Pressan - 13.06.1991, Síða 29

Pressan - 13.06.1991, Síða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNI1991 29 þeim framburði grundvallaði rétt- vísin málið gegn honum. Vitnið Petrína tók undir framburð Ólafíu í þessum efnum enda hafði Ásgeir líka fengið hana til J>ess að vera með útlendingum. I dómi hæsta- réttar er þess raunar getið að þær vinkonur, Ólafía og Petrína, hafi „gjört allmikið af því að leggja lag sitt við karlmenn, einkum útlenda sjómenn, fyrir borgun og það einnig, án þess að ákærði, að þeirra sögn, ætti þar neinn hlut að með fortölum eða milligöngu". LÁRA MIÐILL MISSIR AF 70 KRÓNUM Vitnið Bjarnheiður sagði réttin- um frá því, að haustkvöld eitt árið 1918 hefði Ásgeir kallað til hennar út um glugga á Hótel íslandi og beðið hana að koma upp á her- bergi til sín. Þar var fyrir „útlend- ingur, dökkur og svakaiegur". Ás- geir bað Bjarnheiði að hlaupa í skarðið fyrir Ólafíu sem virtist ætla að svíkjast um að koma; en Bjarnheiður færðist eindregið und- an þrátt fyrir loforð um góða greiðslu. Þá kom það einnig fram við réttarhöldin að Ásgeir hefði sagt nokkrum stúlkum í óspurðum fréttum að hann hefði „útvegað þrjár stúlkur til að fara út í skip á höfninni og nefnt eina þeirra Láru, er vitnin könnuðust við, sagt að hún hefði verið sá bjáni að þýðast ekki þá menn, sem hann vildi, og hefði hún þó getað fengið 70 kr. fyrir". Lára þessi var kölluð fyrir rétt- inn og staðfesti hún að Ásgeir hefði reynt að fá sig til fylgilags við sjómenn en harðneitað. Þessi siðprúða stúlka varð síðar þjóð- kunn undir nafninu Lára miðill og hélt umtalaða miðilsfundi í Grjóta- þorpinu á fjórða áratug aldarinnar. Á fundum Láru miðils gengu Abyssíníumenn um betri stofuna, fuglar flugu um og dáin smábörn trítluðu um og fluttu eilífðinni lof. Lára miðill átti líka eftir að verða í aðalhlutverki í hæstarétti árið 1940: Þá var hún dæmd í fangelsi fyrir margvísleg svikabrögð í mið- ilsstarfinu. Þrátt fyrir að ungmeyjarnar kæmu hver á fætur annarri og vitnuðu um þrotlaust starf Ásgeirs Ásmundssonar við að útvega er- lendum sjómönnum rekkjunauta, þá fór það svo að hann var sýkn- aður af hæstarétti. Hann neitaði staðfastlega enda voru viðurlög ströng, hefði hann verið fundinn sekur gat hann búist við allt að 8 ára fangelsi. Hegningarlögin sem stuðst var við voru síðan 1869 og voru ekki felld úr gildi fyrr en 1940. Þar var hart tekið á hvers kyns skírlífisbrotum og heimild til að dæma nauðgara til dauða. Raunar var hörðum refsingum ein- ungis beitt í þeim tilvikum þegar fórnarlamb nauðgarans hafði ekki „óorð á sér“, eins og það var orð- að í lögum. „LÝTI Á MENNINGU REYKJAVÍKUR" Hafi Reykjavík aldamótanna jafnast á við sjálfa Sódómu í aug- um Jóns Jónssonar átti hann eftir að sannreyna að lengi gat vont versnað. Áhyggjur siðapostula af samneyti íslenskra stúlkna og út- lendinga fóru vaxandi eftir því sem bænum óx fiskur um hrygg. Öðru hvoru fóru fram umræður á síðum blaðanna, einkum þegar einhver góðborgari þóttist hafa komist á snoðir um hneykslanlegt athæfi. „ÚTLENDINGADEKUR REYKJAVÍKURKVENFÓLKSINS“ Það þurfti ekki alltaf stórvægileg tilefni til þess að menn rækju upp ramakvein út af framkomu kven- fólks höfuðstaðarins. Þannig lét íþróttafréttaritari Morgunblaðsins siðferðismálin til sín taka í frásögn af fótboltaleik á gamla Melavellin- um árið 1939. Þar áttust við úr- valslið Reykvíkinga og enska knattspyrnufélagið Islington Cor- inthians; það var satt að segja ekki hátt skrifað á Englandi og vann þar hvorki fyrr né síðar mik- il afrek. En liðsmenn Islington léku við hvern sinn fingur og fót á Melavellinum og áhorfendur hrif- ust með. Það var ekki að öllu leyti vel séð hjá hinum úrilla íþrótta- ræða danska sjóliða, framandlega farmenn eða enskar fótboltabullur, var það nokkur huggun að þessir hópar voru aldrei tiltakanlega fjöl- mennir í bænum. Fyrir vikið var auðvelt að stimpla lagskonur þeirra sem gálur og drósir. Verald- arvanir íslendingar reiknuðu út að hlutfall ósiðsemi í höfuðstaðnum væri ekkert verra en almennt gerðist. Viðbrögð manna á þessum árum við samskiptum stúlkna og útlend- inga, einkum sjómanna, kunna að þykja kátleg og dálítið sveita- mannsleg nú um stundir. En sann- leikurinn er sá að samskonar um- ræða hefst í hvert skipti sem er- lendir sjóliðar eru á ferð í bænum; „Of mikill hluti kvenna vorra verslar með sæmd sína eins og duggarasokka Benedikt Gröndal gekk fram fyrir skjöldu til að verja heiður reykvískra stúlkna. Lára miðill lét ekki glepjast af gylli- boðum. Jónas frá Hriflu vildi banna kvenfólki aðgang að bryggjum Reykjavíkur. Undir lok fjórða áratugarins fór enginn annar en Jónas Jónsson frá Hriflu á stúfana. Hann hafði veitt því athygli á göngutúrum sín- um um bæinn að stúlkur gerðu sér einatt fferð niður að höfn eftir að skyggja tók. Svo virðist sem Hriflu-Jönas hafi brugðið sér í hlutverk spæjara til að eiga auð- veldara með að fletta ofan af hneykslinu. Hann lagði síðan fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem sérstakt ákvæði veitti lög- reglustjóra heimild til þess að banna kvenfólki aðgang að bryggjum Reykjavíkur frá átta síð- degis til átta á morgnana. Jónas - kvað ferðalög ungmeyjanna „sannarlegt lýti á menningu Reykjavíkur" og löngu tímabært að taka í taumana. fréttaritara: „Útlendingadekur Reykjavíkur- kvenfólksins kom fram á íþrótta- vellinum í gær þótt í litlu væri. Nokkru áður en knattleiknum lauk höfðu allmargar ungar stúlk- ur safnast saman þar sem knatt- spyrnumennirnir gengu út af leik- svæðinu í búningsklefana, og horfðu þær á Englendinga líkt og þeir væru einhvers konar nýstár- leg furðuverk." Þetta fannst blaðamanninum auðvitað hneyksli og ekki bætti út skák að „hins vegar veittu þær ís- lensku knattspyrnumönnunum sáralitla athygli". VIÐSÆTTANLEGT HLUTFALL ÓSIÐSEMI Þótt mönnum þætti reykvískar ungmeyjar helstil eftirlátar við út- lendinga, hvort heldur var um að viðbrögð blaðanna nú eru ekki svo frábrugðin skrifum Jóns Jóns- sonar Aðils í Eldingu fyrir 90 ár- um. Fyrstu áratugi aldarinnar voru útlendingar í Reykjavík alltaf „við- ráðanleg" stærð, og veittu ekki strákunum í bænum háskalega mikla samkeppni til