Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 13.06.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ1991 Útgefandi: Blað hf. Framkvaemdasyóri: Hákon Hákonarson Rltsljórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn, skriístoíur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eflir lokun sklptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö f lausasölu 170 kr. eintakiö. Islensk Dýragarðsbörn I PRESSUNNI í dag kemur fram aö alvarlegur lifrarsjúkdómur hef- ur íarið um eins og farsótt meðal ungra eiturlyfjaneytenda. Þessi sjúkdómur berst með sprautunál- um á milli manna á sama hátt og alnæmi. A undanförnum árum hafa um 100 smitast. Menn geta |)ví gert sér í hugarlund hvað gerist ef alnæmisveiran kemst inn í þennan hóp. Á skömmum tíma mundi stór hluti hans smitast af þessum hanvæna sjúkdómi. Áróður landlæknisembættisins til varnar alnæmi hefur ekki náð til þessa hóps. Hann viröist ekki falla fyrir myndum af þjóðþekktum ís- lendingum með smokka í höndun- um eða stuttmyndum um glæsifólk á veitingahúsum. Þetta vekur upp spurningar um hvort Islendingar hafi eignast sín Dýragarðsbörn. Hóp ungmenna sem lifa utan samfélagsins. I.ifa í heimi sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en allur almeun- ingur þekkir. Samkvæmt upplýsingum Irá landlæknisembættinu, útideild Rauða krossins, lögreglunni og fleirum sem til eiga að þekkja bendir margt til að jressi sé raunin. Að orðið hafi til 100 til 200 manna hópur ungmenna setn hafi sagt sig úr lögum við samfélagið. Að hér sé komið upp viðloðandi heilbrigðis- vandamál sem á rætur sínar að rekja til neyslu á hörðum fíkniefn- um. FJOLMIÐLAR Fréttir og vangaveltur Fyrir viku síðan skrifaði Kristján Ari Arason, blaða- maður á DV, fjölmiðlapistil í blað sitt og kallaði hann „Pressuslúðrið kemur á morgun". Þessi pistill hans hefur orðið okkur á PRESS- UNNI tilefni til að velta því fyrir okkur hvort við ættum ekki að auglýsa á miðviku- dögum áður en blaðið kemur út og þökkum við Kristjáni Ara innleggið. Fyrir utan fyrirsögnina var fátt annað að græða á pistlin- um. Annars vegar fannst Kristjáni Ara það óþolandi sjálfshól hjá PRESSUNNI að geta þess að forsíðufrétt DV hefði birst þremur vikum fyrr í PRESSUNNI. Hins vegar fór í taugarnar á honum að PRESSAN skyldi flokka „fréttina" þannig að hún væri þess eðlis að hún gæti orðið rétt en hún gæti einnig orðið röng. Kristjáni Ara fannst það bera vott um litla virðingu PRESSUNNAR fyrir blaða- mennskunni að birta þvílíkt nokkuð, vitandi hvers eðlis „fréttin” væri. Sá er munur á skilningi okkar á PRESSUNNI á frétt- um og hjá þeim á DV að við kölluðum vangaveltur um að Jón Sigurðsson væri á leið'í Seðlabankann ekki frétt. Hins vegar birtum við þær eins og aðrar slíkar, ef tilefni er til, í slúðri innan um al- vörufréttir og ýmsar skemmtilegar sögur. Það er eðli slúðurdálkanna og það vita þeir sem hafa lesið þá í PRESSUNNI og forvera henn- ar, Helgarpóstinum. Það er hins vegar mál blaðamanna DV ef þeir vilja sjóða upp úr slíku vanga- veltu-slúðri eitthvað sem á að líta út eins og alvörufréttir. í þessu tilfelli hefði farið betur á að blaðamennirnir