Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNl' 1991
7
Barátta
sjálfstæðismanna
um
borgarstjórastólinn
var komin í hnút
þegar óvænt tillaga
Davíðs um Markús
Örn sameinaði
stríðandi arma
Markús Örn Antonsson: Úr Efstaleit-
inu og aftur i pólitikina.
MARKUSARNETI mn
SÁTTAFUNDUR í
STJÓRNARRÁÐINU
Á sunnudaginn hittust Árni Sig-
fússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son. Þeir stóðu mjög jafnt að vígi
innan borgarstjórnarflokksins, báð-
ir töldu sig hafa níu nokkuð trygg at-
kvæði. Afstaða Davíðs og Katrínar
Fjeldsted var óviss. Vilhjálmsmenn
töldu að Magnús L. Sveinsson, for-
seti borgarstjórnar, væri á þeirra
bandi en það mun aldrei hafa legið
fyrir.
Síðar um daginn gengu Árni og
Vilhjálmur á fund Davíðs í stjórnar-
ráðinu. Magnús L. Sveinsson og
Katrín voru einnig á fundinum. Þar
var meðal annars rædd sú lausn að
Árni og Vilhjálmur skiptu með sér
starfi borgarstjóra og formennsku í
borgarráði. Löng hefð er fyrir því að
borgarstjóri sé jafnframt formaður
borgarráðs. Þessi lausn fól í sér að
Árni Sigfússon hefði orðið borgar-
stjóri og Vilhjálmur mun ekki hafa
verið hugmyndinni fráhverfur í
fyrstu. Eftir að fundinum lauk kom
hins vegar á daginn að hann gat
ekki sætt sig við þessa niðurstöðu.
ANDSTAÐAN VIÐ ÁRNA
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR var þrýst á Vilhjálm af hálfu
stuðningsmanna að gefa ekki eftir
borgarstjórastólinn. Hörðustu
stuðningsmenn Vilhjálms í þessari
baráttu voru Júlíus Hafstein og
Anna K. Jónsdóttir. ,,Það sem fyrst
og fremst vakir fyrir andstæðingum
Árna er að koma í veg fyrir að hann
verði borgarstjóri," sagði einn úr 20
manna borgarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna fyrr í vikunni. „Júlíus
og Anna K. eru ekki að berjast sér-
Árni Sigfússon: Naut mests fylgis af
borgarfulltrúunum en þaðdugði ekki
til.
staklega í þágu Vilhjálms. Ef hann
linast munu þau einfaldlega styðja
einhvern annan."
Þegar Vilhjálmur hafnaði þeim
hugmyndum sem fram komu um
helgina var ljóst að enginn af borg-
arfulltrúunum ætti nægjanlegan
stuðning innan borgarstjórnar-
flokksins. Upp á síðkastið hefur
Katrín Fjeldsted rekið áróður fyrir
sjálfri sér sem málamiðlun. Hún átti
þó aldrei raunhæfa möguleika á
borgarstjórastólnum og vakti
gremju, bæði hjá stuðningsmönn-
um Árna og Vilhjálms, fyrir að ljá
ekki máls á öðrum en sjálfri sér.
„Eini borgarstjórinn sem hún gat
hugsað sér var Katrín Fjeldsted,“
sagði einn úr borgarstjórnarflokkn-
um.
LEYNIGESTURINN
Umræður um utanaðkomandi
borgarstjóra fóru af stað strax og
ljóst var að einhugur ríkti ekki í
borgarstjórnarflokknum. Sjálfur
sagði Davíð þegar fyrir lá að hann
hætti sem borgarstjón að hann
hefði ákveðinn mann í huga sem
arftaka. Hann sagði ekki hvort sá
maður væri innan borgarstjórnar
eða utan en víst má telja að Markús
Örn hafi ekki verið í huga Dávíðs á
þeirri stundu. Nafn Ólafs B. Thors
var ítrekað nefnt; hann er fyrrver-
andi forseti borgarstjórnar og nýtur
virðingar innan Sjálfstæðisfiokks-
ins. Ólafur þvertók aldrei fyrir að
hann gæti hugsað sér að taka við
borgarstjórastarfinu en engar alvar-
legar viðræður áttu sér stað milli
hans og Davíðs. Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, er gamall samherji og
stuðningsmaður Davíðs Oddssonar
og ýmsir bjuggust við að hann hlyti
hnossið. Innan borgarstjórnar-
flokksins hefði hins vegar aldrei
náðst samstaða um Kjartan.
MIKIL VÖLD í HÚFI
Það var mikið í húfi fyrir Davíð að
skapa einingu um eftirmann sinn.
Síðustu vikur hafa leitt í ljós að tök
hans á borgarstjórnarflokknum
voru farin að veikjast, auk þess sem
borgarstjóraslagurinn varð æ vand-
ræðalegri eftir því sem lengra leið.
