Pressan - 13.06.1991, Page 23

Pressan - 13.06.1991, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ1991 23 Hvað hefur þjóðin gert til að verðskulda þetta? Kvöldið sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum birtust Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson í ríkissjónvarpinu. Þeir sátu í rauðum sófa og ræddu við fréttamenn um tilurð stjórnarinnar og stefnu hennar. Eins og kunnugt er lá stefnan ekki alveg á lausu, en aðspurð- ur sagði Davíð að almenn- ingur ætti að verða var við að ný ríkisstjórn væri tek- in við, fyrst og fremst vegna þess að ráðherrarn- ir myndu hverfa af sjón- varpsskjánum. Fjörutíu dögum síðar höfðu sjónvarpsstöðvarn- ar birt 43 fréttaviðtöl við Davíð og alls 161 ráð- herraviðtal eða rétt rúm- lega fjögur á kvöldi. Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hversu oft þeir hefðu þurft að horfa upp á Davíð og félaga ef þeir hefðu ekki stefnt að því að hverfa af skjánum. í umræddum spjallþætti Davíðs og Jóns Baldvins sagði Jón nokkuð þekkta gamansögu. Hún er á þá leið að erlendur kaupahéðinn spurði eftir að hafa horft á nokkra fréttatíma Stöðvar 2 og Sjónvarpsins hvernig stæði á því að báðar sjón- varpsstöðvarnar hefðu sama fréttaþulinn. Hann átti þar við Olaf Ragnar Grímsson, sem er með athyglissjúkari stjórnmálamönnum og var ótrúlega áberandi á skjánum í ráðherratíð sinni. Miðað við upplýsingar frá sjónvarpsstöðvunum mundi sami kaupahéðinn eflaust draga þá ályktun í dag að bú- ið væri að reka Ólaf Ragnar og stöðvarnar hefðu ráðið Davíð Oddsson í hans stað. ÍSLENSKIR RÁÐAMENN í EILÍFUM STRÍÐSÁTÖKUM Eins og lesa má af þessari sögu tíðkast það yfirleitt ekki í hinum siðmenntaða heimi að ráðherrar séu fastir gestir á sjónvarpsskjánum og meira áberandi en fréttamenn og skemmtikraftar sjónvarps- stöðvanna. Það er helst ef þjóðir fara í stríð að ráðherrar annarra landa verða jafn áberandi og þeir íslensku. Ástæðu þess að íslensku ráðherrarnir eru jafn áber- andi og raun er má kannski rekja til þess að þeir virðast upplifa stjórn landsins sem styrjaldarátök. Þeir eru í stríði við verðbólguna, við- skiptahallann, ríkisútgjöld, vexti og Guð má vita hvað. Hér er allt í hers höndum. í löndum þar sem stjórn- málamenn iíta á stjórn lands- ins sem verkefni til að leysa en ekki orustu upp á líf og dauða eru ráðherrar mun minna í sviðsljósinu. Mér er til dæmis til efs að venjulegur Svisslendingur hafi hugmynd um hvað fjármálaráðherrann sinn heitir. Ef íslendingar væru spurðir um það mundi það frekar mæla áhorf á sjón- varpsfréttir en hversu vel þeir væru inni í þjóðmála-pólitík. RÁÐHERRAVIÐTÖL OG NEYSLA Á RÓANDI LYFJUM Þó að það sé eitt af höfuð- einkennum íslensks samfé- lags hvað almenningurer vel upplýstur um verkefni ráð- herranna hefur engin athug- un verið gerð á því hvaða áhrif þetta hefur á fólk. Það hefur til dæmis ekki verið kannað hvort rekja megi of- notkun íslendinga á róandi lyfjum til endalausra útlist- ana ráðherranna á halla ríkis- sjóðs, þenslueinkennum og versnandi eiginfjárstöðu fyr- irtækja. Án efa kæmi í Ijós samband þarna á milli ef þetta yrði kannað. Það er alla vega gull- tryggð leið til taugaveiklunar að blanda sér í aðstæður sem maður ræður ekki við. Til dæmis hefur vísindamönn- um tekist að gera rottur taugaveiklaðar með því að skjóta í þær raflosti þegar þær síst grunar. íslenskur almenningur býr við svipaðar