Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNl' 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Eiturlausir
tónleikar
Þad vakti óánægju
margra að þungarokks-
hljómsveitin Poison
skyldi ekki koma fram á
tónleikunum í Kaplakrika
síðastliðinn föstudag.
Ekki síst þar sem tónleik-
arnir voru aðallega aug-
lýstir í nafni hennar. Það
er reyndar með ólíkind-
um að áhorfendur hafi
ekki fengið krónu endur-
greidda því að það er öll-
um ljóst að hljómsveitir á
borð við þessa tryggja sig
fyrir svimandi háar upp-
hæðir þegar um tónleika-
hald er að ræða. Áhorf-
endur sem í þessu tilfelli
voru að stærstum hluta
unglingar borga drjúga
prósentu af sumarkaup-
inu sínu inn á tónleikana
og eru síðan réttlausir
þegar maðkur reynist í
mysunni. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem fram-
kvæmdastjóri umræddra
tónleika gerir sjálfan sig
tortryggilegan með þessu
móti og vonandi að ekki
verði framhald á. Útitón-
leikar eru með skemmti-
legasta móti þegar veðrið
leikur við landsmenn líkt
og núna og óþarfi að
svona skugga beri á.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Oþol Normu
Norma E. Samúelsdóttir
hefur nýlega sent frá sér bók-
ina Óþol, sem mun vera
hennar fimmta bók. Bókin
ber’ undirtitilinn Bók fyrir
húsmæður sem vilja vera
skáld eða þá sem hafa áhuga
á svoleiðis fólki. Bókin sem er
útgefin af höfundi mun verða
seld í versluninni Eymunds-
son, Bókaverslun Máls og
menningar og hjá höfundi.
Norma hefur áður sent frá sér
bækurnar Næstsíðasti dagur
ársins, Tréð fyrir utan glugg-
ann minn, Marblettir í öllum
regnbogans litum og Gangan
langa.
,,Ég hef mjög lítiö fengist
vid að skrifa og aldrei að
neinu viti. Mér fannst þetta
bara svo góð hugmynd," segir
Kristlaug María Sigurðar-
dóttir sem á annað framlag
okkar fslendinga til Prix
Geneve Europe keppninnar
um handrit að leiknum sjón-
varpsmyndum.
Hin handritsdrögin sem
voru valin úr hópi umsækj-
enda átti Jón Steinar Ragn-
arsson og bera þau nafnið
Gúrkutíð. Fjölþjóða dóm-
nefnd mun síðan fjalla um
innsendar hugmyndir og
velja 10 handritsdrög en höf-
undum þeirra mun verða
gert kleift að vinna úr þeim
fullkomin tökuhandrit. Þetta
er í þriðja sinn sem efnt er til
slíkrar keppni en í fyrsta sinn
varð uppkast Viiborgar Ein-
arsdóttur blaðamanns á
Morgunblaðinu í hópi hinna
tíu sem valin voru. í annað
skipti voru send inn tvö drög
frá Islandi en þá höfðum við
ekki erindi sem erfiði.
Listapósturinn hitti Krist-
laugu sem reyndar er kölluð
Kikka í daglegu tali á heimili
hennar þar sem hún býr
ásamt þremur köttum.
Um hvað fjatlar Fríða
frœnka?
„Hún fjallar um stelpu sem
kemur sér í kynni við mann
sem er giftur og á börn. Hann
er miðaldra bókaútgefandi í
góðum efnum, og ég hugsa
að ég láti hann hafa gráa fiðr-
inginn. Hann er mjög vana-
fastur en þessi stelpa nær
undir skelina og brýtur upp
tilveru hans. Hann verður
síðan allur hinn líflegasti með
henni og vill helst flytja eitt-
hvað langt í burtu og byrja al-
gerlega nýtt líf. Hann fer frá
konunni og til hennar en þeg-
ar hann fer til útlanda tekur
stelpan til sinna ráða og þá
fara mjög undarlegir hlutir að
gerast."
Petta hljómar mjög spenn-
andi. Er stelpan kannski
kvendjöfull?
„Nei, en hún er mjög ís-
lensk og röggsöm og hana
þyrstir í hefnd."
Hefurðu fengist eitthvað
við að skrifa?
„Ekki að neinu viti. Ég
heyrði hinsvegar einu sinni
um svipað atvik og hugsaði
þá strax að þetta væri gott
efni í sjónvarpsleikrit. En ég
hef auðvitað breytt og bætt
og hagrætt aðstæðum þannig
að sú saga sem ég heyrði er
nær óþekkjanleg í þeirri
mynd sem hún birtist í hand-
ritsdrögunum.
