Pressan


Pressan - 20.06.1991, Qupperneq 19

Pressan - 20.06.1991, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNl' 1991 19 D ■ métt fyrir helgina réð Friðrik Sophussson sér aðstoðarmann. Það var Steingrímur Ari Arason, sem verið hefur hag- fræðingur skrifstofu viðskiptalífsins. Friðrik mun ætla að láta sér þetta nægja. Steingrímur mun því þurfa að vera þriggja manna maki því hann á að gegna störfum þriggja aðstoðarmanna Ólafs Ragnars Grímssonar, þeirra Más Guð- mundssonar, Marðar Árnasonar og Svanfríðar Jónasdóttur . . . A ^^^ður en rikisstjórnin tilkynnti formlega að ekki yrði um neinar björgunaraðgerðir að ræða af henn- ar hálfu gagnvart Álafossi fréttist af fundi á Akureyri þar sem saman voru komnir forsvarsmenn ullarfyr- irtækisins Árbliks og bæjarstjórnar- innar ásamt fulltrúa Byggðastofn- unar á Akureyri. Meðal starfsmanna Álafoss, sem enn trúðu á kraftaverk, heyrðust raddir um ótímabæra jarð- arför og toppurinn af smekkleys- unni væri þátttaka Byggðastofnun- ar í fundinum. Aðrir þykjast hins vegar sjá vonarglætu í hugsanlegri yfirtöku Árbliks sem hefur stórauk- ið umsvif sín á örfáum árum, keypti meðal annars nýverið starfsemi Hildu hf. í Bandaríkjunum^ sem komin var í þrot. Bent er á að Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi látið hafa eftir sér, að æskilegt væri að hægt yrði að halda bandframleiðslu áfram hér á landi. Mitt í svartnættinu hljóta það að vera ágætis tíðindi fyrir starfs- menn Álafoss . . . Sólarplast oournus kála t i i i i—i i i i i i i i i n ífLÚ" Jæ Háborq hf. Tvöfalt ACRYL Sólarplast hefur mikiö veörunarþol og hleypir í gegn sólargeislum. • Þrefalt SUNFLEX Sólarplast verndar gegn skaölegum áhrifum sólar, er óbrjótanlegt og eldþolið. Sólarplastiö gefur betri einangrun en tvöfalt gler og er mikið sterkara. Bjóöum vandaða állista sem tryggja góöan frágang og endingu. Veitum upplýsingar um frágang og uppsetningu. Skútuvogi 4, S. 82140 & 687898, Fax 680380 NÚ FLOKKUM VIÐ ÚRGANGINN /sumarbyrjun tók SORPA, fullkomin flokk- unar- og móttökustöö úrgangs, til starfa. Til þess að stöðin geti gegnt hlutverki sínu er nauðsynlegt að allir temji sér nýjar venjur í umgengni við sorp og flokki heimilissorp og úrgang frá atvinnuhúsnæði eftir settum reglum. ÞETTA FER Á GÁMASTÖÐVAR EN ALLS EKKl í SORPTUNNUNA: • Málmhlutir • Grjót og steinefni (smærri farmar, stærri farmar fara á “tippa”) • Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í efna- móttöku og á öðrum viðurkenndum stöðum s.s. lyf hjá apótekum og rafhlöður á bensínstöðvar) ÞETTA MÁ AFHENDA Á GÁMASTÖÐVUM EN ER ÓÆSKILEGT í SORPTUNNUNA: • Prentpappír • Garöaúrgangur sem ekki er notaður í heimagarði • Timbur (smærri farmar) V ið höfum skyldum að gegna gagnvart lífríkinu og komandi kynslóðum. • Sýnum ábyrgð á umhverfinu í verki - notum gámastöðvarnar SVEITARFÉLÖGIN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU RFA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 676677

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.