Pressan - 20.06.1991, Page 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ 1991
3{í)jnr
ídlcndíinr
{tjóÖSögut
Eitt sinn er ungur blaöa-
maöur var að hefja störf á
Morgunblaðinu fékk hann
þaö verkefni aö hringja í
þekktan augnlaekni i borg-
inni til þess aö fá skoðun
hans á nýrri tækni viö
augnlækningar. Frétt þessa
efnis haföi borist á erlendu
fréttaskeyti og haföi rit-
stjóri Morgunblaðsins mik-
inn áhuga á að fá staðfest-
ingu frá einum helsta sér-
fræöingi innanlands.
% I/
Ungi blaöamaöurinn
vildi inna sitt starf sam-
viskusamlega af hendi og
byrjaöi á því aö leita lækn-
inn uppi í símaskránni.
Hann haföi ekki rennt putt-
anum lengi niöur skrána
þegar hann fann rétta nafn-
iö og hringdi hiö snarasta
og spurði mjög almennra
spurninga eins og leik-
manni er lagiö.
Læknirinn svaraði spurn-
ingum blaöamannsins
bæöi vel og aö því er virtist
ígrundað. Kvað hann þetta
góöar fréttir fyrir alla þá
sem ættu viö augnsjúk-
dóma aö stríða.
Blaöamaöurinn var
ánægöur meö sitt starf og
skilaði fréttinni fullfrágeng-
inni og án þess aö yfirmenn
hans geröu nokkrar at-
hugasemdir.
Morguninn eftir hringdi
hins vegar augnlæknirinn
og haföi alvarlegar athuga-
semdir fram aö færa. Hann
sagðist jú geta fallist á um-
mælin í öllum meginatriö-
um, hins vegar væri gallinn
sá, aö þau væru ekki höfö
eftir honum heldur alnafna
hans vestur í bæ.
Mogginn sem er vandur
að virðingu sinni varö auð-
vitaö aö leiörétta fréttina
daginn eftir, en gat þó meö
sanni sagt aö hún væri rétt
í öllum aöalatriðum.
(Úr blaðamannasogum)
Sagan segir frá öðrum
ungum blaöamanni sem
var aö hefja störf á erlend-
um fréttum á Morgunblað-
inu. Yfirmenn hans lögðu
ríka áherslu á aö fréttirnar
væru forvitnilegar og skilj-
anlegar, þannig aö hinir al-
mennu lesendur geröust
forvitnir um erlend málefni.
Þetta hafði ungi blaða-
maðurinn efst í huga þegar
hann gekk frá frétt um mik-
inn harmleik á Zam-
besi-fljóti í Afríku, þar sem
á þriöja hundrað hermenn
létu lífiö þegarferju hvolfdi.
Hér ber þess að geta aö í
Zambesi-fljóti er krökkt af
krókódílum.
Ungi blaömaöurinn birti
fréttina á forsíðu undir fyr-
irsögninni: KÁTIR KRÓKÓ-
DÍLAR í ZAMBESI
(Úr blaöamannasögum)
FJÖRUTÍU
ÁRA SÓLBAO
Hann hefur skrád nafn sitt
á spjöld íslandssögunnar
sem einn frœknasti frjáls-
íþróttamadur okkar. Hann
vann ágœt afrek á stnum
tíma en frœgastur hefur hann
kannski ordid fyrir það að
geta í raun aldrei hœtt. — Og
enn er hann að og þar að
auki alltaf í sólbaði. Valbjörn
Þorláksson fartn nefnilega
upp sólbaðið á íslandi og það
án þess að hafa heyrt um
Coco Chanel sem kenndi Par-
ísarbúum gildi sólbrúnkunn-
ar fyrr á öldinni.
„Eg byrjaði að stunda sól-
böð í kringum 1950 þegar ég
flutti til Reykjavíkur. Reyndar
hafði ég stundað sólböð í
heimabæ mínum Siglufirði
en þar var þetta stundað svo-
lítið af þorpsbúum," sagði
Valbjörn sem nú gegnir starfi
vallarvarðar á íþróttavelii í
Laugardalnum. Völlurinn er
að sjálfsögðu kenndur við
hann og heitir Valbjarnar-
völlur.
