Pressan - 26.09.1991, Page 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991
FENGH EIBIB
GJALDPROT FYHR
LÍTHI fifi SIEPPA
FRÁ ÁBYRGHIM
Einar Oddur Kristjánsson, Einar Jónatansson, Auöunn Karlsson, Jón Páll Halldórsson og fleiri nafntogaðir
atvinnurekendur á Vestfjörðum keyptu gjaldþrota fiskeldisfyrirtœki sem þeir sjálfir áttu. Með þessu œtla þeir að
komast frá persónulegum ábyrgðum, sem eru umtalsverðar.
Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitenda-
sambandsins og forstjóri Hjálms á Flateyri, og fleiri nafn-
togaðir Vestfirðingar keyptu fisk úr eigin gjaldþrota fisk-
eldisstöð á aðeins hluta vátryggingarverðs. Fyrir gjald-
þrotið var fiskurinn tryggður fyrir 70 milljónir króna en
þeir fengu hann keyptan fyrir sex milljónir króna. Með
kaupunum hyggjast þeir koma sér undan persónulegum
ábyrgðum á rekstrinum. Fiskeldisstöðin íslax er nú til
gjaldþrotaskipta. Fyrsti skiptafundur verður í næsta
mánuði. Þeir leigja fasteignir gjaldþrotafyrirtækisins fyr-
ir lítið fé.
enga fyrirgreiðslu, þaö var búið að
loka fyrir afurðalán. Það varð að
samkomulagi að við keyptum fisk-
inn og leigðum stöðina. Stöðina í
Reykjanesi liöfum við til næstu
mánaðamöta. Við erum búnir að
slátra þar 40 tonnum," sagði Engil-
bert Ingvarsson, stjórnarformaður
íslax og einn af eigendum Bóls.
Engilbert vildi ekki segja hvað
þeir greiddu fyrir fiskinn eða hvað
þeir leigja mannvirkin á. Það eina
sem hann vildi segja um þetta var
eftirfarandi: „Viö borgum alltof mik-
ið fyrir þetta." Engilbert sagði mjiig
blik í augun þegar talað var um lax.
í vor, þegar fyrst sást fram á að hægt
væri að vera með fiskeldi hér af ein-
hverju viti, þá var lokað fyrir allt.
Það eru komnir betri stofnar og til-
kostnaður hefur lækkað, til dæmis
hefur fóðrið lækkað úr 80 krónum í
60 hvert kíló.
Byggðastofnun var stærsti hlut-
hafi í Islaxi með 20 prósent, Engil-
bert Ingvarsson átti tíu prósent,
Benedikt Eggertsson átti einnig tíu
prósent, svo og Norðurtangi á ísa-
firði og Hjálmur á Flateyri.
gengur og gerist. Það mætti halda
að það væri ekki sama hvort menn
heita Einar Oddur eða til dæmis Jón
Oddur. Meðan aðrir sem lent hafa í
svipuðu hafa þurft að selja ofan af
sér til að greiða upp ábyrgðir er
þessum mönnum afhent fyrirtækið
fyrir brot af því sem þeir sjálfir
tryggðu það á. Þetta er mismunun,"
sagði maður úr atvinnulífinu fyrir
vestan.
UPPGJÖR FRAMLNDAN
Fyrsti skiptafundur í þrotabúi ís-
lax verður í næsta mánuði. Þá kem-
Flestir hluthafar gjaldþrotafyrir-
tækisins hafa stofnað nýtt félag, Ból
sf., sem keypti allan fisk í stöð Islax
og leigir mannvirkin fyrir lítið.
Me(S Einari Oddi voru í stjórn íslax
Engilbert Intfvarsson, sem var for-
maður stjórnar fyrirtækisins, £i»ger/
Jónsson varaformaöur, Einur Jónat-
ansson ritari og Audunn Karlsson í
Súöavík. Mannvirki fyrirtækisins
verða seld á nauöungaruppboöi
innan fárra vikna.
Þeir sem hafa stofnað nýtt fyrir-
tæki um reksturinn eru Auöunn
Karlsson, Einar Jónatansson, Einar
Guðfinnsson hf., Einar Oddur Krist-
jánsson, Hjálmur hf., Eggert Jóns-
son, Norðurtangi hf., Benedikt Egg-
ertsson, en hann var framkvæmda-
stjóri íslax, og Engilbert Ingvarsson
á Hólmavík.
HLUTAFÉÐ VAR 46 MILLJÓNIR
Hlutafé í íslaxi var alls 46 milljónir
króna, það er allt tapað. Engilbert
Ingvarsson á Hólmavík var stjórnar-
formaður fyrirtækisins. Hann segir
að eigendurnir hafi átt á hættu að
tapa öðru eins vegna ábyrgða sem
þeir gengu í vegna íslax.
