Pressan - 13.06.1991, Side 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. JÚNÍ 1991
15
BÍLASALIJÁIAR AB HAFA
FJÁRMAGNAB 8T0RINN-
FLUTNING Á HASSI
Stefán Tyrfingsson fjármagnaði kaup á hassi, sem hefði verið hægt að selja fyrir 15 milljónir króna í Reykjavík.
Stefán Tyrfingsson, 46 ára
gamall kaupsýslumaöur í
Reykjavík, er laus úr gœslu-
varöhaldi eftir ad hafa viöur-
kennt að hafa fjármagnað
innflutning á 10 kílóum af
hassi í vor. Verðmœti hassins
á götu í Reykjavík er talið
vera um 15 milljónir króna og
er um að rœða eitt stœrsta
hassmál sem upplýst hefur
verið hér á landi. Búist er við
að ákœra verði lögð fram
nœstu daga, en rannsókninni
er að mestu lokið.
Stefán var handtekinn
þann 16. maí síðastliðinn
ásamt öðrum manni, fertug-
um að aldri. Stefán kærði
gæsluvarðhaldsúrskurðinn
þann 23. maí en Hæstiréttur
hafnaði, enda lá þá fyrir játn-
ing samstarfsmannsins, sem
hefur viðurkennt að.hafa flutt
inn 15,5 kíló af hassi. Enn-
fremur hefur þrítugur Reyk-
víkingur játað að hafa dreift 2
kílóum fyrir Stefán og félaga.
Fíkniefnalögreglan komst
á sporið þegar lögreglan í
Hollandi fann hassið þann 3.
maí í vélarhlutum sem voru
merktir íslenskum manni og
áttu að fara með Laxfossi frá
Rotterdam þann 9. maí. Hol-
Umsvif Óiafs H. Jónssonar minnka óðum
Óskar Kristjánsson hefur
yfirtekið Sportklúbbinn við
Borgartún, sem hann stofn-
aði á sínum tíma en seldi
handboltamönnunum Ólafi
H. Jónssyni og Sigurði Sveins-
syni. Ólafur og Sigurður gátu
ekki staðið við skuldbinding-
ar sínar vegna kaupanna og
þann 16. maí síðastliðinn
leysti Óskar staðinn til sín.
Ólafur og Sigurður keyptu
Sportklúbbinn af Óskari og á
síðasta ári keypti Óskar sport-
vöruverslunina Vesturröst af
Ólafi H. Jónssyni. Óskar
stendur því nú uppi með
bæði fyrirtækin.
Ólafur, sem er einn aðaleig-
enda heildverslunarinnar
Hags hf„ hefur einnig selt
Hummel-búðina við Ármúla.
t>á virðist Hagur hf. eiga í erf-
iðleikum með að fjármagna
kaupin á Vesturgötu 6 og 8,
nánar tiltekið Naustinu, því
fasteignir þessar hafa verið
auglýstar til nauðungarsölu.
Nýlega var annarri og síðari
nauðungarsölu frestað.
Skýringuna á sölu Vestur-
rastar, Hummel-búðarinnar,
missi Sportklúbbsins og erfið-
leikunum með Nausthúsin
mun vera að finna í þátttöku
Hags hf. í kapphlaupinu um
Stöð tvö á sínum tíma. Hagur
skrifaði sig fyrir 62 milljóna
króna hlut í fyrirtækinu og
reyndist það dæmi ganga illa
upp.
Grammið af hassi í smásölu kostar 1500 krónur i Reykjavík. Að-
gerðir fiknief nalögreglunna r nú komu í veg fy rir aö hass aö verð-
mæti 23 miiljónir og 250 þúsund færi á götuna.
lenska lögreglan gerði fíkni-
efnalögreglunni í Reykjavík
strax viðvart og var ákveðið
að hassið yrði eftir í Hollandi
en vélarhlutarnir færu með
Laxfossi. Sendingin kom til
landsins þann 13. maí og lög-
reglan handtók síðan mann
þann 16. maí er hann var að
koma vélarhlutunum fyrir í
bílskúrnum heima hjá sér eft-
ir að hafa sótt þá í Sundahöfn.