Ég hef náttúrlega skrifað
bæði ljóð og sögur fyrir skúff-
una eins og allir. En ég hef
aldrei verið nægilega ánægð
til að birta það á prenti. Það
verður kannski breyting á því
núna enda finnst mér þetta|
vera viðurkenning á því að
maður geti gert eitthvað."
Hvað fœstu annars við í
daglega lífinu?
„Ég vinn á Unglingaheimili
ríkisins núna en er reyndar
tiltölulega nýkomin heim frá
Frakklandi þar sem ég dvaldi
með vinkonu minni sem er
við nám. Ég passaði m.a.
börnin hennar en lagði auk
þess stund á frönsku og naut
lífsins. Ég hef flakkað mikið
um dagana og búið á Tálkna-
firði, Siglufirði, Ítalíu, Noregi
Frakklandi, Akureyri og hin-
um ýmsustu stöðum hér í
bænum. Svo hef ég gaman af
því að lesa og fara á bíó.“
Þú gœtir kannski hugsað
þér að skrifa kvikmynda-
handrit nœst?
„Hver veit. Mér finnst mjög
gaman að skrifa,“ sagði Kikka
að lokum.
Menntamála-
ráduneytið
vék Rugl-
málaráð-
herranum til
hliðar
— frelsi og mannát
þótti ekki við hœfi
Mynd Þórarins Leifssonar,
höfundar myndasögunnar
Ruglmálaráðherrann í
PRESSUNNI, var fjarlœgð af
áberandi stað á sýningu á
myndasögum í menntamála-
ráðuneytinu.
Þessi sama mynd birtist í
PRESSUNNI í apríl síðastliðn-
um. Starfsmönnum í ráðu-
neytinu þótti myndin ekki
siðleg og settu hana á afvikn-
ari stað.
Einkum munu það hafa
verið fyrirmyndir höfundar-
ins sem fóru fyrir brjóstið á
ráðuneytisfólki, svo og slag-
orðið „Frelsi og mannát",
sem þykir minna á slagorð
Sjálfstæðisflokksins úr kosn-
ingabaráttunni.
Ég hugsa að ég láti hann hafa gráa fiðringinn
— segir Kristlaug María Sigurðardóttir handritshöfundur
Sigrún með tónleika í Hafnarborg
Sigrún Eövaldsdóttir einleikari í stuttu símaspjalli
Sigrún Eðvaldsdóttir held-
ur tónleika í Hafnarborg 30.
júní. Tónleikarnir eru í tengsl-
um við Listahátíð í Hafnar-
firði og verða lokatónleikar
hátíðarinnar. Sigrún sem
lenti svo glœsilega í þriðja
sœti í Síbelíusarkeppninni í
nóvember sagði í samtali við
Listapóstinn að hún hygöist
m.a. leika ítalska svítu eftir
Stravinsky og Prelúdtu eftir
Gershwin á tónleikunum.
Meðleikari Sigrúnar á tón-
leikunum verður Þorsteinn
Gauti Sigurðsson.
En hvernig hefur þér vegn-
að eftir keppnina? Hefurðu
ekki fengið mikið af tónleika-
tilboðum?
„Jú, en ég hef kannski sjálf
ekki verið nægilega dugleg
við það að koma mér áfram.
Ameríka er lika svo langt í
burtu frá öllu öðru,“ sagði Sig-
rún.
Nú varstu ekki bjartsýn á
að ná svona langt fyrir
keppnina?
„Nei, ég var alveg viss um
að ekkert myndi gerast og
það var ólýsanleg tilfinning
þegar úrslitin komu í ljós.
Þetta fyllti mig líka svo mikilli
bjartsýni."
Hvað er á döfinni hjá þér á
íslandi fyrir utan tónleikana í
Hafnarborg?
„Ég er að fara utan í sumar
ásamt Strengjasveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Leiðin
liggur til Skotlands á Tónlist-
arhátíð og ég hlakka óskap-
lega mikið til, ég lék með
strengjasveitinni þegar ég
var yngri og á sterkar rætur
þar. Þar mun ég leika eitt af
mínum uppáhaldsverkum,
Bernsteinsserenöðu fyrir
fiðlu, slagverk, hörpu og
strengjasveit. Svo verð ég á
áskriftartónleikum Sinfón-
íunnar í október.
Á næstunni er síðan að
koma út geisladiskur með
ýmsum fiðluperlum og þar
mun Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari leika með mér,"
sagði Sigrún að lokum.
Jr
BE5TAÐDR0PPA
EB.E&5.EPTA OG
STRUT þyWKUHI!