Pressan - 13.06.1991, Side 12

Pressan - 13.06.1991, Side 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ1991 8MUJMM ■SÝNISKAST Það mun að öllum líkindum kosta almenning hátt í 8 milljarða að stjórnendur sjóða ríkisins létu bjartsýni ráða í stað heilbrigðrar skynsemi þegar fískeldismenn leituðu eftir lánum. En því miður er dæmið um fískeldið ekki einstakt. Það er lýsaiidi fyrir hvernig vörslumenn opinberra sjóða taka ákvarðanir. í þessum sjóðum eru um 300 milljarðar af 500 milljörðum á samanlögðum lánamarkaði fslendinga. Þegar fréttamenn gengu á Sverri Hermannsson, bankastjóra Lands- bankans, um daginn og spurdu hvernig stœði á því að bankinn hefði lánað um hundruðir milljóna til fiskeldisfyrirtœkja sagði hann ástœðuna aö stjórnendur bankans hefðu smitast afþeirri bjartsýni sem ríkti um framtíð greinarinnar fyrir fáum árum. Afraksturinn af þessu bjartsýniskasti verður að öllum lík- indum 1.200 milljón króna tap bankans. Og þessi bjartsýni smitaðist víða. Framkvœmdasjóður horfir fram á 2.165 milljón króna tap og er gjald- þrota. Byggðastofnun tapar allt að 1.800 milljónum, Fiskveiðasjóður Itklega 950 milljónum þegar upp er staðið og aðrir ríkissjóðir um 300 til 400 milljónum. Samanlagt hefur þetta bjartsýniskast kostað eigend- ur þessara lánastofnana, almenn- ing, um 7 milljarða umfram þann hálfa milljarð sem þegar er báið að ufskrifa. Það er því ekki ár vegi að spyrja hvort dœmið um fiskeldið sé ein- stakt eða lýsandi fyrir ákvarðanir vörslumanna þessara sjóða al- mennings. Hvort þeir láti heilbrigða skynsemi ráða ákvörðunum sínum eöa tilfinningasveiflur, á borð við bjartsýniskastið um árið. Það er eðlilegt að almenningur spyrji sig þessara spurninga. Eins og íslenska lánakerfið er byggt upp er gífurlega mikið í húfi. Um 60 pró- sent af íslenska lánamarkaðinum heyrir undir ríkisbanka, lánasjóði ríkisins, fjárfestingarsjóði í eigu rík- isins og aðrar lánastofnanir þar sem Alþingi og stjórnmálamenn skipa stjórnendur með beinum eða óbein- um hætti. Undirslíkar stjórnir heyra um 300 milljarðar af samanlögðum rúmum 530 milljarða útlánum ís- lenska lánakerfisins. Fiskeldið er ekki eina dæmið um hvernig stjórnendur þessara sjóða hafa kastað fjármunum á glæ. Loð- dýrarækt, ullariðnaður, rækju- vinnsla, gífurleg offjárfesting í sjáv- arútvegi og víðar. Allt eru þetta dæmi um útlánastefnu stjórnenda sjóða í eigu ríkisins. Það er ekki hægt að kenna fisk- eldismönnum eða þeim sem hafa staðið í öðrum vonlausum atvinnu- rekstri um hvernig fór. Það er al- menningi hættulaust þó einstaka menn fái bjartsýniskast. Það skaðar hins vegar almenning þegar þeir menn sem gæta eiga sjóða hans telja sig hafa efni á að smitast af bjartsýninni og gleyma helstu und- irstöðuatriðum í viðskiptum, eins og þeim að ganga úr skugga um að lík- ur séu á því að lántakandi geti end- urgreitt lán sín. Þegar saga fiskeldisins á íslandi er skoðuð kemur í Ijös að allan tímann sem þessar lánastofnanir voru að ausa fjármunum í greinina var fjöld- inn allur af teiknum á lofti um að hún mundi aldrei geta endurgreitt lánin. FJÖLDINN ALLUR AF TEIKNUM UM AÐ FISKELDIÐ MUNDI ALDREI SKILA ARÐI A sama tíma og fyrirtækin voru byggð upp hér voru aðrar þjóðir einnig að stórauka framleiðslu sína. Það var því Ijóst að það háa verð sem fiskeldismenn reiknuðu inn í áætlanir sínar átti .eftir að