hefðu notað Sandkorns-dálkinn, sem er nokkuð samstofna slúðrinu í PRESSUNNI. Þar eiga vangaveltur heima. Gunnar Smári Egilsson En ég er óánægður með að allir sjóðir, sem róðuneytið róðstafar, upp ó nokkra tugi milljarða, skyldu vera tómir þegar ég kom í róðuneytið. ■■I^■■■■■ ÓLAFUR G. EINARSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM AÐKOMUNA í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Galdramenn en ekki töframenn „Ein galdrabrenna er nóg fyrir hverja kynslóð.“ Björgúlfur Guömundsson fyrrverandl forstjóri Hafskips. STEINI STRÍÐSMAÐUR í NÝTT ÞORS KASTRÍ Ð „Þetta er afar ósmekkleg og óviðeigandi yfirlýsing og móðgun við íslensku þjóðina." Þorstelnn Pálsson s|ávarútvegsmálaráðherrra. Komnir í náðina „Báðir ráðherrar Borgaraflokksins eru afbragðsmenn, greindir og skiluðu góðu verki.“ GuðmundurG. Þórarinsson fyrrverandi alþingismaóur. FANGASPEKI „Hár og tennur eru mjög mikilvæg í skemmtanalífinu.“ James Brown tónllstarmaður. „Um það tnl einu sinni í mánuði tek ég reimarnar úr skónum og bursta tunguna vel.“ Garöar Siggeirsson verslunarmaður. Geta ÞingveXlir dáið? „Og engan heyrði ég á þeim tíma tala um að Þingvellir væru í andarslitrunum.“ Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður. Hvar skal nú mjöllin frá liðnum Orð eiga það til að fá vængi og fljúga þá alstaðar yfir lík- legum fyrirbærum og ólík- legum á einhverju sviði — eða breytast í gunnfána og lensur í burtreiðum. Það er gaman að rifja það upp að í ræðu og riti um efna- hags- og rikisfjár- og kjaramál síðustu misserin hafa tvö eða þrjú hugtök öðlast slíkan arn- súg, innblásinn af réttlætis- kennd og heilagri vandlæt- ingu hinna bestu manna. Eitt þeirra er orðið „eigna- upptaka", sem einusinni var aðeins tengt styrjöldum eða byltingum. Þetta upphófst til dæmis um allar breytingar á sköttum og gjöldum sem höfðu í för með sér að einn hópur manna borgaði minna en áður og annar meira — var tíðhaft um smávægilega hækkun á efri flokki eigna- skatts og hljómaði í taktföstu herópi þegar læknar þurftu skyndilega að borga fyrir lækningaleyfið sitt. Það var líka mikil eignaupptaka þeg- ar bensín hækkaði og ekki síðri eignaupptaka ef það lækkaði ekki nógu hratt aft- ur. Annað þessara vængjuðu orðvopna var „dulbúinn skattur“. Það byrjaði með þeirri gáfulegu athugasemd ofanúr Háskóla að sífelld landbúnaðardella og sjávar- útvegsóstjórn jafngilti beinni fjárkröfu á hendur lands- mönnum, væri semsé dulbú- in skattheimta. Síðan hljóp fí- tonsandi í þetta hugtak. Verð- bólga var dulbúin skatt- heimta. Halli á ríkissjóði ekk- ert annað en dulbúin skatt- heimta. Iðgjöld til lífeyrissjóð- anna — dulbúin skattheimta. Samningar um framkvæmdir í skólamálum á næsta áratug — dulbúin skattheimta. Ráð- stafanir gegn mengun frá bif- reiðum, áætlun um róttækar samgöngubætur, fyrstu skref- in í nýju húsnæðiskerfi — alit saman dulbúin skattheimta. Þriðja hugtakið til verndar smælingjanum á þessum tíma var „afturvirkni". Ráð- stafanir sem snertu kjör manna voru ranglátar vegna afturvirkninnar, vegna þess að þær gátu breytt forsend- um einhvers frá því í önd- verðu. Þetta átti auðvitað við um allar