Pressan - 13.06.1991, Page 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13.JÚNl'l991
Þokkadís íslands var val-
in meö pompi og prakt á
Rauöu myllunni siöast-
liðið laugardagskvöld af
sérstakri dómnefnd og ::
gestum. Helsta sérfræö-
ingi iandsins í feguröar-
drottningum HEIÐARI
JÓNSSYNI var boðið sæti
í dómnefndinni en þáöi |
það ekki. Það gerðu aftur ||
á móti Egill Ólafsson,
Jóka í Skaparanum, Katý
Hafsteins, Ingibjörg í
Sautján og danshöfund-
urinn Sylvia von Kos-
poth.
Grínistinn LADDI, sem
hingað til hefur ekki
komið fram öðruvísi en i
gerfum þeirra persóna
sem hann hefur skapað,
er nú að æfa annarskon-
ar skemmtidagskrá.
Hann ætlar að sitja í eig-
in persónu á stól og
ryðja út úr sér bröndur-
um fyrir áhorfendur líkt
og sjónvarpsstjarnan
Dave Allen.
Skemmtanastjórinn i
Casablanca, Sigurjón
Sigurðsson, betur
þekktur sem DlDDI er
horfinn af landi brott til
árlegra sumarstarfa sem
fararstjóri á Spánar-
ströndum. Diddi verður
úti í allt sumar, en LAUF-
EY JOHANSEN hefur ver-
iö ráðin skemmtana-
stjóri í fjarveru hans.
Hún hefur ekki komið
nálægt slíku áður, en
hefur þó tengst
skemmtanalífinu sem
einn af f jórum eigendum
icelandic Models.
Skemmtanastjórastarf-
ið er þó ekki eina starf
Laufeyjar, hún vinnur
líka sem flugfreyja hjá
Atlantsflugi.
Finnst þér gaman að
bíða eftir strætó, Sveinn
Andri?
,,Mér þótti gaman ad bíöa
eftir strœtó."
Sveinn Andri Sveinsson er formad-
ur stjórnar Strætisvagna Reykjavik-
ur. en stjórnin hefurákveðið að leiðir
sem áður óku á 15 minútna fresti
verði á 20 minútna fresti i framtið-
inni.
Ester Ósk Erlingsdóttir verður 18 ára þann 29. júlí. Hún tók þátt
í keppninni Ungfrú Reykjavík og er í Módel 79, en módelstörf
eru eitt helsta áhugamál hennar.
Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Nei.
Finnast þér Islendingasögurnar
skemmtilegar? Nei, það finnst mér ekki.
Ertu í líkamsrækt? Nei, ekkert upp á
síðkastið. Ég fer aðallega í sund.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Jarðarberjajógúrt.
Ertu í Ijósum? Nei.
Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? Já, mér
finnst það skipta miklu máli.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Boucheron.
Hvernig strákar eru
mest kynæsandi?
^Dökkhærðir, frekar
,brúnir með græn augu.
Hvað gerir þú á
sunnudögum? Er með
kærastanum þegar hann er
heima. Við förum oft í bíó á
sunnudagskvöldum.
Svo finnst mér ofsalega
gaman að fara út að k
Við hvað ertu
Að vera ein á nótt-
unni. Ég er rosalega
myrkfælin.
Kanntu að elda? Já.
Sefurðu í náttfötum?
Já. Stundum.
Hvað ætli það sé sem
dregur toppana hjá sjón-
varpsstöðinni MTV í Evr-
ópu og Bandaríkjunum tii
íslands? Jú, flótti frá dag-
legu amstri á meðan lagt
er á ráðin og bornar sam-
an bækur um framtíð
stöðvarinnar. Áður en
sjálfar fundaseturnar hóf-
ust á mánudag fékk
starfsfólkið tíma til að
slaka á, ríða út og skoða
landið. Auk þess sen\ far-
ið var á ball á Hótel Is-
landi. Staður sem sannast
sagna vakti ekki mikla
lukku. Of alþjóðlegur:
„Ég gæti verið hvar sem
er,“ var viðkvæðið.
Stjórnarformaðurinn Tom
Freston, sá sem er pott-
urinn og pannan á bakvið
velgengni stöðvarinnar,
lét þó þau orð falla að
hann hefði sjaldan séð
eins mikið af fallegu
kvenfólki saman komið á
einum stað. Og ég sem
hélt þetta væri klisja sem
við Islendingar hefðum
fundið upp ... Nú í viku-
lok er svo von á upptöku-
og þáttagerðarmönnum
frá sömu sjónvarpsstöð
til að taka upp efni á tón-
leikunum í Kaplakrika á
mánudaginn.
Spilar púkó
tónlist
og liðið
fær kast
Gótfid ó efri hœdinni dú
ar, flöskur eru uid þad að
detta úr hillum á nedri
hœðinni og fyrir utan treðst
fólk í fáránlega biðröð og
vill komast inn. Við erum á
22ur við Laugaveginn þar
sem gestir staðarins á þrí-
tugsaldri hafa undanfarnar
helgar stigið trylltan dans
við lög eins og Ryksugan á
fullu og Tröllið og Gríma.
