Pressan


Pressan - 13.06.1991, Qupperneq 18

Pressan - 13.06.1991, Qupperneq 18
FIMMÍUDAGUR PRESSAN 13. JÚNI 1991 og vergjorn Ástæðan fyrir einkvæni mannsins er kannski fyrst ogfremst lítil eistu Hann ræður einfaldlega ekki við að hegð eins og dýrin Við leyfum ekki fjöl- kvæni. Írúum að ein- kvæni sé það eina rétta. Jafnvel þó við höfum dæmi um annað allt í kringum okkur. Framhjá- höld, hjónaskilnaði, sifja- spell og nauðganir. Við höfum líka staðið í þeirri trú að það sama gilti í dýraríkinu. Að þar stæðu fjölmargar dýrategundir vörð um einkvænið. Svan- ir hafa til að mynda verið taldir halda tryggð við þann maka sem þeir hafa valið að binda trúss sitt við. Nýjustu rannsóknir líffræðinga hafa þó leitt í ljós, að í dýraríkinu er ekkert til sem heitir ein- kvæni eða tryggð við maka. Fjöllyndi er regla og lauslætið oftar en ekki hömlulaust. Líffræðingar trúðu því lengi vel að einkvæni væri meðal 94 prósenta allra fuglategunda. Að foreldrarn- ir öxluðu saman ábyrgðina á uppeldi afkvæma sinna. Þeir hafa hinsvegar komist að því að 30 prósent allra unga, að minnsta kosti, eiga annan föður, en þann sem býr í hreiðrinu og hugsar um þá með fuglamömmu. Satt að segja eiga þeir líf- fræðingar, sem að rann- sóknum um kynlífshegðun fuglanna hafa staðið, í mestu vandræðum með að finna fuglategund sem ekki er hneigð til dufls og daðurs i einni eða annarri mynd. KVENKYNIÐ í DAGLEGU KYNSVALLI Dýrategundir sem hingað til hafa verið þekktar fyrir allt annað en trygglyndi hafa einnig orðið uppvísar af að vera enn lauslátari en nokkurn hafði grunað. Ekki nóg með það, heldur hefur líka komið í Ijós að það er lang oftast kvendýrið sem í kynsvallinu stendur. Þannig hafa kvenkyns kanínur, elgar og jarðíkorn- ar verið staðnar að því að eiga mök við ótölulegan fjölda af karidýrum á einum og sama deginum. Eftir \ hverja mökun losa þær sig svo við hluta af sæði síðasta félaga, til að rýma til fyrir næstu mök. Sérfræðingar hafa getið sér til að þær geri þetta til að komast yfir sem mest úrval af sæði, til að mismunandi sáðfrumur frjóvgi mismunandi egg. i Þannig tryggi þær meiri fjölbreytni í erfðum af- kvæmanna. Karldýrin sætta sig að sjálfsögðu ekki við það, frekar en karlmenn, að svona sé komið fram við þá og reyna að koma í veg fyr- ir lauslætið. Jarðíkornakarl víkur til að mynda ekki frá konu sinni á meðan hún er frjó og stundum rekur hann hana ofan í holuna þeirra og situr fyrir útganginum, til að forða því að hún eigi nokkur samskipti við keppi- nauta hans. RANGHUGMYNDIR DARWINS Rétt eins og samfélög margra dýrategunda sam- þykkja pörun einstaklinga virðast þau einnig viður- kenna ótryggð. Það mætti því líta á pörun einstakling- anna sem hrein og bein hagkvæmnishjónabönd, sem stofnað er til til að tryggja báðum aðilum festu við Uppeldi afkvæma sinna, en veitir þeim líka svigrúm til að stofna til skyndisam- banda utan þess. Hjá öðrum dýrategundum liggur það ekki Ijóst fyrir hver sefur hjá hverjum. Það er til dæmis ekkert sem tryggir að pör sem sjást saman út á við, hafi mök saman. Það virðist mega rekja þennan misskilning um trygglyndi dýranna til daga Darwins. Hann og aðrir náttúrufræðingar sem fylgd- ust með hegðun paraðra dýra tóku það sem gefið. Þeir sáu að fuglar stofnuðu til sambanda á æxlunartím- anum og drógu þá ályktun að föst sambönd væru nauðsynleg til að ungarnir kæmust á legg. Þeir töldu að án samábyrgðar kven- og karldýrsins til að fæða og vernda ungana myndu þeir veslast upp og deyja áður en þeir einu sinni kæmust úr hreiðrinu. Þeir héldu að einkvæni væri nauðsynlegt til að tryggja festu í uppeldinu. Darwin og félagar hefðu varla getað verið lengra frá sannleikanum. Því með nýj- um rannsóknaraðferðum hafa líffræðingar komist að því að meðal fugla, sem áð- ur voru taldir halda tryggð við maka sinn allt lífið, er ekkert tækifæri látið ónotað til að fljúga burt og eiga rómantíska stund með við- haldinu. ; Kvenkyns fuglar mega lík- lega prísa sig sæla yfir því að karlarnir þeirra hafa ekki aðgang að sömu upp- lýsingum og við mannfólkið. Því með því að beita sams- konar tækni og gert er við