skattabreytingar og sérstaklega hugmyndir um að vaxtatekjur skyldu jafnar launatekjum, en afturvirknin varð líka röksemd gegn all- skyns öðrum óþarfa, til dæm- is því að skipta um kerfi við húsnæðisbætur eða tekju- tengja bótagreiðslur. Þetta voru miklir dýrðar- dagar fyrir alþýðu manna. Hver ætlun göslara og eyðsl- useggja í landstjórn og annar- staðar var vegin og metin eft- ir því hvernig hún kæmi að lokum við pyngju skattborg- arans. En nú eru aðrir tímar. „Eignaupptakan", „dulbúni skatturinn" og „afturvirknin" MENN Er Framsóknarflokkur eftir stjórnarsetuna? Stórverkefnin virðast hreint sogast að Halldóri Ás- grímssyni. Þegar hann varð sjávarútvegsráðherra var mönnum orðið ljóst að sjáv- arútvegsstefnan var komin í strand. Það varð því verkefni hans að móta hana upp á nýtt. Þó það séu deildar meiningar um hvernig til hafi tekist efast enginn um að Halldór réðst í þetta verkefni af þó nokkrum kjarki. Og honum veitir ekki af stórum skammti af þessum sama kjarki nú þegar hann er að fá næsta stórverkefni, að stýra vetri? eru komin á öskuhauga sög- unnar með Tempó-peysun- um, viðu gallabuxunum, sikkrisnælum pönksins og laugardagsgreinum Þorsteins Pálssonar í Mogganum. Almenningur i gjánni bíður sumsé forgefis eftir lensu- riddurum réttlætisins, þeim Vilhjálmi Egilssyni, Hauki á DV, ritstjóra Vísbendingar, Steingrími Ara, Hannesi hag- fræðingi hjá VSÍ, Geir H. Ha- arde, Reykjavíkurbréfritara Morgunblaðsins, kmu á Stöð tvö, Þuríði ekkjustjóra og höf- uðsnillingnum Halldóri Blön- dal — að ógleymdum Hann- esi okkar Gissurarsyni. Það er ekkert sérstakt um að vera. Þetta er bara komið úr tísku. Svona er lífið. Framsóknarflokknum í stjórnarandstöðu og reyna að komast að því hvernig sá flokkur ætlar að lifa öldina og mæta þeirri næstu. Það eru liðin rúm tuttugu ár síðan framsóknarmenn þurftu síðast að hugsa um stjórnmál. Það er nefnilega eðli íslenskra stjórnmála- flokka að slíkt gera þeir helst ekki nema þegar þeir eru'í stjórnarandstöðu — og jafn- vel ekki þá. Þegar þeir eru í stjórn beinist orka þeirra fyrst og fremst að því að gusa einhverjum sporslum til sinna manna, kaupa sér at- kvæði fyrir næstu kosningar, slá sig til riddara og bjarga óvinsælum hlutum fyrir horn. Frá því að Framsóknar- flokkurinn hugsaði síðast um stjórnmál er margt breytt. Sambandið er horfið. Bænd- ur hafa rúið sjálfa sig sjálfs- virðingunni með því að ger- ast heimtufrekir opinberir starfsmenn. Helmingurinn af þeim sem kusu stjórnarand- stöðuflokkinn Framsókn upp til sveita árið 1971 eru fluttir í bæinn. Bakland flokksins er að mestu blásið upp. Þetta skipti ekki svo miklu máli á meðan flokkurinn var í stjórn. Þá var hægt að kaupa flokknum velvild. Nú þegar hann er kominn í stjórnar- andstöðu horfir málið öðru vísi við. Ef flokkurinn ætlar ekki að minnka um helming þarf hann að finna sér hljóm- grunn meðal annarra hópa en hann sótti fylgi sitt til á ár- um áður.__________________ ÁS íteiA VÍT* BKKi AÞ £F E& ÞE5S& SmTWJEMh(Á Vi T\ í biuv háias>....... £6 EiiVFAO)L£'&-A- Srtefc-jFi Tvmt. ) sriT Hvopu AAETnM Á. ( c ro •Q (Z 2 ro E ro

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.