gerður þar
sem að öðrum kosti hefði verið hætt við að bankinn
hefði þurft að ganga að Ólafi og knýja hann í gjaldþrot
til að fá hótelið. Það hefði getað tekið allt að tvö ár.
Þessi samningur er það sem Ólafur heldur eftir af veldi
sínu. Hann á reyndar enn Álfabakka 9 hf. sem á Sjallann
á Akureyri en skuldir þess fyrirtækis eru langt umfram
söluverð Sjallans. Eins á sonur hann eignir Hótels Austur-
lands á Fáskrúðsfirði. En allar aðrar eignar Ólafs eru
horfnar, þar með talið einbýlishúsið hans. Lauslega áætl-
að má telja að Ólafur hafi tapað hátt í 350 milljónum á
Hótel íslands-ævintýrinu.
að þurfa að bíða í tvö ár eftir að
En smærri verktakar og við-
skiptamenn Ólafs munu einnig tapa
umtalsverðum fjármunum á þessu
ævintýri sem lauk fyrir tæpri viku
með yfirtöku bankans á Hótel ís-
landi.
BANKINN GREIDDI 111
MILLJÓNIR UMFRAM
EIGIN LÁN
Það verð sem Búnaðarbankinn
greiddi fyrir Hótel ísland var 844
milljónir króna. Veð Búnaðarbank-
ans sjálfs voru upp að 733 milljón-
um króna á húsinu. Með yfirtökunni
greiddi bankinn því öðrum lánar-
drottnum Ólafs sem voru aftar í
veðröðinni 111 milljónir. Stærstur
þessara lánardrottna var ríkissjóður.
Ef bankinn hefði sótt hótelið með
því að setja Ólaf í gjaldþrot hefði
hann komist hjá því að greiða þess-
ar 111 milljónir. En hann mat þær
fórnarinnar virði ásamt áðurnefnd-
um sjö ára leigusamningi. Með
þessu tvennu fríaði bankinn sig því
gjaldþrotameðferð lyki.
ÞEIR LÁNARDROTTNAR SEM
VILJA GETA KEYRT
ÓLAF í GJALDÞROT
Ólafur segist í dag skulda verktök-
um og öðrum sem hafa unnið við
hótelið um 90 milljónir. Þar af eru
um 70 milljónir með sjálfskuldar-
ábyrgð Ólafs. Sú ábyrgð er ekki mik-
ils virði í dag þar sem Ólafur er
eignalaus maður. Hann er búinn að
selja Herði Guðlaugssyni einbýlis-
hús sitt að Haukanesi 10. Búnaðar-
bankinn hefur síðan tekið allar aðr-
ar eignir hans.
Ólafur segist ætla að semja við
þessa lánardrottna sína. Hann bend-
ir á að enginn þeirra hafi hag af því
að ganga að sér. Mun meiri líkur séu
til þess að hann geti greitt eitthvað
af þessum skuldum til baka en að
eitthvað fáist með því að keyra hann
í gjaldþrot þar sem engar eignir
yrðu í búinu til að skipta á milli lán-
ardrottna.
Það er hins vegar ljóst að ef ein-
hver Iánardrottinn Ölafs kýs að
krefjast gjaldþrotameðferðar á hon-
um þá getur fátt komið í veg fyrir að
hann verði gerður upp.
BÖRN ÓLAFS FENGU
REKSTURINN FYRIR
EKKI NEITT
Um leið og Búnaðarbankinn tók
yfir Hótel Island var skipt um rekstr-
araðila að skemmtistaðnum í hótel-
inu. Álfabakki 9 hafði rekið staðinn
en nú hefur Arnól tekið við rekstrin-
um. Það fyrirtæki er í eigu barna Ól-
afs.
Arnól greiddi ekki krónu fyrir við-
skiptavild Álfabakka 9. Ólafur sagði
að nýja fyrirtækið hefði hins vegar
gengið inn í alla samninga við
skemmtikrafta og annað starfsfólk.
Hann neitaði því að með þessum
nafnaskiptum á rekstraraðila
skemmtistaðarins væru ýmsar
rekstrarskuldir skildar eftir á gamla
fyrirtækinu, sem er svo til eigna-
laust og hefur engan rekstur. Hann
sagði að á undanförnum árum
hefðu allar rekstrarvörur verið
méira og minna staðgreiddar. Því
væru ekki teljandi rekstrarskuldir á
fyrirtækinu umfram þær 90 milljón
króna skuldir sem hvíla á því vegna
framkvæmdanna við Hótel ísland.