Þetta varð til þess að Stefán
og sá er nálgaðist sendinguna
voru handteknir.
Stefán Tyrfingsson hefur
aldrei áður komið við sögu
fíkniefnamála. Síðustu ár hef-
ur hann verið töluvert um-
fangsmikill i bílaviðskiptum í
Reykjavík. Fyrir þrettán ár-
um stofnaði hann Bílasöluna
Skeifuna, en seldi hana síðar.
Um tíma átti hann einnig og
rak bílasöluna Bílakaup, en
hann seldi hana fyrir um það
bil ári. Þá stofnaði hann einn-
ig Veitingahúsið LA kaffi á
Laugavegi en seldi það síðast-
liðinn vetur.
Fasteignakaup ríkisins á ísafirði
Yfirlæknirlnn heimtar tvöfalt dýrari húseign en mælt var meö
11,5 milljóna króna rað-
húsaíbúð, sem fjármálaráðu-
neytið keypti undir yfirlœkni
Sjúkrahúss ísafjarðar, verður
aö líkindum úthlutað staðar-
verkfrœðingi jarðgangna-
gerða á Vestfjörðum, vegna
þess að yfirlœknirinn sœtti
sig ekki við íbúðina.
Yfirlœknirinn, Þorsteinn
Jóhannesson, óskaði eftir því
að keypt yrði einbýlishús í
eigu Böðvars Sveinbjarnar-
sonar útgerðarmanns. Það
hús var boðið fyrir 14 til 14,5
milljónir króna, en auk þess
þarf að gera á því endurbœt-
ur fyrir um 6 milljónir króna.
Fyrir nokkru var auglýst
eftir húseign til nota fyrir
Þorstein yfirlækni og bárust
níu tilboð. Sjö þessara hús-
eigna voru fljótlega útilokað-
ar vegna staðsetningar, þær
töldust of langt frá sjúkrahús-
inu. Eftir stóðu Urðarvegur
68 í eigu Gests Halldórssonar
forstjóra og aðaleiganda vél-
smiðjunnar Þórs og Urðar-
vegur 31 í eigu Böðvars.
Þorsteinn yfirlæknir og
Fylkir Agústsson stjórnarfor-
maður sjúkrahússins vildu að
fjármálaráðuneytið keypti
húseign Böðvars. Það var
hins vegar niðurstaða emb-
ættis Fasteigna ríkissjóðs að
einbýlishús Böðvars væri allt
of stórt, 347 fermetrar, og að
samkvæmt sérstakri úttekt
Skúla Þ. Skúlasonar bygg-
ingaeftirlitsmanns þyrfti að
gera óhjákvæmilegar lagfær-
ingar á húsinu upp á 5 til 6
milljónir króna til að uppfylla
almennar kröfur. Húsið
myndi því kosta ríkissjóð allt
að 20,5 milljónum króna.
Raðhúsaíbúð Gests Hall-
dórssonar taldist hins vegar
án sýnilegra galla og þyrfti
aðeins lítilsháttar málningar-
vinnu við. Fasteignir ríkis-
sjóðs mæltu með því að þessi
eign yrði keypt og það var
gert. En vegna mótmæla yfir-
læknisins og hótana hans um
að hætta er samkvæmt heim-
ildum blaðsins nú verið að
hugleiða þann möguleika að
raðhúsaíbúðin verði úthlutuð
staðarverkfræðingi jarð-
gangnagerðanna, en þegar
hefur verið auglýst eftir íbúð
í þeim tilgangi.
„Hann mætti skamma okkur meira. Hann
er svo ótrúlega geðgóður og hefur örsjald-
an skammað okkur fyrir slaka frammi-
stöðu,“ sagði Pétur Ormslev. „Það er mjög erf-
itt að benda á galla hjá honum sem þjálfara.
Hann hefur alltaf skilað árangri,“ sagði Víöir
Sigurðsson. „Ég get ekki nefnt neinn galla,“
sagði Siggeir Magnússon. „Þið getið haft
þennan dálk auðan. Hann hefur enga
galla,“ sagði Úlfhildur Hermannsdóttir. „Eini
sjáanlegi galli Ásgeirs er þessi græni hatt-
kúfur sem hann er alltaf að þvælast með á
leikjum," sagði Víðir Sigurðsson.
