Pressan


Pressan - 13.06.1991, Qupperneq 31

Pressan - 13.06.1991, Qupperneq 31
I s ’jálfstæðismenn eru margir hverjir áhyggjufullir vegna þeirrar pínlegu stöðu sem komin er upp vegna ágreiningsins um val á borgar- stjóra. Þykir sýnt að aldrei verði full ein- ing um einhvern af t ■ m.borgarfulltrúunum L ; °8 því vilja menn ——snúa sér að því af al- vöru að leita út fyrir borgarstjórn- ina. Nafn Ólafs B. Thors forstjóra Sjóvár-AImennra er nú aftur komið upp í því sambandi. . . lokkur óánægja er á Selfossi með ferðagleði bæjarstjórnar- manna en fyrir stuttu hélt 16 manna hópur til Silkiborgar í Danmörku. í þá ferð fóru allir bæjarráðsmenn nema tveir sem komust ekki vegna annarra ferðalaga. Að sjálfsögðu tóku bæjarráðsmennirnir maka með sér. Sumum þótti þetta dálítið rausnarlegt, sérstaklega í Ijósi þess að bæjarstjórn hafði þá nýlega hafn- að því að styrkja kennara úr grunn- skólanum til að hann gæti farið með nemendum sínum í ferðalag til Nor- egs. Rausnarskapnum var reyndar ekki lokið þarna því nýlega fóru stjórnendur Hitaveitu Selfoss á fund í Keflavík og sáu sér þann kost vænstan að gista þar á hóteli — og að sjálfsögðu tóku þeir konurnar með sér . . . lýleg breyting Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráð- herra á gjaldskrá fyrir lyf er svo rót- tæk að menn hafa almennt ekki áttað sig á henni ennþá. Hafa til dæmis margir læknar og apótekarar kvartað yfir því að breyting- in hafi ekki verið kynnt fyrir þeim áður en hún tók gildi en gera má ráð fyrir því að læknastétt landsins verði upptekin við það næstu vikurnar að skrifa út vottorð en upptaka lyfjavottorða er einmitt eitt af því sem fylgir breyt- ingunni... Á síðasta fundi bygginga- nefndar Reykjavíkur voru tekin fyr- ir og afgreidd alls 123 mál. Að frá- dregnu 15 mínútna matarhléi tók af- greiðslan nákvæmlega 4 klukku- stundir. Að meðaltali hefur því hvert mál fengið tæpar tvær mínútur. Skýringin á afköstunum er meðal annars fólgin í því að daginn fyrir fund hafi fulltrúar meirihlutans í raun afgreitt öll málin og á fundum nefndarinnar aðeins spurning um hvort Gunnar H. Gunnarsson full- trúi minnihlutans hefði eitthvað um einstök mál að segja. Athygli vekur að á síðasta fundi vék Halldór Guð- mundsson arkitekt, einn fulltrúa t /SM,V > C 7ZI77 \ SMIÐJUKAFFI K SBRDOM FRÍTT HBfM OPNUM KL.18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR Sjálfstæðisflokksins, alls sjö sinnum af fundi vegna afgreiðslu einstakra mála, þar sem hann hefur komið við sögu sem starfandi arkitekt... ið Islendingar erum miklir höfðingjar þegar kemur að þróum arhjálp. Fyrir nokkru var smíðað skip sem heitir Feng- ur fyrir Þróunarsam- vinnustofnun ís- lands. Það hefur hins vegar ekki ver- ið fengsæl útgerð á því skipi en báturinn hefur um langan tíma legið við Örfirisey engum til gagns. Björn Dagbjartsson hjá Þróunarsamvinnustófnun hefur reynt að leigja þróunarsamvinnu- mönnum í Þýskalandi bátinn en lítið gengið hingað til . .. V erið er að vinna að undir- búningi minningartónleika um tón- listarmanninn Karl J. Sighvats- son, sem lést 2. júní sl., á að minnsta kosti tveimur skemmtistöðum í bænum. Á veitinga- staðnum Berlín er í bígerð að halda tón- leika síðar í þessum mánuði, ef tónlistarmenn reynast tilkippilegir. Á næsta bæ, sem er Lí- dó, er Jakob Frímann Magnús- son að skipuleggja minningartón- leika sem halda á 4. júlí. . . - námskeið fyrir sjálfboðaliða í byrjun júlí er væntanlegur hópur flóttamanna hingað til lands. Fimmtudagana 13. og 20. júní verður haldið námskeið að Þingholtsstræti 3 frá kl. 20-23 fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða Rauða kross íslands við að undirbúa móttöku flóttafólksins og styðja það eftir komuna. Fjallað verður um flóttafólk á íslandi, skipulag flóttamannamóttöku, reynslu af sjálfboðaliða- starfi, ólík menningarsamfélög, starfið framundan og fleira. Skráning fer fram í dag og á morgun á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722. /Qa FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 QUIREBOYS 20.20-21.20 SLAUCHTER 19.00-19.50 •M*: .% ' p * mWSW # * v 1 K THUNDER 17.40-18.30 GCD BULLET BOYS 16.20- 17.10 15.20- 15.50 " ARTCH SVÆÐIÐ OPNAR KL. 12.00. 1 BARN YNGRA EN 10 ÁRA í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM FÆR FRÍTT INN. VEITINGAR SELDAR ALLAN DAGINN 12 TÍMA SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MIÐAVERÐ KR. 5.500.- 14.30-15.00 SUNNUDAGINN KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI S-K-l-F-A-N FORSALA AÐGONGUMIÐA: Reykjavík: Skifan. Kringlunni. Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó. Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28. Videóhöllin Þönglabakka 6. Videóhöllin Hamraborg 11. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfiröinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfiröinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvik: Gistiheimiliö Höföi Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva Selfoss: Ösp. Keflavik: Hljómval. Allar upplýsingar i sima 91 - 67 49 15. isMiP HÆGT ER AÐ BORGA MIÐANN MEÐ GREIÐSLUKORTI í SÍMA 91-674915 ALLTAF Á RÉTTUM STAD TÍMASETNINGAR Á HLJÓMSVBTUM G/ETU RASKAST LÍTILLEGA lt JAPAN VIDEOTOKUVÉLAR 3 LUX ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING Dagsetning Klukka - Titiltextun 3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM f DAG. h\Ð ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM UNSUOPSTÆRÐ, HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. - MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS — MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR — SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI - FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILU- STYKKI o.n. - VEGUR AÐEINS l.l KG. SÉRTILBOÐ KR. 69.950 stgr. B Aíborgunarskilmálar [E] VÖNDUÐ VERSLUN HlilÓiflOI, FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I /vvg mm í HVAÐA VEÐRISEMER Með Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. Heimilistæki hf SÆTÚNI8SIMI69 15 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI691520 '■SaMKÚUJUJto

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.