rannsóknir á glæpum hafa líffræðingar gert faðernis- próf á ungum í hreiðrum. Niðurstaða úr þeim er sú að 10 til 70 prósent afkvæma í einu hreiðri eru ekki getin af karlfuglinum sem annast þau. ÞEIR ELDRI KOKKÁLA ÞÁ YNGRI Líffræðingar hafa viljað finna skýringar á þessu ótrygglyndi dýranna. Þeir telja að hjá kvendýrinu sé helsta ástæðan sú, að þær eru á höttunum eftir hæf- ustu genunum. Karldýrun- um er það aftur á móti metnaðarmál að skilja eftir sig sæði sem víðast, til að auka líkurnar á því að þeir nái að geta afkvæmi. Karlfuglar láta sig til dæmis ekki muna um það að kokkála yngri kynbræð- ur sína og kunna til þess ýmis ráð. Blásvölukarlar fara þannig að því, að þeir laða sér yngri karla að Svalan er ekki ein um að stinga undan kynbræðrum sínum. Fyrirbærið er þ'ekkt meðal stokkandarinnar og fleiri skyldra andategunda. Þar eru hreinar og klárar nauðganir reyndar algengar, því karlöndin er ekkert allt- af að hafa fyrir því að fá kvenöndina til við sig, held- ur þvingar mökunum upp á hana. Yfirleitt gengur eldri steggjunum betur að neyða kvendýrin til maka, þar sem þeir hafa meiri reynslu og kunna að blekkja konurnar. Ef kvenfuglinn hefur hug- boð um fyrirætlanir karlsins reynir hún að komast und- an mökuninni með því að fljúga burt, kafa í vatninu eða berjast. SÆÐISFRUMUSTRÍÐ Karldýrin eiga því í stöð- ugu stríði við að halda öðr- um karldýrum í fjarlægð frá maka sínum, þar sem þeir vilja tryggja rétt faðerni af- kvæma sinna. Sérfræðingar kalla þetta sáðfrumustríðið, því karldýrið er að berjast fyrir því að sáðfrumur hans nái árangri. Eitt ráðið er að víkja ekki frá kvendýrinu á meðan hún er frjó. En málið er ekki alltaf svo einfalt. Hjá mörgum nagdýrum er það sæði síðasta karldýrsins sem kvendýrið hefur mök við, sem er líklegt til að frjógva hana, af ástæðum sem ekki eru kunnar. Af- leiðingin er sú að karldýrin fara í keppni, sem orðið get- ur hálfgerð hringavitleysa, þar sem hver og einn vill vera síðastur til að hafa mök við kvendýrið. Sumum karldýrum hefur verið úthlutað hjálpartæki frá náttúrunnar hendi til að koma sínu sæði að. Þannig hefur hún séð æxlunarfær- um karlskordýra af ættbálki vogvængja fyrir nokkurs- konar ausu á endanum, svo þeir geti fjarlægt sæði úr kvendýrinu, áður en þeir sjálfir hafa mök við hana. hreiðrinu með söng sínum, þar sem þeir eiga þegar konu og börn. Þegar það hefur tekist byrja þeir að stíga í vænginn við maka unga karlsins og það bregst ekki að hún stenst ekki töfra þess eldri. Að lokum fer það svo að yngra karlin- um tekst ekki að frjógva nema í mesta lagi 30 pró- sent af eggjum eiginkon- unnar, en það er engu að síður hann sem situr uppi með ungaskarann og að sjá fyrir honum. STÆRÐ EISTA Karldýr nokkurra dýrateg- unda eru líka örlátari á sæði en aðrar, þar sem nátt- úran hefur séð þeim fyrir óvenju stórum eistum, mið- að við líkamsstærð. Þetta hefur gerst með þróun þeirra tegunda, þar sem kvendýrin þykja líkleg til að hafa mök við mörg karldýr. Ef borin er saman stærð á eistum miðað við líkams- stærð hjá fremdardýrum kemur í ljós að górillur hafa minnstu eistun. Ástæðan er sú, að ráðrík karlkyns gór- illa getur stjórnað stóru kvennabúri og séð til þess að önnur karldýr koma þar hvergi nærri. Simpansarnir státa af stærstu eistunum, miðað við líkamsstærð. Þeir búa í flokkum er samanstanda af fjölda kvendýra og karldýra þar sem allir hafa mök við alla. Maðurinn hefur meðalstór eistu og segja líffræðingar það vera sönnun þess að þrátt fyrir að hann sé í grundvallaratriðum talinn stunda einkvæni sé engin trygging fyrir því að svo sé í rauninni. tekninga og er líklega eina sanna einkvænistegundin í heiminum. Margrét Etísabet Ólafsdóttir UNDANTEKNING FRÁ ÓTRYGGLYNDINU hefur ekki tekist að sanna óyggjandi einkvæni, nema hjá einni dýrategund, efti að þeim varð þetta mikla lauslæti Ijóst. Hún nefnist kaliforní mús og er hana að finna í Sierra Nevada. Afkvæmi hennar eru í öllum tilviku getin af lífstíðarfélaga kve dýrsins, enda hittir hún aldrei önnur karldýr. Þett; dýr telst til algjörra undan L

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.