Pressan


Pressan - 26.09.1991, Qupperneq 24

Pressan - 26.09.1991, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991 * er með ólíkindum — Hafið þið tekið eftir því hversu margir af helstu áhrifa- og athafna- mönnum úr röðum sjálf- stæðismanna eru kvæntir konum með ættarnafn? Duuid Oddsson kvæntist Thorarensen (Ástríði), Þorsteinn Púlsson kvænt- ist Rafnar (Ingibjörgu), Birgir ísleifur Gunnarsson kvæntist Backman (Sonju), Kjartan Gunnars- son kvæntist Snævarr (Sigriði), Magnús L. Sveinsson kvæntist Hofs- dal (Hönnu), Gudmundur Magnússon kvæntist Hjaltalín (Vöku), Hördur Sigurgestsson kvæntist Ottesen (Áslaugu), Davíö Scheving Thorsteinsson kvæntist Borg (Stefaníu), Kristjún Ragnarsson kvæntist Möller (Kristínu) og Sveinn R. Eyjólfsson kvæntist Eydal (Auði). — Talandi um vensl. Við birtum nýlega á þessum vettvangi fjölda dæma um skrítin vensl. Þrjú dæmi í viðbót: Sjálfstæð- ismaðurinn Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, varð tengdasonur Finnbogu Rúts Valdemarssonar, rit- stjóra Alþýðublaðsins og þingmanns Alþýðuflokks- ins. Margeir Pétursson, at- vinnumaður í skák, varð tengdasonur Indrida Púls- sonar, stjórnarformanns Skeljungs og stórmeistara Frimúrarareglu íslands (sem aftur er kvæntur inn í framsóknarættina Hánefsstaðaætt), og Jón Steinar Gunnluugsson, lögfræðingur og sjálf- stæðismaður, varð tengdasonur Púls Berg- þórssonar veðurfræðings, sem sæti átti í stjórnum Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. SKATTAKÓNGAR REYKJAVÍKUR (Anno domini 1936) Skuttukóngur Rtykjuvíkur núlírnuns eru menn á hord vid Tollu í Síld og fisk, Skúlu son hans, Lúffu Cluusen og svo er allluf hópur upótekuru viö toppinn. Þegar útsvurs- skrú Reykjavíkur frú úrinu 11)36 er skodud kentur í Ijós nokkur hreyting ú því Itvers konar ulhufnutnenn keppa um skattakóngstitilinn, þ.e. ud upótekurum undunskild- um. Fyrir rúmri hálfri öld var Thor Jensen, útgerðarmaður með meiru, sá sem greiddi hæsta útsvarið í höfuðborg- inni, 20.250 krönur. Til sam- anburðar má geta þess að þá kostaði mjölkurlítrinn liðlega 50 aura. Það er að segja gamla aura. Með öðrum orð- um hálfan nýjan aur! Nú kost- ar mjólkin 68 krónur og mið- að við „mjólkurvísitölu" greiddi Thor 275 milljónir króna í útsvar. Miðað við nú- verandi útsvarsprósentu var Thor sem sé með yfir 3 millj- arða á mánuði! Lyfsali skipaði annað sætið 1936, Slefún Thorarensen, með 17.685 krónur. Peter Pel- ersen, bíóstjóri í Gamla bíói, kom næstur og í fjórða sæti var annar apótekari, Þor- steinn Scheving Thorsteins- I son. í næstu sætum voru m.a. Eggerl Krisljánsson heildsali, Jóhannes Jósefsson, eigandi Hótels Borgar, Ólafur Magn- ússon kaupmaður, Sleindór H. Einarsson, titlaður bif- reiðaeigandi, og Ingibjörg C. Þorlúksson kaupkona. Það er annars athyglisvert að af þeim 35 einstaklingum sem greiddu yfir 6.000 krónur í út- svar voru 17 kaup- menn/heildsalar. Eitthvaö hefur það nú breyst. í efstu sætum fyrirtækja voru m.a. Shell á Islandi, ()l- íuverzlun íslands, Ölg. Egill Skallagrimsson, Jóhann Ol- afsson og co., timburverslun-' in Völundur, Ó. Johnson og Kaaber, SÍF og Kveldúlfur. Þetta er Olafur Skúlason á Selfossi góðan dag Vorid IÍI72 var ski/tuij uf vinstrisljórn þeirri sem þú ríkti svoköllud Sluöurvals- nefnd rikisstufnana, undir