lækka. Þýskur sérfræðingur á matvæla- markaðinum spáði því fyrir um tveimur árum að eldislaxinn yrði hæna tíunda áratugarins. Hann mundi hrapa svo í verði að hann mundi keppa við hænur og ham- borgara í framtíðinni en ekki lúxus- mat eins og fyrir fáum árum. Á sama tíma og hér var lögð höf- uðáhersla á uppbyggingu strandeld- isstöðva vegna hættu á fiskadauða vegna sjávarkulda voru aðrar þjóðir að komast að því að kvíaeldi væri líkast til það eina sem hefði það lít- inn tilkostnað að það gæti staðið undir lágu heimsmarkaðsverði. Á sama tíma og ríkissjóðirnir lögðu fram hundruðir milljóna til uppbyggingar fiskeldis lögðu norsk stjórnvöld til 10 milljarða til að kaupa norskan eldisfisk af markað- inum til að hindra verðfall. Offram- leiðsla í heiminum var þá þegar orð- in vandamál sem aðrar þjóðir voru byrjaðar að reyna að sporna við. Loks má geta þess að íslenski laxastofninn þótti aldrei henta til eldis. Hann varð fyrr kynþroska en sá norski og hætti því fyrr að stækka. Á meðan Norðmenn fengu 3 kílóa lax fengu íslendingar ekki nema 1,6 kílóa lax út úr sama fóður- skammti og tilkostnaði. GRIPIÐ TIL SAMSKONAR RAKA EÐA RÉTTLÆTINGA OG í LOÐDÝRARÆKTINNI Fyrir utan fyrirsjáanlegt verðfall á heimsmarkaði var því ljóst að ís- lenskur lax í íslenskri strandeldis- stöð gæti aldrei keppt við norskan lax úr kvíaeldi. Það var einfaldlega alltof dýrt að framleiða íslenska lax- inn. Ofangreint er flest allt gamlar fréttir. Erlend blöð voru fyrir löngu byrjuð að fjalla um dökka framtíðar- mynd laxeldis og íslensk blöð fóru að afhjúpa bjartsýnistal fiskeldis- manna fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir það héldu lánastofnanir ríkis- ins áfram að lána. Og rökin sem seld voru almenn- ingi höfðu svipaðan feril og í loð- dýraræktinni fyrir fáum árum. Fyrst átti þetta að vera gullnáma. Síðan áttu íslenskar aðstæður að tryggja betri aðstæður og bætta samkeppn- isstöðu. Þar næst voru rökin þau að það væri búið að leggja svo mikið í greinina að eðlilegt væri að halda út til að tryggja þá fjármuni sem þegar lágu í mannvirkjum. Þegar fór að harðna á dalnum voru rökin orðin þau að það ætti að viðhalda ís- lenskri sérþekkingu. Og nú þegar algjört hrun blasir við öllum, meira að segja fiskeldismönnum, grípa þeir til svipaðra raka og loðdýra- bændur. Þeir segjast hafa verið hvattir til að fara út í greinina af rík- isvaldinu og því beri ráðamönnum siðferðileg skylda til að halda þeim á floti. EINVALALIÐ STÓÐ AÐ FJÁRAUSTRINUM í BJARTSÝNISKASTINU Og vissulega bera stjórnvöld, und- anfarnar ríkisstjórnir og stjórnend- ur lánastofnana ríkisins ábyrgð. Þeir sem stóðu fyrir mestu af fjár- austrinum voru eftirtaldir: Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, Tómas Árnason bankastjóri Seðlabankans og Sigur- geir Jónsson fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneytisins og nú- verandi forstöðumaður Lánasýslu ríkisins. Þessir voru í stjórn Fram- kvæmdasjóðs þegar hann lánaði út 2.165 milljónir til fiskeldis sem nú eru líklega allar glataðar. Matthías Bjarnason þingmaður, Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, Stefán Valgeirsson fyrrver- andi þingmaður, Olafur Þ. Þórðar- son þingmaður, Ragnar Arnalds þingmaður, Stefán Guðmundsson þingmaður og Elín Alma Arthúrs- dóttir viðskiptafræðingur. Þessi sátu í stjórn Byggðastofnunar þegar