Það er skífuþeytaranum
Margréti Gústavsdóttur sem
hefur tekist að ná upp góðri
partýstemmningu á efri
hœðinni með fáránlegu
lagavali. Og það virkar. Eða
eins og hún segir sjálf: „Ég
spila svo hallœrislega mús-
ík. Gamlar íslenskar plötur
og gamalt korný diskó. Allt
sem fellur undir það aö
vera púkó, en samt svolítið
skemmtilegt. Þetta eru lög
frá áttunda áratugnum sem
fólki fannst ferlega púkaleg
fyrir nokkrum árum, en fœr
kast þegar það heyrir þau
núna." Og það eru víst eng-
ar ýkjur.
Magga hefur ekki fengist
mikið við það að þeyta skíf-
um áður, en hefur þó skoð-
un á því hvernig góðir
plötusnúðar eigi að vera.
„Annað hvort verða þeir að
spila hard core hip hop, þar
sem fólk fellur í trans og
dansar þangað til svitinn
lekur af þvi, eða fullt af lög-
um sem fólk getur sungið
með og farið í halarófu og
dansað hringdans." Magga
stefnir þó ekki að neinum
frama sem plötusnúður.
Hún hœttir um mánaðamót-
in á 22ur til að fara að
leika í kvikmyndinni Sód-
óma í Reykjavík.
LÍTILRÆÐI
af miðbæjargæfu
Mér þykir afskaplega
vænt um miðbæinn, sem er
ekki nema von því ég er þar
fæddur og uppalinn og hef
raunar í miðbænum i
Reykjavík alið allan minn
aldur.
Það er víst háttur skrif-
glaðra manna að drepa helst
niður penna um það sem
þeim er kærast, enda hef ég
skrifað margar greinar um
miðbæinn og einhverntím-
ann heila bók um Kvosina.
Mér hefur alltaf fundist
Austurstræti ákaflega
merkilegt því það hefur
löngum, fyrir utan að vera
gata, verið nokkurskonar
spegilmynd af árstíðum,
veðurfari, sálarástandi og
mannlífinu í Reykjavík.
Þegar loftvogin fellur
hverfur fólkið úr götunni og
þegar kólnar í veðri leggst
hún í dvala.
En um leið og sér til sólar
er einsog lífsanda sé blásið í
Austurstrætið af þeim fítons-
krafti að mannlíf kviknar á
hraða ljóssins í þessari
furðulegu göngugötu.
Flagarar við iðju sína, dað-
urdrósir að gafa falskar von-
ir, ungt fólk að draga sig
saman, eða segja hvert öðru
upp, ósofnir bankamenn að
skunda í vinnuna, útsofnir
mangarar að opna búðir sín-
ar og skransalar með kaup-
mann í maganum að breiða
úr glingri sínu til að selja
kaupglöðum vegfarendum
óþarfa, Ijóðelskir reikunar-
menn með furðulega kokk-
teila á ennþá furðulegri
flöskum, blómarósir, trúba-
dúrar, drukknir ofbeldis-
menn og frelsaðir bindindis-
menn á bleiku skýi.
Allir að njóta þess að spás-
séra um Austurstrætið í góða
veðrinu einsog raunar hefur
verið gert frá því það hét
Langastétt og seinna á
,,Rúntinuin“. Og nú á síðustú
árum hafa ungir og gamlir,
fallegir og Ijótir, blankir og
ríkir, góðir og vondir fyllt
Austurstrætið ásamt með líf-
gjafa sínum, blessaðri sól-
inni, og notið þess að losna
við bílana, tækniundur og
guðblessun samtíðarinnar,
úr augunum, eyrunum og
nefinu rétt sem snöggvast.
Austurstrætið er nefnilega
göngugata.
En það er fleirum en mér
sem þykir vænt um Austur-
strætið.
Kaupmenn elska það líka
útaf lífinu, eða í bókstaflegri
merkingu, sjá ekki sólina
fyrir því.
I kringum ást sína á Aust-
urstræti, og raunar miðbæn-
um öllum, stofnuðu fjárafla-
menn á árunum „Miðbæjar-
samtökin" til eflingar á far-
sæld „Kvosarinnar" en gæfa
þessa bæjarhluta virðist, að
þeirra dónii, helst byggjast á
því að greiðfært sé fyrir bíla
um göngugötuna og sem
mest geymslurými fyrir bif-
reiðar í miðbænum.
í hinni vikunni héldu
„Kaupmannasamtökin"
fund á Borginni og var meg-
inefni fundarins að afleggja
Austurstræti sem göngugötu
og „efla“ miðbæinn með
aukinni bílaumferð, opna
áfengisútsölu og stytta gjald-
skyldu stöðumæla en um-
fram allt að hraða uppbygg-
ingu á bílastæðum og þó sér-
staklega undir Austurvellin-
um.
Ef farsælt gamla miðbæj-
arins byggist á því að auka
þar bílalíf á kostnað mann-
lífs þá legg ég til að asfalter-
að verði yfir allt draslið fyrir
bíla og bísness og þeir sem
hafa rómantíska væmni að
leiðarljósi komi sér bara eitt-
hvað annað til að njóta lífs-
ins.
Enda er ég fluttur úr
gamla góða miðbænum
mínum og mun, ef að líkum
lætur, verða að láta mér
nægja að njóta hans í minn-
ingunni.
Ég á mér nefnilega þann
draum að eyða ellinni ein-
hversstaðar þar sem mann-
eskjan er rétthærri en mask-
ínan.
.. fA:
Wm ■: ■ '
Flosi Ólafsson