Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ1991
Sóldýrkendur, kanínur, elskhugar af öllum stærðum og gerðum.
í land með fyrirætlanir sínar og
varð ekkert úr gullgreftri í það
skiptið og raunar fannst ekki
heldur vatn.
JÁRNBRAUT FRÁ ÖSKJUHLÍÐ
Þegar hafin var hafnargerð í
Reykjavík var grjót til fram-
kvæmdanna flutt úr Öskjuhlíð.
Til flutninganna var lögð járn-
braut sem nú er varðveitt í Ár-
bæjarsafni.
JÓSEFÍNA NAUTHÓL
Jósefina spákona kennd við
bæinn Nauthól suðvestan Öskju-
hlíðar er fyrirmynd Karólínu spá-
konu í Eyjabókum Einars Kára-
sonar um braggafólkið. Jósefína
varð þjóðsaga þegar í lifanda lífi
og það voru ófáir
sem fengu að
VINSÆLL SJÓBAÐSTAÐUR
OG SÍÐAR VOLGA
Nauthólsvík var lengi vinsæll
sjóbaðstaður en nú þekkja flestir
Nauthólslvík vegna heita lækjar-
ins svokallaða sem er stundum
nefndur Volga. Þar rennur yfir-
fallsvatn frá Hitaveitunni til sjáv-
ar. Heiti lækurinn er einnig róm-
aður fyrir næturböð sín eftir að
skemmtistaðir borgarinnar loka,
sérstaklega um hásumarið. Eftir-
farandi kvæði ort Nauthólsvík til
dýrðar birtist í Háðfuglinum í
kringum 1950. Þá höfðu verið
uppi nokkrar pipraðar raddir um
spillingu í Nauthólsvík. Höfundur
orti undir dulnefninu Eros.
skyggnast mn
í framtíðina
með aðstoð
hennar. t
KV
tAjf *
té 'rn*
^ — *
€
0
é
Audkúlan i Öskjuhliðinni
verður vígð í dag og þar með
bundinn endahnutur á þessa
umdeildu byggingu. Flestum
ber eflaust saman um það að
um fallega byggingu er að
ræða og fer hún vel i hlíðinni
þó að leiða megi rök að þvi að
peningunum hefði verið betur
varið i annað.
En hvað sem kokteilum líður
og viðlíka fagnaðarerindi fína
fólksins i tilefni vígslunnar iðar
Öskjuhlíðin öll af fjöri á sumrin
og á sér mörg líf. I þessari
grænu víðáttu þar sem fyrir að-
eins fáeinum árum sást ekki
stingandi strá leynist líf af öll-
um gerðum. Þar eiga nokkrar
kanínur sitt heimili, elskendur
sitt athvarf m.a. hommar sem
spranga umhverfis og kíkja eftir
kynbræðrum sínum, sóldýrk-
endur trítla þar um berrassaðir
á sólskinsdögum og útigangs-
menn sofa á sumarnóttum i
gryfjum undir hitaveitustokkun-|
um, stöku dóni flettir sig klæð-
um þegar trimmkonur hlaupa
eftir stigunum. Ósjaldan enda
allmörg samkvæmi i Reykjavik
í heita læknum og baðgestirnir
ráfa gjarnan drukknir upp í hlíð-
ina tveir og tveir saman þegar
vínið tekur að streyma út í kyn-
kirtlana.
A daginn er tilvalið að baða
sig í heita læknum og liggja
þvinæst í sólbaði í Öskjuhlið-
inni, skvetta í sig rauðvíni um
eftirmiðdaginn, grilla mat og
horfa upp í sólina gegnum
svört sólgleraugu. En þegar
rignir á Oskjuhlíðin sér ein-
manalegt lif og það setur jafn-
vel hroll að kaninunum þegar
þær hoppa i skjól og útigangs-
mennirnir halda fram hjá Hita-
veitunni og stinga sér inn í
gistiskýlið á Þingholtsstræti.
Þegar vetrar og aðeins hörð-
ustu ódóin hafa það af að
standa með skinnpokann hang-
andi í von um að saklaus vegfar-
andi eigi leið fram hjá, leita úti-
gangsmennirnir á náðir guðs-
mannanna uppgefnir á sál
og líkama. Einstaka
.karlmaður keyrir um á
\bí!num sínum í von um
að mæta Prins Valíant á
rauðu lödunni.
Sóldýrkendur fara í Ijós
í Sól og sælu og aðrir
elskhugar byltast
annarshugar um í
vatnsrúmum frá
Yngvari og Gylfa.
I fyrndinni var
Öskjuhlíð eyja og má
sjá þar fjörumark ef
grannt er skoðað. í upphafi ís-
landsbyggðar hefur Oskjuhlíð lík-
ast til verið skógi vaxin og gam-
alt örnefni, Víkurholt, hefur verið
kennt við hana.
GUÐMUNDUR KÍKIR
Maður að nafni Guðmundur
kíkir hugðist skömmu eftir miðja
síðustu öld leggjast út í hellis-
boru sem nú er horfin. Hann
hafði þær þokkalegu áætlanir á
prjónunum að ræna ferðamenn
sem ættu leið um. Guðmundur
hafði þó ekki meira upp úr krafs-
inu en svo að hann gafst fljót-
lega upp.
ÞJÓÐHÁTÍÐ í ÖSKJUHLÍÐ
Þjóðhátíð Reykvíkinga árið
1874 var haldin í Öskjuhlíð og
þótti með afbrigðum misheppn-
uð. Var einkum kennt um miidu
moldroki svo að varla sá úr aug-
um.
GULLÆÐII REYKJAVIK
En það hafa fleiri fengið glýju í
augun af henni Öskjuhlíð og
einu sinni þóttust menn hafa
orðið varir gulls þar og varð uppi
fótur og fit í Reykjavík. Það var
árið 1905 er borað var eftir vatni
norðan undir Öskjuhlíðinni. Bjart-
sýnismennirnir urðu þó að draga