lengdar. Þetta breyttist hinn 10. maí 1940 þegar HMS Berwick öslaði inn Kollafjörðinn og hermenn hans hátignar Gerorgs sjötta lögðu ís- land undir sig. Næstu fimm árin bjuggu tugþúsundir hermanna á íslandi og þótt hér væru fá afrek að vinna náðu þeir að sigra margt ungmeyjarhjartað. Þá ráku íslensk- ir karlmenn upp sannkallað rama- kvein sem segja má að bergmáli enn þá. Hrafn Jökulsson l* iskeldismenn hafa brugðist ókvæða við skýrslu Benedikts Jó- hannssonar í Talnakönnun hf. um ástandið í greininni. Það var einmitt eitt fyrsta verk Hall- dórs Blöndal að panta skýrsluna frá Benedikt, þótt nýleg úttekt lægi fyrir. Á Alþingi benti Guð- rún Helgadóttir á sinn hátt á ákveðna skýringu: Hér væri kol- krabbinn á ferð. Talnakönnun hf. er nefnilega fyrirtæki frænda Halldórs í Engeyjar-ættinni. Það er í eigu Jó- hannesar Zoéga fyrrverandi hita- veitustjóra, konu hans Guðrúnar Benediktsdóttur og sona þeirra Sigurðar Jóhannessonar og Benedikts. Frændsemin er með þeim hætti að Guðrún og móðir Halldórs, Kristjana Benedikts- dóttir, voru systur, en Kristjana er látin. Benedikt framkvæmdastjóri Talnakönnunar, Sigurður stjórnar- formaður fyrirtækisins og Halldór ráðherra eru um leið systrasynir . . . Tékkneska landsliðið í fótbolta dvaldi í æfingabúðum,á Selfossi fyr- ir landsleikinn við ísland í gær. Landsliðsmennirnir voru víst ekk- ert alltof ánægðir með að þurfa að dvelja utan borgarinnar, en örlög ís- lenskra liða á erlendri grund eru oft svipuð. íþróttafulltrúi Selfossbæjar ætlaði að hressa upp á fótboltahetj- urnar og bjóða þeim á hestbak fyrir leikinn. En Tékkarnir þáðu ekki boðið. Hafa líklega heyrt af danska landsliðinu sem fór eitt sinn á bak daginn fyrir landsleik hérlendis og er það víst í eina sinnið sem íslend- ingar hafa unnið Dani á knatt- spyrnuvellinum, sem voru að farast úr harðsperrum eftir útreiðarn- ar . . . ótt þyrlukaupamálin séu af mörgum talin eitthvert þýðingar- mesta hagsmunamál landsmanna hefur umfjöllun um tilboð Sovétmanna á þyrlum fengið tak- markaða umfjöllun fjölmiðla. Sér í lagi vekur þögn ríkis- sjónvarpsins athygli. Sjónvarpið hefur áð- ur fjallað af kostgæfni um málið og kynnt þyrlur af gerðunum Sikorsky, Puma og Westland, en ekki sagt aukatekið orð um sovésku þyrlurn- ar, þótt hægt sé að fá a.m.k. þrjár slíkar fyrir hverja eina af hinum teg- undunum. Það skyldi þó aldrei vera, að skýringarinnar sé að leita í því að Olafur Sigurðsson fréttmaður er eiginmaður Albínu Thordarson umboðsmanns Sikorsky-þyrl- anna... Innan Sambandsins er nú allt kapp lagt á að vinna að endurskipu- lagningu verslunarreksturs Sam- bandsins, Miklagarðs og verslunar- deilar. Ef rekstur verður óbreyttur þykir sýnt að stefni í algjört þrot og telja menn jafnvel nauðsynlegt að skipta um forystu í verslunarfyrir- tækjunum til að knýja fram brýn- ustu aðgerðir. í því sambandi heyr- ist vaxandi óánægja með störf Ol- afs Friðriksson framkvæmda- stjóra og er jafnvel búist við að hann þurfi að víkja, ef einhver annar finnst í starfið .. .

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.