furmennsku Olufs Rugnurs (irímssonur, mei) innanhorös Jón Haldvin Hunnihulsson, Helgu Seljun <>g fleiri. Þretnur og húlfu úri síöur skiludi nefndin af sér skýrslu med íl- urlegum lillögum um flutn- ing ríkisslofnunu og deiUlu úl ú luntlshyggöinu og svo upp- setningu mikils útihúunels ut- un höfuöhorgursvæöisins. Nefndin lugöi til hyllingur- kenndur breytingur sem kæmu til frumkvæmdu ú tímabilinu 1!)77 til WS2. Nefndin lagöi til að eftirfar- andi stofnanir yrðu í heild sinni fluttar út fyrir höfuð- borgarsvæðið: Búnaðarfélagiö, Fram- leiðsluráö landbúnaðarins, Ixtndnám ríkisins, Rann- sóknastofnun landbúnaðar- ins, Sauöfjárveikivarnir, Veiðimálastofnun, Veiðistjóri og skrifstofa rannsóknastofn- ana atvinnuveganna færu á Borgarfjaröarsvæðið. Orkustofnun, Landsvirkjun og Biskupsembættið (ásamt Hjálparstofnun kirkjunnar) færu á Selfosssvæðið. Landhelgisgæslan færi á Suö- urnesjasvæðið, Fiskvinnslu- skólinn á ísafjarðarsvæðið. Kennaraháskólinn, Hús- mæðrakennaraskólinn og Tækniskólinn færu á Eyja- fjarðarsvæðið. Rafmagnsveit- ur ríkisins, Landmælingar Is- lands og Skógrækt ríkisins á Austfjarðasvæði, Svo má nefna að lagt var til að háskóladeildum yrði dreift hingað og þangað um landiö. Nú, tuttugu árum eftir stofn- i un nefndarinnar og tíu árum j eftir að þessu átti að vera lok- ! ið, er auðvitað ekki annað hægt en dást að framkvæmd- inni! I Gráhærði skaparinn með skeggið í tísku / nýhirtri lífsviöhorfakönn- un kemur fram aö 51 prósenl Islendirtgu trúir því aö til sé Guö sem viö gelum leituö lil í bæn. I sams konar könnun 19H4 svöruöu uöeins IH pró- senl því til uö þeir tryðu ú per- sónulegan Guö. Hlutfall þeirra sem telja að til sé „einhvers konar al- heimsandi eða lífskraftur" (sem sagt ekki persónugerv- ingur) lækkaði á sama tíma úr 58 í 32 prósent. Hlutfall þeirra sem vissu i rauninni ekki hverju trúa skyldi lækk- 'aði líka, úr 15 í 12 prósent. Og þeim sem trúa hvorki á Guð né einhvers konar lífskraft fækkaði einnig, úr 7 í 5 pró- sent. Með öðrum orðum hefur trúin á gráhærða skaparann með skeggið aukist gífurlega á kostnað trúarinnar á óskil- greindan anda eða kraft. Samkvæmt könnuninni. Frammi fyrir þessu blasir samt við sú staðreynd að enn fara um eða yfir 60 prósent landsmanna aðeins einu sinni á ári, sjaldnar eða aldrei í kirkju og sem fyrr fara að- eins um 30 prósent til viðbót- ar aðeins á helgidögum í kirkju. Nú segir biskupinn gagn- vart þessari kirkjusókn að eitthvað þurfi að gera. Þaö sagði líka biskupinn sem ríkti 1984. KYNLÍF Áhrif nauðgunar Ég rak augun i áhrifamik- ið ljóð um daginn — „Nauðgunarljóðið" kallar höfundurinn það. Við lest- ur þess næst örlitill skiln- ingur á hvernig þolendum nauðgunar getur liðið eftir glæpinn. I Ijóðinu er meöal annars sagt frá því að eng- inn munur sé á nauðgun og því að vera hrint niður langan stiga — nema að úr sárinu blæðir líka innan frá; það sé enginn munur á nauðgun og að verða fyrir stórum vöruflutningabíl — nema að eftir á spyrja karl- mennirnir hvort þér hafi þótt það gott; það sé eng- inn munur á nauðgun og að fljúga i gegnum framrúð- una í árekstri, nema að eftir á ertu ekki hrædd við bíla heldur helming mannkyns. Því fer fjarri að nauðgun sé ástríðuglæpur, að árásar- maðurinn verði skyndilega hálfvitstola af