Pressan


Pressan - 26.09.1991, Qupperneq 21

Pressan - 26.09.1991, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991 21 GUÐMUNDUR STEINSSON, MAÐURINN MEÐ GULLSKÓINN EG VERÐ ALLTAF FRAMMARI, - ÞÓTT ÉG SÉ t>essi snaggaralegi fótbolta- kappi, sem lcetur sig hafa þaö að rífa stólpakjaft þegar þannig stendur á, er annar maöur þegar hann er kom- inn af uellinum. Þá er hann rólegur, alvörugefinn og ag- aöur, og þeir sem þekkja manninn utan vullar eru sjálfsagt ekkert undrandi á því aö' knattspyrnumenn 1. deildar völdu hann knatt- spyrnumann ársins. Og hon- um þykir vœnt um þessa virð- ingu sem honum hefur veriö sýnd. Hann er þekktur marka- skorari og hreppir gullskóinn fyrir flest mörk í deildinni aö þessu sinni. Hann kom, sá og sigraöi meö nýja liöinu sínu, Víkingi, sem krœkti í hinn langþráöa Islandsmeistara- titil að þessu sinni. Þó segisl hann alltaf veröa Frammari og ekkert geti breytt því. Þaö er auðvitaö Frammar- inn Guömundur Steinsson, sem leikur meö Víkingum, sem hér á í hlut. Frammara-blóðið hefur runnið í æðum hans frá fyrstu tíð. Faðir hans var eitt sinn formaður Fram og lék á sin- um tíma með félaginu eins og reyndar yngri bróðir Guð- mundar, Þorvaldur. Það kom því mörgum á óvart þegar Guðmundur gekk til liðs við Víking fyrir nokkrum mán- uðum, eftir að hafa leikið með fyrstudeildarliði Fram í 13 ár, að vísu með einhverj- um hléum. Ýmsar krassandi sögur gengu um ástæður þess að Guðmundur skipti um lið, en hvaða skýringu gefur hann? ÆTLAÐl AÐ GANGA í VAL „Það má segja að það hafi verið komið að þeim tíma- punkti á ferlinum, að maður þurfti að breyta til og reyna fyrir sér á nýjum stað." Var ástœöan ekki óánœgja meö tœkifœrin sem þá fékkst hjaFram? „Ég var náttúrlega búinn að vera fastur maður í Fram- liðinu í mörg ár. Ég meiddist á síðasta keppnistímabili og var þarafleiðandi ekki eins mikið með og ég hefði kosið. Að vísu fannst mér eins og ég hefði verið tekinn meira útaf en ég vildi og það svekkti mig dáiítið. En það eru ekki nein illindi eða leiðindi í gangi á milli mín og Frammara." Guðmundur segir það hafa verið erfitt að gera upp hug sinn þegar hann ákvað að skipta um lið. „Ég ætlaði fyrst í Val, en síðan höfðu Víkingarnir sam- band og eftir langa umhugs- un tók ég þá ákvörðun að fara í Víking. Kannski var skýringin að hluta sú að Fram og Valur eru miklir andstæð- ingar og hafa lengi barist á toppnum." Guðmundur svarar engu þegar hann er spurður hvort Víkingarnir hafi gert honum tilboð sem ekki var hægt að hafna. Hann brosir og segir að þessi mál snúist ekki um þannig hagsmuni, að pening- ar eða önnur gylliboð ráði ferðinni um í hvaða liði menn leiki. En hvernig var aö koma svona inn í nýtt liö, eftir aö hafa veriö andstœöingur þessara manna í mörg ár? „Ég fann það dálítið í byrj- un að menn voru tortryggnir. En fljótlega kom í Ijós að ég féll ágætlega inn í liðið og þetta hefur gengið vel síðan og það er góð samstaða í hópnum. Þjálfarinn, Logi Ól- afsson, nær líka vel að tengja menn saman, hann er mjög fær þjálfari bæði hvað varðar líkamlega uppbyggingu og sömuleiðis í mannlegum samskiptum." ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ SKORA Hvernig tilfinning var aö leika úrslitaleikinn i Islands- mótinu á móti gömlum vin- um og samherjum ár Fram? „Þetta var mjög sérstök reynsla. Þegar í leikinn er komið verður maður að gleyma öllu slíku. Þá gildir bara að vera trúr sínu liði, og ég geri allt sem ég get til að skora, því ég þoli svo illa að tapa leik.“ Hann segir þetta brosandi og aðspurður hvort það hafi aldrei hvarflað að honum að sleppa marktækifæri, þegar Fram hefur átt í hlut, er hann fljótur til svars. „Nei, ertu vitlaus maður? Það er svo gaman að skora, jafnvel þótt það sé í Framm- aramarkið." Nú hafa oröiö einhver leiö- indi í kringum Gullskóinn eft- irsótta, sem veittur er þeim sem skorar flest mörkin í ís- landsmótinu. Um hvaö snýst þessi deila? „Jú, það hefur orðið ein- hver óánægja í kringum þennan blessaða skó. Við er- um tveir jafnir með 13 mörk, og aðeins er hægt að veita öðrum skóinn. Þar sem ég hef spilað færri leiki og því skorað hlutfallslega betur fæ ég skóinn. Þessi regla hefur gilt í nokkur ár og hliðstæðar aðstæður hafa komið upp áð- ur. Ég lenti sjálfur í þessu í fyrra. Ég skoraði næstflest mörkin en sá sem var þriðji hafði spilað færri leiki og vann því á hlutföllunum og ég fékk bronsskóinn, — alveg eins og vera bar." DRAUMAR UM ATVINNUMENNSKU FYRIR BÍ Talið berst að atvinnu- mennsku og frægðarsögun- um sem gengið hafa um ís- lenska knattspyrnumenn í út- löndum. Eru þetta kannski allt ýkjusögur? „Nei ekki endilega. Þessar sögur hafa náttúrlega fyrst og fremst verið af okkar bestu mönnum og þeir hafa margir staðið sig frábærlega vel, menn eins og Ásgeir, Arnór, Pétur Pétursson á sínum tíma og Atli, svo einhverjir séu nefndir." En hvers vegna komst þú sjálfur heim eftir fremur stutt- an atvinnumannsferil? „Ég fór fyrst til Svíþjóðar 1981 og var þar í um tvö ár, en það gekk ekki alveg nógu vel. Mér fór að vísu mikið fram á þessum tíma, en mér fannst ég ekki fá þau tækifæri sem ég átti skilið þarna og var hreinlega búinn að fá nóg. Mig langaði heim, þrátt fyrir að önnur tækifæri stæðu til boða. Ég fór síðan til Þýskalands 1987 og komst í atvinnumannalið, en á þess- um tíma var mikið um lands- leiki og ég fór heim að spila og missti eiginlega sætið út á það.“ Er draumurinn um aö veröa frœgur fótboltamaöur í útlöndum enn til staöar? „Nei, það er allt fyrir löngu liðið, ég er búinn að svala þeirri þrá og þörf. Ég er nokk- uð sáttur við þetta timabil, þótt auðvitað hefði það mátt ganga dálítið betur. En þetta var þroskandi." GULLSKÓR EN EKKERT LANDSLIÐ í hópnum sem leikur lands- leik við Dani í þessari viku — reyndar degi áður en þetta birtist á prenti — er Guð- mundur ekki á meðal leik- manna, þrátt fyrir að vera markaskorari þessa tímabils, auk þess að hafa verið kosinn besti leikmaður ársins af and- stæðingum sínum. Ertu sátt- ur við þessa niðurstöðu? „Ég hef ekki verið í lands- liðinu síðustu þrjú árin, og er ekkert að svekkja mig á því. Það er landsliðsþjálfarinn sem metur þetta hverju sinni og ef hann sér ekki ástæðu til að hafa mig með er það bara hans mat. Ég er búinn að spila 19 leiki og auðvitað væri gaman að