hún lánaði út megnið af 1.515 milljón króna lánum sínum til fiskeldis. Pétur Sigurðsson fyrrverandi þingmaður, Lúðvík Jósepsson fyrr- verandi ráðherra, Eyjólfur K. Sigur- jónsson endurskoðandi, Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Tímans, Jón Þorgilsson sveitarstjóri á Hellu, Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra og Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri. Þessi sátu í bankaráði Landsbankans á meðan hann lánaði út um 1.650 milljónir til fiskeldis. Björgvin Vilmundarson banka- stjóri Landsbankans, Árni Bene- diktsson framkvæmdastjóri, Friðrik Pálsson forstjóri SH, Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri Lands- sambands útvegsmanna, Ólafur Helgason fyrrverandi bankastjóri Utvegsbankans og Óskar Vigfásson formaður Sjómannasambands ís- lands. Þessir sátu í stjórn Fiskveiða- sjóðs þegar hann lánaði út 950 millj- ónir til fiskeldis. Auk þessa tóku stjórnir Atvinnu- tryggingasjóðs, Búnaðarbankans og Iðnþróunarsjóðs þátt í lánveiting- um til fiskeldisins. FRAMKVÆMDASJÓÐUR GJALDÞROTA, BYGGÐA- STOFNUN í HÆTTU OG LANDSBANKINN LASKAÐUR Þáttur Framkvæmdasjóðs í fisk- eldisævintýrinu er merkilegastur. Ekki bara fyrir að hann lánaði mest og er líklega búinn að glata öllu sínu eiginfé sökum þess. Heldur vegna þess að lögum samkvæmt var stjórn sjóðsins óheimilt að lána til fiskeld- isfyrirtækjanna. í lögum um sjóðinn segir að hann eigi að lána til ann- arra fjárfestingarlánasjóða ríkisins eða sambærilegra aðila. Með öðr- um orðum er honum ætlað að lána lánastofnunum og er óheimilt að lána beint til fyrirtækja. En það munu aðrir en Fram- kvæmdasjóður skaðast alvarlega. Landsbankinn horfir fram á um 1.200 milljón króna tap. Samkvæmt lögum er stefnt að því að viðskiptabankar hafi eigið fé sem nemur 7 prósent af niðurstöðutöl- um efnahagsreiknings. Þetta hlut- fall er í dag 6,8 prósent hjá Lands- bankanum. Bankinn hefur lagt um 2,7 milljarða í varasjóði til að mæta áföllum. Hluti þess var lagður til hliðar vegna fiskeldis en við bank- anum blasa mörg fleiri vandamál; Hraðfrystihús Olafsvíkur, Síldar- verksmiðjur ríkisins, fjöldinn allur af rækjuverksmiðjum og Álafoss, svo einhver nýleg og kunn dæmi séu nefnd. Ef reiknað er með að bankinn þurfi að taka helminginn af tapinu vegna fiskeldis af eigin fé sínu, eða um 600 milljónir, mun eig- infjárhlutfall hans hrapa niður í 6,1 prósent. Það er því ljóst að þó hann kunni að standast það mun hann skaðast alvarlega. Ef fiskeldið hrynur verður tap Byggðastofnunar um 1.800 milljón- ir ef útlán Atvinnutryggingasjóðs eru tekin með. Stofnunin mun ekki standast það án þess að ríkið leggi til sambærilega upphæð á móti. Aðrir lánveitendur munu sjálfsagt standast áföllin. En það breytir ekki því að hátt í 8 milljarðar af almanna- fé hafa tapast vegna þessarar at- vinnugreinar og vegna þess bjart- sýniskasts sem greip vörslumenn opinberra sjóða fyrir nokkrum miss- erum. Gunnar Smári Egilsson íslenskur lánamarkaður er að mestu í höndum stjórnmálamanna 310 milljarðar Ríkisqeirinn Stjómir kosnar at Alþingi eóa skipaðar af ráöherrum islenskur lánamarkaður (um 530 milljarða útlán) 125 milljarðar 95 milljarðar Lífevrissióðirnir Stjórnir valdar af verkalýðsfélögum og vinnuveitendum Hlutafélög Stjórnir kosnar af hluthöfum

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.