kynferðis- legum losta og fái útrás á næstu konu sem verður á vegi hans um dimma nótt eftir ball. Nauðgun hefur ekkert með ástriður að gera heldur er fyrst og fremst ofbeldisglæpur. I skýrslu nauögunarmála- nefndar (dómsmálaráðu- neytið 1989) er sett fram eftirfarandi skilgreining á nauðgun: „Nauðgun er lík- amsárás þar sem um er að ræða þvingun, eða tilraun til þvingunar, til kynferðis- legra samskipta. Ekki skipt- ir máli hvort likamsmeið- ingar, andleg/persónuleg niðurlæging eða kynferðis- leg útrás (sáðfall) er kjörfar- vegur hvatanna sem að baki liggja." Þegar um er að ræða nauðgun eru árásin og æru- meiðingin aðalatriðið. Per- sónuleg landhelgi er van- virt og konan svívirt sem kynvera. Nú þegar ég skrifa þessar línur hafði nýlega birst frétt í einu dagblað- anna um konu sem var nauðgað af starfsmönnum varnarliðsins í Keflavík. í þessu tilviki kærði konan, þótt þolendur nauðgunar geri það ekki alltaf. Það er þekkt að nauðgun veldur sálrænum og likam- legum skaða, sem getur birst í margvíslegum kreppueinkennum. ítarleg- ustu kannanir sem gerðar hafa verið á áhrifum nauðgunar á þolendur voru gerðar í Boston árið 1974 af hjúkrunarfræðingi og félagsfræðingi, Ann W. Burgess og Lyndu Holm- strom. Tekið var viðtal við níutíu og tvær konur sem leituðu til borgarspítalans í Boston vegna nauðgunar eða meintrar nauðgunar. Kreppueinkennum vegna nauðgunar má skipta í tvö stig, Fyrra stigið hefst strax eftir nauðgun- ina og getur varað í nokkr- ar vikur. Fyrstu klukku- stundirnar eftir nauðgun geta konur fundið til marg- víslegra tilfinninga. Þær ýmist sýna mikil viðbrögð svo sem reiði, kvíða, grát, niðurlægingu, hefndar- löngun og spennu — ótti og sjálfsásökun eru sérstak- lega áberandi. Aðrar virð- ast rólegar og breiða yfir til- finningar sínar. Líkamleg áhrif nauðgunar á þessu fyrra stigi má rekja til átaka í sjálfri nauðguninni og birtast til dæmis sem mar og hruflun. Konur, sem neyddar eru til að hafa munnmök, fá sárindi í kok, og þær, sem er þröngvað til kynmaka, geta fengið sár- indi eða blæðingar í slím- húð í leggöngum eða enda- þarmi. Fyrstu vikurnar eftir nauðgun mátti greina mörg sálvefræn einkenni svo sem svefntruflanir, vöðva- spennu, meltingartruflanir og einkenni í kynfærum og þvagfærum. Á síðari stigum voru kreppueinkennin þau að . .. þær, sem var nauðgað innan- dyra, hræddust að vera inni í húsi — þær, sem var nauðgað utan- dyra, þorðu ekki út fyrir hússins dyr. konan varð upptekin af að endurskipuleggja líf sitt. Sumar þorðu ekki að hefja störf að nýju — sérstaklega ef nauðgunin átti sér stað i vinnunni — eða sögðu upp störfum og voru atvinnu- lausar um tíma. Vegna óör- yggis var mjög algengt að konur flyttu búferlum, skiptu um símanúmer eða tækju nafn sitt úr síma- skránni. Þetta endurspegl- aði ótta þeirra um að nauðgarinn fyndi þær aft- ur. Margar sýndu fælnivið- brögð. Þær, sem var nauðg- að innandyra, hræddust að vera inni í húsi — þær, sem var nauðgað utandyra, þorðu ekki út fyrir hússins dyr. Algengt var að kon- urnar lentu í erfiðleikum með náin samskipti og kyn- líf. Nær allar voru hræddar við að vera í margmenni og sumar óttuðust einhvern að baki sér, sérstaklega ef nauðgarinn hafði ráðist á þær aftan frá. Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.