spila meira, en það verður bara að koma í ljós." Áttu ekki von á aö hagur þinn gagnvart landsliöinu geti vcenkast eftir aö Framm- arinn Ásgeir Elíasson hefur tekiö við? „Nei, ég býst ekkert frekar við því.” En hvernig líst þér á nýja landsliösþjálfarann? „Mér líst vel á Ásgeir og hef mikla trú á þeim manni. Ég tel hann vel að starfinu kom- inn." ATLI EKKI í LANDSLIÐSHÓPNUM Þaö hefur komiö mörgum knattspyrnumönnum á óvart og valdiö sárindum aö Atli Eövaldsson, fyrrum lands- liðsfyrirliöi, skuli ekki vera meö að þessu sinni. Knatt- spyrnumenn segja aö kveöja heföi mátt Atla á drengilegri hátt en nú hefur veriö gert. Hvert er álit Guömundar? „Mér þykir ekki hafa verið staðið rétt að málum. Þetta er ekki bara mál þjálfarans, heldur hefur öll stjórn KSI með þetta að gera. Atli er bú- inn að gefa allt í landsliðið, líklega sextán ár, var fyrirliði í sjö ár og búinn að fórna at- vinnuöryggi sinu í atvinnu- mennsku með því að koma heim og spila alla leiki. Manni hefði fundist það heiðarlegra gagnvart honum, úr því hann var ekki valinn í liðið, að hann hefði verið kvaddur á stórmannlegri hátt. Það hefði mátt hafa samráð við hann svo hann hefði til dæmis get- að lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér." Hverju viltu spá um úrslit- in? „Þetta er erfitt lið sem þeir eru að fara að spila á móti, og ég hlakka til að sjá leikinn. Ég hefði viljað sjá fleiri úr Vík- ingsliðinu, stráka sem komu verulega vel út í sumar. En um úrslitin er best að spá sem minnstu." STÓRIR MENN ERU SEINIR í HREYFINGUM Attu eftir mörg ár til viöbót- ar í knattspyrnunni? „Já, það held ég, þrjú til fjögur góð ár til viðbótar." Ertu kannski á leiö frá Vík- ingi? „Eins og staðan er í dag býst ég ekki við því." Eru ekki farin aö streyma til þín tilboö eftir góöa frammistööu í sumar? „Nei, það er ekki farið að koma neitt svoleiðis, maður veit ekkert hvað verður en það er ekki ólíklegt að ein- hver tilboð berist. Eg hefði nú eiginlega mestan áhuga á að fá einhver tiiboð um að þjálfa og þá í yngri flokkunum." Margir þekkja þennan ein- kennilega sœluhroll sem grípur menn þegar þeir sjá falleg mörk skoruö, en hvern- ig tilfinning er aö vera þessi stjarna sem alltaf er aö skora? „Það er nú erfitt að útskýra það. Það grípur um sig mikil gleðitilfinning, — og léttir ef um líklegt sigurmark er að ræða. Þetta gengur jú allt út á að skora og vinna." Er ekkert erfitt fyrir þig, svona smávaxinn, aö vera innan um alla þessa stóru menn sem gjarnan eru í fót- boltanum? Hann brosir áður en hann svarar þessari spurningu. „Það hentar mér mjög vel að lenda á móti stórum mönn- um, þeir eru oft svo seinir í hreyfingum. Og ég minni bara á að þeir kappar Marad- ona, Keegan og Atli Einars eru ekki háir í loftinu, — þótt ég sé ekkert að líkja mér við þá að öðru leyti." Helduröu aö Frammarar geti fyrirgefiö þér að hafa skoraö svo mikiö aö þeir misstu af titlinum? „Já, þeir gera það örugg- lega. Ég er líka sérstaklega ánægður með að hafa Fram í öðru sætinu, ég náttúrlega verð alltaf F: mmari, — þótt ég sé Víkingur í dag." Björn E Hafberg

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.