Pressan - 13.06.1991, Page 11

Pressan - 13.06.1991, Page 11
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNl 1991 Umboðsmaður FlekkeQord Slipp á íslandi telur að Simek a/s hafi haft vel staðsettan en leynilegan umboðsmann hér á landi til að hyggja Simek a/s smíði feijunnar. Grunur leikur á að Simek hafi fengið að lækka lokaboð sitt um 40 til 50 milljónir til að komast niður fyrir FlekkeQord. norsx^^B SKIPASMHMSTOB 0 LEWIWL VIO ISLENSKA RIKIO Skipasmíðafyrirtækið Flekkefjord Slipp og Maskinfa- brikk A/S (FSM) í Noregi íhugar nú að fara í mál við ríkið og Herjólf hf. vegna vinnubragða við mat á tilboðum í nýja ferju Herjólfs. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR virðist sem Simek A/S hafi fengið tækifæri til að lækka tilboð sitt um 40 til 50 milljónir íslenskra króna. Þá reiknuðu smíðanefndarmenn og ráðgjafar hennar mis- mun á útfærslu tilboða FSM og Simek ríflega 30 milljónir Simek í hag. Með þessu móti lækkaði tilboð Simek eftir opnun lokatilboða um nálægt 80 milljónir íslenskra króna, en tölur þar um hafa aldrei verið gerðar opinber- ar. FSM hefur ítrekað leitað eftir skýringum hjá Herjólfi hf. um út- reikninga á endanlegum tilboðum og út frá hvaða forsendum var geng- ið þegar Herjólfur hf. komst að þeirri niðurstöðu að lægra tilboð FSM væri í raun hærra en tilboð Simek A/S. Fyrirtækið hefur fengið svör sem það telur ekki fullnægj- andi. „Við sættum okkur ekki við meðferð málsins og höfum nú þegar afhent öll gögn varðandi málið til lögfræðinga," segir Sigmund Krosl- id, talsmaður FSM. SÍFELLDAR BREYTINGAR Á FORSENDUM ÚTBOÐSINS Forsaga málsins er að fyrir rúmu ári stóð Skipatækni fyrir alþjóðlegu útboði vegna smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju, sem fyrirtækið hafði sjálft hannað. Tilboð voru opn- uð 20. júlí 1990 og buðu um 20 aðil- ar í smíði hinnar 70,5 metra löngu ferju. í þessari umferð var FSM með fjórða lægsta tilboðið, 126 milljónir norskra króna eða 1.174 milljónir ísl. króna á þáverandi gengi. Tilboð Simek var sjötta lægst, 133,4 millj- ónir norskra króna eða 1.243 millj- ónir íslenskar. Þrjú lægstu tilboðin komu frá aðilum í Taiwan, Banda- ríkjunum og Júgóslavíu. Fram að þessu var ferjumálið í höndum nefndar undir forsæti Hall- dórs Kristjánssonar í samgöngu- ráðuneytinu, en ráðgjafi nefndar- innar var Skipatækni. Eftir opnun tilboðanna var stofnuð ný nefnd til að ganga til samninga. Formaður hennar var Ragnar Oskarsson for- maður Herjólfs hf., en fulltrúi fjár- málaráðuneytis Sveinbjörn Óskars- son. Ákveðið var að biðja um ný tilboð frá þeim sem uppfylltu öll skilyrði, vegna breytinga á hönnun skipsins, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir breikkun ferjunnar. Fimm skipasmíðastöðvum var gefinn kostur á að bjóða í verkið. Enn urðu þó breytingar á forsendum, því í nóvember 1990 kom, samkvæmt Ragnari Óskarssyni, í Ijós að gera þurfti nokkrar breytingar á skipinu, það var létt og einnig voru gerðar breytingar í samræmi við ábending- ar t.d. frá áhöfn Herjólfs. „SAMRÆMINGAR“ EFTIR LÆGSTA TILBOÐIÐ FRÁ FLEKKEFJORD Tilboð að svo breyttu voru opnuð 19. febrúar sL, en tölur og skilmálar þar um hafa aldrei verið gerðar op- inberar og ekki er einu sinni ljóst hvort tiiboðin voru tvö eða fimm. Þó mun hafa verið upplýst og það stað- fest síðar að lægsta tilboðið í krón- um talið hafi komið frá FSM. Frétta- tilkynning þar um var gefin út og greint frá því að efnt yrði til samn- ingaviðræðna við FSM. A þessu stigi málsins kom upp ágreiningur milli Skipatækni og smíðanefndarinnar um meðferð af- greiðslu málsins, sem leiddi til þess að Skipatækni var ekki lengur form- legur ráðgjafi nefndarinnar, heldur Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræð- ingur og Ólafur Friöriksson tækni- fræðingur. Eftir þessar breytingar ber svo við að aðeins FSM og Simek var boðið að breyta tilboðum sínum með tilliti til þessa. Þótt tilboð FSM væri þannig lægst var nokkur munur á tilboðunum eft- ir afstöðu þeirra til ábyrgða og sekta og fleira. Samkvæmt Ragnari Ósk- arssyni formanni smíðanefndarinn- ar