Ólafur og fjölskylda stóðu á svip-
aðan hátt að skiptum á rekstaraðila
að Hótel Borg. Pósthússtræti 11 hf.
afhenti fyrirtækinu Austurvelli
reksturinn án endurgjalds.
HUGSANLEGT AÐ RIFTUNAR
VERÐI KRAFIST
Að sögn Sólóns Sigurðssonar
bankastjóra lét bankinn kanna
hvort þessi skipti á rekstraraðila
stæðust um leið og aðrir þættir
samnings bankans við Ólaf voru
kannaðir. Lögmenn bankans hefðu
komist að því að líkast til yrði þess-
um samningum ekki rift, en gat þess
jafnframt að hugsanlega kæmust
aðrir lögfræðingar að annarri niður-
stöðu. Ef krafa um slíkt kæmi fram
í kjölfar gjaldþrota Álfabakka 9 og
Pósthússtrætis 11 væri það bústjóra
að meta hvort það borgaði sig fyrir
búið að fara í riftunarmál.
Hvort sem af því verður eða ekki
er ljóst að umtaisverð verðmæti
liggja í viðskiptavild þeirra
skemmtistaða sem þessi fyrirtæki
ráku. Það sést best á því að bankinn
og Ólafur prúttuðu tii um lengd
leigusamningsins sem gerður var
við Arnól hf. Ólafur krafðist fyrst 10
ára leigusamnings en bankinn vildi
mun styttri leigutíma. Lokaniður-
staðan, sjö ár, var samkomulagsat-
riði.
Verðmæti rekstursins sést einnig
á því að Búnaðarbankinn keypti Ól-
af í raun til þess að samþykkja yfir-
töku bankans á hótelinu með því að
gera við hann leigusamninginn.
ÓLAFUR HEFUR TAPAÐ
350 MILLJÓNUM
En þrátt fyrir að Ólafur haldi eftir
sjö ára leigusamningi á skemmti-
staðnum á Hótel íslandi innan fjöl-
skyldunnar er Ijóst að hann hefur
tapað gífurlegum fjármunum á
byggingu hótelsins.
I upphafi átti hann umtalsvert fé
inni í Búnaðarbankanum og auk
þess Broadway skuldlaust. Það var
ekki fyrr en hann var búinn að
steypa upp skemmtistaðinn að hann
kom til bankans að fá lán. Að nafn-
verði lánaði bankinn honum fyrst
200 milljónir og síðar 100 milljónir.
Þessi lán hafa síðan hlaðið utan á sig
vöxtum og vanskilavöxtum. Ólafur
hefur engin ný lán fengið hjá bank-
anum undanfarin þrjú ár.
Það má því segja að Ólafur hafi
tapað Broadway á byggingu hótels-
ins og rúmlega það. Söluverð Broad-
way til Reykjavíkurborgar var um
200 milljónir á núvirði.
Önnúr leið til að meta tap Ólafs er
að bera saman matsverð á kostnað-
arverði hótelsins við það verð sem
Búnaðarbankinn greiddi fyrir það.
Mat sérfræðinga segir að það kosti
hátt í 1.200 milljónir að byggja hót-
elið í dag. Búnaðarbankinn greiddi
hins vegar um 350 milljónum minna
fyrir það.
„AUÐVITAÐ ER ÉG SÁR“
Ólafur Laufdal sagði í samtali við
PRESSUNA að líkiega hefði hann
komið betur út úr þessu dæmi ef
bankinn hefði tekið hótelið fyrir
þremur árum. Þá væri hann í það
minnsta laus við þær 70 milljónir
sem hann skrifaði upp á í sjálfskuld-
arábyrgð síðastliðið vor. Þá trúði
hann því að hann héldi hóteiinu. Því
hefði hann einnig trúað í desember
síðastliðnum þegar rætt hefði verið
um að bankinn tæki hótelið en hann
fengi að halda skemmtistaðnum.
„Auðvitað er ég sár yfir því hvern-
ig þetta hefur endað,“ sagði Ólafur.
„Ég hélt að ég ætti eignir en komst
að því einn daginn að ég átti ekki
neitt.“
Hann benti á að ef hann hefði
skuldað bankanum minna hefði
bankinn tekið hótelið fyrir minni
upphæð. Brunabótamat og önnur
matsverð á eignunum sem hann
hefði lagt vissan trúnað á hefðu
reynst einskis virði.
Gunnar Smári Egilsson