Pressan - 13.06.1991, Síða 5
« • l' *•" ...
(
__ jóðleikhúsið mun hafa ráðið
Sigríði Margréti Guðmundsdótt-
ur í starf leikhúsritara í stað Signýj-
ar Pálsdóttur sem farin er norður
að stýra Leikfélagi Akureyrar. Sig-
ríði þekkja margir sem Sirrý í Stund-
inni okkar í gamla daga ...
E
■ f einhverjir eru ekki enn bunir
að sjá Möggu Stínu, Dóru Wonder
og hinar Risaeðlurnar á sviði, þá
gæti það verið orðið
of seint. Ábyggileg-
ar heimildir herma'
að hljómsveitin sé
hætt fyrir fullt og
allt. Önnur vinsæl
hljómsveit, Langi
Seli og Skuggarnir,
mun einnig vera að leggja upp laup-
ana...
A
timabili leit ut fyrir að sera
Gunnlaugur Stefánsson þing-
maður Alþýðuflokksins á Austur-
landi yrði eini Aust-
firðingurinn í fjár-
veitinganefnd og
sæti þar með einn
að fjárstreyminu
austur Halldór Ás-
grímsson mun hins
vegar hafa komið í
veg fyrir það á síðustu stundu með
því að berja það í gégn í þingflokkn-
um að Jón Kristjánsson tæki sæti
í nefndinni. Þar með eiga Austfirð-
ingar tvo fulltrúa í fjárveitinga-
nefnd . ..
|L|
■ ^Bú heyrist að íslendingar hafi
loksins eignast kvikmyndastjörnu.
Ingvar Sigurðsson leikari mun
leika aðalhlutverkið
í kvikmyndinni lnga
Ló á grænum sjó
sem unnið er að í
sumar. Á meðan
aðrir leikarar í
myndinni fá 15 þús-
und krónur á dag
heyrist að Ingvar geri kröfu um 40
þúsund krónur. Einnig hefur heyrst
að umboðsmaður hans hafi farið
fram á bætur fyrir hans hönd vegna
þess að tökur drógust. Ingvar mun
vera eini leikarinn á íslandi sem hef-
ur sérstakan umboðsmann ...
I*yrir skömmu var sú hugmynd
uppi að selja húsbréf á erlendum
mörkuðum og strax heyrðust kröft-
ugar úrtöluraddir,
ekki síst frá Þórarni
V. Þórarinssyni
framkvæmdastjóra
VSÍ, sem sæti á í
stjórn Sambands al-
mennra lífeyrissjóða
og Hrafni Magnús-
syni framkvæmdastjóra Sambands
almennra lífeyrissjóða. Ein rökin
fyrir því að selja húsbréf á erlendum
mörkuðum eru þau, að minnka það
heljartak sem lífeyrissjóðirnir hafa.
Þannig er talið að ef aðeins lítill
hluti seldist erlendis myndi það
leiða til lækkunar vaxta. í ljósi þessa
segja menn afar eðlilegt að forsvars-
menn lifeyrissjóðanna andmæli
sölu húsbréfa á erlendum mörkuð-
um, þar sem þeir hafi beina hags-
muni af því að einskorða söluna við
innanlandsmarkað ...
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ1991
A
i^^Mlheimsfegurðardrottningin
Linda Pétursdóttir mun vera á för-
um til Japans, að starfa fyrir módel-
skrifstofuna Gap í
Tókíó. Síðast sást til
Lindu á sundbol á
Austurvelli aðfara-
nótt mánudags, þar
sem hún ásamt
Berglindi Johan-
sen og fleiri fyrir-
sætum var við módelstörf fyrir
tímaritið Mannlíf...
A
miðstjómarfundi Alþýðu-
bandalagsins á Selfossi um síðustu
helgi kom upp sérkennileg staða.
- Ólafur Ragnar
Grímsson formað-
ur flokksins og
Steingrímur J. Sig-
fússon varaformað-
ur báru í sameiningu
upp tillögu að álykt-
un sem fól í sér heift-
arlega gagnrýni á Alþýðuflokkinn.
Þar sagði meðal annars, að Alþýðu-
flokkurinn væri ekki raunverulegur
jafnaðarmannaflokkur og hefði
aldrei verið. Nokkrir Birtingarmenn
brugðust illa við þessu strax og and-
mæltu, þar á meðai Kjartan Val-
garðsson, sem taldi það ekki skyn-
samlega pólitík að sparka í alla Al-
þýðuflokksmenn á einu bretti. Und-
ir þetta sjónarmið tóku fleiri fundar-
menn, þar á meðal Margrét Frí-
mannsdóttir og Svavar Gestsson.
Menn höfðu því í flimtingum að
þarna hefðu myndast sérkennilegar
blokkir, Birtingar, Svavars og Sunn-
lendinga annars vegar og Stein-
gríms og Ólafs Ragnars hins veg-
ar.. .
LITLA BÓNSTÖÐIN SF.
Síðumúla 25 (ekið niðurfyrir)
Sími 82628
Alhliða þríf á bílum
komum inn bílum af
öllum stærðum
Opið 8:00—19:00 alla daga
nema sunnudaga
Háskólabíó frumsýnir
HAFMEYJURNAR
Þetta er mamma okkar
Biddu fyrir okkur
Cher, Bob Hoskins og Winona
Rider undir leikstjórn Richards
Benjamin fara á kostum
í þessari eldfjörugu
grínmynd. Myndiner
full af frábærum
lögum, bæði nýjum
oggömlum.sem gerir
myndina ad stórgóðri
skemmtunfyriralla
fjölskylduna.
Mamma, sem leikin er af Cher,
er sko engín venjuleg mamma.
MERMAIDS
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10