var þá ákveðið ,,að gera ýmsar samræmingar og senda báðum stöðvunum uppkast að samningi og óska eftir lokatilboðum í smíðina miðað við þessar forsendur. Báðar stöðvarnar skiluðu tilboðum, reynd- ar aðeins önnur miðað við þær for- sendur sem smíðanefndin hafði lagt fram. Var nú rætt við báðar stöðv- arnar og eftir nokkra fundi með þeim kom í Ijós að tilboð Simek A/S var hagstæðara og því var sú ákvörðun tekin að ganga til samn- inga við þá stöð um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju." „VEL STAÐSETTUR“ HULDUMAÐUR SIMEK Á ÍSLANDI? Umboðsaðili FSM, forstjóri Véla- sölunnar, Fridrik Gunnarsson, held- ur því fram að smíðanefndarmenn hafi gripið til eigin forsenda og ein- hverra óskilgreindra reikniformúla til að fá út þá niðurstöðu sem nefnd- armenn óskuðu eftir. Hann segir að vegna frágangs á lokatilboðum hafi FSM og Simek verið uppálagt að ganga út frá fyrri tilboðstölum. Það hafi FSM gert, en Simek hafi skyndi- lega verið komið með ailt aðrar og lægri tilboðstölur. PRESSAN hefur fengið staðfest að við þessa „sam- ræmingu" hafi tilboðstölur Simek lækkað um 40 til 50 milljónir ís- lenskra króna. Sem fyrr segir virðist Simek ekki hafa sérstakan umboðsaðila hér á landi. Friðrik Gunnarsson umboðs- maður FSM heldur því hins vegar fram að hann hafi heimildir fyrir því að annað sé uppi á teningnum. „Ég hef góðar heimildir fyrir þvi að for- stjóri Simek hafi sagt á fundi með verkstjórum sínum að þeir skyldu ekki hafa áhyggjur af málinu, því stöðin myndi fá verkefnið. „Vel stað- settur" umboðsmaður myndi sjá til þess. Hver þessi huldumaður er veit ég ekki, né heldur hvað felst í orð- unum vel staðsettur. Og ég leiði eng- um getum að því hver hann geti ver- ið. Aðalatriðið er þetta: Við erum að reyna að fá fram tölurnar á borðið. Við höfum skrifað Herjólfi hf. marg- oft og beðið um upplýsingar um töl- ur úr útboðinu 19. febrúar og einnig endanlegar samningstölur við Sim- ek, en ekki fengið. Það læðist óneit- anlega að manni sá grunur að þeir hafi haft rangt við, ef þeir leggja ekki fram þessar upplýsingar, sem þeim ber að gera, samanber ís- lenska staðla og reglur fjármála- ráðuneytisins." ENGIN KVÖRTUN, ENGU HALDIÐ LEYNDU, SEGIR RÁÐUNEYTIÐ Sveinbjörn Óskarsson í fjármála- ráðuneytinu sagði aðspurður að það væri mál Herjólfs hf. en ekki ráðu- neytisins að opinbera tölur í þessu sambandi. „En staðreyndin er sú að tölurnar frá 19. febrúar voru ekki samanburðarhæfar og ekki í sam- ræmi við setta skilmála, fyrst og fremst af hálfu Flekkefjord. Þegar samanburðargrundvöllur fékkst með ákveðnum útreikningum blasti við, að það var Simek sem átti hag- stæðara tilboðið, það fer ekkert á milli mála. Lokatilboð Simek er í grundvallaratriðum hið sama og samkvæmt tilboðinu sem opnað var 19. febrúar, með leiðréttingum, þar sem tillit er tekið m.a. til ábyrgða og afborgana. Það er búið að gera Flekkefjord grein fyrir okkar niður- stöðum, við höfum engu haldið leyndu í því sambandi og ráðuneyt- inu hefur ekki borist nein kvörtun," sagði Sveinbjörn. Friðrik Þór Guðmundsson Vestmannaeyjaferja Herjólfs hf. Simek A/S fékk samninginn og stjórnarformað- ur Herjólfs segir samningsverðiö 132,6 milljónir norskra króna eða tæplega 1.200 milljónir króna. í bréfi til Flekke- fjord Slipp kemur hins vegar fram talan 130,6 milljonir NOKR og í norskum fjöl- miðlum talan 135 milljónir NOKR. F\ W" ^ --isdn^s LlJH'WTlLlJmfr ÍSLAND / , þlenskf fonlistarsumar ^ounveruíegi „U , - GCD ■ >uni' ° geisladiski, plölu on , ’ P°,u°g kasseltu 17. jún! 3°00eSJo?o&TVÖUF 'i°ri5 er rétt oðby^6"1"' Vik,J- °9 20i°9^aáJ°U*SAMLEIÐ V°nto5' Ú»góhjlg° f r,e90 hah °9 slæl. útgáfa 275 lénl. SlM MTUR m FORTÍÐAR '60 20,63 r^XZfÁ'A °9 blomobörnum. Úlgófo27 'jfay' b'',Um v;5°"vöii.úœo;.^rvar5ú,um S**^!S***>*totr t°mas r. einarsson Gki’“^fes— '""“-ssSfe-.................................. 2 Æbsfriádí' 5KáHSfBER bi/omle.kum, GæSober ó ^°J’anle9 °l a g®oaprí$. íí T E N A R O i hornste 9 ‘denskrí *-*o tónUst Ó?Z?:°°'4' uf,d og fortíb. inn íslenskrar tónlistar!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.