Samkvæmt upplýsingum PRESS-
UNNAR eru helstu kröfuhafar
Landsbankinn, Framkvæmdasjóður
°g Byggðasjóður. Það var fyrir til-
stilli þessara kröfuhafa sem gengið
var til samninga við helstu eigendur
gjaldþrotafyrirtækisins um að selja
Einar Oddur Kristjánsson
var helsti talsmaður eig-
enda íslax viö stofnun Bóls
og kaupin á fiskinum.
Jón Páll Halldórsson, for-
stjóri Norðurtanga á Isafirði,
er einn þeirra sem stofnuðu
Ból, enda á fyrirtæki hans
mikilla hagsmuna að gæta.
Einar Jónatansson, fulttrúi
Einars Guðfinnssonar hf. i
Bolungarvik, bæði í fslaxi og
Bóli.
Auðunn Karlsson i Frosta i
Súðavík. Hann er með í Bóli
rétt eins og hann var einn
stjómarmanna í íslaxi.
Jón Friðgeir Einarsson, at-
vinnurekandi í Bolungarvík,
er einn þeirra sem tóku ekki
þátt i stofnun Bóls.
þeim fiskinn fyrir innan við tíunda
hluta tryggingaverðsins.
Ekki kom til álita að kröfuhafar
rækju fiskeldisstöðina sjálfir til að
freista þess að fá meira en 6 milljón-
ir króna fyrir þær afurðir sem voru
í stöðinni og fá með því meira upp í
kröfur sínar. Fyrri eigendur virðast
sannfærðir um að þessi leið, þ.e.
kaup á fiskinum og leiga á mann-
virkjum, geti leyst þá undan ábyrgð-
um.
Þar sem kröfulýsingafrestur er
ekki útrunninn er óvíst hversu mikl-
ar kröfur verða gerðar á hendur ís-
laxi.
BORGUÐUM ALLTOF MIKIÐ
„Við stóðum frammi fyrir því að
fiskurinn var í hættu. Við fengum
tvísýnt hvernig þeir kæmu til með
að fara út úr þessu. Hann sagði þetta
mikla áhættu, og sem dæmi er fisk-
urinn ekki tryggður til að draga úr
útgjöldum.
„Við erum búnir að slátra minni
fiskinum og höfum fengiö um 260
krónur fyrir kílóið. í sjókvíunum er
stærri fiskur sem við munum fá
hærra verð fyrir. Tryggingaverð-
mæti alls fisksins var 70 milljónir
króna. í þeirri tölu eru smáseiöi og
uppeldisseiði."
Eigendur íslax byrjuðu í seiðaeldi
en þegar Noregsmarkaður fyrir
seiðasölu lokaðist hófu þeir ræktun
matfisks.
„Við vorum eins og allir aðrir. Það
var mikill kraftur í þessu frá sjóðun-
um og fleirum. Menn fengu dollara-
LANDSBANKINN
SEGIR EKKERT
Brynjólfur Helgason. aöstoðar-
bankastjóri Landsbankans, sagðist
ekkert vilja segja um hvernig samn-
ingar voru gerðir við eigendur
gjaldþrotafyrirtækisins þegar þeir
stofnuðu nýtt fyrirtæki til að taka yf-
ir rekstur þess gamla.
„Þetta er rekstur sem bankinn
hefur ekki áhuga á að vera aðili að,
nema þá í mjög skamman tíma. Við
erum stórir kröfuhafar í þetta bú.
eins og svo mörg önnur. Landsbank-
inn er það í laxeldinu yfir höfuð."
sagði Brynjólfur Helgason aðstoð-
arbankastjóri.
„Svo virðist sem þeir herramenn
sem áttu íslax hafi fengið betri meö-
ferð hjá þessum lánastofnunum en
ur í Ijós hversu miklar kröfurnar á
hendur fyrirtækinu verða og hvaö
sex milljónirnar koma til með að
greiða stóran hluta þeirra. Mann-
virki fyrirtaekisins eru yfirveðsett
en eigendur Bóls, sem eru, eins og
áður sagði, að stórum hluta þeir
sömu og áttu íslax, leigja mannvirk-
in fyrir lítið.
Nokkrir fyrrum hluthafar í íslaxi
tóku ekki þátt í stofnun Bóls sf. Þar
á meðal er Jón Fridgeir Einarsson,
byggingarmeistari í Bolungarvík,
Höröur Gudmundsson, flugmaður á
ísafirði, og Eiríkur Böövarsson,
framkvæmdastjóri Niðursuðuverk-
smiðjunnar á ísafirði.
Sigurjón Magnús Egilsson