aðstæður. Þegar hann tyllir sér fyrir framan sjónvarpstækið þarf hann að setja sig inn í hættuna af auknum bílainnflutningi, hvernig aukin lántaka ríkis- sjóðs og útgáfa húsbréfa er að ýta undir vaxtahækkanir eða hvernig sjálfvirk útgjalda- aukning ríkissjóðs er smám saman að keyra hagkerfið í kaf. Það er ekki furða þó gaml- ar konur tapi svefni. Þær sitja uppi í rúminu alla nóttina og velta fyrir sér hvað þær geti gert til að lækka vexti svo hér verði byggilegt áfram. DAVÍÐ OFTAR EN EINU SINNI Á DAG OG JÓN BALDVIN ANNAÐ HVERT KVÖLD Það er náttúrlega öllum Ijóst að ráðherrarnir okkar eru of oft í sjónvarpinu. Davíð Oddsson sá þetta þegar hann stóð fyrir utan landsmála-pól- itíkina. Hann setti sér því það mark að draga úr þessum ósköpum. Það væri eðlilegra að ráðherrar, eins og annað fólk, leystu tæknileg vanda- mál í vinnunni sinni en létu saklausa borgara í friði með þau. En eitthvað sjá menn við þessi fréttaviðtöl. Alla vega kom Davíð fram í 43 slíkum viðtölum á fyrstu 40 dögum sínum sem forsætisráðherra og eru þá fréttaviðtöl í ellefu fréttum Sjónvarpsins ekki ta|- in með. Eitt kvöldið kom hann fram í þremur viðtölum í einum og sama fréttatíman- um hjá Sjónvarpinu. Jón Baldvin Hannibalsson er rétt hálfdrættingur á við Davíð. Hann kom fram í 23 viðtölum á fyrstu 40 dögum stjórnarinnar eða rétt rúm- lega annan hvert kvöld. Jón var hins vegar klókari en Davíð fyrir stjórnarmynd- unina. Frá kosningum og að myndun stjórnarinnar birtist hann lOsinnum hjáSjónvarp- inu á meðan Davíð kom ein- ungis 6 sinnum fram. ÞORSTEINN, FRIÐRIK OG JÓN í ÚRVALSFLOKKI ALMENNRA RÁÐHERRA Á eftir flokksformönnum koma þrír ráðherrar sem eru þokkalega fyrirferðarmiklir. Þorsteinn Pálsson hefur kom- ið fram í 17 viðtölum sem sjávarútvegsráðherra, Friðrik Sophusson hefur birst 16 sinnum í viðtölum sem fjár- málaráðherra og iðnaðarráð- herrann, Jón Sigurðsson, hef- ur 14 sinnum komið fram síð- an þessi stjórn tók við. Þetta er úrvalsflokkur almennra ráðherra. Næst koma Jóhanna Sig- urðardóttir með 12 viðtöl, Sighvatur Björgvinsson með 11 og Halldór Blöndal með 10. Loks hefur Eiður Guðna- son fengið 8 viðtöl við sig og Ólafur G. Einarsson hefur komið í 7 viðtöl. ÁRANGUR í ÖFUGU HLUTFALLI VIÐ FJÖLDA VIÐTALA Alls hafa því ráðherrarnir komið fram í 161 viðtali á fyrstu 40 dögum stjórnarinn- ar. Það jafngildir rúmlega fjórum viðtölum á dag eða um 1.460 viðtölum á ári. Ef miðað er við árangur ís- lenskra stjórnmálamanna í efnahagsstjórn og starfs- bræðra þeirra í öðrum lönd- um, sem láta minna á sér bera, er hægt að draga þá ályktun að árangur í efna- hagsstjórn sé í öfugu hlutfalli við fjölda birtra fréttaviðtala. Islenskur almenningur get- ur haft það í huga næst þegar hann fær í magann þegar ein- hver ráðherranna ræðir um kafsiglingu efnahagslífsins. Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af því sem ráðherr- ann segir heldur er það eitt og sér nóg að hann sé á skján- um. Það bendir til þess að einhvers staðar sé eitthvað að fara eftirminnilega úrskeiðis. Gunnar Smári Egilsson Þráttfyrir loforð um að hverfa af skjánum birtust ráðherrar ríkisstjómarinnar rúmlega 160 sinnum í fréttaviðtölum á sjónvarpsstöðvunum áfyrstu 40 dögum stjómarinnar. Það jafngildir fjómm ráðhermm á dag. 1.460 ráðhermm á ári. Er von að spurt sé: Hvað hefur þessi þjóð eiginlega gert af sér?

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.