Ásgeir Elíassort hefur þjálfaö Islandsmeistara Fram morg undanfarin ár med frábærum árangri. Nú hefur liðid hins vegar byrjaö mjög illa og aöeins fengiö eitt stig i fyrstu þremur leikjunum.
„Hann hefur mjög marga kosti. Ég vil nefna
fyrst hversu geðgóður drengurinn er. Hann er
líka frábær félagi og með góða kímnigáfu. Sem
þjálfari er hann sá besti sem við höfum hérna
heima," sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram-
liðsins. „Asgeir hefur byggt upp geysilega vel
spilandi lið og sýnt að það er hægt í íslenska
boltanum. Þannig hefur hann skapað fordæmi
fyrir aðra," sagði Víðir Sigurðsson, rithöf-
undur og íþróttafréttaritari á DV. „Ásgeir er
alveg einstakur maður. Þú finnur engan honum
líkan á suðvesturhorninu og þótt víðar væri leit-
að. Ef mér bregst bogalistin segir hann bara að
ég sé óheppinn," sagði badmintonfélagi.
„Hann kemur syngjandi í vinnuna á morgnana
og heldur alltaf góða skapinu," sagði Úlfhildur
Hermannsdóttir, gæslumaður í íþróttahús-
inu á Varmá. „Hann er ofboðslega upplífgandi
persónuleiki og nýtur virðingar sem kennari,"
sagði Siggeir Magnússon, samkennari Ás-
geirs. „Hann er jarðbundinn og rólegur. Ásgeir
lætur verkin tala en er ekki með neinar yfirlýs-
ingar," sagði Víðir Sigurðsson.
Ásgeir Eliasson
þjálfari
UNDIR
ÖXINNI
Páll
Halldórsson
formaður BHMR
— Er Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins
á hausnum?
„Við verðum að átta
okkur á þvi að þótt
hann heiti lífeyrissjóð-
urþá erhann annað og
meira. Sjóðurinn er
sambland af lífeyris-
sjóði og eftirlaunakerfi
og mikilvægur þáttur í
kjörum ríkisstarfs-
manna. Ég lít svo á, að
þarna sé um að ræða
eftirgreidd laun."
— En þarf ekki að
taka á málefnum
sjóðsins?
„Það er mikilvægast
að ríkið standi við
skuldbindingar sínar.
Ríkið hefur ekki borg-
að framlag sitt nema
að hluta til. Frá sjónar-
miði ríkisins þarf það
áreiðanlega að gera
ráðstafanir fyrr en síð-
ar. En lífeyrisréttindin
eru sá hluti af lífskjör-
um ríkisstarfsmanna
sem ollu því að margir
tóku þessa ákvörðun
um lífsstarf. Og menn
geta víst ekki lifað árin
aftur."
— Deildarstjóri hjá
Tryggingastofnun
hefur sagt að réttind-
in sem sjóðurinn veit-
ir séu langt umfram
það sem hann getur
staðið við með 10%
iðgjaldi. Þarf ekki
annað hvort að
hækka iðgjöldin eða
skerða réttindin?
„Ég get nú ekki séð
það. Hér er um að
ræða ákveðin kjör sem
launþegi fær. Það er
svo mál vinnuveitand-
ans hvernig það er fjár-
magnað. Þegar þetta
kerfi var búið til á
fimmta áratugnum var
það gert með það fyrir
augum að það væri
hluti af lífskjörum ríkis-
starfsmanna. Þetta er í
raun hluti af launa-
greiðslum. Ef menn
hafa áhyggjur af því
hvernig ríkið á að fjár-
magna skuldbindingar
sínar geta þeir eins
haft áhyggjur af launa-
greiðslum þess al-
mennt."
Komið hefur fram að skuldbind-
ingar Lífeyrissjóðs starfsmanna
rikisins eru 56 milljarðar umfram
eignir og að iðgjöld þyrftu að
hækka úr 10% i26,4% til að sjóð-
urinn standi undir skuldbinding-
um sinum.