Valbjörn sagði að það hefði
vissulega vakið athygli á sín-
um tíma þegar hann lá í sól-
baði. „Mönnum fannst þetta
vissulega einkennilegt að
maður skyldi liggja svona í
sóibaði. Mér fannst þetta hins
vegar frískandi og þægilegt.
Þetta hefur tvímælalaust haft
bætandi áhrif á líkama
rninn." Valbjörn vill ekki gera
mikið úr því aðkasti sem
hann varð fyrir þegar hann
hóf sólböð. „Þetta kom frekar
út eins og öfund og menn
höfðu á orði að ég væri bara
Frísklegur frjálsíþróttamaður
á 54. aldursári — Valbjörn Þor-
láksson upphafsmaður sól-
baða á íslandi.
að þessu til að sýna mig. Jú,
jú auðvitað fékk ég margs-
konar pillur fyrir þetta en það
fór nú stundum saman við
það sem ég fékk að heyra út
af íþróttunum. Sumir höfðu á
orði að þetta sýndi bara að ég
nennti ekkert að vinna og
hefði því tíma til að liggja í
sólbaði alla daga. Það vildi
hins vegar svo til að ég var að
vinna í Sundhöll Reykjavíkur
og hafði því ágæta aðstöðu til
sólbaða."
Valbjörn hefur ekki látið
sér nægja að liggja í sólbaði
hér heima á íslandi enda veð-
urfarið þannig að tæpast er á
það treystandi. Hann sagðist
hafa farið nokkrum sinnum á
sólarstrendur og þá helst til
Kanaríeyja á veturna — það
væri líka ágætis aðferð til að
stytta skammdegið. Sólar-
lampar eru hins vegar ekki
ofarlega á vinsældalistanum
þó hann játaði að hafa
nokkrum sinnum prófað þá.
— En nú tala allir um
óhollustu sólbaða og skelf-
ingar húðkrabbameins. Vek-
ur það ekki óhug hjá manni
sem hefur stundað skipuleg
sólböð í 40 ár?
„Nei, nei. Þetta eru nú svo
fáir dagar sem við íslending-
ar fáum að þeir eiga ekki að
skipta máli. Ég hef ekki séð
neina breytingu hjá mér og ef
eitthvað er þá er húðin bara
betri. Ég hressist yfirleitt af
því að fara í sólbað. Mér finnst
yfirleitt að fólk sem er brúnt
sé ánægðara með sjálft sig og
óþvingaðara í framkomu
þannig að ég held að það sé
yfirleitt til bóta."
— En eykur þetta kvenhyll-
ina?
„Ég veit það ekki, ég þarf
svo sem ekki að kvarta. Hef-
ur það ekki alltaf áhrif ef
menn eru frísklegir?"
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Saga sýklalyfja og notkun
Islendinga
Nýr heilbrigðisráðherra
breytti reglugerð um lyfja-
verð nú á liðnum dögum.
Meðal þeirra lyfja sem
hækkuðu verulega í verði
voru fúkkalyf eða sýklalyf.
Margir hafa orðið til að reka
upp mikið ramakvein vegna
þessa. „Arás á barnafjöl-
skyldur," segja sumir, „gott
mál," segja aðrir, „íslending-
ar nota allt of mikið af þess-
um lyfjum." En hvaða lyf eru
þetta sem um er deilt? Sýkla-
lyf eiga sér ekki langa sögu í
læknisfræðinni. Þekktust
eru penisillinlyfin og ýmis
afbrigði þeirra. Skoski lækn-
irinn og bakteríufræðingur-
inn Alexendar Fleming
kom mjög við sögu þegar
þessi lyf voru uppgötvuð. Á
árum fyrri heimsstyrjaldar-
innar starfaði Fleming á her-
sjúkrahúsi í Frakklandi og
uppgötvaði þá hversu ógn-
vænleg sár hermanna gátu
verið. Sprengikúlur voru
notaðar í mun ríkara mæli
en áður svo að limir og hold
hermanna tættust í sundur
og hlutust af ljót, opin sár. Á
vígvellinum smituðust
menn umvörpum af stíf-
krampabakteríu og gas-
brandsbakteríu sem leiddi til
blóðeitrunar og dauða inn-
an fárra daga. Gegn þessum
sýkingum virtist ekkert
duga. Fleming hóf að stríð-
inu loknu að leita að ein-
hverju efni sem sprauta
mætti í blóðrás sjúklingsins
og lækna bakteríusýkingu
sem var að ríða honum að
fullu. Árið 1928 var Fleming
að störfum í sýklafræðinni
og skoðaði gamlar bakteríu-
ræktanir. í nokkrum skálum
var myglugróður sem óx yfir
næringarhlaup bakterí-
anna. Hann veitti því eftir-
tekt að myglan virtist hafa
drepið sýklana í skálinni.