Á sama tíma þurfti Davíð að glíma
við þingflokk sjálfstæðismanna sem
reyndist honum óþægur ljár í þúfu
fyrstu vikurnar eftir kosningar.
Það hefði tæplega verið hægt að
skapa einingu um nokkurn annan
mann en Markús Örn Antonsson.
Hann sat 15 ár í borgarstjórn, á ár-
unum 1970—85, þar af 12 ár í borg-
arráði og var um skeið forseti borg-
arstjórnar.
Þegar Davíð Oddsson náði fyrsta
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
fy rir borgarstjó rnarkosningarnar
1982 varð Markús Örn í öðru sæti
og Albert Guömundsson í þriðja en
litlu munaði á þessum þremur.
Borgarstjórar sjálfstæðismanna í
Reykjavík hafa alltaf verið áhrifa-
miklir: Jón Þorláksson, Bjarni Bene-
diktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir
Hallgrimsson, Audur Auduns, Birgir.
Isleifur Gunnarsson og Davtd Odds-
son.
Allir borgarstjórar flokksins hafa
einnig orðið ráðherrar, þar af fimm
forsætisráðherrar. Það eru þess
vegna mikil völd og áhrif í húfi.
„HLÝTUR AÐ VERÐA
PÓLITÍSKUR
LEIÐTOGI OKKAR“
Markús Örn Antonsson brýtur
upp ímynd hins unga og röska borg-
arstjóra. Þegar Davíð Oddsson háði
baráttu sína fyrir fyrsta sætinu fyrir
kosningarnar 1982 var meginstefið
að sjálfstæðismenn hefðu jafnan
haft þor og kjark til að velja ungan
borgarstjóra. Markús er 48 ára gam-
all, fimm árum eldri en fráfarandi
borgarstjóri.
í samtölum PRESSUNNAR við
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
gærkvöldi kom fram ákveðinn léttir
yfir því að málið væri til lykta leitt.
Og það var almennur skilningur
þeirra að Markús Örn væri kominn
í stjórnmálin aftur af fullum krafti en
ekki sem afleysingaborgarstjóri
næstu þrjú árin. „Hann hlýtur að
verða pólitískur leiðtogi okkar í
næstu kosningum. Það er eðlilegt
að gera þá kröfu til hans,“ sagði einn
úr hópnum.
„Maður sem náði jafn glæsilegum
árangri í prófkjörum og raun ber
vitni hlýtur að koma af fullum
krafti," sagði Sveinn Andri Sveins-
son borgarfulltrúi.
Árni Sigfússon kvaðst sætta sig
við niðurstöðuna. „Þetta eru leik-
reglurnar í stjórnmálum og ég virði
leikreglur. Borgarstjórnarflokkur-
inn ákvað þetta eftir tillögu borgar-
stjóra. Við Vilhjálmur lýstum báðir
yfir stuðningi við Markús og ég mun
standa við bakið á honum."
ARFTAKI MARKÚSAR
Vangaveltur um eftirmann Mark-
úsar Arnar eru þegar hafnar og ljóst
að sjálfstæðismenn hafa í hendi sér
hver verður næsti útvarpsstjóri.
Einn af samherjum Davíðs sagði í
gær að þar kæmi Kjartan Gunnars-
son helst til álita. Kjartan er fyrrver-
andi formaður útvarpsréttarnefnd-
ar og hljóti hann hnossið hefur Dav-
íð að fullu goldið honum stuðning-
inn. Þá er nafn Jónu Gróu Sigurdar-
dóttur, formanns útvarpsráðs, einn-
ig nefnt, en hún er helsti talsmaður
þess að Rás 2 verði lögð niður. Af
innanbúðarmönnum kemur Bogi
Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins,
helst til álita enda er hann vel þókn-
anlegur forystumönnum Sjálfstæð-
isflokksins. Á næstunni verða áreið-
anlega fleiri nefndir til sögunnar —
‘en fullvíst má telja að Davíð Odds-
son, fyrrverandi borgarstjóri, hafi
„einhvern í huga“ sem útvarps-
stjóra.
Hrafn Jökulsson
Þegar Davíð Oddsson bar fram tillögu á fundi borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðismanna í gær um Markús Orn
Antonsson sem næsta borgarstjóra kom það öllum jafn
mikið á óvart. Jafnvel keppinautarnir Árni Sigfússon og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vissu ekki hvað til stóð. Davíð
bar fram tillöguna þegar ljóst var að fylkingar Árna og
Vilhjálms voru jafnstórar og hvorugur myndi gefa sig.
Þannig hjó Davíð á hnútinn óleysanlega. Markús er ekki
umdeildur maður og er líklegur til þess að skapa einingu
innan borgarstjórnarflokksins. Einungis tíminn getur
hins vegar skorið úr um það hvort valdabarátta einstakl-
inga innan borgarstjórnarflokksins skilur eftir sig sár.
Þrir borgarstjórakandídatar í dyragættinni: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Katrin
Fjeldsted og Magnús L. Sveinsson.