Þessi sveppur kallaðist pen-
isillium notatum og dregur
penisillínið nafn sitt af hon-
um. Á næstu árum hélt
Fleming áfram að rannsaka
penisillín en honum gekk
illa að komast að því hvert
væri hið virka efni í mygl-
unni. Tveir menn þeir How-
ard Florey og Ernst Chain
urðu öðrurti fremur til þess
að vinna hreint penisillín og
í febrúar 1941 var það í
fyrsta skipti reynt til lækn-
inga. Sjúklingurinn var
breskur lögreglumaður með
alvarlega sýkingu. Hann dó
en næstu sjúklingar sem
fengu lyfið nutu góðs af
lækningamætti þess. Banda-
ríkjamenn tóku penisillín-
rannsóknir upp á sína arma
og þeim tókst að framleiða
penesillín-svepjri á hliðaraf-
urð úr maís. Arið 1943 var
farið að framleiða efnið í svo
ríkum mæli að herir banda-
manna fengu af því umtals-
verðar birgðir. Menn komust
að raun um að efnið virkaði
vel á ýmsar bakteríur en
hafði engin áhrif á veirur.
NOTKUN PENISILLÍNS
Á ÍSLANDI
Árið 1943 var íslensk
stúlka með heilahimnu-
bólgu meðhöndluð með
penisillíni á bandarískum
herspítala við Hehjafell í
Mosfellssveit. Islenskir
læknar höfðu þá ekki að-
gang að efninu en upp úr
1945 var nóg af því. Notkun
sýklalyfja hefur aukist mjög
síðan, enda hafa bæst í hóp-
inn margs konar penisillínaf-
brigði sem nota má þegar
penisillín dugir ekki. ísiensk-
ir læknar hafa verið iðnastir
allra norrænna lækna að
ávísa sýklalyfjum til sjúkl-
inga sinna. Samkvæmt nor-
rænu lyfjanefndinni eru Sví-
ar aðeins hálfdrættingar á
við okkur í sýklalyfjanotkun
og auk þess nota þeir mun
ódýrari lyf. Ástæður þessa
eru einkum taldar vera þær
að íslenskur almenningur
sækir mjög í sýklalyf enda er
sú trú landlæg að alls kyns
kvefpestir læknist með
sterkum hylkjum. Fólk vill
stytta veikindi sín og forðast
þannig vinnutap. Margir
læknar láta þetta eftir fólki
og skrifa gagnrýnislaust út
lyfseðil á þau lyf sem fólk
biður um. Flestir sem um
þessi mál hafa fjallað telja að
íslendingar geti minnkað
sýklalyfjaneyslu sína niður í
þriðjung af því sem hún er
núna án nokkurs skaða fyrir
sjúklinga. Æ fleiri efast um
þörf sýklalyfja í loftvegasýk-
ingum og jafnvel eyrnabólg-
um. íslendingar eru líka latir
við að taka lyfin sín nema í
örfáa daga svo að mikið af
því penisillíni sem læknar
ávísa á sjúklinga sína dagar
uppi í skápum út um allt
land. Vonandi verður þessi
verðbreyting til að draga úr
notkun þessara lyfja hér-
lendis en auðvitað væri það
heilladrýgra að læknar sjálf-
ir tækju af skarið og minnk-
uðu sýklalyfjanotkun fólks.